Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 20
SUNNLENSK verstöð. Á myndinni má meðal annars sjá verbúðir, naust, bátsspil og sögunarvirki. GAMLA Djúplagið. Staðbundið vestfirskt bátalag. SJÓRINN er samofinn sögu ís- lensku þjóðarinnar. Páar stéttir endurspegla því tíðar- andann á hverjum tíma betur en fiskimenn, svo sem glöggt kemur fram á málverkasýn- ingu Bjarna Jónssonar list- málara í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði þar sem áraskipaöldin er efst á baugi. Stóð hún allt fram á fyrstu ár þessar- ar aldar en í þá daga áttu fleyin fátt sameig- inlegt með frystiskipum okkar tíma. A sýningunni eru nýlegar olíumyndir en Bjarni segir að áhugi sinn á áraskipum hafi vaknað þegar þeir Lúðvík Kristjánsson sagn- fræðingur tóku höndum saman um gerð rit- anna íslenskir sjávarhættir fyrir liðlega ald- arfjórðungi. Sá síðarnefndi er sem kunnugt er höfundur texta en Bjarni sá um langflest- ar skýringateikningar, sem skipta þúsundum þó ekki séu þær allar í bókunum. Kveðst hann þegar í stað hafa fengið gífurlegan áhuga á viðfangsefninu, þótt um sjálfboða- vinnu hafi verið að ræða fyrstu árin. Félagamir byijuðu að leita hófanna um upplýsingar hjá öldruðu fólki sem Bjami seg- ir hafa búið yfir ómetanlegum fróðleik. „Það var mjög mikilvægt að safna þessum fróðleik saman svo hann myndi ekki glatast þar sem fólk sem mundi þessa atvinnuhætti og gat lýst þeim nákvæmlega fyrir okkur var komið til ára sinna. Samtölin við margt af þessu fólki vora ógleymanleg en frásagnargleðin var svo mikil að maður bókstaflega lifði sig inn í þennan tíma.“ Þegar þarna var komið sögu á listmálara- ferli Bjarna kveðst hann hafa verið hallur undir afstraktmálverkið. „Ég fór að mála skipamyndir samhliða skýringateikningunum og þetta hefur smám saman undið upp á sig. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað myndirnar era orðnar margar enda hefur Bjarni Jónsson listmálari í Sjóminiasafni lslands FLEY OG FAGRAR ÁRAR Morgunblaóió/Ásdís FÁIR núlifandi íslendingar þekkja éraskipaöldina betur en Bjarni Jónsson listmálari. mér haldist illa á þeim - þær hafa selst mjög vel. Það eru ekki síst útlendingar sem fest hafa kaup á myndunum en þeim þykir mjög merkilegt að Islendingar hafi stundað sjóinn á þessum opnu skipum við þær aðstæð- ur sem menn bjuggu við.“ Fáir núlifandi íslendingar þekkja áraskipa- öldina betur en Bjarni Jónsson, það dylst engum sem hlýðir á hann útskýra myndir sínar af alúð og áhuga. Langar hann nú að mála seríu sem lýsa muni þessu tímabili í sögu þjóðarinnar í hnotskurn. „Þannig myndi ég með mínum hætti stuðla að varðveislu menningarverðmæta þjóðarinnar en myndir sem þessar gætu án efa haft mikla þýðingu fyrir komandi kynslóðir. Að mínu mati hefur almenningur ekki haft nógu mikinn áhuga á að kynna sér þessa hörðu lífsbaráttu forfeðr- anna sem sóttu sjóinn nánast upp á líf og dauða. Er það miður því saga þeirra má ekki falla í gleymskunnar dá.“ Bjarni er spenntastur fyrir að selja Sjó- minjasafni íslands seríuna enda yrði hún vafalaust hvergi varðveitt betur. Þar á bæ ku hugmyndin hafa fengið góðar undirtektir en enn sem komið er hefur ekki fengist fjár- veiting til að unnt sé að láta slag standa. Sjóminjasafnið er opið milli klukkan 13 og 17 á laugardögum og sunnudögum og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Lýkur sýn- ingu Bjarna um áramót en þess má geta að verk hans era jafnframt sýnd í Gistiheimilinu Bergi í Hafnarfirði - er viðfangsefni hans þar gamli tíminn til sjós og lands. En hvað skyldi vera á döfinni hjá listamanninum? „Araskipin eru mér sem fyrr ofarlega í huga og næsta sumar hefur mér verið boðið að sýna í tengslum við opnum sjóminjasafns á Höfn í Hornafirði. Þá hef ég aldrei gefið afstraktmálverkið upp á bátinn og á næstu árum væri gaman að efna til sýningar á slík- um verkum - það gæti verið góð tilbreyting." 10 fíngur frumsýna „Jólaleik“ í Gerðubergi BRÚÐULEIKHÚS Helgu Arnalds, 10 fingur, frumsýnir jólaleikinn sinn í Gerðubergi á sunnudaginn nkemur. „Jólaleikur“ byggist á jólaguðspjallinu, en það er dóttir Grýlu og Leppalúða, jólastelpan Leiðindaskjóða, sem segir söguna af fæðingu frelsarans á sinn hátt. Þegar hún opnar jólagjafirnar sem hún á auðvitað ekkert að opna fyrr en á jólunum, finnur hún allar persónurnar sem koma fyrir í sögunni og fer að velta því fyrír sér hvers vegna jólin séu eiginlega haldin hátíðleg. Guóspjallió til krakkanna „Tilgangurinn með þessari sögu,“ sagði Helga í samtali við Morgunblað- Morgunblaóió/Árni Sæberg „TILGANGURINN með þessari sögu er að reyna að sjá í gegnum jólabrjálæðið," segir Helga Arnalds, sem frumsýnir brúðuleikritið Jólaleik í Gerðubergi á morg- un, sunnudag, kl. 14. Jólaleikur byggist á jólaguðspjallinu, en það er dóttir Grýlu og Leppalúða, jólastelpan Leiðindaskjóða, sem segir söguna af fæðingu frelsar- ans á sinn hátt. ið, „er að reyna að sjá í gegnum jóla- brjálæðið. Eg var með krakkahóp hérna hjá mér um daginn og varpaði fram spurningunni um það hvers vegna jólin væru haldin hátíðleg og það stóð ekki á svarinu: „Nú, auðvitað til þess að við getum fengið nýtt dót.“ Það getur verið erfitt að segja börnum frá jólaguðspjallinu vegna þess að það er svolítið þungt og illskiljanlegt. Við reynum því að fara aðra leið og færa guðspjallið nær krökkunum svo að þau geti tekið þátt í því.“ Heimsækja leikskóla Það er Helga Arnalds sem leikur söguna og hún hefur líka gert brúð- urnar. Leikstjórn annast Asa Hlín Svavarsdóttir, leikmynd er eftir Tóm- as Ponzi og Hallveig Thorlacius er höfundur handrits. Frumsýningin verður í Gerðubergi kl. 14 sunnudaginn 1. desember. Síðan mun leikhúsfólkið heimsækja leik- skóla, skóla og jólaskemmtanir fram að þrettánda, en á sunnudögum verð- ur það aftur í Gerðubergi með opnar sýningar, sunnudaginn 8. desember og sunnudaginn 15. desember kl. 14. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 30. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.