Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 16
Midausfurlönd 3 VESTRÆNAR TÍZKUSVEIFLUR Á UNDANHALDI Morgunblaðió/Jóhanna Kristjónsdóttir Fjölskyldubönd meðal þjóða araba eru sterkari og hafa dýpri þýðingu í hugum fólks en á Vesturlöndum. EFTIR JOHONNU KRISTJÓNSDÓTTUR Klæóaburóur ungra, menntaóra, arabískra kvenna er enn eitt merk- ió um hugarfgrsbreyt- ingu: Menn vísa í auknum mæli á bug áhrifum Vest- urlanda í klæóaburói og klæóa sig samkvæmt sínum gömlu hefóum. að blandast engum hugur um sem þekkir til arabískra þjóð- félaga að fjölskyldutengsl eru langtum sterkari en á Vesturlöndum og ábyrgðar- tilfínning gagnvart fjöl- skyldu er meiri en hjá okkur. Stundum þykir manni nóg um hve börn og ungmenni virðast skuld- bundin og undirgefm og fara að vilja for- eldra og þeirra eldri í fjölskyldunni, bæði hvað snertir nám, starfsval og ekki síst maka. Þetta er sjaldnast sú kvöð sem við höldum. Heiður fjölskyldunnar er í veði og fjölskylduheiður felur í sér allt annað en við leggjum í fljótu bragði okkar mælistiku á. Vitanlega hefur tæknibylting 20. aldar- innar sett mark á allt líf arabaþjóða eins og annarra. Því er ekki að neita að eftir því sem tímar hafa liðið virðast víða þynn- ast út sérkenni þjóða og gömul lífsgildi og allt virðist miða að því að allir verði sami grauturinn í sömu skál. Eftirsjó hef wr vaknaó eftir herf num verómætum og hefóum Á seinni áratugum hefur verið aukin þjóð- ernisvakning í arabalöndum og menn hugsa með eftirsjá og angurværð til gamalla hefða. Þetta hefur birst í samfélögum araba hvar- vetna og ekki síður innan fjölskyldna því á 6. og 7. áratugnum var tilhneiging þar til að taka upp vestrænni háttu og mörgum þótti kvamast úr stórfjölskyldunni með auknu frjálsræði unga fólksins. Þetta kemur fram í ýmsum þáttum: fyrir tuttugu árum var til dæmis að verða býsna algengt í ýmsum þjóðfélögum araba að unga fólkið krefðist þess að velja sér maka án afskipta foreldra. Að vísu var sem fyrr leit- að eftir samþykki fjölskyldunnar, annað væri óhugsandi í augum flestra arabískra ungmenna, hversu „framfarasinnuð og vest- ræn“ sem þau töldu sig vera í hugsun. Þetta er að breytast aftur og það er ekki einvörðungu vegna þrýstings þeirra eldri í fjölskyldunni heldur vegna þess að unga fólkið vill endurvekja þessa hefð og af því að það hefur séð að hið fijálslyndislega makaval sem komst í tísku um hríð hefur ekki gefist vel. Almenn skoðun ungs fólks nú um stundir er einfaldlega að: „Þeir sem eldri eru vita best“ og þó okkur Vestur- landabúum fínnist þetta barnaleg afstaða og sýni kynduga afstöðu er þetta í augum araba mjög eðlilegt og sjálfsagt mál. Þó svo að menntun ungs fólks í flestum ef ekki öllum arabalöndum hafi eflst mjög þessa sömu áratugi og stúlkur séu í sumum arabískum löndum jafn margar og stundum fleiri en karlar í framhaldsnámi er það ekki síður meðal háskólafólks sem þessi afstaða hefur komið upp. Klæðaburður ungra, menntaðra, arabískra kvenna er enn eitt merkið um hugarfarsbreytingu sem hnígur að því sama: menn vísa í auknum mæli á bug áhrifum Vesturlanda í klæðaburði og klæða sig samkvæmt sínum gömlu hefðum, karlar í skikkjum sem eru nokkuð ólíkar frá einu landi til annars og stúlkur henda Le- vi’s-gallabuxum og skartkjólum og hafa tekið upp að bera slæðu um hár sitt og klæð- ast hálfsíðum kjólum. Það er mikill misskilningur að þetta séu áhrif frá prédikunum öfgahópa innan músl- ima. Þetta er allt hluti af því að vernda og halda í heiðri það sem aröbum finnst þeir hafa varpað fyrir róða. Þeir hafa elst við vestrænar tískusveiflur í almennum viðhorf- um af því þetta er nær þeirra þjóðarsál. Olian breylli fleirw en efnahagnum Nú má ekki skilja þessi orð svo að arabar séu í öllu tilliti að hverfa til fortíðar. Þeir hafa vissulega tileinkað sér, eftir því sem efni og aðstæður hafa Ieyft, þá margbreyti- legu tækni sem hefur mótað 20. öldina. Vissulega er lífsmunstur ólíkt í þessum lönd- um hvað sem sameiginlegum arfi þeirra lið- ur og sameign þeirra, tungumálinu og trúnni. Afkoma og afkomumöguleikar í araba- löndum eru fjarska mismunandi og meiri gjá þar milli ríkra og fátækra landa en gerist á Vesturlöndum. Þegar olía fannst á svæðinu, sem var fyrst í Iran nokkru eftir síðustu aldamót, má segja að straumhvörf hafí orðið í margvíslegu tilliti. Olía fannst síðar vítt og breitt á því svæði sem nú er Saudi-Arabía, Sameinuðu fursta- dæmin, Kúveit, Bahrein, Qatar og Óman og í írak. Með olíufundunum þyrptust á svæðið vestrænir sérfræðingar enda réðu arabar hvorki yfir tækni né kunnáttu til að vinna auðlindina. Fjárhagslegir hagsmunir Vesturlanda eru svo ofboðslega miklir að þær tölur sem mætti nefna í því sambandi eru í rauninni ofar skilningi fólks og auðurinn sem einnig streymir til valdastéttanna í þessum löndum er þvílíkur - þó svo Vesturlönd hafi fengið sinn skerf og vel það - að ekki er fyrir venjulega menn að átta sig á slíku ríkidæmi. Eftir sátu svo fátækari ríkin þar sem olía var lítil eða engin eða fólksfjölgunin var svo gríðarleg að olíufundur dugði ekki nema rétt til að koma í veg fyrir að ríkin kæmust gersamlega í þrot og er Egyptaland þar skýrasta dæmið. Þar er veruleg olía unnin en fólksfjölgunin er líka meiri en víðast hvar og olían heldur ekki í því magni að hún skipti máli í þjóðfélagi 60 milljón manna þó öðru máli gegni um fámennari ríki við Flóann. Hvað fátækasta landið varðar sem er Jemen hefur nú fundist olía þar og er vinnsla hennar hafin. Sumir hafa nefnt Jemen síð- ata fomaldarríkið í þessum heimshluta. 01- ían gæti breytt mörgu þar en á hinn bóginn eru Jemenar vonahdi það trúir sínum hefðum að þar verði ekki önnur eins menningarleg og þjóðfélagsleg kollsteypa og reyndin varð í ýmsum Flóaríkjanna, einkum Saudi-Arabíu og Kúveit. Með olíunni breyttist þjóðfélagsmynd í arabalöndunum svo hratt að sumir hafa orðað það svo að sálin hafi ekki getað fylgt á eftir og það haft hinar varhugaverðust afleiðingar. „Við vildum stökkva beint af úlfaldanum og upp í sportbílinn án þess að kunna nokk- uð. Velgengnin hefur spillt okkur en unga kynslóðin verður vonandi foreldrabetrung- ur,“ sagði kúveiskur kunningi við mig. Hann benti á að þrátt fyrir að borgir og þorp hefðu þekkst í þessum heimshluta svo öldum skipti væri hirðingjahefðin mjög sterk og hefði verið, einkum í Arabíu en síður í Egyptalandi og öðrum arabalöndum Norður- Afríku. „Þetta skaðaði fjölskylduna meira en flest annað því við höfðum ekki undirstöðu. Gmnninn vantaði og allt í einu vorum við farnir að byggja margar hæðir ofan á - án þess að hafa grunn. Það segir sig sjálft að slíkt kann ekki góðri luggu að stýra,“ sagði hann ennfremur. Auðvitað er langt frá því að rétt væri að staðhæfa að olían hefði ekki einnig verið búbót fyrir arabalöndin. Gróðinn hefur þó verið nýttur misjafnlega skynsamlega. í Saudi-Arabíu er munur lífskjara kannski hvað mestur, þar er yfirstéttin að reisa hall- ir gulli slegnar, byggðir eru flugvellir eins og hendi sé veifað og hundruð prinsa og prinsessa lifa í vellystingum sem venjulegir Saudar geta ekki leyft sér. Kúgwn kvenna sell wndir sama hatt alls staóar og alltaf sawdiskan En þar hafa þó orðið ýmsar framfarir, fullkomin sjúkrahús reist og sérfræðingar ráðnir víða að til að vinna að flóknum verk- efnum. Menntun er sjálfsögð, læknisþjón- usta ókeypis, vegir eru um allt landið og svo mætti lengi telja. Útlendingar eru í þúsundatali í Saudi-Arabíu til að vinna alla púlvinnu, bæði frá fátækari arabaríkjum, Austurlöndum fjær og frá Evrópu. Ljótasti bletturinn á framfarasinnaðri stjórn Saudi-Arabíu eins og þeir í konungs- garði hafa kallað framsóknina til lífsgæða er þó án efa hvað varðar stöðu kvenna. í Saudi-Arabíu er hún verst allra arabaríkja og á sér ekki hliðstæðu í öðrum arabalönd- um. Það hefur viljað brenna við þegar staða kvenna í þessum löndum er til umræðu að staða þeirra er sett undir einn hatt og hann saudiskan. í því er mikil skekkja og ekki sannleikanum samkvæmt né í takt við raun- veruleikann. I nýrri bók Bemards Lewis um Miðaustur- lönd er til dæmis bent á þá athyglisverðu staðreynd að staða kvenna í tveimur araba- ríkjum hafi stórbreyst til batnaðar, þ.e. í Jemen og írak. Þetta er athyglisvert þegar hugsað er til þess að þessi þróun hófst í Jemen löngu áður en nokkur olía fannst og íhaldssemi Jemena í trúmálum er meiri en víða. Og í írak hófst þessi breyting eftir að einhver alræmdasti harðstjóri Miðaustur- landa, Saddam Hussein, komst til valda. í fjórðu og síðustu grein verður svo hald- ið áfram að ræða um fjölskylduna í arabas- amfélögum, stöðu kvenna og vikið að menn- ingarhefð þessara þjóða. SVEINN SNORRI SVEINSSON 33A Einmanaleikinn er sár ... og um jól erum við blóðug und... sagði Anna Kristín í fjarri frá fjölskyldum okkar inni á deild við kertaljós og dúkað borð skær kertaljós fá jafnvel ekki hrifið sáran einmanaleika úr hjörtum okkar jólapakkar undir tré í setustofu „frá jólasveinunum á deildinni“ öll höfum við náttúrulega fengið pakka að heiman en hverju skiptir það? Samt sem áður er biturt að eyða jólum á 33A. Reglusemi Ég er hræddur um að í augnablikinu geti ég ekki lifað eftir reglum eins og þú það mætti segja að ég sé reglulaus maður vaki á kvöldin og sef fram á dag þannig uni ég mér best þykist ég vita og ég veit þó ekki margt.. . og hef ekki prófað að lifa eftir reglum í langan tíma eitthvað í mér krefst þessa lífsmunsturs og ég er satt að segja bundinn af mínum eigin reglum. Höfundurinn er ungur Reykvíkingur og hefur hann gefið út tvær Ijóðabækur. HELGI SELJAN HAUST- HARMUR Greini ég enn frá æsku óm frá lambanna jarmi. Blik af fénaði fríðum feigðarspor mörkuð harmi. Ilm af litverpum laufum lyngið hríminu slungið. Angurværð yfir hlíðum óvissu loftið þrungið. Enn er héla um hauður haustlitir þekja ból. Enn er haustharmur kveðinn hjörðinni er vorið ól. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.