Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Page 12
1 Syfc Wmm ANTON HELGIJONSSON Huldubókasafnið í Hafnarfirði m í háskólasafninu fann ég ekki heldur Grænmeti og ber allt árið; hin lokkandi fyrirheit Helgu Sig. Pá var fullreynt. En þrjóskan bauð mér far til æskustöðvanna í Hafnarfírði svo ég skaust inn á landsbókasafn huldufólksins sem erstaðsett í hamri við Flensborgarskólann. Nú kemur að þankastriki — Hafnarfjörður kaUast í daglegu tali Fjörðurinn og fyi;rgreindur hamar er aldrei nefndur annað en Hamarinn. AfHamrinum er útsýni en þar fyrir neðan miklast þó lækur sem heitir einfaldlega Lækurinn. Nema hvað: Afgreiðslumærin svaraði fyrirspurn minni á orðlausu máli ogkvaðst ekki hafa bækur á íslensku. Efms lét ég augu hvarfla um hillur og kili. Þarna! Þetta er bókin sem ég hef reynt að fá í allan dag! Og í nýlegri útgáfu! En afgreiðslumærin brosti: Við notum ykkar stafróf, ykkar letur en okkar mál er annað og fleira en þér kann að virðast á prenti. Þetta er ekki verkið sem þú nefndir, heldur þýðing á ljóðaflokki eftir sjálfan Gian Michele Milani! Hann orti svo vel um heiminn, útskýrði frumeindakenningu Demókrítosar oghin vélrænu lögmál hreyfinga. Grænmeti og ber allt árið þýdd á huldumál sýnist þér vera Snoira-Edda á íslensku en Snorra-Eddu á huldumáli sérðu sem Vegahandbókina. Hún bauð mér þær allar og minnti á síðasta skiiadag: 36. ágúst, sem er þó ekki 5. sept. Heimkominn heyrí ég þig kalla: Það stendur ekkert um rífsberjasultu! Bíðum við! Hvernig myndu skáldin svara þér sem ólst upp suður með sjó? Þú hampar bók: Hér birtist ágætis uppskríft að hugsun — og ef til vill að lífi en ekki að sultu! Ég svara: Nei, þessa fékk ég í Norræna húsinu. Hún fjallar um dauðann. . . Ég stari á bókina. Síðan á þig. Við rýnum í sama letríð en framreiðum ólíkar krásir. Sömu stafir, önnur merking, annað verk. Huldukona úr Keflavík! Hver tryðiþvíað óreyndu? En hvað veit ég? Bók. Heimur. Sulta. Líf. Öll þessi orð lærði ég í Hafnarfirði. Þar stendur örugglega hamar. Þar miklastjú lækur. Loks hef égfyrir satt að í Firðinum sé himinn alltafblár! 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.