Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Side 5
spaka biskups í Skálholti, Guðmundur Ein- arsson lögréttumaður á Vatnsleysu í Biskups- tungum og Sigurður Egilsson bóndi í Gröf í Grímsnesi. Áshildarmýri á Skeiðum er þýft mýrar- drag, smádældótt með valllendi efst á Merk- urhrauni, fyrir norðan mýrina er Áshildar- hóll. Norðan og vestan við Áshildarmýri sveigir Hvítá fyrir Hestfjall í Grímsnesi, gamla sundurbrotna dyngju með steingrá hestseyru og græna paldra. Áin kemur undan jöklum af miðju íslands og fer í breiðu ofan mýrar undan Skálholti, en mjókkar og dýpk- ar við fjallið. Gegnt Hestfjalli austan megin ár er Merkurhraun, þar mætast Flói og Skeið. Um Áshildarmýri rennur Merkurlækur nær til útsuðurs og fer nokkuð krókótt. Þar er gott um áifanga og ákjósanlegur þingstaður, grösugir hagar, rennandi vatn og skjól af Vörðufelli fyrir norðanátt. Feijustaður var á Hvítá í Árhrauni skammt ofan við Áshildar- mýri sem er nokkuð miðsvæðis í héraði við gatnamót að fornu, en götur voru nokkru vestar og um þær lágu leiðir margra sem komu úr uppsveitum og ætluðu í kaupstað á Eyrarbakka._ Ekki eru aðrar heimildir um þinghald á Áshildarmýri en þessi eina sam- þykkt, en í henni heita menn að eiga þar samkomu vor og haust og koma þar allir forfallalaust. Vera má að með fornleifauppgr- eftri kæmu í ljós vitnisburðir um reglulegt samkomuhald þar í mýrinni, eða jafnvel um veru Áshildar sem mýrin er við kennd og Landnáma greinir að verið hafi kona Ólafs tvennumbrúna sem var hamrammur maður, fór af Lófót til íslands og nam Skeið öll milli Þjórsár og Hvítár og til Sandlækjar, bjó á Ólafsvöllum og var lagður í Brúnahaug undir Vörðufelli. Ekki er vitað um tilefni Áshildarmýrarsam- þykktar, en textinn sýnir að mönnum hefir ekki þótt forn sáttmáli kóngs og þegna eða réttur landsins haldinn sem skyldi. Þá sem fyrr og síðar gerði margur sig ríkan með yfirgangi og róstur urðu milli manna en auðg- inntur almúgi dróst í sveinalið sem fór um héruð eftir foringja. Árin 1494-1495 gekk mannskæð sótt yfir ísland nema um Vest- fjörðu, líklega lungnapest, og að sögn norð- lenskra annála eyddust nær hreppar og sveit- ir, en af Vestfjörðum kom fátækt alþýðufólk í Norðurland og valdi um eyðijarðir til ábúð- ar. Vera má að svipað hafí gerst sunnan- lands og Áshildarmýrarsamþykkt sé að ein- hveiju sprottin af fólksflutningum og eigna- skiptum sem orðið hafi við pláguna. Það er þó óvíst, en órói hefir fylgt 15. öld eins og fram kemur í Heimsósóma kvæði Skáld- Sveins, sem mun vera nokkur aldarspegill og bregður upp lagaleysi, ofsóknum og grið- rofum, áreiðum og fjárupptektum sem Ás- hildarmýrarsamþykkt var beint gegn eftir orðanna hljóðan. í kvæðinu segir Skáld- Sveinn: Svara með stinna stáli stoltarmenn fyrir krjár en vernda lítt með letur þann hefur meira úr máli, manna styrkinn fár og búkinn brynjar betur, panzari, hjálmur, pláta, skjöldur og skjómi skúfa lögin og réttinn burt úr dómi, að slá og stinga þykir nú fremd og frómi, féð er bótin, friður sátt og sómi. Peningurinn veitir völd en minnka náðir, verða margir dándi menn forsmáðir, sýknir bændur eru sóttir heim og hijáðir, sinn mun hvor þá réttinn standa báðir. Hvert skal lýðrinn lúta? Lögin kann enginn fá, nema baugum býti til; tekst inn tollr og múta, þeir taka klausu þá, sem hinum er helst í vil. Vesöl og snauð er veröld af þessu klandi, völdin efla flokkadrátt í landi, harkamálin hyljast mold og sandi, - hamingjan banni að þetta óhóf standi. Um það leyti sem Áshildarmýrarsamþykkt var gerð sat á konungsstóli yfir Danmörku og Noregi ásamt íslandi Hans I (1481-1513). Hann efldi konungsvald í ríkjum sínum og hélt í skefjum versiun hinna þýsku Hansam- anna, en liðkaði til fyrir verslun Englendinga og Hollendinga og lagði grundvöll að dansk- norskum flota sem hafði eftirlit með tollskyld- um siglingum um Eyrarsund. Vera má að samþykkt Árnesinga á Áshildarmýri sé sprottin af því að Hans konungur hafi sent útlenda yfirmenn í landið, en á Áshildarmýri samtaka menn að þeir skuli engan lénsmann hafa utan íslenskan yfir Árnesi. — Minna má á að á þessum tímum máttu Norðmenn þola danska herra í héruðum í sínu landi þótt þeir mæltu því í mót og höfðu konungs orð fyrir því að slíkt skyldi ekki viðgangast. H7 ij ffrMátgká* jj&ttjjfip e*^*e&”**y Am* . í <4 4%$ ý L Æ JÚQá a___. £ * ^•4 a W U&ji'V'itf' FYRRI hluti Áshildarmýrarsamþykktar er endurnýjun ákvæða Gamla sáttmála 1302 sem prentaður er (fslenzku fornbréfasafni II, bls. 333-36, en Áshildarmýrarsamþykkt er prentuð íVII bindi, bls. 321-324. Hér sést niðurlag Áshildarmýrarsamþykktar sem skrifuð er um 1620 í dómabók Ara í Ögri (ÍB 309 8vo). Textinn sem sést er á þessa leið: „ ... álnir sem minna eiga þeim kost skulu halda. Item viljum vér (ei) hér hafa innan héraðs þann er ei fylgir vorum samtökum. Skulum vér eiga samkomu vora á Áshildarmýri á Bartolomeus messu dag á haustið. En 1 annan tíma á vorið föstudaginn þá mánuður er af sumri og koma þar allir forfallalaust. En hver sem eitt af þessum samtökum rýfur og áður hefur undir gengið sekur þremur mörkum og taki innan hrepps menn til jafnaðar. Og til sanninda og fullrar samþykktar hér um setti Halldór Brynjólfsson, Páll Teits- son, Ólafur Þorbjarnarson, Pétur Sveins- son, Gvöndur Einarsson, Gísli Valdason, Ari Narfason lögréttumenn, Jón Árnason, Sigurður Egilsson, Einar Hallsson, Þor- valdur Jónsson, Þórður Sighvatsson, bændur í Árnesi sín innsigli með fyrr- nefndra lögréttumanna innsiglum fyrir þetta samþykktarbréf með almúgans sam- þykki leikra og lærðra með jáyrði og handabandi er skrifað var et cetera." Ljós- mynd: Stofnun Árna Magnússonar - Jó- hanna Ólafsdóttir DÓMABÓK Ara Magnússonar sýslumanns í Ögri. Utan um hana er hlifðarkápa úr skinni, fest með skinnþvengjum. í þessa bók hefir Ari í Ögri skrifað dóma, kónga- bréf og réttindaskrár íslendinga, m.a. Gamla sáttmála 1302, Lönguréttarbót 1450, Piningsdóm 1490 og Áshildarmýrar- samþykkt 1496. Ljósmynd: Stofnun Árna Magnússonar - Jóhanna Ólafsdóttir — Vitað er að um 1480 og aftur 1490 var Diðrik Pining höfuðsmaður eða hirðstjóri Is- lands. Hann er talinn þýskur maður og hafði ásamt efnuðum þýskum sæfara Hans Pot- horst á Helsingjaeyri, portúgölskum aðals- manni Vaz Corte-Real og Norðmanninum Jóni Skolp, farið í landkönnun til Grænlands um 1472, og síðar stundað sjóhernað á veg- um konunga sinna, Kristjáns I og Hans 1. Á alþingi 1490 er talið að Diðrik Pining hafi gengist fyrir því að dæmdur var Piningsdóm- ur sem setti skorður við verslunarfrelsi og vetursetu útlenskra kaupmanna á íslandi. Annálar herma að árið 1502 hafi Torfi Jóns- son, sýslumaður í Klofa, látið drepa á Hrauni í Ölfusi útlenskan mann, Lénharð fógeta frá Bessastöðum sem kom sér illa við landsfólk- ið og hafðist margt illt að. Dæmi sýna því útlenda menn við völd í landinu nærri tímum Áshildarmýrarsamþykktar og styrkja ársetn- ingp hennar og tilefni. Árið 1450 var Langaréttarbót kunngjörð á íslandi, en kjarni hennar var að koma á friði og lögum í landi í konungs nafni. Með ákvæðum Lönguréttarbótar var spornað við ómögulegum yfirreiðum, fjárupptektum og fjölmennari yfirreiðum yfirvaldsmanna en lögbók leyfir, þar er og forboðið að menn haldi hjá sér gifta menn til sveina og láti þá ríða með sér sem vel mega heima vera hjá sínum konum og stunda bústörf. Þegar grannt er skoðað eru þær greinar í Áshildar- mýrarsamþykkt, sem eru viðbót við Gamla sáttmála, endurómur ákvæða Jónsbókar og Lönguréttarbótar. Sama á við hina kjarnyrtu Vestfirðingaskrá, samtök og áskorun til Finn- boga Jónssonar lögmanns um að hann haldi gömul lög og íslenskan rétt. Vestfirðingaskrá er mótstöðubréf, einkum í erfðamáli eftir Þorleif Björnsson, gert í Stærra-Breiðadal í Önundarfirði i júníbyrjun árið 1501 og er enn til á skinni með hendi Björns Guðnasonar sýslumanns í Ögri (d. 1518). í því bréfi kunn- gjöra margir helstu menn í Vestfirðingafjórð- ungi klögun sína og kæru um að þeim þyki „nú vort lögmál fast ijúfast og til baka ganga, en inn leiðast í staðinn nýjungar lögleysur og Iögvillur“ slík nýjungar lögmál halda þeir „verði heldur til buldurs og ósamþykkis, land- inu til auðnar og niðurfalls, en þeim dándi- mönnum sem landið byggja til margháttaðra vandræða og meingjörða.“ Líkur tónn er í Leiðarhólmsskrá, samþykktarbréfi sem gert var móti biskupanna ofríki á íslandi af nafn- greindum bestu mönnum á Leiðarhólmi í Dölum vestur í maí árið 1513 og er enn til í frumriti á skinni með þekkjanlegri hendi ríkismannsins Björns Guðnasonar í Ógri sem átti langvinnar deilur um völd og eignir við Stefán Jónsson Skálholtsbiskup (1491-1518). Áshildarmýrarsamþykkt er einungis varð- veitt í tveimur gömlum dómabókum á Lands- bókasafni í Reykjavík. Önnur er talin með hendi Ara Magnússonar sýslumanns í Ögri (1571-1652) og mun skrifuð um 1620, en hin um það bil tuttugu árum síðar með hendi Jóns dans Magnússonar á Eyri í Seyðisfirði við Djúp. Það er eftirtektarvert að Áshildar- mýrarsamþykktar er ekki getið í þekktum íslenskum annálum utan í röð annálagreina sem aðallega varða samskipti konungsvalds og íslendinga á 15. og 16. öld í handriti einu í safni Árna Magnússonar (AM 58 8vo). Handritið stafar að einhveiju leyti og er að hluta skrifað með hendi Jóns Jónssonar lög- manns (1536-1606) eða fyrir hann og geym- ir mestmegnis lagagreinar, m.a. úr lagabálk- um Grágásar sem í gildi voru áður en Gissur Þorvaldsson varð jarl. Annálagreinarnar eru aftast í handriti Jóns lögmanns; næst á eftir grein um Piningsdóm árið 1490 stendur. „Anno 1496 gekk Árnesinga skrá.“ Jón Jóns- son lögmaður bjó á Reynistað í Skagafirði, hafði einnig bú á Þingeyrum og víðar. Hann er orðlagður fyrir að hafa staðið vörð um forn réttindi landsins og er helst minnst fyr- ir að fá Guðbrand Þorláksson biskup til þess að láta prenta Jónsbók með Gamia sáttmála aftan við á Hólum árið 1578. Jón lögmaður var ásamt Þórði lögmanni Guðmundssyni í forsvari þeirra fyrirmanna sem sendu Frið- riki II konungi bréf af alþingi 1579 og minntu á nauðsynjar og bágindi íslands og forn lög um að íslenskir menn en ekki útlendir skyldu fara með sýsluvöld. Jón Jónsson lögmaður og Ari Magnússon sýslumaður í Ögri, sem fyrr er nefndur, beittu sér hvor á sinni tíð fyrir betrun íslandsverslunar eftir fornum réttindum landsins gegn ólagi danskra kaup- manna, og haldfesta þeirra voru fyrri tíða lög, skjöl og annálagreinar sem þeir áttu heima í yfirlætislausum uppskriftum. í maí árið 1944 hélt Ólafur Lárusson pró- fessor útvarpserindi um Áshildarmýrarsam- þykkt til þess að brýna íslendinga að standa saman sem einn maður um réttindi sín og sækja fram sem fijálsborin þjóð. Fjórum árum síðar, 21. júni 1948, var afhjúpaður varði úr hraungrýti sem Guðmundur Einars- son frá Miðdal teiknaði með þremur_ áletr- uðum graníthellum til minningar um Áshild- armýrarsamþykkt og þá Árnesinga sem stóðu vörð ,.um forn réttindi héraðs síns, lands og lýðs á örlagatímum" eins og þar er letrað. Varðinn stendur á lágu hraunholti í afgirtum manngerðum tijálundi á Áshildarmýri, sést víða að frá bæjum, steinsnar frá sker sveit- ina slitlögð þjóðbraut verktakaaldarinnar. Áshildarmýrarsamþykkt var hlekkur í langri og traustri keðju sem meiriháttar bændur á íslandi héldu uppi um aldir með rituðum lögmálstextum sem konungar höfðu heitið þeim að láta gilda. Samþykktin er burðugt vitni um samtök bestu manna í hér- aði sem stóðu vörð um réttindi sín og alm- úga landsins gegn aðkomnum ágangsmönn- um. Helstu heimildir: Alþingisbækur íslands I. Rvk. 1912-1914. Annálar 1400-1800 I-II. Rvk. 1922-1932. Árni Magnússon. Chorographica Islandica. Útg. Olafur Lárusson. Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta. Annar flokk- ur, I, 2. Rvk. 1955. Fiatcvjarbók III. Útg. C.R. Un- ger, Guðbrandur Vigfússon. Christiania 1868. Guðni Jónsson. Áshildarmýrarsamþykkt. Árnesingabók. Rvk. 1959. Islandske Annaler indtil 1578. Utg. Gustav Storm. Christiania 1888. Islenzkt fornbréfasafn II. Kh. 1888-93; V. Kh. 1899-1902; VII. Kh. 1903-1907; VIII. Kh. 1906-13. Jón Jóhannesson. íslendinga saga II. Rvk. 1958. Kvæðasafn eptir nafngreinda íslenzka menn frá miðöld. Útg. Jón Þorkelsson. Rvk. 1922-1927. Landnámabók. Islenzk fornrit I. Útg. Jakob Benedikts- son. Rvk. 1968. 01afur Lárusson. Áshildarmýrarsam- þykkt. Lög og saga. Rvk. 1958. Páll Eggert Ólason. Saga íslendinga IV-V. Rvk. 1942-1944. Saga íslands V. Ritstjóri Sigurður Líndal. Rvk. 1990. Höfundur er sagnfræðingur, starfar á Stofnun Árna Magnússonar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.