Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 8
SAFNAÐARHEIMILI og tónlistarskóli í Hafnarfirði. Arkitektar: Hans-Olav Andersen og Sigrrður Magnúsdóttir. ISLENSK BYGGINGARLIST Á ALÞJÓÐLEGRI SÝNINGU í FENEYJUM EFTIR PÉTUR H. ÁRMANNSSON * Þótttaka Islendingg meó hinum Noróurlanda- þjóðunum í sýningu ó alþjóólegri byggingarlist í Feneyjum hefur ekki fgr- ió hótt. Mörgum leikur þó efalaust hugur ó aó vita hvaó valió hefur verió héðan. DÓMHÚS Hæstaréttar. Arkitektar: Margrét Harðardóttir og Steve Christer. (Studio Granda) N ýlokið er í Feneyjum sjöttu alþjóðlegu bygg- ingarlistarsýningunni sem efnt er til í tengsl- um við hinn fræga li- statvíæring (biennale) sem við þá borg er kenndur. Fyrsta sýn- ing af þessu tagi var haldin árið 1980 og var hún liður í dagskrá myndlistartvíær- ingsins. Þar var tuttugu þekktum arkitekt- um boðið að teikna framhliðar bygginga meðfram eins konar götu inn í sýningarská- lanum. Að baki hverri hlið var hliðarrými með sýningu á verkum viðkomandi. Meðal þátttakendanna voru Robert Venturi frá Bandaríkjunum, Aldo Rossi frá Ítalíu og Hans Hollein frá Austurríki. Þessi fyrsta sýning í Feneyjum vakti mikla athygli og hún átti sinn þátt í því að póst-módemism- inn svonefndi varð að breiðri, alþjóðlegri hreyfíngu í byggingarlist á níunda áratugn- um. Síðan þá hefur byggingarlistar-tvíær- ingurinn þróast yfir í að verða sjálfstæður viðburður sem að þessu sinni er haldinn í sýningarskálum Feneyja-bíennalsins það ár ÁFENGISVERZLUN ríkisins f Austurstræti. Arkitekt: Pálmar Kristmundsson. DÆLUSTÖÐ við Faxaskjól. Arkitektar: Björn L. Hallsson og Jón Þór Þorvaldsson. sem myndlistarsýningin er ekki. Sýningin í ár er ein viðamesta sýning á byggingar- list sem haldin hefur verið. Auk smærri sérsýninga á byggingarlist einstakra landa er ein aðalsýning með verkum frá ýmsum löndum sem valin höfðu verið af austurríska arkitektinum Hans Hollein. Yfírskrift henn- ar var: „Sensing the Future - Architecture as Seismograph“ (Horft til framtíðar - byggingarlistin sem skynfæri nýrra hrær- inga). Eins og nafnið gefur til kynna gaf þar að líta yfírsýn yfír þá margslungnu hugmyndastrauma sem einkenna bygging- arlist samtímans, allt frá rómantískum draumaborgum Leon Kriers í nýklassískum stíl til ískaldrar naumhyggju og hátækni- bygginga í anda módernisma eftirstríðsár- anna. Framlag Norðurlanda var samsýningin „The New Generation of the North“ (Nýja kynslóðin í Norrænni byggingarlist) sem unnin var af Byggingarlistarsafni Finnlands í Helsinki í samráði við systurstofnanir þess í hinum löndunum. Fyrir íslands hönd tók Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavík- ur á Kjarvalsstöðum þátt í undirbúningnum. Á sýningunni var sjónum sérstaklega beint að vaxtarbroddinum í húsagerð hinna fímm norrænu þjóða. Leitast var við að draga fram sérnorræn sameinkenni: söguleg tengsl og skyldleika tungumála, áherslu samfélagsins á jafnrétti og félagslega sam- hjálp, hina margbreytilegu norrænu birtu, hliðstæður í stílþróun, form- og efniskennd; - og á hvern hátt þau birtast á mismun- andi hátt í húsagerð hvers lands. Þátttak- endur voru valdir úr hópi yngstu kynslóðar starfandi arkitekta, alls fjórar teiknistofur frá hveiju landi, sem hver um sig sýndi eitt verk. Stjómendur sýningarinnar lögðu áherslu á að sýna fremur raunverulegar byggingar en tillögur og hugmyndaverk. Það skilyrði var sett að þátttakendur hefðu, þrátt fyrir stuttan starfsaldur, náð að full- gera a.m.k. eina byggingu, þar sem slíkt væri raunhæfasti mælikvarðinn á hæfni hönnuða til að móta umhverfi sitt á listræn- an hátt. Eftirtalin fjögur verk voru valin sem full- trúar íslands á sýningunni: hús Hæstarétt- ar íslands, teiknað af Margréti Harðardótt- ur og Steve Christer (Studio Granda); dælu- stöð við Faxaskjól, teiknuð af Baldri Ó. Svavarssyni, Birni S. Hallssyni og Jóni Þór Þorvaldssyni á teiknistofunni Úti og Inni; innrétting verslunar ATVR í Austurstræti eftir Pálmar Kristmundsson og safnaðar- heirnili og tónlistarskóli í Hafnarfirði eftir Hans-Olav Andersen og Sigríði Magnús- dóttur. Sem fyrr segir er hinni alþjóðlegu sýningu í Feneyjum nýlokið en norræna sýningin mun á næstu mánuðum ferðast milli borga á Norðurlöndum og víðar. Höfundur er arkitekt og deildarst|óri Bygging- arlistardeildar við Listasafn Reykjavíkur. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.