Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MORCLNBLAÐSINS - MIN\I\(,/IISHI{ 47. tölublað - 71. árgangur EFNI Beinhólkur r Island SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ úr kumli við Eystri-Rangá er varðveittur á Þjóðminjasafninu. Hann gæti hugsan- lega leitt í ljós merkileg tengsl við Húna, þá frægu hestamenn og bogaskyttur. Hann gæti líka stutt það að Gunnar á Hlíðarenda hafi átt einn af hinum rómuðu húnbogum. Um þetta forvitnilega efni skrifar Bergsteinn Gizurarson. með Gullfossi er efnið á málverka- sýningu Karólínu Lárusdóttur í Gall- erí Borg. Karolína segir það hafa ver- ið alveg ótrúlega gaman að vinna myndirnar fyrir þessa sýningu, sem er eins konar ferðasaga, allt frá því Gullfoss lætur úr höfn í Reykjavík og þar til hillir undir land handan við hafið. Sigling Speróill heitir elsta varðveitta leikrit ritað á ís- lensku og er gleðileikur í einum þætti eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Leikritið verður leiklesið á sviði í fyrsta skipti í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudagskvöld og það verða konur í öll- um hlutverkunum. - framandi land, er heiti á nýrri bók eft- ir Sumarliða ísleifsson sagnfræðing og fjallar hún um hugmyndir og skrif er- lendra manna um Island á 16.-19. öld. Halda mætti eftir þeim að hér væru sí- felld eldgos og að ferðalög væru lífshætta hvern einasta dag, en innfæddum er lýst sem furðufólki, sem hvorki sé hægt að telja til frumstæðra þjóða né siðmennt- aðra. Jan Erik Vold er eitt kunnasta ljóðskáld Norðmanna, afkastamikill og skorinorður í skáldskap sinum. Hann hefur sent frá sér hálfan annan tug ljóðabóka, sumar efnismiklar, aðrar minni. Ein bóka hans, langur bálkur ojpinna ljóða, seldist í 15.000 eintökum. Örn Olafsson fjallar um Vold og ber með- al annars ljóðstíl hans saman við islensk skáld sem ort hafa í líkum anda. Kolbeinn Ketilsson óperusöngv- ari hefur skrifað undir tveggja ára samning við óperuna í Dort- mund í Þýskalandi. Síð- asta hálft annað ár hef- ur Kolbeinn verið fastráðinn í Hildesheim og einnig verið mikið á faraldsfæti sem gesta- söngvari, til dæmis syngur hann nú sama hlutverkið í Hildesheim og Darmstadt. Þórarinn Stefánsson heimsótti Kolbein á þessum tímamótum, en óperan í Dort- mund er A-hús á þýzkan óperumæli- kvarða. HAUSTIÐ Höfuðin landa hausti á, því heita veðríð dvinar, hrísta um jarðar herðar þá hærur gráar sínar. Jurta móðir litarlaus í líkblæjunum sefur. Mjólk og hlóð í btjóstum fraus, sem börnin vökvað hefur. Rósin mjúka verður veik, í vetrar skríður tötra, af lundi fjúka blöðin bleik, berír kvistir nötra. Mæddur þannig maðurinn mænir á eftir dögum sínum. Hann er hugþrotinn og harma beygður slögum. Veraldar gæða vonin þver, þó valda kunni hann auði. Til stórræða beinaber bendir manni dauði. Lát, ó, faðir lífsins, þá líknar smyrsli dijúpa vonhungraða öndu á í eymda kafinu djúpa. Lát um síðir lífsins á leifar voríð skína, svo moldar skríði myrkrum frá, og minnstu á sköpun þína. Sigurður Breiðfjörð, 1798-1846, var fró Rifgirðingum við Breiðafjörð. Hann var helzta og bezta rímnaskóld Islendinga ó 19. öld og naut mikillar alþýðu- hylli, en fékk óvægna gagnrýni fró Jónasi Hallgrímssyni. Sigurður var beyk- ir að iðn, vann um tíma ó Grænlandi, en bjó í Olafsvík og síðast! Reykjavík í sórri fótækt. FORSÍÐUMYNDINA tók Gísli Sigurðsson, þegor Strokkur í Houkadol gaus i skammdegissólinni. AGALEYSI HUGARFARSINS RABB Iávarpi sínu á nýársdag 1977 tók Krist- ján Eldjárn forseti íslands m.a. svo til orða: „Ekki má gleymast í ærustu daganna að árið 1976 var sigurár, nýtt ártal handa íslenskri skólaæsku að leggja á minnið, eins og árið sem verslunaráriauð var létt af þjóðinni eða þegar Islendingar urðu fullvalda þjóð. Það mun verða kallað árið sem vér fengum óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum á landgrunninu." Svo mörg voru þau orð forseta íslands og þóttu í tíma töluð fyrir næstum 20 árum. Það var trúlegur spádómur að komandi kyn- slóðir mundu minnast þess sem stórviðburð- ar í íslandssögunni að þjóðin hafði í raun eignast óskorað vald yfir fiskimiðum land- grunnsins. Sókn að því marki hafði þá stað- ið nærfellt 30 ár og hefur oft verið litið á hana sem lokasprett í sjálfstæðisbaráttunni eða a.m.k. viðbótarkafla þeirrar sögu, enda var því trúað að með því að öðlast yfirráð yfir auðlindum landgrunnsins væri efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar tryggt um alla framtíð. En nú er mér spurn: Hefur spádómur Kristjáns Eldjárns um að ársins 1976 yrði minnst sem „sigurárs" ræst? Hefur skóla- æskan lagt þetta ártal á minnið? Hefur hún verið hvött til þess að geyma það í minni eins og kynslóð Kristjáns Eldjárns var látin muna nákvæmlega hvenær merkir áfangar náðust í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og fyrri hluta hinnar tuttugustu? Um það leyfi ég mér að efast. Því miður afsannar raunveru- leikinn vonir forseta Islands fyrir 20 árum um að nýjar kynslóðir og ráðamenn þjóðar- innar héldu í heiðri þau ártöl sem hann nefndi. Að æskan geri lítið úr svona ártölum er enginn vafi. Hún leggur ekki slíkt á minnið. Eins held ég að það láti nærri að stórum hópi áhrifamestu manna líðandi stundar, jafnt í mennta- og menningarmálum sem atvinnumálum þyki ekki mikið til koma inntaks þeirra ártala sem Kristján Eldjárn taldi nauðsyn „íslenskri skólaæsku að leggja á minnið". Þegar farið er að ala íslenska æsku upp í söknuði yfir því að hafa slitið stjórnskipunartengsl við Dani (1918 og 1944), þarf þá nokkurn að undraþótt ungum Islendingum og söguheimskum sérhags- munapostulum þyki lítið til koma þess sem vannst í þrjátíu ára „þorskastríði“_fyrr á öldinni, ófriði sem háður var milli Islands og Evrópuþjóða, þegar hálf þjóðin er farin að æskja þess að ganga undir vald þeirra í Evrópusambandinu? Enda er það ekkert launungarmál að áhrifamestu þjóðfélagshóp- ar á íslandi, kaupsýslumenn, embættismenn og mennta- og menningarforustan í landinu, gera ýmist að mæla ákaft með aðild íslands að ESB eða krefjast hennar með ögrunum og frekju. Þessir áhrifamenn um atvinnu- og viðskiptamál og almenna skoðanamyndun meðal þjóðarinnar skella skollaeyrunum við yfirþjóðlegri auðlindastefnu evrópska mið- ríkisins, þar sem fiskveiðimál eru engin und- antekning í raun. Þessa menn skiptir það engu, að yfirþjóðleg stjórnskipun Evrópu- sambandsins hefur í för með sér víðtækt afsal fullveldis á öllum sviðum ríkisvalds og þjóðlegs sjálfstæðis. Raunar segja hinar nýju ráðastéttir í landinu að íslendingar geti snú- ið öllum málum sér í hag með samningum innan bandalagsins. Slík fullyrðing stangast þó á við yfírlýsingar forsvarsmanna banda- lagsins sjálfs. Þeir hafa aldrei gefið í skyn að íslendingar geti samið sig undan grund- vallarákvæðum Rómarsáttmálans. í þessu viðfangi er þakkarvert að stjórn- málamenn spyrna við fótum. Meirihluti Al- þingis er andvígur fullri aðild að ESB. Meiri- hluti stjórnmálamanna lætur sér nægja að styðja þá aukaaðild að bandalaginu sem fylg- ir þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu. En þá er á hitt að líta að stjórnmálamenn eru veikir fyrir áhrifum valdastétta utan Alþingis og ríkisstjórnar og hallir undir sér- hagsmunaöflin. Stjórnmálamenn ráða illa við það meginhlutverk sitt að stuðla að jafn- vægi milli hagsmunaaflanna. Þeir reynast m.a. ekki hafa það á valdi sínu að rétta af þá slagsíðu sem samkeppnisofsi og sérhags- munafrekja í bland við hann (allt í nafni athafnafrelsis) er farinn að valda þjóðfélag- inu og kemur í mörgu fram sem e.k. hel- stefna, ekki síst hvað varðar fiskveiðar. Ástandið í sjávarútvegi íslendinga er ský- rast dæmi um þann ófarnað sem sérhags- munafrekjan hefur í för með sér. Þar er hver höndin upp á móti annarri með djúp- stæðum ágreiningi um markmið og leiðir. Greinilegt er að þau viðhorf sem þjóðarsam- staða var um árið 1976, þegar þorskastríð- inu lauk í raun með samningum, eru fokin út í veður og vind. Nú er svo komið að ýmsir útgerðarforkólf- ar landsins og samtök þeirra eru farnir að líta á fiskveiðilögsöguna sem hefndargjöf. Þeir kalla árangur 30 ára landhelgisbaráttu Phyrrusarsigur. Þeirri skoðun er haldið fram á þingum og ráðstefnum þessara manna að „strandríkishugsun" sé hemill á það að „ís- lendingar hasli sér völl sem þátttakendur í úthafsveiðum“ eins og það hefur verið orðað. Ekki er hinn minnsti fótur fyrir kenning- um af þessu tagi. Islendingar þurfa ekki að sæta verri kjörum í þessu efni en aðrar þjóðir. Þeir hafa sömu möguleika - að öðru jöfnu - og aðrar fiskveiðiþjóðir að láta að sér kveða í „úthafsveiðum“ og gildir einu hvernig það orð er skilið og skýrgreint. Hitt er annað mál að íslenskir útgerðar- menn verða að lúta lögum og reglum. Þeir geta ekki sett sér sín eigin lög. Þeir hafa engan rétt til að taka fram fyrir hendur á stjórnvöldum, ríkisstjórn og Alþingi, um nauðsynlega milliríkjasamninga á þessu sviði. I mörgu af því sem varðar úthafsveið- ar (veiðar utan 200 mílna lögsögu, veiðar á fjarlægum miðum eða samstarf um veiðar með erlendum fyrirtækjum) eru íslendingar ekki einir um hituna. Þeir verða að sætta sig við samkeppni og geta ekki vænst neinna forréttinda í því efni. Ef skapa á forgangs- rétt hlýtur það að byggjast á stjórnmála- samskiptum. Stjórnvöld hafa þar allt for- ræði. Útgerðarmenn hafa engan rétt til þess að segja fyrir verkum á því sviði. Þeir geta borið upp tilmæli sín við ráðherra. En þeir geta ekki krafist þess að stjórnvöld geri annað en í þeirra valdi stendur sam- kvæmt þjóðarétti og landslögum. Stjórnvöld eiga mat um samningsstöðu og réttarstöðu, og það er þeirra að meta hvaða heildarhags- munir eru í húfi, sem ótvírætt ber að virða fram yfir sérhagsmunastreitu einstakra stétta. Raunar ætti ekki að þurfa að vefjast fyrir stjórnvöldum að gera þjóðinni grein fyrir réttarstöðu íslendinga í úthafsveiðum. Álmenningur er móttækilegur fyrir skyn- samlegar skýringar í þeim efnum. Flestir gera sér grein fyrir að sérhagsmunafrekja útgerðarmanna, stóryrði og fordómar, er ekki vænleg leið til varanlegs árangurs. Þessum málum verður að skipa með milli- ríkjasamningum. Fiskveiðiþjóðum við Atl- antshaf ber að vinna saman að skynsam- legri veiðistjórn og íslendingum ber að sýna í verki að alvara sé fólgin í ítrekuðum yfir- lýsingum um þátttöku í þeirri stjórn. ís- lenskum útgerðarmönnum ber að búa sig undir það sem koma skal, að úthafsveiðum verður að stjórna með fullri fyrirhyggju. Þeim ber að láta af fyrirhyggjulausri henti- stefnu eins og hún birtist í framferði þeirra á Flæmingjagrunni og í Barentshafi. Það er misskilningur ef þessir menn halda að þeir starfi í þágu þjóðarhagsmuna og tali í nafni þjóðarheildar. Svo er alls ekki. Þetta framferði er sprottið af agaleysi hugarfars- ins og upplausn siðlegrar háttsemi. Eitt er a.m.k. víst: Hafi árið 1976 verið „sigurár“ þá er það flestum gleymt. Eða hver minnist þess í alvöru fyrir hverju var barist? INGVAR GÍSLASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.