Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 9
gefningu. Passíusálmarnir birta þessar him- inhrópandi andstæður; lýsa manninum eins og hann er aumastur, í kröm, án vonar, en í hinu orðinu er vísað á hjálpræðið, sáttar- gjörðina sem gerir manninn heilan. Mörgum verður samt bumbult af greiningu á synd- inni, og hver hefur ekki heyrt yfirlýsingar á borð við þessa: Ég trúi bara á hið góða og fagra og vil ekki heyra tal um hið illa. En gætum að því, að hugtök á borð við gott og fagurt eru merkingarlaus, segja bókstaflega ekki neitt, ef þeim er ekki teflt gegn hugtökum andstæðrar merkingar. Kristnir menn trúa á hið góða og fagra sem guðsgjafir er birtast fyrir miskunnarverk Drottins og leysa manninn úr vítahring vonskunnar. Dauði og upprisa Drottins eru miðlægir atburðir í kristinni trúaríhugun. Með fórn sinni skapar Jesús frið milli manna og Guðs, leysir mannkyn undan yfirvofandi reiði dómsins. Eða eins og Hallgrímur segir í 25. sálmi: En meðþví út var leiddur alsærður lausnarínn gjðrðist mér vegur greiddur íguðs náðar ríki inn og eilífí líf annað sinn. Blóðskuld og bölvan mína burt tókguðs sonarpína. Dýrð sé þér drottinn minn. Líkt og áður hefur verið sagt, þá segja Passíusálmarnir ekki alla söguna. Af hálfu höfundarins er augljóslega gert ráð fyrir því að lesarinn þekki atbúrðarás guðspjall- anna fram að píslarsögunni. Þrátt fyrir smávægilega misvísun í auka- atriðum er vitnisburður samstofnaguðspjall- anna um Jesú frá Nasaret á einn veg Jesús er Kristur, eða Messías, er fyrirheiti Gamla Testamentisins spá um. Hann er sá er Guð sendir til lausnar mannkyni. I fjórða kapít- ula Lúkasarguðspjalls segir frá því er Jesús talar í samkunduhúsinu í Nasaret á hvíldar- degi. Þar les hann orð úr spádómsbók Jesaja: Andi Drottins eryfir mér, afþví að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins. Jesús segir síðan að loknum lestrinum: „í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar." Segja má, að þessi ívitnuðu orð úr Jesaja- bók lýsi vel framhaldinu, það er að segja, vitnisburði guðspjallanna um verk Jesú, orð hans og prédikun: Hann flytur gleðilegan boðskap og kennir nálægð guðsríkis. En viðbrögð þeirra er Jesús mætir eru ekki á einn veg. Annars vegar eru þeir sem trúa og treysta á hann; hins vegar þeir sem hata hann, fyrirlíta og vilja dæma hann sem guðlastara. Hvar sem Jesús kemur sjáum við þessi tvíþættu viðbrögð verða til, og í píslarsögunni eru það þeir sem ekki trúa er hafa völdin. í fimmtánda sálmi segir Hallgrímur: Mjóg árla uppi vóru öldungar Júða senn, svo til samfundar fóru. Fyrstirþó kennimenn í ráðslag létu leiðast líkar það öllum vel, hvernig þeir gætu greiðast guðs syni komið í hel. Guðssyni koma þeir valdsmenn að sönnu í hel. En víst er sagan ekki þar með öll. í hópi lærisveina lifir sú trú, að Jesús er ekki einvörðungu maður er reynir píslardauða og niðurlægingu, því að Guð hefur gerst maður í Jesú frá Nasaret. Hann tekur á sig mannlegt hold og deilir mannlegum kjörum. Og í því mega játendur hans sjá, að Guð er bróðir manna í gleði og þraut; hann hef- ur velþóknun á sköpunarverki sínu, þrátt fyrir vegvillur þess. Jesús gerist þátttakandi í mannlegum kringumstæðum og hann er líkt og allir menn seldur undir synd og dauða: Herrann íklæddist holdi þá, hingað kom til vorjörðu i. Visnaðri eik gaf vökvan góð, þá varð út hellt hans dýra blóð. Saklaus því leið hann sorg og háð, syndugt mannkyn svo fengi náð. Hiðgræna tréð var hrakið og hrist, hér afþað visna blómgaðist. Jesús sem einn er saklaus og réttlátur gengur til fullkominnar samstöðu með mannkyni. Hann tekur á sig ok þess og birtir þannig eðli Guðs; af kærleika til heims- ins gefur Guð son sinn til þess að heimurinn eigi líf. Hver var trúnaður lærisveinanna við Drottin? Júdas sveik. Pétur brást þrátt fyrir digurbarkaleg orð sín og allir flýðu þeir. ítðlsk kvbldmáltíðarmynd frá 1399. Réttlætis allan ávöxt bar, inn til krossdauða hlýðinn var. Saklausa lambið, son Guðs einn, afsynd og lýtum klár og hreinn. I þessu kemur ef til vill skýrast fram sérkenni kristinnar trúar miðað við önnur trúarbrögð. Jesús er ekki trúarbragðahöf- undur í þeim skilningi að með sérstakri íhug- unargáfu fái hann rýnt í leyndardóma Guðs og sé því fær um áð kenna og leiðsegja. Jesús prédikar að sönnu, hann talar, en ekki af mannlegri náðargáfu sem líkt og teygir sig upp í hæðir Guðs. Það er játning kristinna manna, að Jesús er jafn Guði; hann er Guð sjálfur er sækir heim sköpun sína til að heimta hana úr sjálfskapaðri ánauð syndar og dauða. Vegna þess er píslarsagan kristnum mönnum dýrari en aðrar sögur; hún birtir þann vísdóm, að til þess að yfirvinna álög hins illa gengur Guð alla leið, allt til dauða. En hver er þá hlutur mannanna í þessu stóra dæmi? Við getum sagt, að í píslarsög- unni standi ekki steinn yfir steini hvað varð- ar mannlega frammistöðu. Þeir sem hafa mannaforráð, valdsmennirnir, beita því eftir megni til að fyrir koma Guðssyni. I fimm- tánda sálmi segir Hallgrímur: Ertu son guðs? þeir sögðu. Svaraði drottinn: Já. Djarfírþann dóm á Iðgðu: Dauðamaður er sá. Upp stóðu strax að stundu, stríð þeim í hjarta brann, frelsarann fjötrum bundu, færðu Pílató hann. Það er stríð í hjartanu og þeir sem kveða upp dóminn eru fulltrúar mannkyns í upp- reisn, tákn fyrir reiðina og hatrið. En læri- sveinarnir. Hvar standa þeir? Hver er trún- aður þeirra við Drottin? Júdas sveik, Pétur brást þrátt fyrir digurbarkaleg orð sín, og allir flýðu þeir. Þí lærisveinamir sáu þar sinn herra grípinn höndum og hann affólki verstu var vægðarlaust reyrður böndum, allir senn honum flýðu frá, forlétu drottin hreinan I háska einan. Að svoddan skulum við sái mín gi. Sjáum hérlærdóm beinan. ... Guðs orð fær sýnt og sannað hvað sé þér leyfí eða bannað. Það skal þitt leiðarljós. í myrkrum syndar er orð Guðs leiðarljós. Og syndin getur átt sér margvísleg birting- arform. Syndin er hið illa í heiminum, mann- leg afurð sjálfselsku og hroka er eitrar hjarta mannsins; hún er rót ranglætis og óhamingju. Kvöl syndarinnar getur verið líkamleg jafnt sem andleg. Hún getur birst í þjáningu saklausra sem eru fórnarlömb lögleysu og ranglætis vondra manna: 0, veiþeim, sem með órétt lög umgangast ogþau tíðka mjög. Sannleikanum 'meta sitt gagn meir Svivirðing drottni gjöra þeir. Og kvöl syndarinnar getur líka verið and- leg; í ágirndinni festast menn, kengbeygjast inn í sjálfa sig i lotningarfullri dýrkun á auðæfunum: Undirrðt allra lasta ágirndin kölluð er. Frómleika fri sér kasta fjárplógsmenn ágjamir, sem freklega elska féð, auði með okrí safna, andlegri blessun hafna, en setja sii í veð. Að ganga að guðsgjöfum, lífi og heilsu, í hugsunarlausri heimtufrekju, er í augum Hallgrims stór synd. Og lærdómurinn er sá, að lærisveinarnir gefast upp, þrátt fyrir trú sína og stað- festu; þeir kinoka sér við að fylgja Drottni sínum inní þjáningu og dauða. Lærisveinarnir flýja af hólmi; þeir eiga ekki djörfung til að standa ósmeykir and- spænis hinu illa. Valdsmennirnir sem lífláta Jesú veita óvininum fullt lið sitt. Eru þá allir hinir kvittir? Geta hinir horft á og sagt: hvílíkur voði, hvilík synd! Öðru nær. Hallgrímur sér sjálfan sig, og þá einnig alla hina kristnu kirkju, í sporum Péturs sem vill en getur þó ekki, trúir en örmagnast þó, ætlar að segja já en segir nei: Krossferíi að fylgja þínum fýsir mig Jesú kær. Væg þú veikleika mínum, þó verði ég ilengdar fjær. Þá trú ogþol vill þrotna, þrengir að neyðin vðnd, reis þú við reyrínn brotna og rétt mér þína hönd. Hvar er þá von í svo róttækum mannleg- um breyskleika? í nýjum og betri ásetningi? í sjálfstugt eða styrkingu? Því svarar Hall- grímur í sálminum um iðrun Péturs: Ö Jesá að mér snd ásjónu þinni. Sjá þú mig særðan nú i silu minni. Þegar ég hrasa hér, hvað mjög ofí sannast bentu í miskunn mér svo megi ég við kannasL Þetta eru bænarorð til lifandi Drottins sem sigrað hefur dauðann, að hann leið- segi, taki manninn að sér svo hann fái lifað í réttvísi. ÖUum má þó vera fullhóst, að Passíusálm- arnir eru ekki minningarljóð um fallna hetju, eða tregakvæði um dapurleg örlög mikilmennis. Jesús vísar leiðina til Guðs, segja Passíusálmarnir; hann tekur manninn á vit hins sanna vísdóms er maðurinnmegn- ar ekki að grufla í af eigin mætti. í heimi trúarinnar þekkir maðurinn þá fyrst sjálfan sig, greinir dýpstu rök tilveru sinnar, þekk- ir lífgjafa sinn og lausnara: Illum þræl erþað eilífsmin, efhann þiggur svo herrans lin drambsamlega og dreissar sig, Drottinn geymi fri slíku mig. Þvert á móti skal það vera aðalsmerki kristins manns, að hann kunni að þakka °S Þ'í?aa • auðmýkt það sem gjafari allra hluta lætur honum í hendur: Þurfamaður ert þú mín sil, þiggur af drottni sérhvert mil, fæðu þína og fóstrið allt Fyrír það honum þakka skalt Að lokum má spyrja: Hvaða gildi hafa Passíusálmarnir nú? Passíusálmarnir eru fyrst og fremst yfir- lýsing, eða játning trúar um það að mann- kyn á von; að það er hægt að lifa, að það er hægt að lifa í friði og sátt við Guð og menn. Jesús er sá sem gefur þessa von. I hverju því myrkri er sækir á manninn býr ljós hans. Hann hefur unnið sigurinn fyrir alla menn; á þeirri sannfæringu hvílir lof- söngur Hallgríms: Víst ertu, Jesú, kðngur klir, kóngur dýrðar um eilífir, kóngur englanna kóngur vor, kóngur aimættís tignarstðr. Kóng minn, Jesú, ég kalla þig. Kalla þú þræl þinn afíur mig. Herratign enga að heimsins sið held ég þar megi jafnast við. Orð Hallgríms, öll hans íhugula umfjðllun um synd og hjálpræði, eru fullgild orð þó að ísíenska þjóðin sé nú yel södd og laus við yfirvofandi dauðapestir. Syndagjöld nútímamanna eru önnur en fyrri tíðar manna, en sjálft rótarmeinið er hið sama: Maðurinn þekkir ekki Guð og leitar hamingju sinnar í tilbúnum skurðgoð- um sínum. Velmegun í líkamlegum skiiningi er því ekki annað en plastur á djúpstætt mein. Enginn vex eða fitnar svo af af- rakstri handarverka sinna að hann geti án Guðs verið. Vanþakklæti, Iffsþreyta, sjálfs- dýrkun og rótleysi — þetta eru syndagjöld nútímamannsins. I orðum Hallgrfms sjáum við, að lífið er fyrir honum linnulaus barátta milli góðs og ills. Og hann veit fullvel að í vegferðinni frá fæðingu að dauða getur mótlætið birst fyrirvaralaust. En í þjáningunni er maðurinn ekki einn, ekki lengur, því Drottinn er þar líka: Yfír hörmungar er mín leið, æ meðan varír lífsins skeið. Undan gekk Jesús, eftir ég á þann að feta raunaveg. Og í sjálfum dauðanum er ekki heldur hægt að örvænta um mannlegt líf; andspæn- is ófrýnilegum dauða er líka von: Dýrðarkórónu dýra drottinn mér gefúr þi réttlætisskrúðann skíra skal ég og líka fi upprisudeginum i, hæstum heiðri tilreiddw afheilðgum englum leiddur í sælu þeim sjilfum hji. Höfundurinn er sóknarprestur á Borg á Mýrum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.