Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 12
SKRITILEGA LÍKAR íslensk skáld ræddu í Normandí vió franska starfsbræóur. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR fylgdist meó samræóunum. Hún ræddi m.a. vió Emmanuele Bernheim, sem segist eiqa ýmis- legt sameiqinlegt meó Steinunni Siguróardóttur og útskýrir þaó á sinn hreinskilna hátt. EG SKRIFAÐI ekki staf fyrr en skömmu fyrir þrítugsafmælið. Nema dagbók einhvemtíma fyrir löngu og það endaði með ósköpum. Ég lamaðist kannski þegar kunningjar mínir fundu bókina, lásu leyndarmálin og híuðu á mig. Það sem gerðist seinna var óskaplega mikil ást. Ég kolféll fyrir giftum manni og það fór svo illa að ég varð að tala um það. Þá skrifaði ég fyrstu bókina, Le cran d’arrét, og fann þann stíl sem ég held mig við. Hann er mjög einfald- ur og myndrænn. Allt öðruvísi en Steinunnar Sigurðardóttur, sem mér finnst samt svo lík mér.“ Emmanuele Bemheim fékk frönsku Medicis-verðlaunin fyrir þriðju skáldsögu sína, Sa femme, 1993. Hún hefur verið þýdd á 25 tungumál og komið út í Penguin. Em- manuele kom á Boreales-hátíðina í Norm- andí á dögunum til fundar við Steinunni, sem skrifað hefur undir samning við franska fyr- irtækið Film par film um kvikmyndun Tíma- þjófsins. Bók ■ biómynd Tímaþjófurinn kom út á frönsku í fyrra og rithöfundurinn Nancy Huston, sem til- nefnd var til Concourt-verðlauna fyrir Instru- ment des ténebres, hefur verið fengin til að skrifa kvikmyndahandritið. Ætlað er að Yves THOR THOR Vilhjálmsson ræddi við Edou- ard Glissant frá Martinik um eyjar- skeggja sem skrifar fyrir sitt fólk, hjálpar því að finna hvar það stend- ur, ljær því vængi. „Það á ekki að vera auðvelt að skrifa,“ segir Thor, „það á að vera hættuleg barátta. Les- andi þarf ekki afþreyingu, hann þarf hvatningu, nýja hugsun, hjálp til að Ieita í óvissu sinni. Þetta gefur Gliss- ant með margvísandi og voldugum hætti.“ Angelo leikstýri og leitað hefur verið til þekktrar franskrar leikkonu um aðalhlut- verkið. Vilji er til að taka myndina á íslandi. Emmanuele býst líka við umbreytingu sinna skrifa í bíómyndir, bæði fyrstu bókar- innar og Sa femme. Báðar hafa skáldkonurn- ar yndi af kvikmyndum og vonast náttúrlega til að verði af þessum áformum. Emmanuele segist sjá það sem hún skrifar jafnóðum, eins og á kvikmyndatjaldi. Henni finnst spennandi að vita hvoit handritshöfundur og leikstjóri líta sömu augum á sögurnar. „Ég hefði viljað skrifa Tímaþjófinn,“ seg- ir Émmanuele, „þetta frelsi í sögu Steinunn- ÁLFRÚN SKÁLDKONURN AR Álfrún Gunn- laugsdóttír og Agota Kristof töluðu um einmanaleika og leit að sjálfi sínu og samastað í tilverunni. Persónur þeirra eru tvíklofnar, geta ekki elsk- að, kunna ekki að gefa og taka. „Börn eru ekki saklaus," segir Álfrún, „við höfum báðar skrifað um börn sem snúast á sveif með illskunni til að fanga hið góða. Hún byggir beint á persónulegri reynslu, ég skálda á ferð sem ég veit ekki hvar endar fyrr en síðasta blaði er náð.“ ar er gjörólíkt mínum skrifum. Þau eru lok- aðri eða innhverfari, ég nota þriðju persónu og lýsi ytri atriðum en Steinunn talar beint og óhikað um tilfinningar. Ástæða mín er sú að ég hafði of mikið af þeim þegar ég skrifaði fyrstu bókina og sá að hún yrði að búðingi, þungmelt og bólgin, ef ég léti allt flakka. Þess vegna hélt ég mig við blákaldar stað- reyndir, þótt þetta sé skáldsaga. Ég skrifa nefnilega um mig, eins og allir höfundar, og kannski heldur meira en sumir. Þannig líður tími milli bóka, það tekur mig þijú ár að fá lystina aftur, löngun til að skrifa aðra GUÐBERGUR MUNURINN á frönskum anda og ís- lenskum kemur, að sögn Guðbergs Bergssonar, fram í bókum hans og Paule Constant. „Stúlkan í Svaninum er áhorfandi, alþýðubarn í sveit, stúlkan í sögu Constant er gerandi, <yarft barn yfirmanns. StíU íslendings beinist út á við, franskur höfundur er innhverfari í hugsun. Hann flýgur upp til skýja en íslenskt skáld lýkur ferð sinni á jörðinni.“ sögu. Ég þarf að hafa eitthvað að setja og hef ekki orku eða kjark til að geysast. Mér fannst Steinunn líka vera að skrifa um mig í Tímaþjófnum," segir Emmanuele eftir dágóða þögn. „Eiginlega meira en ég geri sjálf. Þetta er svo skrítið. Meira að segja líkjast nokkur smáatriði í bókunum okkar og þær eru auðvitað ástarsögur. Steinunn hafði áður skrifað ljóð, en ég sem sagt ekkert. Var bara í sjokki eftir samband- ið við þennan mann og bjargaði mér úr tómi og þjáningu með bók. Það breytti lífi mínu og nú er ég að skrifa fjórðu bókina." Steinunn er líka að skrifa í París þessa FJÖLMIÐLAR OG MYNDIR og músík frá íslandi glöddu fólk á vesturströnd Frakklands í vik- unni og gera það áfram. Valgerður Hauksdóttir sýnir grafík í Caen fram í miðjan desember, loftljósmyndir Björns Rúrikssonar verða jafnlengi til sýnis, íslensk saga og arkitektúr fyllir sal í kastalavirki bæjarins fram til 13. janúar. í tengslum við norrænu menningarhátíðina Boreales heldur Kammersveit Reykjavíkur tónleika 3. og 4. desember, en lokið er hálfs mánaðar yfirliti kvikmynda Friðriks Þórs Friðrikssonar og lestri á leikriti Hrafnhildar Hagalín Ég er meistarinn. Syngur þar sem gefur Ingveldur Ýr Jónsdóttir var ein af þeim íslensku tónlistarmönnum sem komu til Boreales-hátíðarinnar í Normandí. Hún söng ljóð Mahlers með hljómsveit á opnunartón- leikum, þótti hafa fallega rödd og þá tækni sem þarf til að vel takist. „Það er beiting raddarinnar sem skiptir máli,“ segir hún, „undirbúningsvinnan er löng við svona hljómsveitarlög ef þau eiga að samsamast röddinni. Ég hef komið mér upp aðferð sem hefur virkað til þessa.“ Ingveldur gerir annars út frá íslandi núna, hún kvaddi óperuna í Lyon í vor, hætti á föstum samningi, en syngur þar áfram öðru hvoru. í sumar söng hún á frægri óperuhá- tíð í Tanglewood í Bandaríkjunum og síðan lá leiðin heim, þar sem Ingveldi líður best. Hún flýgur utan þegar verkast vill, segir síma og fax gera sitt gagn og ekki skipti miklu að nokkrum tímum lengri leið sé í stór óperuhús. „Ég sinni verkefnum þar sem þau eru, syng næstu vikur inn á geisladisk frönsk og íslensk lög og lög eftir Gershwin og Weill. Svo legg ég í tónleikaferð um Norðurlönd uppúr áramótum og fer til Lyon í lok febrúar. Þar syng ég til marsloka í Miss Donnithorne’s Maggott eftir Peter Maxwell Davies. Háskólans frœ Prófessor Eric Eydoux efndi til fyrstu Boreales-hátíðarinnar fyrir fimm árum. Hann er áfram forseti hennar og segir sög- una hefjast i háskólanum í Caen þar sem hann kennir við norrænudeildina. Hún skipt- ist í tvennt, í fyrsta lagi kennslu fyrir Frakka sem hafa norræn mál að aðalgrein, um 100 manns, og sem aukafag með ensku eða þýsku yfirleitt í aðalvali, um 300 manns. í öðru lagi skiptinemadeild milli Frakklands og hingað til aðallega Noregs, þótt það breytist fljótt, því nú hafa Evrópusamningar FLEIRA EN BÆKUR um nemendaskipti meðal annars verið undir- ritaðir við ísland. Kennarar eru oftast þýðendur líka og Eydoux hefur þýtt 20 norskar og danskar bækur á frönsku, en þessi tvö mál eru sér- greinar hans. Það voru danskir höfundar sem fyrst heimsóttu Caen. Síðan komu skáld frá hveiju Norðurlanda af öðru og nú var ísland aðalland hátíðarinnar. Hún hefur stækkað, fleiri listgreinar en skrif komist að og kynn- ingin orðið öflugri í Frakklandi. Norræn bókaútgáfa er starfrækt í háskól- anum og Hringsól Álfrúnar Gunnlaugsdóttur var gefið þar út í haust ásamt ísbjörgu Vig- dísar Grímsdóttur. Vigdís kom að vísu ekki á Boreales, en bókin hennar var þar. Eydoux segir útgáfu háskólans stundum leiða til vasabrotsbóka stærri húsa. Hann bendir á met í þýðingum íslenskra bóka á frönsku síðustu misseri, allir höfundarnir á hátíðinni eigi nýþýddar bækur á frönskum markaði og fjölmiðlar hafi gert þeim skil. Dagblaðið Le Monde fjallaði um Guðberg Bergsson um miðjan mánuð, í tilefni af útgáfu Svansins, og sagði um leið frá Boreales. Landkynningin Síða í Monde hefur mikið að segja og sömuleiðis hafa þættir í útvarpi France Cult- ure vakið athygli. Vikuritið Telerama er mikið lesið og þar var í síðustu viku fimm siðna grein um ísland og íslenskar og nor- rænar bækur í tilefni hátíðarinnar. Bók- menntaritið Magazine Littéraire fjallaði líka stuttlega um hátíðina í nóvemberheftinu. Grein Le Monde um Guðberg var eins konar ævisaga, stiklað á uppruna í þorpi fullu af fiski en ekki menningu, utanför til Spánar, fyrstu skrifum, vinnu við hjúkrun og hótelvörslu. Haft var eftir Guðbergi að til væru höfundar sem skrifa fyrir markað margmennisins og höfundar sem skrifa vegna þess að þeir verða ef þeir vilja ekki á sjóinn. „Það hefur aldrei verið intellígens- ía á Islandi," segir Guðbergur í greininni, „Laxness var þar og vinir hans í kommún- isma. Hann flutti svo góðar fregnir frá Sov- ét. . . þær voru ósannar og þetta var harm- leikur. . . en hafði góð áhrif.“ Svo segir Guðbergur að kynslóðinni á eftir sér hafi gengið vel, hún skrifi auðveldar bækur án uppreisnar. „Það er ekki uppreisn í landinu. Fólk skrifar fyrir þá sem vilja trúa þeim - kommúnista, kirkju og konur. Þær eru einar eftir sem íslenskur markaður fyrir rithöf- unda.“ Guðbergur sagði Morgunblaðinu að skáld frá litlu landi væri ætíð fulltrúi þess og kynning á því væri kynning á landinu. Mað- ur kæmist ekki þaðan. Því var frásögn Teler- ama af íslenskum rithöfundum almennileg landkynning, sagt var frá þýðingum bóka - 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.