Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Blaðsíða 11
r na mikla lagni við að nota beinin til smíða, þau labeini. lyndin hefur verið dregin upp beint á prentplötu caupskip í forgrunni, en hvalveiðar í bakgrunni. skrái þau jafnvel á björg og hamra. Við eld- fjallið Helgu kveður Olaus vera klaustur og þar í kring stórar steintöflur sem á séu skráð- ar dáðir hinna fornu hetja. Telur hann fólk- ið vera viðfelldið, heilbrigt og gestrisið og það nái háum aldri, verði jafnvel meira en hundrað ára og fái þó ekki læknislyf. En landsmenn segir hann skapstóra og reiðist þeir af litlu tilefni, taki þá vopn sín og beij- ist af grimmd. Húsakynni þeirra kveður Olaus vera holur og hella og sé búpeningur sömuleiðis geymdur neðanjarðar; veijist landsmenn þannig kulda og miklum vindum á svipaðan hátt og Afríkumenn veijast mikl- um hitum. Hjá honum kemur þó líka fram að hús séu byggð úr rifjum stórfiska og má vænta að hugmyndir hans um það efni séu meðal annars frá Pliniusi komnar.15 Ýmsar sérkennilegar dýrategundir eru í landinu, að sögn Olausar, til dæmis bæði svartir og hvítir hrafnar; er grimmd þeirra mikil og drepa þeir bæði lömb og smágrísi ' en ungir íslendingar veiða þá með bogaskot- um og fá fyrir verðlaun hjá fógetanum. Þá segir hann margar tegundir af hundum í landinu og séu þétthærðir, fannhvítir hundar eftirsóttir af hefðarfrúm og háklerkum. Að hans sögn eru þar líka fálkar, hérar, refir og hvítabirnir og gefi veiðimenn kirkjum gjarnan hvíta bjarnarfeldi til þess að hafa við altari svo að prestar fái ekki fótakul. Olaus greinir og frá því að við landið sé veitt óendanlega mikið af fiski; sé aflinn vindþurrkaður og honum hlaðið upp eins og timburhlaða á hæð við hús áður en hann er seldur þýskum kaupmönnum og fari hann jafnvel alla leið til Rómar. í stað fisksins fái íslendingar brauð og aðra matvöru. Svipað er upp á teningnum í La cosmograp- hie universelle eftir Andre Thevet sem kom út árið 1575. Þar er greint nokkuð frá ís- landi, að mestu í svipuðum dúr og hjá fyrri höfundum. Sagt er að það sé sama eyja og hinir fornu höfundar nefndu Thule, greint er frá staðsetningu eyjarinnar og stærð og að stærsta borgin sé Scaloldin (Skálholt). Þá er skýrt frá eldfjöllum, einkum Heklu, sagt að íbúarnir búi í hellum og við strendur landsins séu fiskar og hvalir, stærri en nokk- urs staðar annars staðar, svo og séu hús búin til úr hvalbeinum.20 Ekki verður rætt um fleiri rit frá 16. öld af því tagi sem greint hefur verið frá hér að framan, en af nógu er þó að taka. í stöku verkum voru málin þó tekin nokkuð öðrum tökum. Fyrst skal getið um The Fyrst Boke of the Introduction of Knowledge sem kom út árið 1547. Fjallaði höfundurinn, Andrew Boorde, um þjóðir Evrópu og er þar á með- al stuttur kafli um ísland. Landið segir hann vera afar kalt og sums staðar sé sjórinn fullur af ís. Ekki ber höfundur íslendingum vel söguna: Og ég er fæddur á íslandi, ruddalegur sem dýr; að éta kertisstubba er mér sem veisla; ég er sólginn í tólg og hráan harð- fisk; það þykir herramannsmatur í mínu landi; hráan fisk og kjöt ét ég sem mig lystir; slíkur matur þykir mér sérlega góður. Lítið hirði ég um guðsþjónustur og um góðan klæðnað kæri ég mig ekki. Gott þykir mér að klæðast dýraskinnum, hvort sem það eru úlfa- eða bjarnaskinn.21 Hann segir einnig að íslendingar búi í hellum og gefi börn sín en selji hunda. Nokkra presta segir hann í landinUj haldi þeir frillur og betli. Þó kveður hann Islend- inga vera góða fiskimenn sem selji Englend- ingum mikið af físki í skiptum fyrir ýmsan varning, en peninga þekki þeir ekki.22 Andrew Boorde hefur trúlega samið lýs- ingu sína eftir sögnum farmanna og kaup- manna, enda voru viðskipti Englendinga við íslendinga mikil, eins og hann greinir frá. Hafa sumir þeirra ekki vandað landinu kveðj- urnar, enda sjálfsagt margt sem kom þeim á óvart og var ólíkt því sem þeir höfðu van- ist, til dæmis húsakynni og mataræði. Höf- undur hefur svo fært í stílinn. Sjá má skyld- leika með frásögn Boordes og lýsingum þeirra Behaims og Krantz, sem getið var um hér að framan, og er einnig hugsanlegt að Boorde hafi byggt að einhveiju leyti á slíkri frásögn. Athyglisvert er að hann minn- ist ekki á uppsprettur eða eldfjöll á Islandi, en kveður vera uppsprettu í Noregi sem breyti öllu í stein. Engin leið er að gera grein fyrir öllum landfræðiritum á síðari hluta 17. aldar og fyrri hluta 18. aldar þar sem íslands er get- ið, slíkur er fjöldinn. Flest þeirra bera með sér að vera byggð á eldri ritum, landfræðirit- um og alfræðibókum þar sem mest áhersla er lögð á hinar fornu og hefðbundnu lýsing- ar á íslandi og íslendingum. Ýmsir benda líka á ísinn sem kvalastað og séu hinir syndugu þá bæði kvaldir í ísi og eldi. Langt fram eftir 18. öld þekktust sögur um að unnt ætti að vera að finna svo gamlan og þurran ís að mögulegt væri að brenna hann. Margir segja frá sérkennileg- um uppsprettum sem áttu að vera í landinu. í riti Berckenmeyers frá 1731 er rætt um merkilegar uppsprettur eða furðubrunna; ein breytir öllu í stein, önnur eyðir vatni en brennir ekki hör eða hamp, hin þriðja breyt- ir öllu í járn, eins og Fransmaður nokkur átti að hafa sannprófað árið 1653 — er þar vísað til la Martiniéres — hin fjórða breytir hvítri ull í svarta, hin fimmta breytir svartri ull í hvíta, hin sjötta smakkast sem öl og verður fólk drukkið af þeim drykk. Flestir létu sér nægja að skýra aðeins frá tveimur til fjórum. Þarna er þó ekki sett met í furðu- brunnatali.101 I einu af 64 bindum þýsks al- fræðirits (1735) eru taldir upp sjö slíkir á íslandi, ólíkrar gerðar; er þá sleppt þeirri sem eyðir vatni en bætt við hinni eitruðu og annarri sem sögð er svo heit að undrum sætir.102 Flestir segja eitthvað af dýrahaldi og villt- um dýrum í landinu og eru þau flest talin hvít eins og snjórinn.108 Refir í landinu eru sagðir svo margir og grimmir að þeir eyði heilu sauðahjörðunum. Líka séu þar ísbimir, CRYPTO Porticus, eða jarðhýsi íslendinga samkvæmt korti Bertellis frá því um 1570. ÚR HISTORIA Olausar Magnusar. Þar segir að íslendingar skrái merkisatburði á steintöflur svo þær sagnir megi varð- veitast. Helzta borgin er Scaldolin - Skál- holt. Menn sem hér sjást eru andar sjó- drukknaðra. sumir svartir að lit; þá sé þar jafnvel að finna höggorma og eitruð skriðkvikindi.1M Ýmsir greina frá því að mikið sé um nautgripi og vinsæl er sagan um svo góða sumarhaga að húsdýr éti yfir sig ef þau eru ekki rekin á braut, svo og af smjöri íslendinga sem sé stundum safnað saman eins og kalki, svo mikið sé af því. Flestir segja líka frá miklum fiskveið- um og að húsháir staflar séu gerð- ir úr aflanum eftir að búið er að verka hann.105 Sjóskrímsli og stórhveli eru einnig sívinsæl umræðuefni. Þeir sem ijölluðu um lífið á fjarlægum svæðum viðhöfðu einkum tvær aðferðir við það, en í þeim báðum var eigið umhverfi haft til viðmiðunar og gerður samanburður við það. í hinni fyrri er lífsháttum fólks sem er fjarlægt, frumstætt eða öðruvísi lýst sem villimennsku; rætt er um óþrifnað, fátækt og eymd, fáfræði og hjátrú, skort á siðgæði og svo framvegis. I síðamefndu aðferðinni er samanburðurinn umhverfi lýsandans á vissan hátt óhagstæður og er þá einkum greint frá fábrotnu og einföldu lífí í skauti náttúrunn- ar, lífi sem einkennist af friðsæld og ham- ingju; um leið er verið að gagnrýna eigið samfélag fyrir að vera orðið spillt og að hafa horfíð frá þessum gildum. Oft blandast þess- ar lýsingar saman, eins og áður hefur verið getið. íslendingum var oftar lýst sem frum- stæðum og hálfvilltum, fátækum, fákunnandi og hjátrúarfullum. Til dæmis segir A.M. Mallet í bók sinni Beschreibung des ganzen Welt-Kreises frá 1684 íbúa landsins vera mjög smávaxna, aðeins um 5 fet á hæð og nærist þeir á brauði sem búið sé til úr þurrkuð- um og möluðum fiski eða fiskbeinum; hrossa-, \ kinda- og nautakjöt þyki þeim viðurstyggð en lostæti telji þeir kjöt af refum, úlfum og bjömum sem veiddir séu á ísnum.100 Raunar < telja margir að fiskur sé einnig helsta fæða búfjár, að minnsta kosti að vetrarlagi.107 < Vinsælar em sögur um hlandþvott íslend- 1 inga og nuddi landsmenn tannholdið úr hlandi ] til þess að veijast rotnun. Aðrir töldu að ís- i lendingar skoluðu kverkarnar með hlandi; þá hefðu þeir líka ýmsa aðra grófa siði, svo sem ' ] að vana mótþróafulla betlara, og þegar lands- < menn vildu sýna styrkleika sinn tækju þeir sig til og drægju bjórtunnu með tönnunum.108 Oftar en ekki er því haldið fram að karlar og konur klæðist sams konar fötum og gjam- an að þau gangi um skinnklædd. Þá er og < algengt að geta þess að þýskir kaupmenn séu íslenskum konum kærir gestir, svo og að fjalla ] um dálæti landsmanna á hundum sínum sem þeir meti til jafns eða meira en börnin. Ýms- ; ir geta um að þeir séu góðir með sig og mjög sterkir og verði ótrúlega langlífir, þrátt fyrir lyfla- og læknisskort. Greint er frá því að landsmenn búi í hreysum og hellum, enda höfðu íslendingar verið kenndir við hellabú- skap allt frá tímum Adams frá Brimum, svo og að þeir dýrki foma guði þó að þeir eigi . að teljast kristnir.109 Ýmsir segja frá bygging- um úr fiskibeinum eða hvalbeinum, jafnvel að eina brú landsins sé byggð úr slíku efni.110 Flestir kjósa þó að hafa landsmenn neðanjarð- ar eða í hellum í fjöllunum, oft fjölda manna undir sama þaki, og væri það sambærilegt við aðrar „menningarsnauðar þjóðir“.lu Eins og áður segir kjósa sumir höfundar að líta Islendinga jákvæðari augum, að minnsta kosti ákveðna þætti hjá landi og lýð, þó að annað þyki ekki eftirsóknarvert. I Cos- mographie Peters Heylyn frá 1666 er til dæmis greint frá því að íslendingar lifi ein- földu lífi, á því sem náttúran veiti þeim og bent er á að fólkið sé heilbrigt og langlíft, heiðarlegt og trygglynt.112 Nokkrir höfundar byggja frásögn sína, að minnsta kosti að hluta til, á ritum Amgríms Jónssonar og Þórðar Þorlákssonar, annað- hvort beint á verkum þeirra eða höfundum sem höfðu gengið í smiðju til þeirra, til dæm- is la Peyrre. Sumir höfundar byggja raunar aðallega á verkum þeirra, til dæmis Vicenzo Coronelli sem tók saman eyjalýsingu skömmu fyrir 1700.118 Algengara var þó að allt færi í graut og frá því greint að íbúar íslands byggju í hellum í fjöllunum, en jafnframt að þeir væm mjög iðnir við að rita sögur sínar.114 Höfundur er sagnfræðingur. 13. Um þetta efni, sjá Granlund, 6-37. — Einnig Harald- ur Sigurðsson 1982, 110. — Nerlund, 17. 14. Oreglia, 68. 15. Um slíkar byggingar, sjá Plinius III, 167. 16. Olaus Magnus, Beskrivning till Carta marina, 7-11. — Olaus Magnus, Historia I (sænsk þýðing 1976), 28, 82-84, 169, 171, 197; Historia II, 56-57, 200; Historia IV, 8, 65, 117, 213-215. — Sjá einnig þýð- ingu og umfjöllun um texta Olausar Magnusar í Haraldur Sigurðsson 1982, 111-115. — Einnig Nor- lund, 18-19. 20. Thevet, 673-674. — Svipuð umfjöllun er í Cosmograp- hia eftir J. Rauwen 1597, 614-615, og ýmsum fleiri ritum. 21. Boorde, án síðutals. 22. Boorde, án síðutals. 101. Berckenmeyem, 511-512. 102. Grosses vollstandigies Universai-Lexikon, 1372. 103. Meriton, 349. 104. Húbner, 98. 105. Berchenmeyer, 510. — Aa, Pieter van der, 5. — D’Abbeville, 7. 106. Mallet, A.M., 133-135. 107. de la Croix, 374-375. 108. Berchenmeyer, 510. — Aa, Pieter van der, 5. 109. Gordon, 230. 110. Capel, 211. 111. Gordon, 230. — Hubner, 97. Heylyn 1666, 496. — Moll, 347. 113. Hér eftir Haraldur Sigurðsson 1978, 61. 114. Grosses vollstandigies Universal-Lexikon, 1372. /ALDIRIISIOG ELDI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996 1 1'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.