Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Page 11
AÐ TILEIKA sér lífshætti hvíta mannsins í borgunum hefur ekki reynst frumbyggjunum auövelt. og tekur á sig líki regnbogans, en regnbogalit risaslanga er einmitt algeng í þessum sögnum. Það lífsviðhorf frumbyggjanna að einstakl- ingur geti ekki átt land, hvorki sé hægt að kaupa land né selja, mótaði allt þeirra líf, alla þeirra list og menningu. Sérstakt landsvæði til- heyrði þó ættinni eða hópnum — afmarkað af klettum, ám og lækjum. Þegar frumbyggjarnir reyndu að veija þessi landsvæði urðu þeir að iúta í lægra haldi fyrir byssuvaldinu. Hin nánu BÖRNUNUM er kennt að hópurinn eigi matinn sameiginlega. tengsl frumbyggjanna við náttúruna og landið eru enn illskiljanleg flestum hvítum mönnum. Allir innflytjendur Ástralíu, hvort sem þeir eru enskir, írskir, tyrkneskir eða víetnamskir, líta á land sem söluvöru. Jafnvel rányrkja þykir sjálfsagt mál ef gróðahagsmunir eru annars vegar. Lífsviðhorf þeldökka fólksins er gjörólíkt líf- sviðhorfi hvíta mannsins. Tilveran fer í hring. Þegar þeir deyja endurfæðist sálin sem steinn, dýr, tré eða önnur manneskja. Heimur þeirra er fullur af bönnum, helgisiðum og yfímáttúr- legri trú. Að stara á tunglið getur reynst hættulegt. Kona getur orðið þunguð eða tunglið reiðst. Sagan um blómið rauóa Á heitum sumardegi fyrir óteljandi öldum flúði ættbálkur einn undan ofsalegum stormi inn í einn hinna mörgu hella í fjöllum Nýju Suður-Wales. Mikil skriða féll fyrir hellis- munnann og lokaði innganginum. Skelfdur hópurinn, innilokaður í myrkrinu, hélt að nú væri öllu lokið. En Bullana, hinn hugrakk- asti og sterkasti þeirra allra, fann þrönga sprungu sem lá upp á yfirborðið. Hann komst við illan leik upp í sólskinið, en enginn hinna var nógu sterkur til þess að fylgja honum eftir. Bullana var ákveðinn í að gera allt sem í hans valdi stóð til þess að halda lífi í fólkinu sínu. Dag eftir dag veiddi hann í matinn. Hann fléttaði reipi til þess að láta matinn síga niður í hellinn. Mörgum sinnum á dag kleif hann fjallið til þess að láta fæðuna síga niður til ættbálksins. Líf allra var nú undir honum komið. Ábyrðin og stöðugt strit höfðu áhrif á krafta Bullana. Einn dag skrikaði honum fótur og hann féll niður í gljúfrið. Hann braut svo mörg bein í líkama sínum að hann gat næstum ekki haldið áfram. En þótt hann væri uppgefinn, sárþjáður og gæti aðeins skriðið áfram hélt hann áfram að veiða handa fólkinu sínu. Þetta var vonlaust. Fólkið í hellinum dó nú eitt af öðru. Bullana vissi að hann yrði að gefast upp. Féll hann niður í skógarsvörð- inn í hinum fallega dal ættar sinnar og dó. í sömu andrá og hann lést greip hann um litla plöntu. Og þegar andinn yfirgaf líkama hans breyttust smávaxin blöð plöntunnar í breið, græn blöð. Hvít blómin urðu rauð af blóði hans. Þetta blóm köllum við í dag risa- lilju (gymea). Geymir hún kraft Bullana. Óteljandi öldum eftir að risaliljan óx fann hópur hvítra manna leið inn í gamla risahell- inn. Hellisgólfið var þakið beinagrindum ætt- bálks Bullana. Hvíti maðurinn var yfir það hafinn að læra nokkurn hlut af frumbyggjunum. Hon- um datt ekki í hug að læra neitt af tungu- máli þeirra eða reyna að skilja þá. Hann vissi allt best. Um þetta eru mýmörg dæmi. Hinn sögufrægi Robert O’Hara Burke, landkönnuður um síðustu aldamót, mátti sanna þetta í rauveruleikanum. I áströlsku kvikmyndinni um ævi hans „Burkes and Wills“ lúta hvítir landkönnuðir í lægra haldi fyrir náttúruöflunum vegna þess að Burkes er fyrirmunað að vilja þiggja hjálp frá frum- byggjunum. Wills tekst ekki að koma fyrir hann vitinu þótt Wills sjái að það sé þeirra eina lífsvon. Þessi kvikmynd sýnir vel hve þekking á náttúrunni og tengsl við hana eru mikilvæg ef maður vill ferðast á eigin spýtur og lifa af. Þurrkar, skógareldar og flóð eru árvissir þættir í lífí allra Ástrala. „Hleejandi stjarna" Sem betur fer voru þó dæmi um skilning og hjálpfysi nýju landnemanna. Fræg bar- áttukona fyrir jafnrétti og réttlæti, Mary „Ein grundvallar- regla þessa þjódlífs var ad skipta fæbunni; deila meb öbrum og ekki ab borba einn. Græbgi og eigingimi voru álitin óþolandi °g ógnubu tilveru hópsins. Þeim sem gerbi slíkt var refsab harblega. “ Gilmore (1865-1962), hefur látið eftir sig endurminningar og ljóð um frumbyggjana sem hún kynntist náið í æsku. Skilning sinn á lífi þeirra átti hún að þakka föður sínum og afa. Þeir álitu frumbyggjana lifa í fullkomnu samræmi við umhverfi sitt. Litu ekki á lífsháttu þeirra sem fáfræði, hjá- trú eða villimennsku eins og aðrir innflytjend- ur í þá daga. Mary segir frá afa sínum sem varð að hrekjast frá Veiðimannadal (Hunter Valley, N.S.W.) vegna þess að hann tók málstað frumbyggjanna. Afi Mary neitaði að elta og veiða svarta fólkið með hundum og byssum. Reyndi þess í stað að vernda það og bjarga því. Þetta mislíkaði hvítum nágrönnum hans. Reyndu þeir að senda á hann klerkinn en þegar allt kom fyrir ekki varð hann að fiytja. Fjölskyldan fluttist til Goulburn, sunnarlega í Nýja Suður-Wales, þar sem Mary fæddist 1865. Sem barn lék hún sér við svörtu börn- in og hinir hvítu hneyksluðust. Þegar Mary var þriggja ára gömul varð hún fárveik. Hin- ir þeldökku sögðu föður hennar að þeir gætu læknað hana með því að gefa henni sérstakt fæði. Hún var hjá þeim í sex vikur og varð feit og frísk. Þeir kölluðu hana „Hlæjandi stjörnu“. Á hveiju kvöldi bjuggu þeir um hana í „hreiðri" úr grasi. Þar var hlýtt og þaðan gat hún séð upp í heiðan himininn. Frásagnir Mary og ljóð vöktu sektarkennd hinna hvítu. Þess vegna drógu margir þeirra sannleiksgildi frásagna hennar í efa. Framar öllu stuðluðu ritsmíðar hennar þó að nýrri afstöðu til frumbyggjanna; um- hyggju gagnvart þeim sem enn voru sviptir öllum réttindum en voru þó „eðlileg þjóð“ þessa lands. Aó láta barkarmálverk hanga á vegg í sívaxandi mæli er nú farið að viðurkenna myndlist frumbyggjanna. Það háir þó hvíta manninum að hann nálgast þessa list á sínum forsendum og með sínum skilningi. Myndlistarverk þeldökka fólksins eru ekki einstakir listmunir, sem geta staðið einir og sér. Ekki einhver nýbreytni einstaks lista- manns, sem er að tjá reynslu sína eða tilfinn- ingar, heldur menningarlegir liðir í flókinni heild — þar sem trú og félagsleg tengsl mynda óijúfanlega heild. Tvær stíltegundir eru þekktastar. Annars vegar barkarmyndlist, myndirnar eru málað- ar á tijábörk í Arnhem-landi, og hins vegar deplamyndlistin, þar sem örsmáir deplar mynda furðuleg dýr, alls kyns slöngur, blóm eða annað, í eyðimörkinni í vesturhluta lands- ins. Enn mætti telja hellismyndir og myndir á klettum. í rauninni er afar óeðlilegt að sjá þessi verk í venjulegu galleríi, því að depla- myndirnar voru upprunalega unnar í sand. Voru því hvorki flytjanlegar né eilífar. Lista- verkin voru aldrei ætluð sem söluvara. Myndin verður fyrst lifandi við helgiathöfn þegar þátttakendurnir hafa verið málaðir í svipuðum dúr og allir viðstaddir þekkja sög- una. Andinn, sem særður hefur verið fram, getur tekið sér bústað í myndinni sem á eft- ir er eyðilögð eða geymd til næstu athafnar. Á sama hátt voru barkarmyndirnar einnig upprunalega gerðar fyrir helgiathafnir, liður í því sem fram- fór. — Nú er verið að reyna að slétta úr berkinum og láta þessi verk hanga á veggjum hvíta mannsins! Þrátt fyrir skilningsleysi okkar er þessi myndlist afar forvitnileg, óvenjuleg og skemmtileg. Ef til vill vegna þess að leyndar- dómar listaverka þeirra og töfrar hafa aldrei verið til sölu. Það er líkt og búi í verkunum einhver huiinn kraftur. Söngur, dans og tónlist Næstum á hveiju kvöldi er dansað og sung- ið í hópi frumbyggjanna og ekki eingöngu til skemmtunar heldur er t.d. verið að fagna nýjum árstíma, áföngum í lífi einstaklinga og ekki síst er þetta snar þáttur í trúarbrögð- um þeirra. Aðallega er sungið, leikið er und- ir á hið næstum tveggja metra langa tréblást- urshljóðfæri, didgeridoo, og á tvo málaða tréstauta sem slegið er saman. Þannig læra börnin söngvana frá unga aldri. Tónlistin og dansinn eru samofin öllu því sem gerist í lífi frumbyggjans; fortíð, nútíð og framtíð. Sama má segja um myndlist þeirra. Fyrir sérlega hátíðleg tækifæri mála þeir andlit og kropp með hvítum strikum, deplum og furðulegum táknum. Frumbyggja- hljómsveitir klæðast ekki furðufötum heldur mála líkamann og andlitið samkvæmt hefð ættbálks síns. Börnin byija snemma að fylgj- ast með því sem fram fer. Þau mála sig, syngja og dansa berfætt í sandinum. Konur dansa oft aðra dansa en karlar og venjulega er konum ekki leyft að vera viðstaddar sér- staka siði sem framkvæmdir eru af fullorðn- um karlmönnum. Eins og t.d þegar unglings- piltar eru teknir í tölu fullorðinna. Kynslóð ungra Ástrala hefur uppgötvað tónlist frumbyggjanna. Hefur hún víkkað sjóndeildarhring þeirra og gefið þeim nýjar hugmyndir. Opnað augu þeirra fyrir ýmsum réttlætismálum sem þeir varla annars hefðu sinnt. Midnight Oil, sem er ein frægasta hljóm- sveit hvítra Ástrala, hefur átt sinn þátt í þessari þróun þar sem hljómsveitin hefur notað ýmis hljóðfæri frumbyggjanna ásamt SJÁ BLAÐSÍÐU 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.