Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 13
KRISTJANA „ÉG VILDI skrifa bók þar sem reglan væri að ekkert mætti gera sem ætti að gera,“ segir Kristjana Gunnars- dóttir um bók sína The Prowler, sem þýdd hefur verið á frönsku. Þar rifjar hún upp minningar frá Islandi æsk- unnar, setur þær fram mótaðar af tímanum svo túlkunin breytist. Hún segist skrifa fyrir framtíðin, horfa til baka og fram á við í senn, en viðmæl- andinn, Pierre Bergounioux, kveðst láta duga að líta til fortíðar og skrifa um Iok tímabils, bændur á þröskuldi breyttra tíma fyrir fjórum áratugum. dagana, langt komin með skáldsögu sem er ólík hinum fyrri. Henni finnst skrifin alltaf vera tilraun til að ganga út úr sjálfum sér, vera einhver annar. Ekki fyrir lesend- ur, heldur fyrir sjálfan sig. Lesendur séu ætið óskrifað blað, til allrar hamingju, og ekki hægt að reikna út fyrirfram hvað falli þeim í geð. „Við Emmanuele erum litlar fræðikonur og tölum báðar um bækurnar okkar á ósköp jarðbundinn máta,“ segir Steinunn. „Við skrifum bækur um konur sem hugsa um karla og það er kannski hefnd okkar fyrir allar sögurnar sem karlar hafa skrifað um Ljósmynd/Yan Guillou STEINUNN STEINUNN Sigurðardóttir og Emm- anuele Bernheim segjast hafa skrifað um konur sem eyða miklu meiri tíma í að hugsa um manninn sem þær elska, heldur en að vera með honum. Stein- unn kveðst skella sársaukanum á borðið, segja frá honum á beinan hátt, Emmanuele segist ekki geta það. Hún pakki tilfinningum inn í umhverfi og hlutlægar lýsingar og hafi aðeins það alveg nauðsynlega með. konur. Að slá þeim ef til vill við með bókum eins og Sa femme bg Tímaþjófi þar sem karlinn er skuggi eða einskonar andi sálar- lífs aðalpersónunnar. Ég hef aldrei lesið neitt sem líkist bókum Emmanuele. Hún er öguð í beitingu tungu- málsins og tekst að draga upp afar áþreifan- legan heim, þrátt fyrir, eða vegna sparsem- innar. Sjálf er hún klár og skemmtileg og mér finnst þessi hugmynd um stefnumót rithöfunda „brilljant". Það er svo mikið varið í að kynnast höfundum sem manni finnst góðir og heyra jafnvel hvort það er gagnkvæmt og hvers vegna.“ Thors, Ólafs Jóhanns, Álfrúnar, Vigdís- ar og Guðberjgs. Að loknum inngangi um Eddu og Islendingasögur og írskar prinsessur sem fæddu víkingum skáld, eins og Thor Vilhjálmsson skýrir fyrir blaðinu. Knappur stíll fornrita er gerður að umtalsefni, auðvitað getið um Lax- ness og landið sjálft bæði fáment og harðbýlt. „Við lifum vegna þess við vilj- um ekki deyja,“ segir Thor við Telerama og bætir við að íslenskan sé sitt hljóð- færi þótt hann spili sjálfur fyrir fáa og sé síðan háður þýðendum. Minni heimur Þannig vakti þessi hátíð athygli Frakka á íslandi og gaf færi á nánari kynnum fyrir gesti í Caen. Guðbergi Bergssyni finnst varið í þegar svo vel er gert, ekki af greiðaskap og velvilja í garð lítillar þjóðar, heldur einlægum áhuga sem skilar sér hvort sem horft er til milljónaþjóða eða ekki. Heimurinn skreppur saman á samkundum eins og þessari, fólk uppgötvar sameiginlega kunningja, líkt hugarfar, svipuð tök á sínu fagi. Þetta er mikilvægt fyrir vísindamenn og rithöfunda, myndlistarfólk og tón- listarmenn, stjómmálamenn og hverja þá sem eiga sér ástríðu. Ekki síður fyrir hina sem bergja af brunninum: læknast, lesa, horfa, hlusta, borga skatta og njóta hlunninda. Þess vegna eru hátíðir eins og í Normandí ekki „einkaflipp" nokk- urra sem hafa verið heppnir, þær skipta máli fyrir hina, þeir verða heppnir líka. LAUFEY JAKOBSDÓTTIR ASTARLJOÐ ELLINNAR Astin hefur alla tíð yljað mína daga. Þung var stundum þrauta hríð en það er nú önnur saga. Börnunum og bóndanum bjó hún allt í haginn. Kyndir nú upp í kofanum krappan elli daginn. Ellilaunin eru smá allt er klippt og skorið, en ástina mína enn ég á eins og blessað vorið. Elli kerling engu nær að eyða af hennar sjóðum. Frosti karlinn, fjúk og snær fölna á hennar glóðum. Þegar þyngist hugurinn og þín er höndin lúin, þá er besta björgunin bænin, ást og trúin. Ástar þakkir, ástin mín og allt úr þinni hendi. Láttu björtu ljósin þín lýsa mínum endi. Alls staðar eru arðránsklær eins og gamli skrattinn en ástinni minni enginn nær uppí ríkisskattinn. Höfundurinn býr í Hverageröi, en hefur verið þeklct fyrir unglingastarf sitt sem „Amman í GrjótaþorpinuM. ERLENDAR BÆKUR SPÆNSKI RANN- SÓKNARRÉTTURINN ROBERT Lemm: Die Spanische Inquisition - Geschichte und Legende. Aus dem Niederlándischen iibersetzt von Walter Kumpmann. Dtv. 1996. Hollendingar eiga marga ágæta sagnfræð- inga ekki síst í miðalda- sagnfræði, meðal annarra Johan Huizinga höfund „The Autumn of the Middle Ages“. Nú hefur greinilega einn bæst við, sem er Ro- bert Lemm. Hann stundaði sögu og spænsk fræði og starfar sem höfundur og þýðandi i Amsterdam. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, þar á meðal rit um Jorge Luis Borges. Höfundur hefur unnið að þessari bók í tíu ár, rannsakað heimildir, flutt fyrir- lestra um efnið og ritað greinar. Hann skrifar í formála að hann hafi hafið rann- sóknir á þessu efni 1981 á Spáni, þar sem honum bauðst dvöl til þess að rannsaka starf og verk hins „alræmda rannsóknar- dómara spænska rannsóknarréttarins Tomas de Torquemada". Höfundur kannaði heimildir bæði í Madrid og í Simaneas, þar sem er frægt skjalasafn, en afraksturinn var lítill. Hann fékk síðar tækifæri til þess að dvelja í klaustri sankti Thomasar við Avila, en þetta klaustur var stofnað af Torquemade með fjárhagsaðstoð Ferdinands og Isa- bellu þjóðhöfðingja Kastiliu og Aragoníu. Þótt klaustrið sé nú endurbyggt eru horf- in öll skjöl og heimildir um stofnandann sem dvaldi þar meira og minna frá 1483-92. Hersveitir Napóleons I höfðu komið þar við á ferðum sínum um Spán skömmu eftir aldamótin 1800, grafíð upp líkamsleifar Torquemada og gjöreytt handrita- og skjalasafni klaustursins. Svo það var ekkert að fínna. Höfundurinn varð því að notast við rit um Torquemada og Rannsóknarréttinn spænska, en um efnið hefur margt og mikið verið skrifað á liðnum öldum. Hann hófst handa og bókin sem hér er, er afrakstur mikils lestrar og könnun- ar heimilda, þótt frumheimildir skorti. Höfundur segir í formála að bókin sé „reductio ad minimum" tíu ára rann- sókna. Mynd Torquemada, rannsóknardómarans úr Karamasov-bræðrunum, er mynd sem Dostojewski hefur mótað í hug manna, fleiri skáld og höfundar hafa dregið upp keimlíka mynd. Höfundur segir í formála: „Staðreyndimar um Rannsóknarréttinn eru kunnar, umfjöllunin er mismunandi afdráttarlaus, tölur þeirra sem brenndir vora mismunandi og eins tala brottrekinna gyðinga frá Spáni. Tilgangur bók- arinnar er að „skilja“ for- sendur fyrir Rannsóknarréttinum og bera saman síðari tíma mat og dóma, vega þá og meta.“ Með þessari aðferð leitast höfundurinn við að nálgast hugarheim manna á 15. öld og minnist í því sambandi á fræga bók Barböru Tuchman: A Distant Mirror. Þar sem hún spyr „hvað var kristnin í raun og veru?“. Miðaldir voru að mati sumra höfunda tími kyrrðar og fullvissu um fullskapað kerfi „í hendi Guðs er allt vort ráð“, en nýöldin upplausn þessa kerfis þar sem framtíðin bjó yfir endalausum lausnum og maðurinn var viðfangsefnið. Rannsóknarrétturinn var vamarréttur fyrir þessa „kyrrð“, fyrir heimsmynd miðaldamannsins eins og hann skynjaði kenningar kirkjunnar um kórrétta mynd sköpunar Guðs almáttugs. Hugleiðingar höfundar um heimspeki- legar og guðfræðilegar kenningar skóla- stíkeranna og réttarfarslegar siðferðis- kröfur og fjölmarga aðra þætti í kenn- ingakerfum þessara tíma veita lesendum skilning og fjarlægð frá oft mjög þröng- um skilningi „nútimamannsins" á við- horfum horfínna lífsviðhorfa. Hann spyr hvort hægt sé að skilja Rannsóknarrétt- inn, án þess að hamlast af fordómum hins „opna hugar“ og almennt viður- kenndra mannréttindakrafna síðari tíma. Aðföngin að þessari bók spanna heim- ildir að evrópskri menningarsögu frá 13. öld og fram á okkar daga. Bókin er auk þess mjög læsileg. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON Robert Lemm: Die Spanische Inquisition . ' J "0 ' * - dtv wissenschaft LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.