Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 7
er, rómuð fyrir fagurt mannlíf og enn feg- urri byggingar. I nágrenninu er bærinn Himmelsthiir en þar á jólasveinninn heima, segja Þjóðverjar. Trúr sjálfum sér réðst Kolbeinn ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í upphafi sönferilsins. Hlutverk Hoffmanns í sam- nefndum ævintýrum Offenbachs er eitt stærsta og erfiðasta hlutverk óperubókmenntanna fyrir tenór og í því þreytti hann frumraun sína í Hildesheim. Kolbeinn hafði kynnst hlutverkinu lítillega þegar hann söng minna hlutverk í óperunni á námsárunum og vissi því vel að hveiju hann gekk. „Þetta var prófsteinninn á það hvort ég gæti sungið eða ekki. Þeir eru margir sem segja að ef maður hafi vald á þessu hlutverki séu allir vegir færir. Þetta var mikil eldskírn." Strax að námi loknu í Vín söng Kolbeinn m.a. sem lausráðinn söngvari við ekki ómerkari listastofnun en Ríkisóperuna í Prag. Þrátt fyrir velgengni strax í upphafi var Kolbeinn þó alltaf með báða fæturna á jörðinni. „Mér var ráðlagt af öðrum söngvur- um og forráðamönnum stærri óperuhúsa, sem ég söng fyrir, að byija í litlu húsi þar sem ég fengi að kljást við krefjandi hlutverk og ég tel það hafa verið rétt skref að ráð- ast hingað. Það er mikilvægt, bæði að fest- ast ekki í litlum hlutverkum og eins að geta spreytt sig á sem flestum stórum hlutverk- um. Eins er mjög mikilvægt að taka ákveðna stefnu með það hvers konar hlutverk maður syngur, að vera ekki að vaða úr einu í ann- að. Ég hef fengið góð hlutverk og þroskast mjög mikið sem söngvari og á vonandi eftir að bæta enn meira við mig það sem eftir er þessum vetri.“ Kolbeinn hefur, þrátt fyrir fastráðningu við D-hús, (óperuhúsum í Þýskalandi er skipt í gæðaflokka og eru A-húsin best) verið á faraldsfæti og sungið sem gestur við mun stærri og hærra metin óperuhús og oftar en ekki verið vel tekið af gagnrýnendum sem og áheyrendum. Eftir uppfærslu á La Bohéme í verk- smiðjuhúsnæði í Duisburg á liðnu vori sagði Rheinische Post Kolbein vera í „sérflokki" og að hann hafi haft „fullkomið vald á hæðinni“. Eftir hátíðartónleika í Hildesheim birtist gagnrýni í Hildesheimer Allgemeine Zeitung þar sem sagt var að „ánægjulegt" hafi verið að njóta Canzonu Verdis, La donna e mobile úr Rogoletto flutt á tónleikum „sér- staklega þegar flutningurinn er í slíkum gæðaflokki sem Jón Ketilsson bauð uppá. Ekki var síðri hápunkturinn í Tosku Puccin- is. Tenórinn „brilleraði" í aríunni Elucevan le stelle ... Ég smjattaði ýmist á hverri lof- gjörðinni á fætur annarri eða pönnuköku. Kolbeinn búinn að slökkva á eldavélinni og sestur með mér inní stofu. Starfið við óperuna í Hildesheim hefur svo sannarlega nýst Kolbeini vel sem stökk- bretti uppávið. Að þessu leiktímabili loknu mun hann takast á við ný verkefni við eitt af virtari leikhúsum Þýskalands því á dögun- um skrifaði hann undir tveggja ára samning við óperuna í Dortmund sem er A-hús. Kol- beinn söng fýrst fyrir ráðamenn þar fyrir tveimur árum en þeir vildu bíða átekta og sjá hvernig hann þróaðist sem söngvari. „Mér leist strax vel á mig í Dortmund. Þeir voru víst búnir að fýlgjast eitthvað með mér þegar ég söng fyrir þá fyrst, lásu gagn- rýni um mig, en svo tveimur dögum eftir frumsýninguna á La Bohéme í Duisburg hringdu þeir. Nú er ég búinn að skrifa und- ir samning og hlakka mikið til að takast á við ný verkefni." Óperan í Dortmund er með þeim stærri í Þýskalandi. Þrettán hundruð manns komast í sæti og hljómsveitin að sama skapi vel mönnuð og því listrænar aðstæður á allt önnur plani en í Hildesheim. „Ég er ráðinn sem svokallaður ungur hetj- utenór, sem er mitt á milli þess að vera lýr- ískur og dramatískur tenór en þróast að öllum líkindum yfir í hetjutenór. Éins og er lít ég nú samt á mig sem lýriskan tenór- með þeim plús að geta gefið aðeins meira þar sem þess er krafist. Ég þarf að fara varlega í að láta ekki ýta mér í erfiðari hlut- verk, eins og Wagner. Ég hef þegar afþakk- að allt svoleiðis. Ég reikna samt með að röddin muni þróast í dramatíska átt.“ Syngwr fyrst sem gestwr Fyrsta hlutverk Kolbeins á nýjum samn- ingi í Dortmund verður Enée sem er aðal- tenórhlutverkið í Les Troyens eftir Berlioz. „Það verður svona álíka eldskírn og Hoff- mann var í fyrra. Yfirleitt er hlutverkið sung- ið af dramatískari rödd en það eru lýrískir kaflar inn á milli sem koma minni rödd til góða. Það var lengi vel talið að ekki væri hægt að setja þessa óperu á svið vegna þess hversu stór og flókin hún er, en á síð- ustu tveimur áratugum hefur hún verið uppgötvuð á ný.“ Meðal annarra hlutverka má nefna Cavaradossi í Toscu Puccinis. Kolbeinn mun þó koma fyrst fram í Dort- mund sem gestur því í maí á næsta ári mun hann syngja hlutverk Max í Töfraskyttunni eftir Weber. Kolbeinn er raunsær og hógvær en jafn- framt kröfuharður varðandi þróunina á ferl- inum. Metnaðinn vantar ekki og gagnrýninn er hann mjög á eigin frammistöðu. „Ég stefni auðvitað alltaf að því að gera mitt besta en ég hef engin sérstök takmörk varð- andi ákveðin hlutverk eða óperuhús, læt það bara ráðast. Ég tek núna stórt stökk uppáv- ið, en vonast jafnframt til þess að komast frá Dortmund í eitthvað enn betra. Söngvar- arnir þar eru líka að syngja gestasýningar í öllum bestu húsum Þýskalands þannig að það er gott að geta kennt sig við það hús. Maður verður samt að passa sig að fara ekki of geyst, það er auðveldlega hægt að detta á nefið en auðvitað hef ég samt líka ákveðnar óskir og hugmyndir um söngferil- inn.“ Söngvarar eiga mikið undir góðum um- boðsmönnum og samstarf við þá verður því yfirleitt að vera mjög náið. „Ég er með umboðsmann núna sem er nýbyijaður í „bransanum". Ég tel það kost því ef maður vinnur með gömlum rótgrónum umboðs- mönnum er oft erfitt fyrir unga söngvara að komast á skrá og að síðan verði eitthvað gert fyrir þá. Þessi er mjög frískur og með frekar fáa söngvara á sínum snærum og verður því að vinna vel fyrir hvern og einn — og hann gerir það.“ Þó að Kolbeinn sé óperusöngvari fyrst og fremst tekur hann þó hliðarspor af og til og fæst við annars konar söng. „Ég hef nú gert svolítið af því að syngja á konsertum og mun til dæmis syngja í óratoríunni Elíja eftir Mendelssohn í mars á næsta ári. Það verður þó að segjast eins og er að eftir því sem röddin verður dramatískari, passar hún ver í óratoríur og annað slíkt. Hvað ljóða- söng snertir þarf maður mjög mikinn tíma til að undirbúa þess háttar tónleika og þann tíma hef ég ekki eins og er. Ég hef samt mikinn áhuga á að sinna ljóðunum betur þó að ekki sé um auðugan garð að gresja, hvað varðar tækifæri til að koma fram á ljóðatónleikum. Ég syng oft ljóð svona fyrir sjálfan mig og ég tel það mjög hollt fyrir röddina.“ Lawsrádin söngkona Nú er langt gengið á pönnsurnar og kon- an hans, Unnur, hefur bæst í hópipn. Þau kynntust árið 1987 á námskeiði í Islensku óperunni og hafa verið saman síðan. Árið 1991 giftu þau sig. „Við máttum ekki vera að því fyrr, við vorum eiginlega aldrei sam- tímis á sama stað til að geta ráðgert eitt- hvað,“ segir Unnur. Blaðamaður fær skemmtilegar lýsingar á fyrstu kynnum þeirra og Kolbeinn roðnar og fölnar á víxl. Skipt um umræðuefni og Unnur spurð um raddlega þróun Kolbeins, enda nærtækt þar sem fáir þekkja söng hans jafn vel. „Honum hefur farið mjög mikið fram og vaxið við þau erfiðu hlutverk sem hann hefur fengist við. Röddin hefur stækkað og breikkað án þess að hafa tapað nokkru af því ljóðræna. Mér fannst sérstaklega gaman að fylgjast með honum syngja Hoffmann sem hann söng 20 sinnum og sýningar dreifðust á næstum því allt leikárið. Fyrstu sýningarnar voru mjög góðar en síðustu sýningarnar voru samt enn betri! Mér fmnst líka mjög þægilegt að geta bara setið rólega í salnum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að tenór- inn komist ekki í gegnum hlutverkið. Einnig þykir mér skemmtilegt hvað rödd hans hef- ur haldið miklu af því fallega og mjúka frá því hann var barítónn. Annars er það kannski ekki viðeigandi að ég sé að hæla honum of mikið, ég er kannski einum of vilhöll," segir Unnur og kímir. Unnur lauk námi í Vín á síðasta ári og starfar nú sem lausráðin söngkona. Hún hefur aðallega fengist við óperettur en kem- ur jafnframt fram á tónleikum víða um Evrópu þar sem hún syngur óperuaríur. „Ég kann nú betur við mig í óperu en reyni að syngja sem flestar tegundir tónlistar, það er mikilvægt." Tónleikar með ítölskum óperuaríum og dúettum í Barí og Catania á Ítalíu standa fyrir dyrum um áramótin með hinum heimsfræga tenór, Salvatore Fisic- hella, en þar á undan mun Unnur koma fram á fimm óperettutónleikum víðs vegar um Ítalíu. Hwgsaó heim Kolbeinn hugsar heim eins og flestir þeirra söngvara sem, sumir hveijir nauðugir viljugir af ýmsum ástæðum, hafa haslað sér völl erlendis. Enn er ekki einn einasti fast- ráðinn söngvari starfandi á íslandi þó að heyrst hafi sögur um að slíkt hafi staðið tíl . boða. Kolbeinn sér fyrir sér leikhús á ís- landi líkt og þau sem rekin eru nánast hvar- vetna í Þýskalandi — leikverk, ópera, sinfóníuhljómsveit og hugsanlega ballett, allt undir sama þaki. „Á Islandi erum við með, á okkar mælikvarða, tvö stór leikhús og ég er þeirrar skoðunar að ópera ætti að vera sett upp reglulega í öðru þeirra — þá á ég við Þjóðleikhúsið. í litlu samfélagi eins og okkar er sérstaklega mikilvægt að allur rekstur sé sem hagkvæmastur. Ég get ekki ímyndað mér annað en að megnið af þeim styrkjum sem koma til Islensku óperunnar fari í þennan almenna daglega rekstur, skrif- stofuna, miðasölu og annað slikt. Það er því lítið eftir til að borga söngvurum laun. Með samruna við Þjóðleikhúsið væri megnið af fasta kostnaðinum úr sögunni. Okkar litla þjóðfélag getur ekki borið sérstakt óperufé- lag til lengdar, það er fallegur draumur sem aldrei getur ræst til fulls. Ég tei að í væntan- legu nýju tónlistarhúsi í Reykjavík eigi að vera möguleiki á að setja upp stórar óper- ur, til dæmis einu sinni á ári, en reglulegar óperuuppfærslur eiga heima í Þjóðleikhúsinu sem sérdeild innan þess.“ Við höldum áfram að velta fyrir okkur aðstæðum til óperuflutnings á Íslandi og segist Kolbeinn þó ekki mundi geta hugsað sér að setjast að á íslandi sem fastráðinn söngvari ef slíkt byðist. „Til þess eru mögu- leikarnir of fáir, að því leyti er ólíkt betra að vera í Þýskalandi. Ég er þeirrar skoðun- ar að viss kjarni eigi að vera fastráðinn heima og síðan ætti markvisst að ráða okkur sem kjósum að starfa erlendis í gesta- sýningar. Þannig eykst fjölbreytni í hlut- verkaskipan, við fengjum fleiri tækifæri til að láta i okkur heyra á heimavelli og ég er viss um að almenningur vill og á reynd- ar skilið að fá að heyra og sjá allan þann fjölda íslenskra söngvara sem starfar er- lendis. Skipuleggja ætti hveija uppsetningu vel fram í tímann með tilliti til hlutverka- skipan þannig að áheyrendur gætu keypt miða vitandi hver syngur á hveijum tíma. í því sambandi þyrfti að stórefla miðasölu í áskrift og treysta minna á lausasöluna.“ Hlutur Kolbeins í íslenskri óperu er ekki stór, enda ekki langt síðan hann lauk námi og hóf sinn feril. Kolbeinn söng síðast hlut- verk Alfredos í La Traviata á nokkrum sýningum íslensku óperunnar á vordögum 1995. „Það var mjög skemmtileg reynsla og skemmtilegt að syngja í Gamla bíói. Mér var tekið mjög vel, og það var mikill metn- aður í mönnum, Ég er hins vegar sannfærð- ur um að betur hefði farið um óperuna á fjölum Þjóðleikhússins." Ekki er fyrirsjáanlegt hvenær íslending- ar fá næst tækifæri til að njóta tenórsins á tónleikum eða í óperu. Kolbeinn er á sleitulausum þönum milli óperuhúsa og tón- leikasala Þýskalands, a.m.k. fram á næsta sumar. Hann er alþjóðlegur íslendingur í hugsun og líður best syngjandi hvort sem það er heima eða heiman. „Madur verður samt aðpassa sig að fara ekki ofgeysty pað er auðveldlega hcegt að detta á nefið en auðvitað hef égsamt líka ákveðnar óskir oghugmyndir um söngferilinn. “ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.