Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 5
MYNDIRNAR á beinhólknum frá Eystri-Rangá. (Úr bók Kristjáns Eldjárns, Gengið á reka.) HÚNBOGI. Teikningin sýnir endursmíð- aðan boga, byggt var á leifum boga sem fannst við Wien-Simmering og við Min- feng íTurkestan. (Úr bók Istvans Bóna, Das Hunnenreich.) 0 éf HUNINN f gröf sinni. Myndin á beinplötunni við hægri handlegg hans er stækkuð að neðan. (Úr bók Istvans Bóna, Das Hunnenreich.) BEINHÓLKUR frá Asíu ÞANNIG notaði boga skyttan beinhólkinn. Þetta er kallað mongólskt grip og var almennnt not- að af Asíuþjóðum. náttúrunni! Skýringin liggur í hugsuninni á bak við þessa kristnu list. Lífstréð er sett á miðjan skreytiflötinn þar sem miðjan er mikilvægust, stílfært vegna þess að það er tákn hins guðdómlega, og sýnt framan frá, sem táknar vald og myndugleika. Hirt- irnir beggja vegna eru sýndir frá hlið sem táknar lægri sess og minni myndugleika, en ef þeir hefðu verið sýndir framan frá. Hjörturinn er mikilvægt tákn í kristni og eitt af fáum kristnum táknum sem eru að öllu leyti jákvæð. í orðum biblíunnar má sjá að munur er á hægri og vinstri. Sá maður eða dýr sem er á hægri hönd þeim sem sýndur er í miðið - þ.e. til vinstri séð frá áhorfandanum, er á næstvirðulegasta stað myndarinnar. Hjörturinn sem þar er hefur hálsband eins og hirtirnir í guð- spjallabókinni frá St. Médard, Soissons (nú i þjóðarbókhlöðunni í París), þó hann hafi ekki bjöllu. Hinn hjörturinn á beinhólknum hefur ekki hálsband. Yfir hvorum hirti má sjá tvo hringi, annars vegar hlið við hlið og hins vegar hvorn upp af öðrum. Hring- urinn táknar víða hið guðdómlega lögmál án upphafs og enda. Hringirnir fjórir tákna líklega alheiminn. Dýrafléttan á bakhlið hólksins minnir nokkuð á Úrnesstíl, sama gerir lífstréð stílfærða og myndmálið allt virðist kristið. Því er líklegast að tímasetja megi hólkinn á síðari hluta 11. aldar.“ Hjartarmyndin úr Húnagrafinni Þegar ég las kaflann um bardagann við Rangá eftir Kristján Eldjárn aftur og skoð- aði hjartarmyndina á beinhringnum frá Eystri-Rangá, rifjaðist upp fyrir mér óglöggt lík hjartarmynd í bók Istvans Bóna um Húnaríkið. í bók þessari eru myndir af ýmsum grip- um og gröfum Húna. Á einni myndinni er Húnastríðsmaður, grafinn með vopnum sínum, boga, sverði og fleiri gripum. Við framhandlegg hans er beinplata með hjartarmynd sem minnir óneitanlega á hirtina á beinhringnum frá Eystri-Rangá. Einnig eru á beinplötunni hringir líkt og á beinhringnum. Hringir sem Kristján Eldjárn ræðir ekki í sinni umfjöllun en Lise Bertelsen telur tákna alheiminn. Hvor- ugt þeirra kemst að niður- stöðu um til hvers bein- hringurinn hafi verið not- aður. Auðvelt er að geta sér til að beinplatan í Húnagröfinni tengist boganum sem þar var einnig, þó það komi ekki fram í bók Istvans Bóna. Enda eru slíkar beinplötur þekktar annars staðar frá. Beinplatan var hluti útbúnaðar bogaskyttunnar til að hlífa framhandlegg hennar fyrir bogastrengnum, þegar skotið var. Slíkan útbúnað nota bogaskyttur enn í dag. En til hvers var þá beinhringurinn frá Eystri-Rangá notaður og hvað tákna hringirnir? Á beinplötunni sjást einnig auk hringjanna örvar og má geta sér til, að hringirnir geti verið skotmörk eða mið. Á beinhringnum frá Eystri-Rangá eru þessi mörk miklu greinilegri. Mér datt því í hug, að beinhringurinn hefði verið notaður til að draga upp boga- streng. Ég fór því eitt kvöldið í íþróttahús Sjálfbjargar þar sem haldin var æfing í bogfimi. Þar voru veggspjöld með myndum af ýmsum bogum og aðferðum til að draga þá upp. Hringir líkir beinhringnum frá Eystri-Rangá voru notaðir af Asíubúum til að draga upp boga, sem voru oftast sam- settir bogar. Þumlinum var stungið í hring- inn og boginn dreginn upp með þumlinum. Þessir hringir voru stundum hreinir dýrgrip- ir úr gulli, silfri eða jaði. Þessi aðferð eða grip er því nefnd mongólska aðferðin (mon- golian release). Sjá myndir D og E. Við nánari skoðun á beinhringnum á Þjóðminjasafni íslands kom í ljós að á honum var greinilegt slitfar eins og eftir bogastreng. Ytra borð hringsins er að hluta íhvolft svo ekki þurfti að skera í hann HUNI á hesti. Kínversk teikning frá ann- arri öld fyrir Krists burö. Hesturinn er merkilega líkur íslenskum hesti. (Úr bók Sören Nancke-Krogh, Shamanens Hest.) skoru líkt og á bogahringnum á mynd E. Geta má sér til að hringirnir á beinplöt- unni á framhandleggnum og á beinhringn- um megi nota sem mið, t.d. þegar hliðar- vindur sé eða skotmarkið hreyfist. Kristján Eldjárn og Lise Bertelsen telja að skorið hafi verið neðan af beinhringn- um. Á beinplötunni úr gröf Húnans vantar einnig neðsta hluta hjartarins og styður það að báðar myndir hafi haft sama til- gang og miðaðan við til hvers hlutina átti að nota. Verður varla annað sagt en að bein- hringurinn frá Eystri-Rangá og beinplatan úr Húnagröfinni hefðu getað átt saman og komi frá sömu grein boglistarinnar. Tengalin viú frúsagnir Landnúmu, Njólu og Gunnar Hómundarson Kristján Eldjárn tengdi saman nafn Hjartar bróður Gunnars Hámundarsonar og hjartarmyndina á beinhringnum. Ef beinhringurinn hefur verið notaður til spenna boga, þá verða þessi tengsl nær óumdeilanleg. Njála lýsir bogfimi Gunnars þegar hann varðist banamönnum sínum að Hlíðarenda. Landnáma segir einungis að banamenn hans hafi komið að Hlíðar- enda um nótt með þrjá tugi manna, þegar Gunnar hafi verið heima með einn mann fulltíða. Tveir menn hafi fallið af árásar- mönnum en sextán orðið sárir áður en Gunnar féll. Því hefði mátt halda fram að frásögnin af bogfimi Gunnars væri að mestu listræn frásögn höfundar Njálu. Nú horfir málið öðruvísi við. Miklar líkur eru því á því að hann hafi alist upp við bogfimi og að bróð- ir hans hafi hlotið nafn sitt vegna hjartar- myndarinnar á hringnum. Boginn hefur líklega átt stærstan þátt í vörn Gunnars í nesinu við Rangá. Beinhringurinn er því kannski bogahringur Gunnars sjálfs eða Hjartar. Honum hafi annaðhvort verið fórnað í gröf Hjartar vegna hjartarmyndar- innar eða hreinlega týnst þarna eins og Kristján Eldjárn getur sér til. Hjörtur gæti því hafa verið heygður við Eystri- Rangá en ekki að Hlíðarenda eins og segir í Njálu enda er lýsing Njálu af þeim flutn- ingi á skildi fullskáldleg. Hringurinn gefur okkur því þær upplýs- ingar að skotfimi Gunnars hafi verið byggð á sömu aðferð við að spenna og skjóta af boga og þekkist frá Ásíu og þá líklega eins og Húnar notuðu eða þær hirðingja- þjóðir sem eftir fylgdu. Hvaðan komst þessi bogi í hendur fjöl- skyldu Gunnars Hámundarsonar? í Land- námu er kannski lausn þessarar spurning- ar. Örskotslengd Samkvæmt frásögn Landnámu hefndi afi Gunnars Hámundarsonar, Gunnar í Gunnarsholti, vígs Snjallsteins í Snjall- steinshöfða með því að vega Önund í Ön- undarholti í Flóa. Áður hafði Snjallsteinn vegið Sigmund föður Marðar gígju son Sighvats rauða við Sandhólafeiju. Til þess að komast að Önundi hafði Gunnar notið tilvísan Arnar mágs síns í Vælugerði. Vegna síns þáttar í vígi Önund- ar var Örn dæmdur skógarmaður og var réttdræpur nema í Vælugerði og innan örskotsfjarlægðar frá landareign sinni. Svo fór að synir Ónundar vógu Örn er hann rak naut úr landi sínu og var hann það langt utan landareignar sinnar að menn hugðu hann hafa fallið „óheilagur". Þor- leifur gneisti, bróðir Arnar, fékk þá Þor- móð Þjóstarson til að helga Örn en hánn skaut af handboga svo iöngu skoti að fall Arnar varð í örskotshelgi hans. Hér var því um boga að :ræða sem dró miklu ; lengra en venjulegir bog- ar. Eigandi hans var því fenginn til skotsins af fjölskyldu Arnar en það voru einmitt Hámundur faðir Gunnars á Hlíðarenda og Þorleifur gneisti bróðir Arnar sem ráku mál Arnar. Þessi bogi er trúlega bogi Gunnars á Hlíðarenda og hefur faðir hans sennilega keypt hann af Þormóði Þjóstarsyni eftir bogaskotið frá Vælugerði. Þess má geta að Mörður gígja á Velli, sonur Sigmundar, sem féll við Sandhólafeiju, leysti svo þessa deilu með því meðal annars að gifta systur sína Hámundi. Gunnar Hámundarson tilheyrði því báð- um ættum, sem þarna höfðu borist á bana- spjótum. Hann og bræður hans lærðu svo bogfimi frá barnsaldri og ætla má, að Hjörtur, sem var þeirra yngstur hafi hlotið nafn sitt af hjörtunum á bogahringnum. Gerð hefur verið eftirmynd boga eins og þeirra, sem hafa fundist í gröfum Húna. Sá bogi hefur verið prófaður og reyndist draga 300 metra, samkvæmt frásögn Laszlo Korsos, yfirmanns hersafnsins í Budapest í bókinni Attilla king of the Huns eftir Patric Howarth. Á 30 metra færi fóru örvarnar í gegnum mjaðmarbein nauts og á 50 metra færi drápu þær villigölt. í lögbókinni Grágás er ördrag eða ör- skotslengd skilgreint sem sú vegalengd sem skjóta má af boga sem „tvöhundruð lögfaðmar tólfræðir á sléttum velli“ eða 410 metrar. Þessi skilgreining var ekki komin í lög á tímum þeirra Arnar í Vælu- gerði og Hámundar Gunnarssonar en geta má sér til að bogskotið frá Vælugerði hafi átt hlut að máli, að örskotslengdin var skilgreind nákvæmlega. Mörgum hefur þótt sem hér hljóti að vera um villu að ræða í Grágás vegna^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.