Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Qupperneq 16
LEIFTUR LIÐINS TÍMA „Ég sé nýja konu í lífi þínu. Þú ert ekkjumaóur. Þió eigió eftir aó opinberg trúlofun ykkar, sagói hún og leit skyndilega í augu Andrésar. Andlit hans varó eitt spurningarmerki." SMÁSAGA EFTIR ÓLAF ORMSSON ANDRÉS Sæmundsson var á sjötugasta og áttunda ald- ursári þegar Soffía eigin- kona hans varð bráðkvödd í svefni. Hann stóð skyndi- lega á tímamótum. Þau höfðu verið góðir vinir og hjónabandið einkenndist af -'ást og gagnkvæmri virðingu. Andrés var miður sín og hver óheppnin af annarri fylgdi honum fyrstu vikurnar eftir lát eiginkonunnar. Hann var hávaxinn, grann- holda og nánast bersköllóttur og sparsemi og níska einkenndu líf hans. Hann var af þeirri kynslóð sem þekkti af eigin raun fátækt og basl kreppuáranna á flórða áratug aldarinnar og hann taldi því vænlegast að leggja reglu- lega fyrir á bankareikning til að vera öruggur um sig og sína ef aftur syrti að í efnahagslífi þjóðarinnar. Hann átti ekki auðvelt með að sinna erindum sínum eins og hann var á sig kominn eftir slæmt fótbrot. Sveinn sonur hans kom í heim- 'sókn og vildi að hann seldi einbýlishúsið og keypti þess í stað litla íbúð í þjónustumiðstöð aldraðra. Sveinn var sannfærður um að faðir sinn þyrfti á aðhlynningu og um fram allt fé- lagsskap að halda. Andrés hafði ekki mátt heyra á það minnst að hann færi á elliheimili og þoldi ekki neina afskiptasemi og kvaðst vera fær um að bjarga sér sjálfur. Trú á eigin mátt og getu umfram aðra samferðarmenn hafði löngum verið áberandi í fari Andrésar Sæmundssonar. Andrés stundaði lengst af starfsævi sinnar leigubílaakstur. Soffía rak kvenfataverslun í miðborginni og hún hafði einnig góðar tekjur af innflutningi og heildsölu. Hann var því ekki á flæðiskeri staddur þegar Soffía kvaddi þetta tilverusvið. — Jæja, svo þú sást þá loks ástæðu til að ^lita inn, sagði Andrés þegar hann hafði svarað dyrabjöllu og opnað útidyrnar fyrir Sveini syni sínum. — Þú hefur ekki komið hingað lengi. Hvern andskotann á það að þýða að vera hringja hingað oft á dag? Ég er enginn vesalingur. Þér er líklega ekki alveg sama um gamla manninn. Þetta nöldur þitt er heldur óskemmti- legt og svo fjarri því að ég eigi eitthvert erindi á elliheimili. En hvað skal segja eftir að þú setur dæmið upp á þennan hátt? Það hefur auðvitað engin gott af því að vera einn í stóru einbýlishúsi á gamals aldri. Og þú segir að ■ þarna sé fjörugur félagsskapur, sagði Andrés vantrúaður. — Já, pabbi, þama er sannarlega fjörugur félagsskapur, svaraði Sveinn stuttaralega en ákveðinn og reyndi að sannfæra föður sinn um ágæti þjónustumiðstöðvarinnar. — Og svo er sagt að þeir spili gömlu dans- _ana. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Er það nú ekki sannleikanum samkvæmt eða svona nokkurn veginn? spurði Andrés tortrygg- inn og var um sig að venju þar sem hann sat í djúpum hægindastól. Hann greip hækjurnar, staulaðist fram í eldhúsið og hellti upp á könn- una. - Jú, jú, gömlu dansana, og félagsvist er spiluð nánast um hverja helgi. Hann Brynjólfur flutti inn snemma í haust. Hann er eins og kóngur í ríki sínu með þjónustufólk á hverju strái, svaraði Sveinn, settist við eldhúsborðið og tróð sér í pípu. — Jæja, svo Binni barþjónn er búinn að koma sér fyrir í þjónustumiðstöðinni, blessaður öðlingurinn og tryggðartröllið, minn gamli góði vinur. Auðvitað gat hann ekki búið einn eftir að hún Theódóra fór að halda fram hjá honum og þau skildu eftir þijátíu ára hjóna- band. Hann er að mestu hættur að geta hleg- ið eftir að hafa tvívegis fengið hjartaáfall og farið nokkrum sinnum undir hnífinn. Engan mann hef ég þekkt um ævina sem gat hlegið eins innilega. Og margt sá hann skoplegt á barnum á Röðli og í Sjálfstæðishúsinu í gamla daga. Og svo vilt þú svipta mig dýrmætu frelsi og koma mér inn á elliheimili, sagði Andrés og var ekki á því gefast upp baráttulaust. — Það er enginn að tala um að svipta þig frelsi, pabbi. Þú ert auðvitað sviptur frelsi til að lífa lífinu lifandi. Hangir hér heima við öll- um stundum og starir á sjónvarpið eins og það er nú ómerkilegt í hæsta máta. Þú veist að ég er að ráðleggja þér það sem ég tel þér vera fyrir bestu, sagði Sveinn og blés tóbaksreykn- am út í loftið. Það var gengið frá sölu einbýlishússins og Andrés flutti í litla íbúð í þjónustumiðstöð aldr- aðra. Hann var ekki fyrr fluttur inn að Brynj- ólfur knúði dyra snemma dags. Það voru fagn- aðarfundir þegar Andrés lauk upp útidyrunum og þeir tókust í hendur og Andrés bauð Brynj- ólfi að gjöra svo vel og ganga til stofu. — Velkominn, kæri vinur. Hvemig líður þér ánnars eftir uppskurðinn? spurði Andrés. — Jú, þakka þér fyrir, mér líður bærilega, svaraði Brynjólfur. — Það er ekki að sjá að þú sért að standa upp úr erfiðum veikindum. Þú lítur svona ljóm- andi vel út og ef eitthvað er að þá hefur þú fítnað með árunum og máttir nú varla við því. En þú hefur nú alltaf verið sælkeri og ekki getað neitað þér um nokkurn skapaðan hlut, sagði Andrés glaður og fagnaði vini sín- um. — Þetta er nú ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég hef oft verið þyngri. Það er allt mögu- legt sem er að mér og ég verð að taka inn alls konar meðul við ýmiss konar kvillum, svar- aði Brynjólfur og gekk inn í íbúðina og lagði frá sér stafínn. — Það var nú meiri óheppnin að þú skyidir fótbijóta þig þarna í bankanum. Sonur þinn er búinn að segja mér allt um það. Það er kannski líkt á komið með okkur. Báðir erum við komnir hér eftir áfóll og hefðum liklega talið það óhugsandi þegar við vomm ungir menn að alast upp í Hólminum að fyrir okkur ætti eftir að liggja að enda ævina á elliheim- ili og láta stjana við okkur eins og ósjálfbjarga aumingja, sagði Brynjólfur og hló. — Ég vil bara láta þig vita það Brynjólfur að ég er ekki ósjálfbjarga aumingi og hér verð ég ekki nema örfá ár. Mig dreymir um að flytja af landi brott og setjast að í sumarhúsi á Flórída, sagði Andrés argur og það var líkt og Brynjólfur væri ekki lengur velkominn. — Kæri vinur. Það er ekki ætlunin að móðga þig. Þetta var nú sagt svona meira í gríni. Auðvitað erum við ekki ósjálfbjarga aumingjar og höfum aldrei verið. Það var bara einhvern veginn svo óhugsandi hér áður fyrr að við færum á elliheimili. — Já, auðvitað var það óhugsandi. Jæja, Mynd: Guðný Svava Sírandberg. hvað má annars bjóða þér? Te, kaffi eða kakó, spurði Andrés. — Tesopa, takk. Ekkert veit ég hollara að morgni dags og ef þú átt harðsoðið egg þá er deginum bjargað. — Þú ert greinilega ekki fyrr fluttur inn en þú kemst upp með það að láta dekra við þig. Auðvitað færðu harðsoðið egg og ekta te, sagði Andrés. — Það er ekki lengra síðan en í síðustu viku að ég sá hana hér í matsalnum, leikkonuna, sagði Brynjólfur og kímdi. — Leikkonuna? spurði Andrés undrandi. — Já, hana Ástu, svaraði Brynjólfur... — Ástu? Á ég að þekkja þá konu? spurði Andrés. — Æskuástina þína? Auðvitað. Þú varst nú ekki svo lítið hrifinn af henni Ástu. Ertu orð- inn svona fjandi gleyminn? Það er að vísu hálf öld liðin síðan. Andrés horfði spyrjandi á vin sinn. Hann tróð skyrtunni að aftanverðu inn fyrir buxna- strenginn og strekkti á axlaböndunum. — Já, auðvitað man ég eftir henni Ástu Klöru. Hvað segirðu, er hún hér? spurði hann forvitinn. — Já, og er aðalmanneskjan í öllu félags- starfi. Svo er hún sögð rammgöldrótt. Hún spáir í bolla og spil og les í lófa, svaraði Brynj- ólfur. Andrés flutti inn á þjónustumiðstöð aldraða í byijun desembermánaðar þegar jólaundirbún- ingur stóð sem hæst. Hann hafði ekki dvalið þar marga daga þegar hann kom auga á eldri konu, aðsópsmikla og framtakssama sem vildi greinilega fá að ráða uppsetningu jólaskrauts- ins. Það vakti ekki síður athygli hans að hún var uppáklædd í síðan, svartan samkvæmiskjól og ytri flík, jakka með silfurgljáðum hnöppum og með skotthúfu á höfði og það var áberandi reisn yfir gömlu konunni. Hann var í ekki nokkrum vafa. Hann þekkti hana aftur. Þarna var hún komin leikkonan sem hann hafði hrif- ist af fyrir fjölmörgum árum. Ungur maður gekk inn forstofuganginn og átti brýnt erindi við konuna. Þar sem Andrés var skammt undan komst hann ekki hjá því að heyra hvað þeim fór á milli. — Góðan daginn, frænka. Þú stendur aldeil- is í stórræðum og auðvitað viltu hafa jóla- stemmningu í kringum þig. Þú ætlaðir nú seint að fást til flytja hingað. Hvernig kanntu svo þig? spurði hann. — Bara vel, þakka þér fyrir, drengurinn minn. Hvað er að frétta af henni móður þinni? Ertu ekki að fara austur fyrir fjall, elskan mín? spurði hún og Iagði frá sér jólaskrautið. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.