Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 10
-f spannar liólega einn áratug, en honum tókst að skapa sér nafn sem afar persónulegur listamaður, og sjálfsmyndina notaði hann sem tjáningarmiðil. -----------------------------——-----------y--------- Greinin er í tilefni sýningar í Listasafni Islands á verkum eftir hann sem er hluti Listahátíðar. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON EGON Schiele í vinnustofu sinni 1915. ALLT ER LIFANDI DAUTT Egon Schiele varð aóeins 28 ára og listferillinn KARDÍNÁLINN og nunnai YNDLISTARMENN þýzka málsvæðisins sem skipuðu sér undir merki framúr- stefnu og módern- isma í upphafi aldar- innar urðu undir í samkeppninni um athygli heimsins. Þar voru Fransmenn sigur- vegarar, enda í sterkri stöðu með París sem nafla heimslistarinnar. Þangað fóru þeir sem viidu kynnast nýjum straumum. Menn höfðu ótal frönsk nöfn á hraðbergi, en þekktu ekki Þjóðveijann Max Beckmann, Svisslendinginn Ferdinand Hodler, né heldur Austurríkis- mennina Gustav Klimt, Oskar Kokoschka og Egon Schiele. Þessir menn fóru allir aðrar leiðir en hinir frægu frönsku kollegar. Baráttan tók á sig trú- arlegan svip, predikunin varð einhliða og mikið um fordæming- ar. Meðal þeirra sem ekki voru metnir að verðleikum utan sinna heimalanda voru Austurríkis- mennirnir. Klimt þótti .of mikill skreytilistamaður í anda jug- endstílsins og Egon Schiele var eiginlega hvergi hægt að draga í dilk. Við sjáum það nú, að hann var byltingamaður og magnaður expressjónisti. Egon Schiele fæddist í smá- bænum Tullu við Dóná. Faðir hans var í góðri stöðu hjá járn- brautunum; þetta var íhaldssöm millistéttarfjölskylda í íhaldssömu samfélagi austurrísk-ungverska keisaradæmisins, sem búið var að standa í mörg hundruð ár en átti skammt eftir. Egon litli var dæmigert undrabarn; hann virtist fæddur með einstæð- an hæfiieika til að teikna. Sú breyting varð 1904 á högum fjölskyld- unnar að heimilisfaðirinn missti atvinnuna vegna skapgerðargalla^ sem fóru versnandi og urðu að geðveiki. Ári síðar dó hann af völdum syfilis. Þetta hafði mikil áhrif á næmt sálarlíf drengsins og hafa menn bent á svip- aðar aðstæður, geðveiki og dauða, á heimili Edvards Munchs, en Egon Schiele kynntist ungur verkum hans og dáði hann. Schiele hafði metið föður sinn mikils, en milli hans og móðurinnar var alla tíð kalt: „Hún skildi mig ekki og þótti heldur ekki vænt um mig“, sagði hann. Sam- bandið við yngri systurina Gerti var hinsvegar bæði náið og kannski full erótískt, því hún var komung að aldri orðin fyrsta nektarfyrirsætan hans. Krókur- inn beygðist mjög snemma í þessa átt og foreldrarnir höfðu áhyggjur af því. Schiele var dagdraumabarn og varð mótsnúinn öllum sínum kennurum. Eftir dauða föðurins varð nákominn ættingi einskon- ar tilsjónarmaður drengsins. Sá reyndi hvað hann gat til að fá stráksa ofan af listrænum grill- um, en án árangurs sem betur SJÁLFSMYND, 1910. fór. Þau fluttu búferlum til Klosterneuburg í útjaðri Vínarborgar eftir dauða föðurins. Þetta var merkilegur tími uppúr aldamót- unum. Franz Jósef búinn að vera keisari í marga áratugi og Vínarborg var svo glæsileg að París ein gat skákað henni. Menn voru að gera stór- merkilega hluti í arkitektúr og hönnun og Sig- mund Freud var að kanna hin myrku djúp sálar- lífsins. Þetta var tímaskeið glæsileikans; hins endanlega blóma rétt fyrir hnignun og fall. Því var komið til leiðar að ungur reyndi Schi- ele fyrir sér í Kunstgewerbeschule í Vínarborg. Sjálfsmynd hans frá þessum tíma sýnir fremur færni fullþroskaðs listamanns en byrjanda, enda sáu kennarar skólans það og ráðlögðu móður- inni að sækja strax um fyrir drenginn í Akademí- inu. Þar tók Schiele inntökupróf haustið 1906. Fjórum mánuðum áður hafði annar nemandi þreytt sama próf, en fallið. Hann hét Adolf Hitler. Schiele og Hitler hefðu orðið skólabræð- ur, ef Hitler hefði náð þessu prófi. Heimurinn hefði fengið einn miðlungs listamann til viðbót- ar og saga heimsins á 20. öld hefði ugglaust orðið öðruvísi en hún varð. Eftir þriggja ára teikninám í í Akademíunni í Vínarborg var Egon Schiele búinn að fá nóg og albúinn þess að heljast handa. Landi hans, Gustav Klimt var helzti áhrifavaldurinn fyrsta spölinn og áhrif hans sjást mjög greinilega í teikningum Schieles frá þessum tíma. Það varð Schiele til framdráttar, að Gustav Klimt sá undir eins hvað í honum bjó og stað þess að öfundast og þykjast skör hærra en grænjaxlinn úr Akademíunni, tók hann Schiele að sér, uppörvaði hann og keypti jafnvel af honum myndir. Hann kynnti Schiele í þeirri frægu hönnunarsmiðju, Wiener Werkstátte, sem arkitektinn Hoffmann hafði stofnað 1903. Þar var gróðurhús nýrra hugmynda sem ekki átti sinn líka í heiminum. Hugmyndafræðin gekk útá að góður listamaður ætti ekki að einskorða sig við þröngt sérsvið og ,í samræmi við það hannaði Schiele föt, bæði á konur og karla eins og Klimt hafði raunar einnig gert. Árið 1908 var Schiele 18 ára og hélt þá sína fyrstu sýningu. Hann hafði þá séð verk eftir Klee og áhrifin frá honum voru veruleg. Líkt og Kjarval gerði stundum lagði Schiele mikla áherzlu á að „teikna" nafnið sitt, þegar hann merkti myndir. Um þetta leyti urðu þau tímamót að Schiele fór að nota sjálfsmyndina sem tjáningarmiðil. Sjálfsmyndin varð síðan ein megin túlkunarað- ferð hans og um leið ein allsheijar memento mori, áminning um hnignun og dauða. „Alles ist lebend tot“, sagði hann; allt er lifandi dautt. Það sama fann hann í verkum Edvards Munchs og nú kynntist hann að auki verkum Toulouse Lautrecs þar sem myndefnið var næturlíf París- ar; gleðikonur og búllur. Allt á síðasta snúningi hnignunar og úrkynjunar. Samt var það á sinn hátt fallegt, að minnsta kosti tókst Lautrec að túlka það svo. Oskar Kokoschka hafði líka leit- að að hliðstæðu myndefni og fundið sér fyrirsæt- ur í fátækrahverfum Vínarborgar. í þá slóð fór Schiele einnig og þar var af nógu að taka. Það varð Schiele til happs að um þetta leyti kynntist hann Arthur Roessler, rithöfundi og gagnrýnanda við Arbeiter Zeitung, sem átti eftir að verða nánasti vinur hans, hjálparhella Jt 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.