Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Qupperneq 2
NÝ NORRÆN STOFNUN FYRIR NÚTÍMALIST NORRÆN stofnun fyrir nútímaiist verð- ur opnuð í Helsinki í Finnlandi 1. mars á næsta ári. Ráðherrar menning- armála í norrænu ráðherranefndinni tóku ákvörðun um stofnun hennar í maí síðastliðn- um. Stofnunin kemur í stað Norrænu listamið- stöðvarinnar í Sveaborg sem lögð verður niður um næstu áramót. Ólafur Kvaran, deildar- stjóri menningarmála í skrifstofu ráðherra- nefndarinnar sagði að myndlistin sem sam- starfsvettvangur væri mjög mikilvæg og áríð- andi að stuðla að auknum samskiptum á þessu sviði milli Norðurlandanna. „Það þarf að auka upplýsingastreymi og möguleika listamann- anna til að ferðast á milli landanna. A grund- velli þessa er mikiivægt að hafa stofnun sem samræmir og sýnir frumkvæði að samnorræn- um listsýningum. Það er mikilvægt að hún hafí gott samstarf við samskonar stofnanir í hveiju landi og greiði sýningum leið um Norð- urlöndin," sagði Ólafur. Hann sagði að stofnunin yrði þónokkuð frá- brugðin forvera sínum, með aðrar áherslur og breytt skipulag. Til dæmis verður starfsfólki fækkað úr 16 í 8. Stjóm hennar verður skipuð fímm mönnum, einum frá hverju landi, og verð- ur skipað í hana fyrir lok júní á þessu ári. Auglýst verður eftir forstöðumanni fyrir lok júlímánaðar og hann ráðinn fyrir septemberlok. Stofnunin mun hafa umsjón með 12 vinnustof- um listamanna sem eru dreifðar um öll Norður- löndin, þar á meðal eru tvær á Islandi. „Stofnun- in sér einnig um heimildasöfnun og upplýs- ingamiðlun og gefur út Norræna listtímaritið Siksi. Auk þess mun norræna listiðnaðarnefnd- in þafa þar skrifstofu sína,“ sagði Ólafur. í tillögum til fjárlaga fyrir árið 1997 er gert ráð fyrir 90 milljónum íslenskra króna til reksturs stofnunarinnar. Listaverk í Leifsstöð Morgunblaðið/BBL LISTAVERK eftir Kristján Davíðsson eru til sýnis í rananum í Leifstöð. TONLIST Laugardalshöll David Bowie Tónleikar breska rokkarans David Bowie á Listahátið 1996. Með honum voru Gail Ann Dorsey á bassa, Reeves Gabrels á gítar, Mike Garson á hljómborði og Zachary Alford á trommum. Hljómsveitin Lhooq hitaði upp. DAVID Bowie gefst seint upp á að ögra aðdáendum sínum. Tónlist hans er ekki auð- melt og oftast þarf að hlusta nokkrum sinnum á plötur rokkgoðsins tii að njóta þeirra til fulln- ustu. Þó eru tveir kaflar á ferli listamannsinS sem svo er ekki um. í byijun 8. áratugarins og á þeim 9. sendi hann frá sér þijár hlustenda- vænar plötur; The Rise and Fall of Ziggy Stard- ust and the Spiders from Mars, Let’s Dance og Tonight. Að öðru leyti hefur Bowie ekki samið „popp- tónlist". Gagnrýnendur hafa farið fögrum orð- um um verk hans, en sjaldan hafa plötur hans náð gríðarlegri sölu. Nýjasta skífa Bowies heitir l.Outside. Þar fetar hann enn nýja stigu og er mál manna að töluverða hlustun þurfí til að grípa gripinn, en þegar á annað borð sé búið að bijóta „hlust- unarmúrinn" skipi platan heiðurssæti. Nú hefur það alltaf legið ljóst fyrir að tón- leikaferðalagi Bowies er ætiað að kynna plöt- una l.Outside. Því var frumforsenda þess að njóta tónieikanna að hafa hlustað á þá piötu. Hins vegar hafa út- varpsstöðvar lítið kynnt þann grip, hinsvegar spilað „gömlu og góðu“ lögin, ef einhver. Það er því kannski von að hinn venjulegi tón- ieikagestur hafí orðið fyrir von- brigðum, því þótt meirihiuti laga Bowies þetta kvöld hafí verið gamall voru útsetningarnar nýst- áriegar og lítið var um gömlu góðu vinsælu iögin. Einna helst má segja að Under Pressure, sem hann söng með Freddie Mercury á sínum tíma, hafi verið í uppruna- legri útsetningu. Jú og kannski Look Back in Anger, sem er nú BOWIE BRÁST EKKI reyndar varla „popplag“ í væmnasta skilningi þess orðs. Fyrir Bowie-aðdáanda voru tónleikamir stórkostlegir. Þeir hófust á hinum magnaða Outside-seið Motel, sem náði hámarki með þungum trommuslætti og kraftmiklum söng meistarans. Undirritaður var reyndar einnig viðstaddur tónleika Bowies í Dublin í nóvem- ber og fullyrðir að söngur hans hafí aidrei verið betri. Þó var eins og röddin væri hálf kraftlítil á köflum, hann veigraði sér við að syngja hæstu nóturnar, enda hefur hann hald- ið ófáa tónleika upp á síðkastið. Hafa ber í huga að hann er 49 ára gamall stórreykinga- maður og hefur oft reynt á röddina. Á eftir þessu fyrsta lagi komu nokkur göm- ul, eins og fyrmefnt Look Back in Anger af plötunni Lodger og Scary Monsters af plötunni Scary Monsters and Super Creeps. Of langt mál væri að telja upp öli lögin, en á efnis- skránni voru til skiptis gömul og ný. Mesta athygli vakti frábært nýtt lag, Telling Lies. Stemmning var mestan tímann ekki sérlega góð, nema ef til vill fremst. Þar datt hún einnig tölu- vert niður um miðbik tónleikanna, þegar flutt voru hæg lög af l.Out- side á borð við Wishful Beginn- ings. Fólk tók þó vel við sér þeg- ar nýjasta smáskífulagið,_ Ilallo Spaceboy, tók að hljóma. I lokin, þegar fólk heyrði iagið Under Pressure og Heross ætlaði allt um koll að keyra. Gestir í sætum risu upp og klöppuðu móðursýkislega. Eftir Heroes gekk Bowie af sviði ásamt hljómsveit sinni. Hann var klappaður upp og lætin urðu ekki minni þegar hann tók lögin SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að listaverk eftir íslenska myndlistarmenn prýða nú ranann sem ferðalangar ganga síðasta spölinn út í flugvél. Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Fé- lags jslenskra myndlistarmanna, segir að FIM hafi hætt að reka sýningarsal fyrir nær tveimur árum, og hafi því ver- ið að leita annarra leiða til að koma ís- lenskri myndlist á framfæri. Sýningar- nefnd FÍM fór þess á leit við forráða- menn Flugstöðvarinnar að íslenskir myndlistarmenn gætu haft verk sín til sýnis í rananum og hlaut hugmyndin góðan hljómgrunn. Myndlistarmaðurinn Kristján Davíðs- son reið á vaðið og verk eftir hann voru sett upp í Leifsstöð í byijun maí. Ætlun- in er að skipta um listaverk á þriggja mánaða fresti, og næsti listamaður sem sem sýnir myndir sínar verður Björn Birnir. White Light, White Heat, All the Young Dudes og Moonage Daydream, eina lagið af Ziggy Síardust-plötunni þetta kvöld. Hljómsveit Bowies var geysiþétt, enda hefur hann verið þekktur fyrir að velja aðeins úrvals hljóðfæraleikara til samvinnu. Mike Garson (sem er kannski ekki öllum að skapi) fór á kostum í lögunum Motel og Aladdin Sane. Reeves Gabrels sýndi ekki minni snilli á gítar- inn. Undirritaður hreifst mjög af leikni bassa- leikkonunnar Gail Ann Dorsey á hijóðfærið, ekki síst í laginu Under Pressure þar sem hún söng mjög krefjandi iaglínu með bassaleiknum. Trommuieikur var einnig mjög góður. Hljómur var hins vegar ekki góður, þótt hann hafi heldur lagast þegar á leið. Aftast var hljómburður holur og tómlegur. Erfitt er að segja hveiju er um að kenna, en þó er ljóst að höllin er ekki heppilegur tónleikastaður eins og áður hefur komið í ljós. Greinilegt var að Bowie var heldur lúinn á tónleikunum og þótt sviðsframkoma hans hafí verið lífleg var hún rólegri en oft áður. Hann settist nokkrum sinnum niður, hvort sem um er að kenna þreytu eða ekki, því hann gerði það líka í Dublin í nóvember. Sviðið í Laugar- dalshöll er frekar lítið og ekki pláss til mikillar líkamsræktar. Ljósasýning var með ágætum og dró athyglina frá berangurslegri sviðsmynd, sem naktir hallarveggimir bættu ekki. Margt má setja út á framkvæmd tónleik- anna og má segja að þótt Bowie hafi staðið fyllilega fyrir sínu, sé aðra sögu að segja um tónleikahaldara. Það þarf kannski ekki að koma á óvart eftir að einn þeirra lýsti opinberiega yfír gelgjulegri aðdáun á kappanum, þannig að margir fengu á tilfinninguna að tónleikarn- ir væru yfírvarp fyrir dýrasta stefnumót í heimi, að minnsta kosti framan af. Til dæmis voru of margir miðar seldir í sæti eða ofgnótt af boðsmiðum dreift. Þurftu íjölmargir gestir að sitja á tröppum milli sæt- anna, sem er að sjálfsögðu ekki boðlegt fyrir tæplega 4.000 krónur. Þá voru allt of margir gestir niðri á gólfi. Sömuleiðis var öryggis- gæslu þannig háttað að sjá mátti, þegar birta leyfði, gesti staupa sig. Einnig má nefna að sviðið var of lágt og margir gestir í lágvaxn- ari kantinum sáu Bowie illa eða alls ekki. Viðvaningsbragnum á skipulagi tónleikanna tókst þó ekki að spilla fyrir ánægjunni sam- fara komu kappans til landsins. ívar Páll Jónsson David Bowie MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Sýn. á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Ásmundarsalur Svavar Guðnason sýnir til 23. júní. Gallerí Borg Jón Axei Björnsson sýnir til 23. júní. Gallerí Sævars Karls Húbert Nói sýnir til 27. júní. Gallerí Fold Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 30. júní. Gallerí Umbra Robert Shay sýnir til 26. júní. Gallerí Greip Sýning á snögum til 23. júní. Islensk grafík Rachel Whiteread sýnir til 23. júnf. Hafnarborg íslensk portrett á tuttugustu öld til 8. júlí. Norræna húsið Pia Rakel Sverrisdóttir sýnir í anddyri og kaffistofu. Karl Kvaran í sýningarsölum til 30 júní. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til sept.loka. Mokka „Dauðinn í íslenskum veruleika" samvinnu- verkefni Mokka og Þjóðminjasafns íslands til 30. júní. Við Hamarinn Brynja Dís Björnsdóttir og Gunnhildur Björnsdottir sýna til 7. júií. Nýlistasafnið Marianna Uutinen og Arnfinnur R. Einars- son. Gestir í setustofu eru Gé Karel van der Stemen og Ingdrid Dekker til 7. júlí. Sjónarhóll Andres Serrano: „Eitt sinn skal hver deyja“ til 30. júní. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýn. á verkum Ásgríms til 31. ágúst. Listhús 39 Kristín S. Magnúsdóttir sýnir til 1. júlí. Listasafn Kópavogs Liisa Chaudhuri sýnir til 7. júli. Snegla Elín Guðmundsdóttir sýnir verk sín í glugg- um listhússins. Ingólfsstræti 8 Ragna Róbertsdóttir sýnir til 30. júní. Gallerí Fold Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 30. júní. Laugavegur 20b Kristín S. Magnúsdóttir sýnir til 27. júní. Gallerí Gangur Kocheisen og Hullmann til 29. júní. Perlan Heidi Kristiansen sýnir 18 myndteppi til 30. júní. Ráðhúskaffi Ingunn Benediktsdóttir sýnir til 30. júní. Slunkaríki - Isafirði Verk eftir Karólínu Lárusdóttur. Kirkjuhvoll - Akranesi Sýning frá Grænlandi til 30. júni. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelmilch sýnir. Kaffi Hótel - Hjalteyri Guðmundur Ármann Siguijónsson sýnir til 6. júlí. Deiglan - Akureyri Sýningin „Erótík“ til 3. júlí. TONLIST Laugardagur 22. júní Dómkórinn í Reykjavík heldur tónleika í ísafjarðarkirkju kl. 17. Sunnudagpir 23. júní Lista- og menningarfélagið Dægradvöl á Álftanesi efnirtil djasskvölds i Haukshúsum á Álftanesi kl. 21. Strengjakvartettinn Arctic Light Quartet í Norræna húsinu kl. 15. Gítartónleikar í Deiglunni Akureyri; Þórólfur Stefánsson kl. 20.30. Mánudagur 24. júní Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju; Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzosópran og Sól- veig Anna Jónsdóttir píanóleikari. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Taktu lagið, Lóa lau. 22. júní, sun. Kaffileikhúsið Ég var beðin að koma...og „eða þannig“ lau. 22. júní, fös. Zita og Didier frönsk revíutónlist í fiutningi franskra listamanna fim. 27. júní. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 1996 Laugardagur 22. júní „Gulltárþöll". Bamaleikrit með brúðum. Borgarleikhúsið: Frumsýning kl. 14. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.