Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 3
LESBÖK MORGLMBLAÐSEVS - MI\\I\(./IISIII!
2. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR
TÓMAS GUÐMUNDSSON
EFNI
Leiklist
í Reykjavík á 19. öld byggðist framan af
á því sem skólapiltar léku. Síðar hófu leik-
hópar að sýna í stórhýsinu Glasgow, í
Klúbbnum, Breiðfjörðsleikhúsi og Góð-
templarahúsinu. Allt var það undanfari
Leikfélags Reykjavíkur.
Fagra veröld
hét önnur ljóðabók borgarskáldsins Tóm-
asar Guðmundssonar og naut hún geysi-
legra vinsælda meðal almennings. I dag
verður frumsýndur nýr samnefndur söng-
leikur í Borgarleikhúsinu eftir Karl Ag-
úst Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson
sem byggður er á ljóðum þessarar bókar.
Leikfélag
Reykjavíkur kemur til sögunnar. í tilefni
100 ára afmælis Leikfélagsins er rakin
stofnun þess, helztu leikarar félagsins og
verkefnin fyrstu 25 árin í Iðnó.
Ennfremur er rakið timabilið 1920-50.
Tímamótin
um 1950 og næstu áratugir. I samtali við
Steindór Hjörleifsson leikara er farið yfir
þessi ár, sem margir telja blómaskeið fé-
lagsins, einkum 1963-80.
Forsíóumyndin er af leikkonunum Þóru Sigurðardóttur og Stefaníu Guðmundsdóttur ó fyrstu sýningu Leikfélags
Reykjavíkur 18. desember 1897.
ÁVARP THALÍU
við hátíðasýningu Leikfélags Reykjavíkur
12. janúar, 1947
- Brot -
J
Ég hverf tilyðarglöð og klökk í kvöld
og kveð til fylgdar gömul hugþekk minni,
sem rétta yður hönd um hálfa öld.
Hér hittast þeir, er luku vegferð sinni
og fyrstir gerðust draums míns dýra hirð
og drengilegast unnu mínum heimi.
En þó að árin hverfí í hljóða firð,
í hjarta mínu þeirra nöfn ég geymi.
Því seinast allra þögnin vefst um þá,
er þegnrétt vinna sér í ríki mínu.
Þar hrindir dómi dauðans listin há.
Þar deyr ei neinn, sem fórnar lífí sínu.
Svo vítt ég fór um veröld tíma og rúms,
úr viðjum marga bundna hugsjón leysti.
Ég orti líf í auðnir gleymsku og húms
og upp frá dauðum týnda kynslóð reisti.
I spegli mínum öldin sjálf sig sá.
Ég seildist bak við örlög guða og manna.
En hvar sem vegur listar minnar lá,
ég leitaði þess hijáða, fagra og sanna.
Og hræsnin vék úr vegi fyrir mér,
en voldug ríki musteri sfn hlóðu
til dýrðar mér. Þau hrundu þar og hér.
í hjarta fólksins byggðust þau, er stóðu.
Tómas Guðmundsson, 1901-1983, var frá Efri-Brú í Grimsnesi en átti heima
í Reykjavík frá því hann fór í skóla og hefur af öðrum skáldum fremur verið
útnefndur sem borgarskáld enda unni hann borginni, borgarlífinu og ástsæl-
um götum eins og Austurstræti og kvað því lof, ekki síður en náttúrunni.
VAGGA ÍSLENSKRAR
LEIKLISTAR
RABB
NEMMA á öldinni tók fólk
víða um land að setja upp leik-
sýningar við ákaflega frum-
stæð skilyrði. Samkomuhús
voru fá og fæst þeirra hent-
uðu fyrir sjónleikahald. En
áhugann skorti ekki og menn
léku í baðstofum, fiskhúsum
eða vöruhúsum ef annað betra húsrými
bauðst ekki. í sjálfum höfuðstaðnum hófust
leiksýningar fyrir almenning á síðari hluta
19. aldarinnar og undir aldamótin voru það
einkum tveir leikhópar sem létu að sér kveða.
Annarsvegar var hópur leikhúsáhugamanna
sem hélt uppi leiksýningum í Góðtemplara-
húsinu, sem stóð við Vonarstræti, og hinsveg-
ar hópur sem lék í Breiðíjörðshúsi, öðru nafni
Fjalakettinum, við Aðalstræti. Þessirtveir
leikhópar runnu síðan saman og stofnuðu í
sameiningu Leikfélag Reykjavíkur.
Stofnfundurinn var haldinn 11. janúar
1897, með 19 stofnfélögum. Nokkru áður
höfðu iðnðarmenn í Reykjavík bundist sam-
tökum um að reisa veglegt samkomuhús við
norðurenda Tjarnarinnar.
Fyrsta frumsýning félagsins fór fram þann
18. desember 1897, en sú leikstarfsemi sem
í kjölfarið sigldi tók brátt að bera ávöxt.
Uppúr aldamótum óx Leikfélaginu ásmegin
og verkefnaval þess tók miklum breytingum,
úr dönskum söngvaleikum í raunsæisleg leik-
rit þess tíma. Félagið öðlaðist líka aukið álit
og virðingu og hlaut nokkurn fjárhagsstuðn-
ing sern Alþingi og Bæjarstjórn Reykjavíkur
veittu. Á fjalirnar komust öndvegisverk eins
og leikrit Ibsens og Holbergs og brátt kom
að því að íslensk leikrit voru sett upp, m.a.
eftir Matthías Jochumson, Jóhann Siguijóns-
son, Kamban, o.fl.
Frá fyrstu tíð, eða allt til 1963, fékk það
fólk sem vann hjá Leikfélaginu sáralítil laun
eða jafnvel engin. Því voru langflestir starfs-
menn LR bundnir við önnur störf og höfðu
leiklistina sem áhugastarf. Alit að einu óx
starfsemi Leikfélagsins smám saman fiskur
um hrygg og braut sér leið inn á ný svið.
Þannig má rekja upphaf söngleikjasýninga á
íslensku og óperuflutnings til Leikfélags
Reykjavíkur. Og sama má segja um íslenska
listdansinn. Hann hófst hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Án starfsemi LR hefði Þjóðleik-
húsið aldrei orðið að veruleika. Og víða um
land væri fátæklegra um að litast í leikhús-
menningu ef Leikfélags Reykjavíkur hefði
ekki notið við. Leiklist í útvarpi á sín upptök
í starfsemi félagsins. Með sanni má því segja
að Leikfélag Reykjavíkur hafi verið vagga
íslenskrar leiklistar.
Þegar kom að þeim mikilsverða áfanga í
íslensku leikhúslífi að Þjóðleikhúsið hæfi
starfsemi, dró heldur betur til tíðinda hjá
LR. Hinn 1. nóvember 1949 voru 14 af helstu
leikurum félagsins fastráðnir hjá Þjóðleikhús-
inu. Þeirra á meðal allir þrír þáverandi leik-
stjórar félagsins. Slík blóðtaka var að vonum
alvarlegt áfail fyrir félagið og munaði
minnstu að þá legðist það niður. En fyrir
röggsemi, dugnað og bjarsýni framsýnna
manna tókst að rétta félagið við og sigla því
ígegrmm umrótið og vantrú ýmissa manna.
Á sama tíma gekk til liðs við félagið öflugur
hópur yngri karla og kvenna, og það hélt
áfram á vegferð sinni til nýrra sigurvinninga
á listabrautinni.
Merk tímamót urðu á ferli Leikfélagsins
árið 1963, þegar ákveðið var í borgarstjóra-
tíð Geirs Hallgrímssonar, að efla svo fjár-
hagslegan stuðning borgarinnar við LR að
unnt reyndist að fastráða 7 leikara, og ári
síðar nokkra aðra nauðsynlegustu starfs-
menn félagsins. Þar með var grunnurinn
lagður að því að gera LR að atvinnuleik-
húsi. Og í hönd fór blómlegt leikhússtarf á
vegum félagsins. Stöðugt bættust nýir lista-
menn í hóp félagsmanna og fjárhagsstuðn-
ingur Borgarinnar jókst ár frá ári í takt við
fjölgun verkefna.
Loks kom að því að langþráður draumur
Leikfélagsins rættist, þegar það flutti starf-
semi sína úr Iðnó í október 1989, í hið nýja
glæsilega Borgarleikhús. Fyrstu skóflustung-
una að húsinu tók Birgir ísleifur Gunnars-
son, þáverandi borgarstjóri, í október 1976.
Byggingu hússins miðaði vel tvö fyrstu árin,
en það var fyrst fyrir atorku og dug Davíðs
Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, sem
verulegur skriður komst á smíði hússins. Það
var stór stund í sögu LR þegar Borgarleik-
húsið var vígt þann 21. október. 1989, sem
líða mun velunnurum LR seint úr minni.
Að sjálfsögðu urðu það mikil umskipti
fyrir leikara og annað starfsfólk félagsins
að flytja úr öllum þrengslunum í gamla Iðnó
og heíja leiksýningar við gjörbreyttar að-
stæður í Borgarleikhúsinu. Nú þurfti að
fjölga starfsfólki umtalsvert, sem óhjákvæmi-
lega leiddi til aukins rekstrarkostnaðar. Sú
regla hafði gilti frá 1963 til 1990 að miða
ijárhagsstuðning Reykjavíkurborgar við LR
við fjölda stöðugilda fastráðins starfsfólks
félagsins ár hvert, að meðtöldum launatengd-
um gjöldum. Þeim hafði fjölgað smám saman
frá 1963 úr 7 stöðugildum í 42 stöðugildi
1988. Þegar byggingarframkvæmdir hófust
1976 gerði Leikfélagið áætlun um hver fjöldi
stöðugilda þyrfti að vera hjá félaginu þegar
starfsemi þess væri að fullu flutt í Borgarleik-
húsið. Samkvæmt þeirri áætlun var talið að
tvöfalda þyrfti fjölda stöðugilda úr 42 í 84
a.m.k.og þar á ofan bættist kostnaður við
fasteignarekstur sjálfs Borgarleikhússins. Ef
fjárhagsstuðningur Borgarinnar ykist í sam-
ræmi við þessa áætlun var talið að félagið
gæti haldið uppi þeirri menningarlegu leik-
hússtarfsemi sem ásættanleg væri. Þetta
myndi þýða að beint fjárframlag Borgarinnar
þyrfti að vera nú a.m.k. um 170 millj.kr. þar
með talinn kostnaður við rekstur og viðhald
sjálfs hússins.
Því miður hefur raunin lúnsvegar orðið sú
að fjárhagsstuðningur Borgarinnar hefur lít-
ið vaxið á undanförnum árum eða frá því
að Davíð Oddsson lét af starfi borgarstjóra.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar 1997 er fjárhagsstuðningur Borgar-
innar við LR kr. 135 miljónir króna. Staðan
er því sú að stjórnvöld virðast ekki hafa átt-
að sig á að við það að Leikfélagið flutti úr
gamla Iðnó í margfalt stærra Borgarleikhús
þarf auðvitað verulega aukið rekstrarfé ef
nýta á húsið í samræmi við þá miklu mögu-
leika sem þetta stóra hús veitir.
Til samanburðar má benda á að nærri
lætur að Þjóðleikhúsið hafi til umráða upp
undir þrefalt meira fjármagn frá stjórnvöld-
um en LR fær í sinn hlut. Það er því aug-
ljóst að samkeppnisstaða Leikfélags Reykja-
víkur gagnvart t.d. Þjóðleikhúsinu er ákaf-
lega erfið svo að ekki sé meira sagt.
Það eru hinsvegar gerðar miklar kröfur
til Leikfélagsins eins og eðlilegt er. Fólk
ætlast til að það sýni í Borgarleikhúsinu leik-
list sem uppfyllir ítrustu kröfur um listrænan
flutning og verkefnaval. Aukinn fjárhagsst-
uðningur ræður að sjálfsögðu ekki úrslitum
um listrænan flutning en þó verður ekki fram
hjá því litið að fjárskortur félagsins undanfar-
in nokkur ár hefur dregið slæman dilk á
eftir sér og félagið mætt ýmis konar and-
streymi umfram allt af þeim sökum. Það
gefur augaleið að fjárskortur dregur úr áræði
og veldur því að ekki er verjandi fyrir félag-
ið að ráðast í flutning eins margra verka og
þó einkum veigameiri verka eins og hugur
félagsmanna stendur frekast til.
En væntanlega rætist úr fyrir Leikfélagi
Reykjavíkur - þessari elstu menningarstofn-
un Reykjavíkur - á aldarafmælisári félags-
ins. Það hefur oft á hundrað ára ferli sínum
þurft að glíma við ærna erfiðleika og hefur
ávallt sigrast á þeim. Svo mun einnig verða
nú með samstilltu átaki félagsmanna sjálfra
og þeim listræna metnaði sem knúið hefur
félagið áfram á hundrað ára sigurbraut.
Ein af menningarborgum Evrópu hlýtur
að standa þétt að baki menningarlegu Borg-
arleikhúsi.
BALDVIN TRYGGVASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 1. JANÚAR 1997 3