Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 4
1 BEINHÓLKURINN ÚR KUMLINU VIÐ EYSTRI-RANGÁ EFTIR BERGSTEIN GIZURARSON Talió hefur verió aó frá- sögnin af bogfimi Gunn- ars á Hlíóarenda væri aó mestu listræn frásögn höfundar Njálu. Nú horf- ir málió öóruvísi vió. Miklar líkur eru á því aó Gunnar hafi alist upp vió bogfimi og átteinn þeirra öflugu boga sem kenndir voru vió Húna og voru skæóustu vopn þess tíma. Meó húnbog- anum var notaóur hring- ur eins og sá sem fannst vió Eystri-Rangá. BEINHÓLKURINN úr kumlinu við Eystri-Rangá. Þetta er bogahringur sem hafður var til að hlífa þumalfingri þegar skotið var af boga. Þessir bogahringir voru oft mjög hag- lega gerðir, stundum úr dýrum málmum, og þeir voru festir við eigandann eins og vopnabúnaður hirðingja var oft. Beinhólkurinn er varðveittur á Þjóðminjasafninu. NÝLEGA rakst ég á bók Kristjáns Eldjárns fyrrverandi forseta og þjóðminjavarðar, Gengið á reka, sem gefin var út árið 1948. Eg hafði lesið þessa bók fyrir mörgum árum en nú birtist hún mér aftur þegar ég var að flytja bækur til í húsi mínu. Þessi bók er mjög áhugaverð fyrir alla sem hafa áhuga á sögu fyrstu aldanna eftir landnám íslands, en þar segir Kristján frá ýmsu sem rekið hefur á fjörur hans sem þjóðminjavarðar á alþýðlegan og áhugaverðan hátt. í þessari bók heitir einn kaflinn, Bardagi við Rangá, en það var bardaginn við Gunnarsstein, sem er stór steinn tæplega þremur kílómetrum fyrir innan Keldur á bakka Eystri-Rangár, Steinninn er talinn bera það nafn vegna þess að þar hafi barist Gunnar Hámundar- son eins og lýst er í Njálu. Landnáma getur Gunnars á Hlíðarenda á nokkrum stöðum og á einum stað segir: „Kolur hét maður, son Óttars ballar, Hann nam land fyrir austan Rangá og Tröllaskóg, og bjó að Sandgili, hans son var Egill, er sat fyrir Gunnari Hámundar- syni hjá Knafarhólum og féll þar sjálfur og austmenn tveir með honum, og Ari húskarl hans en Hjörtur bróðir Gunnars af hans liði.“ Njáls saga segir svo frá þessum bardaga miklu nánar og segir, að Gunnar og bræð- ur hans hafi hleypt hestum sínum að Rangá, sem er nokkur leið og varist í nesi við ána og féllu þar fjórtan af liði fyrirsát- ursmanna, m.a. Egill í Sandgili, Þórir aust- maður og Hjörtur yngsti bróðir Gunnars. Enn fyrirfinnst örnefnið nes neðar við ána sem láglendi meðfram ánni. Tvö kuml hafa fundist stutt frá Gunnars- steini. Fara fyrst sögur af því árið 1780 og jafnvel fyrr, þegar uppblástur tók að herja á þessar slóðir. Þá lýsti Jón fálka- fangari ísleiksson kumlunum og kvaðst hafa dreymt fornmann, sem kvaðst vera Þórir austmaður. í kumlum þessum fundust mannabein og nokkrir gripir en eitthvað kann að hafa glatast. Talið hefur verið, að þarna hafi margir menn verið heygðir samtímis við lok tíundu aldar líklegast eftir bardaga. Gripirnir, tímasetningin og staðurinn, allt styður þetta frásögn Landnámu og Njálu í aðalatriðum. Beinhólkurinn I kumlunum fundust auk beinanna, kjaftamél og járnhöft fyrir hesta, skrautk- inga, spjótsoddar og beinhólkur og gef ég þar Kristjáni Eldjárn orðið: „Eftir er að tala um einn grip úr Rangárkumlum, og er ekki Ijóst, hvort kalla ber hann skart- grip eða annað. Það er beinhólkur, 2,5 sm breiður bútur úr stórgripslegg, 3 - 3,5 sm víður og minnir helst á servíettuhring. Hólkurinn er allur með gröfnu skraut- verki, og er uppistaða þess hirtir tveir, sem standa hvor sínum megin við tré og bíta lim þess. Hjartarmyndirnar eru báðar með afbrigðum haglega grafnar, fullkomnar náttúrustælingar, ristar með léttri og leik- andi hendi. Tréð er aftur á móti alls kost- ar ónáttúrlegt. Hinum megin á hólknum er óhiutrænt skrautverk, sem helst virðist minna á Hringaríkisstíl (þann sama og er á skálafjölunum frá Möðrufelli), en það þýðir, að hóikurinn getur ekki verið eldri en frá seinustu áratugum 10. aldar. Hann virðist hafa verið breiðari í öndverðu, en síðan mjókkaður með því að skera neðan af honum, en við það hefur skrautverkið verið skert, en eðli þess er samt Ijóst. Verk náskylt Úrnesstíl. Fornmönnum var frámunalega ósýnt um allar eftirlíkingar úr náttúrunnar ríki. Dýr og fuglar voru að vísu uppistaða í hinni frábæru skrautl- ist þeirra, en það voru óeðlilegar og ýktar dýramyndir, sem Iagaðar voru eftir þörfum og kröfum flatarins, sem skreyta átti. Ef reynt var að draga eðlilegar dýramyndir, fór allt út um þúfur. Þá urðu myndirnar stirðlegar og svo mjög stinga þær í stúf við kynjadýr skrautlistarinnar og klunna- skepnur þær, sem áttu að vera raunsann- ar. Þótt farið sé með logandi ljósi um allar fornfræðilegar bókmenntir Norðurlanda, er ekki unnt að finna neina hliðstæðu. Eina lausnin, sem hald er í, er sú, að hér sé um að ræða einangrað fyrirbrigði með sterkum persónulegum blæ, eins konar leik eða duttlung einstaks manns, sem var þess megnugur að hefja sig yfir hina hefð- bundnu stefnu óhlutrænnar skrautlistar og draga upp náttúrulegar dýramyndir. En þegar fornmenn lögðu í að líkja eft- ir dýrum og mönnum sem náttúrlegum fyrirbærum, var tilgangur þeirra alltaf annars eðlis en í skrautlistinni. Þá voru þeir að reyna að tjá eitthvað, gefa eitthvað til kynna eða segja sögu. Þetta getur oft orðið torráðið. Hugsanlegt er, að hirtirnir og tréð á Rangárhólknum standi í ein- hverju sambandi við goðsögnina um hjört þann, er bítur hið mikla tré, askinn Ygg- drasils. En önnur skýring er þó nærtæk- ari. Bróðir Gunnars á Hlíðarenda, sá er í Rangárbardaga féll, hét Hjörtur, barnung- ur maður að því er virðist. Varla er ástæða til að efa, að þessi maður sé sannsöguleg persóna, því að hans getur í Landnámu. Hjörtur var ákaflega sjaldgæft mannsnafn fyrr á öldum. Auk Hjartar Hámundarsonar er getið um Hjört nokkurn (Ólafsson), skáldmæltan Íslending hjá Haraldi konungi Sigurðs- syni, Valgarð Hjartarson, húskarl Guð- mundar dýra, en kallaður er hann þó Stark- aðarson í öðru handriti, og loks Hjört nokk- urn, sem annálar telja, að fóthöggvinn væri og handhöggvinn árið 1224. Þetta er allt og sumt, og má hiklaust af því ráða, að nafnið hefur verið afar fánefnt. Hjört- ur, bróðir Gunnars, er í raun réttri eini Hjörturinn, sem við vitum nokkur deili á. Setjum nú upp dæmið. Við vitum, að sá eini Hjörtur, sem okkur er vel kunnugur úr fornöld, féll um 990. Við höfum fundið staðinn sem hann féll á samkvæmt sögun- um. Á þessum stað finnum við grip með gröfnum hjartarmyndum, sem eiga sér engan líka meðal samtíma gripa, en er þó með skýrum einkennum ofanverðrar 10. aldar að öðru leyti. Ég held, að ekki sé nema ein lausn á þessu dæmi. Það hlýtur að vera samband á milli mannsnafnsins Hjörtur og hjartarmyndanna. Raunar segir Njála, að Gunnar reiddi lík Hjartar heim á skildi og væri hann þar heygður. Látum það liggja milli hluta. Ég held að bein- hólkurinn hafi engu að síður verið í eigu Hjartar Hámundarsonar, og myndirnar séu eins konar fangamark hans. Hólkurinn hefur orðið eftir í ósköpunum eftir bardag- ann og síðan hafnað í kumli fyrirsátar- manna, er þeir voru heygðir, eða þá að Hjörtur hafi verið heygður á vígvellinum, þrátt fyrir frásögn Njálu. En hver skyldi nú hafa gert þennan litla minjagrip handa Hirti? Ekki hefur hann gert það sjálfur, því að þar birtist meiri leikni en ætla mætti unglingi, og þar að auki eru hjartarmyndirnar svo lifandi og náttúrlegar, að þær hlýtur að hafa gert sigldur maður, er sjálfur hafði séð þessi glæsilegu dýr erlendis. Á Hlíðarenda skipt- ist fólkið í tvær sveitir, allt aðþví fjandsam- legar. Annars vegar var Hallgerður og þeir, er henni voru skaplíkir, hins vegar Gunnar, móðir hans og bræður. Eitt hið geðþekkasta í lýsingu Gunnars er sambúð hans við þetta ættfólk sitt. Með þeim Kol- skeggi var fagurt bræðralag, og þegar Gunnar dreymir fyrir dauða Hjartar og eggjar hann á að hverfa aftur, kveðst pilt- urinn vilja fylgja honum, þótt hann ætti bana vísan. Má af þessu marka, hvílíkur Gunnar hafi verið Hirti, litla bróður sínum. Ég ímynda mér, að hann hafi leikið við hann, meðan hann var HtiII drengur, sagt honum sögur afferðum sínum, telgt handa honum leikföng og kennt honum vopna- burð, er hann hafði aldur til. Enginn var sá á Hlíðarenda, er líklegri væri en Gunn- ar til að hafa skorið út beinhring Hjartar. Verkið lofar meistarann, hann hefur verið íþróttamaður á skurðlist. Handbragðið er samboðið öðrum hæfileikum Gunnars, eins og þeim er lýst í Njálu.Þeir sem telja Njálu skáldsögu eina, munu brosa að þessum bollaleggingum. En það verður ekki sigur- bros, fyrr en þeir koma með skýringu á hinum einstæðu hjartarmyndum, sem hald- betri sé en þessi. Við bíðum og sjáum hvað setur. “ í árbók Hins íslenska fornleifafélags fyrir árið 1993 var grein eftir danskan fornleifafræðing Lise Bertelsen um bein- hringinn frá Eystri-Rangá og telur hún þar að myndirnar á hringnum hafi trúar- legt gildi og hér fer á eftir umsögn hennar: „Verk nóskylt Úrnesstil" Á beinhólk frá Rangá, ekki langt frá Keld- um, Þjms 329/57, má sjá harla einstæða skreytingu. Myndefnin þar eru: tré, tveir hirtir, fjögur kringlótt form og dýraflétta. Hólkurinn frá Rangá hefur upphaflega verið breiðari. Ekki er vitað til hvers hann var notaður. Hann er talinn fundinn í upp- blásnu kumli. Tré með hirti sinn hvorum megin, sem naga greinar þess, og hringlaga form yfir bakinu á hjörtunum, myndar allt eina heild. Stungið hefur verið upp á því að þetta væri mynd af askinum Yggdrasil 58 eða að tréð táknaði kristið lífstré, og hirtirnir nærðust á því eins og sálir sem taka við guðspjallinu eða sakramentinu. Tilgátur um tímasetningu eru annars vegar um 1000 (þá var þess getið til að hluturinn hefði verið úr eigu Hjartar Hámundarsonar og hirtimir settir í samband vð nafn hans). Önnur tilgáta er 11. öld eða síðari hluti hennar. Sennilega má telja að hér sé sýnt lífstréð og myndin sé frá síðari hluta 11. aldar. Tréð er stílfært, einnig hringirnir og dýrafléttan aftan á. Það er varla vegna þess að menn kunnu ekki að gera eftirlík- ingar dýra og jurta úr náttúrunni. Hirtirn- ir eru haglega gerðir og eðlilegir, og sýna að listamaðurinn hafði lag á að líkja eftir 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.