Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 2
LISTASAFN Hallgrímskirkju og List- vinafélag kirkjunnar hafa boðið Helga Þorgils Friðjónssyni myndlist- armanni að sýna verk sín í Hallgríms- kirkju nú um jólin, og verður sýning- in opnuð á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember. Á sýningunni SUNNUDAGINN 1. desember hefst fimmt- ánda starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Félagið miðar tímatal sitt við kirkjuárið þann- ig að aðventan markar upphaf hvers starfsárs. Sigríður Jóhannsdóttir, sem situr í stjórn félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að dagskrá næsta starfsárs yrði mikil og fjöl- breytt. „Við munum gera myndlistinni hátt undir höfði. Á morgun, 1. desember, hefst starfsárið með opnun sýningar á málverkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Á pálma- sunnudag hefst sýning Magnúsar Tómassonar og sumarsýning verður svo á verkum Bene- dikts Gunnarssonar. Á þessum sýningum verð- ur leitast við að draga fram hinn trúarlega tón í verkum þessara myndlistarmanna, tón sem annars hefur ekki verið mjög áberandi á sýn- ingum þeirra. Á Kirkjulistahátíðinni sem hefst 18. maí verður svo lögð mikil áhersla á mynd- list.“ Jólaóratória Bachs Annars segir Sigríður að tónlistin verði að sjálfsögðu áberandi í starfi félagsins á næsta starfsári eins og áður. „Á morgun verða haldn- ir fyrstu tónleikar starfsársins. Þar mun ný- stofnaður kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngja. Á tónleikunum verður aðal- lega flutt tónlist eftir enska endurreisnartón- ÚT ER komin geislaplata með úrvali af ljóðaflutningi Andrésar Björnssonar. í kynningu segir m.a.: „Efnið á þessum hljómdiski er afar fjölbreytilegt. Hljóðritanir eru frá ýmsum tímum, hin elsta frá árinu 1946, en nýjustu lestramir teknir upp 1981. Ljóðun- um er hvorki raðað eftir aldri skáld- anna né heldur eldri hljóðritana, heldur með það í huga að æskilegrar til- breytni gæti þegar hlustað er á diskinn í samfellu. Fremst fara fjögur kvæði eftir kjörskáld Andrésar, Grím Thomsen. Þá koma tvö Söngur Helga Þorgils verður m.a. málverkið Heilaga fjöl- skyidan, meðvitað valið með stund og stað í huga, og stóra málverkið Söng- ur jarðarinnar - Kór alheimsins, skáldið William Byrd, messa í fjórum röddum og mótettur, auk aðventusálma og mótetta eftir Tomkins og Purcell. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Stærsti viðburðurinn á tónlistarsviðinu í desember er svo flutningur á Jólaóratóríu Bachs, kantötur I-III og V, flutt af mótettu- kór Hallgrímskirkju, ásamt einsöngvurunum Þóru Einarsdóttur, Rannveigu Fríðu Braga- dóttur, Gunnari Guðbjörnssyni og Lofti Erl- ingssyni. Hljómsveitin verður að hluta skipuð hljóðfæraieikurum sem stunda nám í tónlist- arháskólum erlendis og dvelja heima um jólin. Tónleikarnir verða 29. desember og endurtekn- ir mánudagskvöldið 30. desember. Á gamlárs- dag verða svo árlegir hátíðartónleikar með vinsælli tónlist fyrir orgel og trompeta. Þeir heíjast kl. 17.“ I maí á næsta ári verður tekið í notkun nýtt rafstýrt hljómborð við orgelið í kirkjunni og gerir það alla aðstöðu til hljómleika- og helgihalds enn betri en áður. Af því tilefni eru mörg atriði Kirkjulistahátíðar, 18. maí til 1. júní, tengd komu hljómborðsins. Þá verður meðal annars frumflutt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og nýr orgelkonsert eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hróður orgelsins hefur borist víða, að sögn Sigríðar, og ekkert lát er á ásókn erlendra organista eftir að leika LJOÐALESTUR höfuðskáld fjórða og fimmta áratugarins, þess tíma þegar kynslóð Andrésar var ung, Steinn Steinarr og Tómas Guðmundsson. Á milli þeirra stendur bragðsterkt minningar- kvæði eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi sem vísast er mörgum ókunnugt nú á dög- um. Lengsta kvæðið sem hér er að finna er hin skáldlega og heimspekilega íhugun Einars Benediktssonar um uppgang og hrun Rómaveldis, Kvöld í Róm. Þar á eftir stendur eitt þeirra skálda sem Andrés hefur sérstaklega fjallað um, Stefán Ólafsson, prestur í Vallanesi, og svo Bjarni Thorarensen, höfuðskáld rómantísku stefn- unnar. Kennari Andrésar, Sigurður Nor- dal, kemur næstur og má hér heyra snjaila þýðingu hans á Atlantis, kvæði sænska skáldsins Frödings. þriggja metra langt verk sem hann málaði 1994, og er óður til umhverfis- ins. Þar syngjast á íslensk náttúra og englakór himinsins. „Himinninn er eins og sálmur sem við horfum biðj- andi til...“ lét Helgi Þorgils hafa eftir sér fyrir mörgum árum. á hljóðfærið og hljórita tónlist í kirkjunni. Jafnframt vex aðsókn á sumartónleika jafnt og þétt. Hallgrimsslefna Eitt af stærstu verkefnum starfsársins seg- ir Sigríður að sé Hallgrímsstefna sem haldin verður í mars á næsta ári í samvinnu við Stofn- un Sigurðar Nordals. „Þar munu lærðir og leikir ræða líf, list og trú passíusálmaskálds- ins. Síðan hefur skapast hefð um að Passíu- sálmarnir eru lesnir í kirkjunni á föstudaginn langa. Umsjón með lestrinum að þessu sinni hefur Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld, en marg- ir munu verða fengnir til að lesa úr sálmun- um.“ Á dagskrá næsta starfsárs Listvinafélagsins verða einnig tónleikar sem við köllum Frönsk jól við orgelið, 15. desember. 26. janúar verða tónleikar þar sem leikið verður á óbó, horn og orgel, í janúar og febrúar verða sýnd vegg- teppi úr fórum Listasafns Hallgrímskirkju, 18. febrúar verður fluttur fyrirlestur um útsaumuð kirkjuklæði á íslandi, 16. mars verður dagskrá sem heitir Kórtónlist á boðunardegi Maríu, á pálmasunnudegi verða orgeltónleikar með Jer- emy Filsell frá Englandi og 27. apríl verða tónleikar þar sem Einar Jónsson og Douglas Brotchie leika á trompet og orgel. Eftir Davíð Stefánsson eru tvö ljóð: Kvæðið um fuglana, ákall skáldsins til dísar sinnar og hún gefi orðum þess líf og hin ljóðræna perla Skógarhind. Síðan kemur gott og sérkennilegt skáld sem að ófyrirsynju hefur horfið í skugga annarra samtíðarmanna, hestamaðurinn og ferða- garpurinn Sigurður Jónsson frá Brún. Elsta skáldið á diski þessum er Hall- grímur Pétursson og má hér heyra litla syrpu úr kvæðum hans og sálmum en henni fylgir minningarljóð Matthíasar Joc- humssonar um séra Hallgrím, kveðið á 200. ártíð hans. Að lokum standa svo þrjú kvæði eftir eitt af helstu ljóðrænum skáld- um þessarar aldar, Guðmund Böðvarsson, og endað á hinu máttuga lífsuppgjöri hans, Kvöld í smiðju. Upptökurnar eru úrval úr segulbanda- safni Ríkisútvarpsins. Utgefandi er Af- mælissjóður Ríkisútvarpsins. Dreifingu annast Japis. Verð 1.999 kr. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á verkum Kjarvals til 22. desember. Listasafn Islands „Ljósbrigði“. Úr safni Ásgríms Jónss. til 8. des., „Á vængjum vinnunnar" til 19. jan. Gallerí List - Skipholt 50b Guðrún Indriðad. sýnir út mán. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Pekka Niskanen sýnir til 1. des. Hafnarborg - Strandg. 34, Hf. Jón Óskar og Eggert Magnússon sýna. Norræna húsið - Hringbraut Gunnar Örn sýnir til 1. des. og Roger Wester- holm sýnir til 1. des. Listasafn Kóp. - Hamraborg 4 Afmælissýn. Ljósmyndaraf. Isl./Guðbjörg Pálsd./Alistair Maclntyre/til 1. des. Gallerí Úmbra - Amtmannsstíg Samsýning. Síðasta sýning salarins. Gallerí Fold - Laugavegi 118 Samsýning 48 listamaima til 8. des. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Elínrós Eyjólfsd. sýnir til 11. des. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Finnur Amar, Ingileif Thorlacius og Guðrún Halldóra Sigurðard. sýna til 8. des. Undir pari - Smiðjustíg 3 Sólveig Þorbergsd. sýnir til 14. des. Gallerí Smíðar & Skart - Skólavörðustíg Englaveisla, samsýning til 20. des. Sólon íslandus - við Bankastræti Guðmunda Andrésd. sýnir til 8. des. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Harpa Kristjánsd. sýnir til 12. des. Onnur hæð - Laugavegi 37 Lawrenee Weiner sýnir til áramóta. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Verk eftir Gunnlaug Scheving til 1. des. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Jean Posocco sýnir til 2. des. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Hugrún Reynisd. og Þórdís Sveinsd. sýna til 5. des. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýn. í nóv.: í sýniboxi: Victor G. Cilia. I barmi: Haraldur Jónss. Berandi: Valgerður Matthíasd. Hlust: 5514348: Margrét Lóa Jónsd. Gallerí Míró - Fákafeni 9 Ingó sýnir til 30. nóv. Laugardagur 30. nóvember Karlakórinn Þrestir, Karlakór Selfoss og Karlakór Rangæinga halda sameiginlega hausttónleika í Hvolnum Hvolsvelli kl. 16. Skálholtskórinn heldur hátíðartónleika í Dómkirkjunni kl. 17. Sunnudagur 1. desember Aðventutónleikar í Skálholtsdómkirkju kl. 20.30. Schola Cantorum í Hallgrímskirkju kl. 17. Mánudagur 2. desember Tónleikar með lögum Sigvalda Kaldalóns „Við slaghörpuna“ verða í Listasafni Kópa- vogs kl. 20.30. Þriðjudagur 3. desember Tónleikar með lögum Sigvalda Kaldalóns „Við slaghörpuna" verða í Listasafni Kópa- vogs kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Kennarar óskast sun. 1. des., fös. Nanna systir lau. 7. des. í hvítu myrkri lau. 30. nóv., fim., Iau. Kardimommubærinn lau. 30. nóv., sun. Þrek og tár lau. 1. des., fim. Leitt hún skyldi vera skækja sun. 1. des., fös. Borgarleikhúsið Largo desolato fös. 6. des. BarPar á Leynibarnum lau. 30. nóv., fös., lau. Stone Free lau. 30. nóv., lau. Svanurinn sun. 1. des., fim. Trúðaskólinn lau. 30. nóv. Loftkastalinn Áfram Latibær lau. 30. nóv., sun. Á sama tíma að ári lau. 30. nóv. Sirkus Skara Skrípó fös. 6. des. Deleríum Búbónis sun. 1. des. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 30. nóv., fös., lau. Kaffileikbúsið Spænsk kvöld lau. 30. nóv. Hinar kýmar sun. 1. des., lau. 101 Reykjavík frums. mið. 4. des. Tónleikar Bubba Morthens fim. 5. des. kl. 21. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 1. des. Hátún 12 Hala-leikhópurinn sýnir Gullna hliðið lau. 30. nóv., sun. Höfðaborgin Rúi og Stúi lau. 30. nóv. Leikbrúðuland Hvað er á seyði? sun. 1. des. kl. 15. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/list- ir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. Nýtt starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju JÓLAÓRATÓRÍA BACHS OG HALLGRÍMSSTEFNA Andrés Björnsson 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.