Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 17
i V i ; i t giíil Í.5.: ggf ;i II' 1 Mynd: Árni Elfar. PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Hreykir sér kappi á háum stalli líkt og hann bíði þess að ávarpa skarann á Kjaftaklöpp. Brotin er Varðan en turn rís til himins kirkju sem kennd er við hógvært hempuskáld. Hér gengu forðum elskendur ungir og staupglaðir menn og þyngdu með grjóti gamilan harm í Steinkudys. Já, tíminn líður við færumst ögn um set til upphafs þess er endalokin boða. EINS DAUÐI er annars brauð. Þannig var endir skólahalds í Skálholti upphaf þess í Reykjavík, þegar Hólavalla- skóli tók til starfa árið 1786. Á Skálholti hafði staðið varða sem skólasveinar hlóðu og fluttist sú hefð til Reykjavíkur með skólahaldinu. Völdu skólapiltar vörðunni stað þar sem þá hét Arnarhólsholt, enda stóðu beitarhús Arnar- hólsjarðarinnar efst á holtinu. Þar stendur nú Hallgrímskirkja. Breyttist við þetta nafn holtsins og kallast það síðan Skólavörðuholt. Nokkrum sinnum þurfti að endurreisa vörðuna. Þegar það var fyrst gert árið 1834, var ákveðið, að leggja að henni skemmti- göngustíg. Þar skyldi ríkja slíkt næði, að umferð hrossa var bönnuð. Ekki gekk það þó betur eftir en svo, að stígurinn varð fljót- lega aðal leiðin til bæjarins. Mun það ástand hafa haldist óbreytt næstu hálfa öldina eða allt þar til Laugavegur var lagður árið 1886. Vart þarf að taka fram, að stígurinn dró þegar nafn sitt af Skólavörðunni, svo sem hann enn gerir. Kappi sá sem um er fjallað í upphafi ljóðs- ins er að sjálfsögðu Leifur heppni, en í til- efni 1000 ára afmælis Alþingis árið 1930, var honum reist stytta sú, sem enn stendur beint upp af Skólavörðustíg. Var hún gjöf Bandaríkjamanna til þjóðarinnar. Fyrir henni var Skólavarðan látin víkja. Kjaftaklöpp sem nefnd er í lok fyrsta erindis ljóðsins, var þar sem nú er hornið á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti (suð- vestur hornið). Þaðan sá vel út á Faxaflóa og safnaðist fólk því þar saman, þegar vænta mátti skipa. Var þá margt skrafað svo sem verða vill og kallaðist klöppin því Kjaftaklöpp. Annað erindi ljóðsins vísar, sem sjá má, til þess hrópandi ósamræmis sem er á sálmaskáldinu lítilláta, séra Hallgrími Pét- urssyni og ferlíki því í kirkjulíki, sem við hann er kennt og nú trónar efst á Skóla- vörðuholtinu. Eins og fyrr segir var Skólavörðustígur upphaflega lagður bæjarbúum til skemmti- gangna. Fór brátt svo, að Skólavörðuholtið varð athvarf þeirra, er njóta vildu næðis, s.s. til ásta eða drykkju. Komst sú hefð á, að vegfarendur köstuðu steini í Steinkudys. Lá hún rétt suðaustan þess staðar, þar sem stytta Leifs stendur nú. í dys þessari lágu jarðneskar leifar Steinunnar Sveinsdóttur frá Sjöundá í V-Barðastrandarsýslu, en hún lést í Múrnum (Stjórnarráðshúsinu), árið 1805 og beið þá aftöku sökum meðdeildar að tveimur morðum. Er sú átakanlega saga m.a. rakin í skáldsögu Gunnars Gunnars- sonar, „Svartfugli". Samkvæmt læknisvottorði lést Steinunn úr heilablóðfalli. Ýmsir drógu það í efa og töldu að Ole Björn, danskur lögregluþjónn og fangavörður, hefði myrt hana. Var hann enda hið mesta hrottamenni. Er jafnvel talið, að hann hafi orðið tugum fanga að bana, með einum eða öðrum hætti. Þegar gijót var tekið úr Skólavörðuholti, vegna hafnargerðar í Reykjavík, árið 1913, var Steinkudys rofm og beinunum búin hvíld í vígðum reit, nánar tiltekið í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Höfundur er skáld í Reykjavík. AF SPRENGISANDI EFTIR ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR Veislan HINGAÐ kom ferða- maður sunnan úr álf- um og gerði ferð sína fótgangandi yfir svartan sand sem bylgjaðist ein- sog útsær milli jökla og lengst í fjarska hringuðu fjöllin sig um víðáttuna. Þetta var síð sumars þegar allra veðra er von og maðurinn hafði verið varaður við þrisvar og síðast í sæluhúsi en engu tali tekið svo að hann virtist vera á ákveðinni leið. I ljósaskiptunum byijaði að ganga á með éljum og maðurinn skreið í pokann sinn. Vindurinn sótti í sig veðrið eftir því sem dimmdi og stjörnurnar kviknuðu eins og sindrandi augu á himinhvolfinu og þegar frostið herti birtust dansandi norðurljós eins og dragspil í háloftunum og eldrautt tungl sigldi í skýjahulum eins og freist- andi brúður í hrísgijónaregni og sló bjarma á grjótið og endalausa sand- auðnina. Ferðamaðurinn heyrði söng sem hafði knúið hann til fararinnar og um leið og svefninn náði tökum á hon- um var orðinn hluti af þessari ljósadýrð og staddur í algleymi veislunnar. Svefngangan Hana dreymdi um hann og dreymdi svo heitt og ákaft, að hún fann óljóst fyrir sjálfri sér og vissi næsta lítið um langanir sínar og þrár. Það var helst ef hún fór út úr bænum að hún fann móta fyrir sér eins og þegar andað er létt á glugga og heyrði kunnuglegt hljóð úr gömlum dögum. Þess vegna var hún ekki að þvælast um og hélt kyrru fyrir. Svo bar það til eina nóttina að hún hvarf að heiman og spurðist ekkert til hennar fyrr en eftir dúk og disk að hún fannst á Sprengisandi. Hún hafði þá gengið þangað í svefni og ekki viðlit að vekja hana. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. EKKI LÍF EFTIR BRODDA REYR HANSEN I’M DEAD“ „I’m dead“ sagði ég en ég hlustaði ekki á mig, ég var að hugsa um, af hverju ég hugs- aði svona — svona — svona. Ég lagði kubbinn fram og greiddi fargjaldið, hurðin eða réttara sagt geislinn varð dauf- ari og hvarf svo að lokum, ég labbaði í gegn. Ég hef dauðaósk, hef ég dauðaósk? Blámi var kominn í end- urhæfíngu, þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann þurfti endurbyggingu. Við höfðum svipaða lífsskoðun, við höfðum báðir dauðaósk. Blámi lifði lífi sínu, hann þurfti alltaf á hveijum morgni að svara spurningunni játandi. Ef hann var í vafa þá fylltist hann depurð sem dró úr honum allan vilja til alls, jafnvel til að skíta. Hann lifði því allt sitt líf á milli lifs og dauða. Ég leit hinsvegar á þetta heimspekilegum augum, sem var að sjálfsögðu sjálfsblekking. Ég leit á að ég hefði þetta allt í hendi minni. Spurningin var: „Vil ég lifa í dag?“ Ég svaraði þessu alltaf játandi því að ég var búinn að ákveða að líf mitt væri ekki örlögum háð. Þá í þeim skilningi að hvenær ég ætlaði að hætta að spila væri í mínum höndum. Það Lifa Til hvers er ég að eyða tíma í þetta, þetta er ömurlegt. Núna er árið 32E4 og það er alltaf sömu leiðindin í gangi. Fólk er alltaf að ýta á mig, alskonar leiðbeiningarmerki svo og geislarnir. Fréttir og krot, nú á tímum er ekki gerður greinarmunar þar á, upplýs- ingarflæðið er þvíumlíkt að ekkert er merkilegt. Nú erum við komnir á það stig að fréttir eru úreltar. Það kom að því árið 32B2 að ómerkilegir hlutir urðu merkilegir vegna þess að þeir voru ómerkilegir. Og aftur varð ekki snúið. Nú í dag kemst maður bara af, ef maður lætur sem fæst ýta á sig, horfa ekki, hlusta ekki, nenna engu. Menn uppgötvuðu árið 31B7 að heili mannsins gæti ekki þróast í takt við væri ástæða þess að ég og Blámi vorum alltaf að spyija okkur, hvort sem við vorum meðvitaðir um það eða ekki. Ég ætlaði ekki að deyja heilbrigður eða óheilbrigður, þrátt fyrir að nú væru sjúkdómar orðnir mjög sjaldgæfir og menn yrðu mörg hundruð ára. Ég ætl- aði að deyja fyrir eigin hendi. Þann dag sem ég mundi svara spurningu minni neitandi ætlaði ég að hætta. Núna þar sem ég sit dauður og hlæ að þessum fáránlegu vangaveltum dauðlegs manns er auðvelt að sjá hlut- ina í skýru ljósi, eða allavega skýrara Ijósi því hér er frekar illa lýst. Til hvers að lifa? Það er alltaf sama sagan þegar menn eru tímabundnir. Þá koma þeir engu í verk. Þeir verða svo uppteknir af því að klára verkið að þeir geta ekki hafist handa! Ég var alltaf að hugsa. Það stóð mér fyrir þrifum, en núna sé ég ekki eftir því að hafa fjár- fest í tryggingu. Núna þarf ég ekkert að hugsa um þetta meir því ég mun lifa, lifa og lifa uns tryggingin rennur út. Skrifað í kubbi 23H3:24F3, Sírius B, árið 34T3. Frami. lífinu aukningu áreitis — svokölluð Kurds hrif gerðu íjölda manna að heilalausum einstaklinum. Einungis þeir lifðu sem vissu lítið eða kærðu sig kollótta um hvað væri að gerast í kringum þá. Núna er manni kennt þetta í skólum, búa til hugsanastíflu, neita heilanum um að hugsa. Hugsa ekki. í dag er því leti dyggð. Sjón- og heyrnarleysi heilbrigði og svo framveg- is. Spádómur hins fræga ofvita Frama, er því að rætast, „ég læt ekki ginnast af lífinu heldur því sem ekki er“. Afritað árið 34E6 í kubbi 45B2: 46C3, Arktúrus III. Rammi. Höfundur er rannsóknarmaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 I T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.