Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 11
i, olíumálverk frá 1912. og aðdáandi. Segja má að Schiele hafi líka gert Roessler ódauðlegan með frábæru og í hæsta máta frumlegu portretti frá árinu 1910. Um fyrstu kynni þeirra hefur Roessler skrifað svo: MÉR FANNST ég skynja persónuleika sem var einstæður að öllu leyti. Svo einstæður að návist hans var ekki öllum til ánægju. Ekki einu sinni honum sjálfum. Jafnvel innanum vel þekkta og tilkomumikla menn, skar hann sig einhvern veginn úr. Hann var hár, grannur og alls ekki herðabreiður, handleggirnir langir og hendurnar líka langar og beinaberar. Hann var skegglaus með úfið svart hár. Svipurinn bar vott um ein- hverja hryggð..." Roessler átti eftir áð fara betur í saumana á vini sínum, því alls skrifaði hann fimm bækur um Schiele á árunum 1912-1923. Þrátt fyrir velgengni vildi Schiele helzt komast í burtu frá Vínarborg og 1910 flutti hann til Krumau, sem nú er í Tékklandi. Eitt af því magnaðasta sem eftir hann liggur er einmitt frá árinu 1910; sjálfsmyndir, þar sem hann málar sjálfan sig nakinn og afskræmdan, líkt og hann hefði orð- ið fyrir raflosti. Hann málar sig sjúklegan í útliti með eina tanngeiflu í munni. Annað myndefni, og það sem Egon Schiele er kannski þekktastur fyrir, eru kynæsandi nekt- armyndir. Þar eins og í portrettinu er hann meistari hins óvenjulega sjónarhorns. Hann teiknar spegilmynd af sjálfum sér að teikna nektarfyrirsætu. Línan leikur svo í höndum hans að aðeins örfáir mestu úrvalsteiknarar listasögunnar ná því sama. Honum var hugstæð dulúð kynlífsins, hárfín erótík, en hann taldi af og frá að þetta væru klámmyndir og sama sagði Roessler í skrifum sínum um Schiele. Hinsvegar hefur alltaf verið til fólk og er enn, sem sér ekkert annað en klám, þegar nekt er annars vegar. Það var ári síðar, 1911, að Schiele hitti 17 ára, sérkennilega og sjarmerandi stúlku, Wally Neuzil. Hún varð næstu fjögur árin hjásvæfa hans og módel í fjölda mörgum eggjandi mynd- um, sem hlutu að hneyksla siðprúða borgara á þeim tíma. Bæjarslúðrið í Krumau lét ekki á sér standa og Schiele leiddist það. Þau Wally sneru aftur til Vínarborgar; Wally virðist hafa örvað kynferðislega fantas- íu málarans, sem var þó nokkur fyrir. En hún varð að sætta sig við að sitja ekki ein að at- hygli hans. Sérstaklega sóttist hann eftir því að teikna unglingstelpur, stundum naktar, stundum bara í sokkum eða stígvélum. Ungu stelpurnar í Neulengbach í Vínarborg voru hei- magangar á vinnustofu Schieles og þótti það góð tilbreyting frá ströngu uppeldi í föðurhúsum. En fólkið í næsta nágrenni fylgdist með þessu og var hneykslað. Hér lifði þessi sýnilega hroka- fulli maður í synd með fyrirsætu og var svo í ofanálag að veiða smástelpur. Framferðið var kært; löggan var komin í spilið og gerði upptæk hundruð teikninga og skilgreindi sem klám. Sjálfur var málarinn settur í steininn. Líkt og öll fangelsi á þeim tíma, var það ömurlegur staður. Dómurinn í máli Schieles gekk í þá veru, að hann væri saklaus af því að tæla telpurn- ar, en hinsvegar sekur um að hafa til sýnis erótískar teikningar þar sem þær sáu til. í 18 daga hafði málarinn setið inni og vorkennt sér óskaplega. Hann þurfti þó að- eins að bæta við þremur til viðbótar. Hann notaði tímann í fangaklefanum; teiknaði sjálf- an sig grindhoraðan í aumkunarverðum stell- ingum á gólfinu, svo helzt minnir á ljósmynd- ir af Gyðingum í útrýmingarbúðum nasista. Schiele hafði alltaf af einhveijum ástæðum álitið sig vera fórnarlamb og píslarvott, þótt hann hefði enga ástæðu til þess. Nú gat hann vissulega útmálað þessa tilfinningu. Um „afbrot" sitt sagði hann: „Engin erótísk list er óþverri ef hún er listrænt mikilvæg. Aðeins verður hún óþverri í augum áhorf- anda, ef hann er óþverralegur". Atburðurinn og þær umræður sem af hon- um spruttu, juku á frægð málarans. í augum sumra varð hann reyndar ennþá illræmdari. Samt var á almennu vitorði, að sumir þekkt- ir safnarar listaverka keyptu að staðaldri myndir hjá Schiele, og þá ekkert annað en erótískar myndir. Þau tímamót urðu á ferli Egons Schiele árið 1912, að honum var í fyrsta sinn boðið að sýna erlendis, á Sonderbund í Köln, sem var stærst sýning á samtímalist sem þá hafði verið haldin í Evrópu og Ameríku. Þarna var Schiele við hlið málaranna í Der Blaue Reit- er og það var dagljóst að uppsprettulindir módernismans voru ekki bara i Frakklandi. En gagnrýnin var að sjálfsögðu ekki alltaf á jákvæðum nótum. í Neue Freie Presse lýsti gagnrýnandinn Seligmann „hinum hræðilegu skrýpamyndum eftir E. Schiele, með drauga- legan svip og fingur eins og köngulóarklær. Sjálfar myndirnar eru eins og þær hafi ný- lega komið uppúr gröfinni". Margir voru sammála Seligmann; töldu hæfileikana ótví- ræða, en myndefnið sjúklegt. Til þessa var uppistaðan í lífsverki Schie- les teikningar. Stundum litaði hann þær reyndar að hluta. En um 1913 fer hann að mála svo um munar. Frá því ári er magnað málverk, Kardínálinn og nunnan. Þetta er einskonar „tilvitnun" í Kossinn, eitt frægasta málverk Gustavs Klimts. Hvorttveggja eru ástríðufullar uppstillingar með karli og konu í faðmlögum. Hjá Klimt er þetta einber unað- ur og fegurð, en Schiele lýsir hinsvegar for- boðnu sambandi, nunnan dauðskelkuð og kardínálinn eins og Satan sjálfur. Eftir aðeins fimm ára feril, og Schiele aðeins 23 ára, var hann orðinn vel þekktur í Þýzkalandi; a£. austurrískum málurum var aðeins Oskar Kokoschka frægari, enda eldri. Á þessu ári málaði Schiele nokkrar stærstu myndir sínar, sem nú eru glataðar af einhveij- um ástæðum. Þótt tekjurnar væru allgóðar, safnaðist málaranum ekki fé. Þvert á móti hélzt honum alla tíð illa á peningum. Þeir hreinlega gufuðu upp í höndum hans. Enda þótt hann væri að stærstum hluta svartlistar- maður, þá höfðaði grafík ekki til hans. Fáein- ar grafíkmyndir gerði hann þó og vitna þær allar um snilldartök. Koessler hafði gefið honum grafíkáhöld; taldi að grafíkin ætti að geta aflað honum verulegra tekna. En ári síðar gaf Schiele áhöldin öðrum. Hann hreifst aftur á móti mjög af ljósmyndatækni. Einnig þar er sjálfsmyndin honum hugstæð, stund- um við spegil, en alltaf er hann vel klæddur á þessum myndum. En friðurinn og hið ljúfa líf var brátt á enda. Þann 28. júní 1914 lýsti austurrísk- ungverska keisaradæmið stríði á hendur Serbíu eftir morðið á Ferdinand erkihertoga í Sarajevo. Á skömmum tíma skiptist Evrópa í tvær andstæðar fylkingar og vopnin voru látin tala. Gamla Evrópa var í dauðateygjun- um. Yfirstétt Vínarborgar, yndi Gustavs Klimts, heyrði brátt fortíðinni til. En hinar aristókratísku dömur í myndum Klimts héldu enn um sinn áfram að vera elegant eins og ekkert hefði í skorizt. Schiele var löngum hpppinn. Með læknis- vottorði komst hann hjá herkvaðningu í fyrstu lotu, enda taldi hann að listamenn væru of þýðingarmiklir til að senda þá í stríð og lífshættu. Þessi mikla breyting á umheim- inum hafði samt engin áhrif á myndlist hans; frá því fyrir löngu hafði hann séð úrkynjun- ina og hnignunina og alla tíð verið að út- mála hana. Ein frumlegasta mynd Schieles frá fyrstu árum stríðsins er portret af auðugri stúlku af gyðingaættum, Frederike Maria Beer. Klimt hafði málað af henni portret í sínum stíl, en Schiele lét hana íklæðast síðum kjól með mynstri sem minnir á málverk Hund- ertwassers löngu síðar. Frederike var hvorki látin sitja né standa, heldur lagði Schiele hana á gólfið og fór svo upp í háa tröppu og horfði niður á hana. Hann lagði til að myndinni yrði síðan komið fyrir neðan á loft- inu í hýbýlum ungfrúarinnar og svo var gert. Myndirnar urðu Frederike góð líftrygging. Löngu síðar seldi hún þær báðar til þess að fjármagna vist sína á elliheimili í öðru landi. í næsta húsi við þau Schiele og Wally bjuggu systurnar Edith og Adele Harms, afar borgaralegar og vel upp aldar stúlkur. Málarinn fór að renna til þeirra hýru auga, en átti bátt með að ákveða hvora hann ætti að velja. Edith varð fyrir valinu og foreldrarn- ' ir þá búnir að gera allt hvað þau gátu til að koma í veg fyrir ráðahaginn, sem virtist vonlaus, svo ólík sem þau voru. Schiele var þá að líkindum orðinn leiður á Wally og hún hvarf allt í einu af sjónarsviðinu. Jafnframt mæltist Schiele til þess að þau hittust ár hvert í sumarleyfinu, að sjálfsögðu án Edit- har. Wally kvaddi „án tára“ og þau hittust aldrei aftur. Hún giftist ekki, enda dó hún úr skarlatssótt aðeins tveimur árum síðar. En stóru augun hennar eru áfram ljóslifandi í teikningum Schieles. Ú ÁTTI okkar maður að » fara að lifa borgaralegu lífi með eiginkonu og tókst það bara bæri- lega. Þegar leið á stríð- ið fór að harðna á daln- um í keisaraveldinu og þar kom að Schiele gat ekki vikið sér undan herkvaðningu. Við hitt- um hann næst í æfingabúðum í Prag, afar óhermannlegan, og nú beið hans ömurlegt hlutskipti hins óbreytta hermanns. Hann eygði útgönguleið; sótti um að verða dubbað- ur upp sem „stríðslistamaður" og ætlaði að mála ódauðleg verk um fórnir stríðsins. En herforingjum leizt ekkert á þá hugmynd. Schiele var samt svo heppinn að lenda í deild sem sá um flutninga á rússneskum föngum til og frá Vínarborg. Þetta veitti honum visst fijálsræði; bæði gat hann öðru hveiju sofið heima og hann gat eitthvað málað og tók jafnvel þátt í sýningum. Smám saman komst hann í mjúkinn hjá yfirmönnum í hernum með því að teikna þá. Til að hygla honum komu þeir honum í birgðastöð hersins í Vínar- borg árið 1917 og þar fékk hann rúman tíma til að mála. Hann var nú orðinn slíkur spá- maður í sínu föðurlandi, að hann var valinn fyrir hönd Austurríkis til að sýna í Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn. Er næsta furðu- legt að staðið skyldi í slíku stússi meðan styij- öldin brann á landsmönnum. Borið saman • við þá sem urðu að fallbyssufóðri í skotgröf- unum hafði Schiele verið ljónheppinn. En hann kom ekk auga á það, vildi vera píslar- vottur þó hann væri þáð ekki. Febrúar 1918 og nú líður að lokum þessa mannskæða og tilgangslausa stríðs. Þá kem- ur ný ógn, kennd við Spán, og fer sem logi yfir akur og berst einnig til íslands með skelfilegum afleiðingum. Spænska veikin geisar og drepur einkum fólk á bezta aldri. Meðal hinna látnu í Vínarborg er málarinn Gustav Klimt, 37 ára gamall. Schiele fór í líkhúsið og teiknaði andlits- mynd af honum á líkböhunum. Honum hefur fundizt að nú væri röðin komin að honum að verða númer eitt. Eini keppinauturinn, Oskar Kokoshka, lá hættulega særður á sjúkrahúsi í Dresden. Sýningarsamtökin « Wiener Secession, þar sem Klimt hafði verið æðsti prestur, buðu Schiele nú að mynda uppistöðuna í árlegri sýningu. Fyrir þá sýn- ingu hlaut hann hrifningu og lof og einnig ný verkefni, þar á meðal stóra veggmynd í Burgteater. Schiele var kominn á beinu brautina, en um leið var eins og nektarmynd- irnar væru ekki eins djarfar; ofsinn var horfinn. Gagnstætt öllum hrakspám lifði hann farsælu heimilislífi með Edith og sam- búðin gekk vel. Af málverki frá árinu 1918 og nefnt er Fjölskyldan, mætti ætla að nú hafi málarinn loks fundið ástina sína: Mað- ur, kona og barn, en öll með starandi augna- ráð, hvert í sína áttina. Það var von á fjölg- un; Edit hálfgengin með. En þá barði dauð- inn að dyrum í fylgd með spænsku veik- inni. Edith dó og Schiele tók veikina einnig. Hann var fluttur til aðhlynningar í hús tengdaforeldranna. Þar dó hann skömnmu síðar, 28 ára gamall. Jafnframt leið austur- rísk-ungverska keisaradæmið undir lok. Nýr og skelfilegur tími var framundan. Síðar setti Roessler á blað það sem hann sagði vera síðusu orð Egons Schiele: Á jörðinni mun fólkið nú - kannski- verða fijálst. En ég verð að yfirgefa það. Það er dapurlegt og að deyja er erfitt. En það er ekki erfiðara en lífið, líf mitt, sem hefur sært svo marga. Fyrr eða síðar eftir dauða minn, mun fólk áreiðanlega hrósa mér og dást að list minni. En mun það hrós verða eins afdráttarlaust eins og kjaftæðið, slúðrið og misskilningurinn gagnvart list minni hefur verið?EftiI vill. Það verður alltaf misskilning- ur milli mín og annarra. En nú skipta lof eða misskilningur ekki máli lengur". LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.