Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Side 14
„Myndir Karls Kvaran frá hverju skeidi hans sem vceri hera svo sterkan svip aö þœr þekkjast cetíö, þcer hera alla tíö mót síns höfundar... “ Thor Vilhjálmsson MJÚKform, olíumálverk, 1986. ÁSTARJÁTNING, olíumálverk, 1985. hægt að láta vaða á súðum og láta hrif andartaksins ráða ferðinni í spontant vinnu- brögðum. Þegar aðrir kúventu, hélt Karl Kvaran ótrauður sínu striki. Hann gerði þó þá breytingu eftir 1970, þegar hann missti Sigrúnu konu sína, að sveigð form fóru að sjást í stað hinna hörðu. Segja má að það hafi verið aðferð Karls til þess að veita ljóð- rænu svipmóti inn í list sína. Karl Kvaran var Reykvíkingur að upp- runa; sonur hjónanna Elísabetar Benedikts- dóttur og Ólafs Kvaran símstjóra. Æsku- heimilið var í Landssímahúsinu við Austur- völl og þar bjó Karl síðan eftir að hann var orðinn málari og hafði þar vinnustofu. List- nám sitt hóf hann hjá Gunnlaugi Scheving, en taldi sig þó ekki hafa orðið fyrir áhrifum frá honum. Minntist þess þó gjarnan, hve Gunnlaugur hafði verið kröfuharður um teikningu. Síðar var Karl við nám í teikni- skóla Rostrup Böyesen í Kaupmannahöfn og taldi hann hafa átt mikinn þátt í að efla sér skilning á mikilvægi línunnar í málverki. Verk Karls Kvaran eru skilgetin afkvæmi síns tíma, en jafnframt tímalaus eins og öll góð list. Myndir hans tjá öldina eins og segir í formála Björns Th. Björnssonar í sýningar- skrá vegna sýningarinnar í Norræna Húsinu: „Skáld, og mikil skáld, eru oft skyggnari á anda síns tíma en nokkur lærð fræði. Um listform þetta skrifaði Halldór Laxness þau orð sem grópast um innsta sannleika þess- ara hluta: „Listastefna...sem hefur áhrif á veruleikann af því hún á rætur sínar í veru- leikanum og sinnir þar ákveðinni þörf; lista- stefna sem hefur áhrif á öldina af því hún tjáir öldina, andlit aldarinnar, sál aldarinnar, þjáningu aldarinnar, þrá aldarinnar." Bjöm minnist á þá sem riðu á vaðið hér á landi með málverk í hreinum flatastíl og telur að hann verði ekki jafn eindregið kenni- mark neins málara þessa tíma og Karls Kvaran. Segir síðan: „Og til þess hlutverks hafði Karl Kvaran allar forsendur; frábæra skólun í frumþáttum listar, listræna sann- færingu, sem gat jaðrað við einþykkni, og þó ekki sízt það sem málara á þeim brautum er heilagur andi pápiskum: Vandlæti og vandfýsi um vinnubrögð og efni, þar sem ekkert var nothæft nema það bezta.“ Thor Vilhjálmsson skrifar meðal annars svo í sýningarskrána: „Myndir Karls Kvaran frá hveiju skeiði hans sem væri bera svo sterkan svip að þær þekkjast ætíð, þær bera alla tíð mót síns höfundar, bragð af persónuleika hans, allt frá hinum ströngu fastbundnu myndum sem léku litum á flatarmálsfræðitraustum skik- um skornum skarplega, og settir í geir- neglda sambýlisheild á svarta grind með næstum vísindalegri rökfestu, yfir í síðar æ fijálslegri leik jafnvel dansandi með syngj- andi línu og tónvisst spil litanna í frænd- semd við kammertónlist í fágun hrynjandi og háttvísi." Um austurrískq myndlistarmanninn Arnulf Rqiner, enverk eftir hann eru nú sýnd í Listasafni Islands REKSTILLA ÍHÓPI EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON ARNULF Rainer í Listasafni íslands; einfarinn sem ekki rekst í hópi, kom hingað vegna sýningarinnar. Lesbók/Kristinn MJÚKAR línur. Olíumálverk, 1983-84. ó Listahátíóinni. Rainer á þaó sameiginlegt meó Svavari Guónasyni aó hafa ekki unaó í listaskólum. Frægó sína hlaut hann fyrst fyrir aó yfirmála verk annarra og þekktur er hann einnig fyrir Ijósmyndir og teikningar þar sem manns- líkaminn er efniviður og tjáningarmiðill. BÁÐIR austurrísku myndlistar- mennirnir sem kynntir eru á Listahátíð með sýningum í Listasafni íslands eiga það sameiginlegt að vera lítt þekktir á íslandi, nema þá meðal tiltölulegra fárra lista- manna og áhugamanna. Enda þótt Schiele sé fæddur 1890 en Rainer 39 árum síðar, eru báðir nútíma listamenn. Þar skilur hinsvegar með þeim, að Schiele fékk aðeins rúman áratug til að skila sínu lífs- verki, en Rainer er orðinn 66 ára og enn í fuHu fjöri. Á sýningu Rainers í Listasafni íslands verða 38 verk sem ættu að gefa allgott yfirlit yfir listferil hans. Frægð Rainers hófst á sjötta áratugnum þegar hann hóf undir merkjum framúrstefnu að „yfirmála" eigin verk og annarra listamanna, sem létu honum verk í té til þess arna. Hann fékkst þá við „ósjálfr- áða skrift“, sem varð til undir áhrifum eitur- lyfja; gjarnan máluð með fíngrunum eða öllum líkamanum í stað pensla. Eins og gjarnan vill verða í slíkum tilraunum, varð útkoman gróf og ögrandi, jafnvel hneykslanleg, enda ugg- laust ætlað að vera það. í aðfaraorðum í sýn- ingarskrá segir Bera Nordal meðal annars svo: „í verkum sínum rannsakar hann sjálfan sig og endurskapar, klýfur sig í sundur og tætir. Hann ryðst í gegnum yfirborð raunveru- leikans, þess raunveruleika sem við þekkjum og gengur lengra en talið var að málverkið gæti gengið og jafnvel listin sjálf. Hann skap- ar nýja samtengingu milli veruleika og mynd- listar og umskapar og endurskilgreinir grund- vallarhugtök listarinnar og lífsins sjálfs.“ Um Arnulf Rainer er annars það að segja, að hann er fæddur árið 1929 í Baden, skammt sunnan við Vínarborg. Af barnæsku hans fara engar sögur, en eins og allir myndlistarmenn eiga sameiginlegt, gekk honum einkar vel að teikna í skóla. Hann var aðeins liðlega fermd- ur þegar hann ákvað að gerast myndlistarmað- ur og ekkert annað og svo ákveðinn í ætlunar- verki sínu að hann gekk úr skóla vegr.a þess að hann átti að teikna landslagsmyndir. Það var hinni ungu listspíru ekki þóknanlegt svo hann kvaddi þar kóng og prest og lagði út á listabrautina. Það virðist þversagnarkennt, að fyrstu skrefin á þeirri braut steig hann með röð mynda af eyðilegu landslagi syðst í Austur- ríki. En hann dvaldist ekki lengi við það og fljótlega komu áhrifamikiar, útlendar fyrir- myndir til sögunnar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.