Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Side 5
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON
SÝNING sem ber yfirskriftina
„íslensk náttúrusýn" hefur
afar rúman ramma, en snýr
þó eftir almennum skilningi
að landinu, náttúru þess og
veðurfari. Fólk er að sjálf-
sögðu hluti náttúrunnar og
þegar litið er á listasöguna
má sjá að þar var fólk í fyrirrúmi lengi vel.
Landslag sést fýrst sem bakgrunnur í mál-
verkum, til dæmis hjá ítölsku 14. og 15. ald-
ar málurunum. Það verður svo smám saman
fyrirferðarmeira og er stundum orðið alls
ráðandi hjá hollenzkum málurum á 17. öld.
I rómantíkinni á síðustu öld varð landslagið
nánast upphafið fyrirbæri og myndlistin þá
eins og löngum áður háfði alveg tengst fagur-
fræðilegri tjáningu.
Sú breyting varð hinsvegar í upphafi þess-
arar aldar að menn fóru að efast um hinar
fagurfræðilegu lausnir. Má segja að mestalla
öldina hafi verulegur hluti myndlistarinnar
farið út á aðrar brautir. Jafnvel svo að oft
hefur það grófá og að sumra dómi það ljóta,
þótt áhrifameira til þess að túlka það sem
menn vildu fá fram.
Þegar hinir íslenzku brautryðjendur í mynd-
list voru við nám í Kaupmannahöfn um og
eftir síðustu aldamót, var fagurfræðilega sjón-
armiðið alls ráðandi. Víðerni íslenzkra fjalla
og öræfa heillaði þá og bláminn og birtan
urðu yfirgnæfandi, hliðstætt því sem segir í
ljóði Stephans G. Stephanssonar: Nóttlaus
voraldar veröld/ þar sem viðsýnið skín. Hand-
an við víðemin er Hekla böðuð í töfraljóma í
frægri mynd Asgríms og lognværðin svífur
yfir vötnunum hjá Þórarni B. Þorlákssyni.
II
Enn hafði sú krafa ekki verið hafin á loft,
að myndlistarverk yrði umfram allt að vera
frumlegt. Nægilegt þótti að vinna sam-
kvæmt þeim gildum sem höfð voru til viðmið-
unar í akademísku námi. Það er hinsvegar
ein meginbreytingin á 20. aldár listinni frá
því sem var, að krafan um frumleika yfir-
skyggir flest annað. Þarmeð var útilokað
að halda áfram að mála landslagsmyndir
eins og Þórarinn, Ásgrímur eða Kjarval.
Nýjar lausnir urðu að koma til, en það hafa
málarar margsinnis rætt sín á milli, að þeim
hefur ekki reynzt auðhlaupið að því að finna
nýja fleti á landslagsmálverkinu. Það er að
hluta vegna þess arna, að margir hafa snú-
ið sér frá náttúrunni; landslagsmálverk eða
náttúrutúlkanir hafa heldur ekki átt uppá
pallborðið.
Jóhannes Kjarval var svo frumlegur og
skapandi listamaður að hann fann fljótlega
nýjan flöt á náttúrutúlkuninni. I stað þess,
að mála víðernin, beindi hann sjónum sínum
oftar að forgrunninum; hann fann myndefnin
við hendina, eða við fætur sér þar sem hann
gekk. Árangurinn varð svo áhrifamikill að
landsmenn fengu nýja sýn á hraun og gijót
og annað sem áður hafði verið talið ljótt.
Og meira en það; Kjarval innleiðir mystíkina
í þessa náttúrusýn, sem verið hafði hluti af
lífsskoðun landsmanna: Klettar og hólar voru
bústaðir huldufólks og hraunið var þegar
betur var að gáð krökkt af dularfullum
mannamyndum.
Þessi náttúrusýn Kjarvals var svo persónu-
leg og sérstæð, að aðrir listamenn reyndu
ekki að feta sömu slóð. Hvorttvegga var og
komið til skjalanna, að módernisminn sem
flestir fylgdu, gekk ekki sérstaklega út á
náttúrutúlkun og eins hitt sem fyrr var nefnt,
að nú þurftu menn að vera frumlegir.
Það gerðist einna helzt á þann hátt að
menn fóru að mála abstrakt landslag. Eftir
að strangflatastílinn leið að mestu undir lok
og allstór hópur málara aðhylltist hinn svo-
nefnda abstrakta expressjónisma, mátti segja
að leiðin fyrir mjög nútímalega náttúrutúlk-
um væri opin.
Svavar Guðnason hafði aðeins lítilháttar
gengizt strangflatastílnum á hönd og það
má segja að eftir brautryðjendurna verði
hann fyrstur manna til að mála „öðruvísi"
myndir með náttúrutúlkun. Þetta voru mynd-
ir um landið, en ekki af því; ný aðferð til
þess að nálgast og túlka áhrifamátt náttúr-
unnar. Jafnframt voru allar staðarlýsingar
og fræg fjöll látin lönd og leið.
Aðrir sem á eftir komu fóru kannski að
gaumgæfa formin í gijóti ein og sér, eða
fjöruna og það samspil sjávar, gijóts, sands
og þara sem þar gefur að líta. Kjarni máls-
ins var dreginn út; öðru vikið til hliðar. Þetta
á til að mynda við abstraktmyndir Nínu
Tryggvadóttur og „Ölfusártema“ Þorvaldar
Skúlasonar. Á tímabili var þetta sú náttúru-
sýn, sem mest höfðaði til málara og má í
því sambandi nefna Benedikt Gunnarssson,
Elías B. Halldórsson, Valtý Pétursson, Ragn-
heiði Jónsdóttur Ream, Steinþór Sigurðsson,
Eirík Smith, og Kristján Davíðsson, sem einn
er fulltrúi fýrir þennan hóp á sýningunni og
á þar nokkrar myndir.
III
í formála sýningarskrár fyrir þessa sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum, skrifar Gunnar B.
Kvaran svo um þátt Kristjáns: „Tjáningar-
máti Kristjáns Davíðssonar einkennist af
expressívri formskapandi pensilskrift sem
getur í senn verið hrá og ofsafengin þar sem
snertigildi litarins, liturinn sem efni og áferð,
setja sterkan svip...Abstrakt expressjónismi
Kristjáns er umskrift á hughrifum frá náttúr-
unni, en samt er þessi náttúruskírskotun
ekki vísun í ákveðið landslag, heldur er um
að ræða hugrenningatengsl í senn við hið
smágerða og stórbrotna í náttúrunni; land
mætir hafi, hrauni eða jökli.“
FINNA Birna Steinsson: Þúfur, 1995.
ÞÓRARINN B. Þorláksson: Sumarkvöld, 1904.
Gunnar nefnir einnig í þessari ritgerð, að
Ásmundur Sveinsson hafi unnið meðvitað
með afgerandi skírskotanir í náttúruleg fyrir-
bæri, „og lét hafa það eftir sér í viðtölum
að það hafi umfram allt verið landið sem
hafi mótað hans formskyn... Tröllkonan er
fjall, klettur og hellar og formin í Höfuð-
lausn minna á rof í landslagi. íslensk náttúra
hafði að geyma það myndasafn sem Ásmund-
ur þurfti til að myndgera íslenskan veru-
leika.“
Hjá yngri kynslóð íslenzkra málara kennir
margra og ólíkra grasa, en Georg Guðni er
þó einn um að hafa alfarið nýtt sér landið
sem myndefni í málverki. En í rauninni er
það hvaða land sem er, mannlaust og mann-
virkjalaust í gegnsæum bláma fjarlægðar.
Dalir og fjöll gefin í skyn, sveipuð dulúðugri
móðu; hin abstrakta náttúrusýn komin eins
langt og verða má í burtu frá hinni hams-
lausu og abströktu náttúrusýn Svavars
Guðnasonar.
Náttúrumyndmálið í nútímanum hefur
óendanlegan fjölbreytileika, svo sem í ljós
kemur á Kjarvalsstaðasýningunni. Þar má
nefna smágerðar gróðurmyndir Eggerts SIGURÐUR Guðmundsson: Earthquake.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8.JÚNÍ1996 5