Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 4
BRÉF bæjarfógetans í Reykjavík frá 15. marz 1896 til Árna Eiríkssonar þar sem orðrétt
er birt leyfi landshöfðingjans yfir íslandi fyrir því að Árni haldi sjónleiki í Goodtemplara-
húsinu í 4 kvöld í yfirstandandi eða næsta mánuði.
LEIKLIST í REYKJAVÍK Á 19. ÖLD
ar á dönsku, leikrit um ástir Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur, Bolla og Kjartans úr Laxdælu.
Annað leikrit samdi Finnur Magnússon pró-
fessor; hvorttveggja voru andvana fæddar
tilraunir. En um þetta leyti var rómantíkin
í bókmenntum komin til skjalanna.
Fyrsta opinbera leiksýningin
Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs
1851-74 jafnaldri og skólabróðir Jónasar
Hallgrímssonar, stóð fyrir fyrstu opinberu
leiksýningunni á íslandi, þar sem að-
göngumiðar voru seldir. Þessi tímamót urðu
14. janúar 1853. Flutt var leikritið Pak eft-
ir danska höfundinn Overskou og var það
nefnt Skríll á íslenzku. Til liðs við sig fékk
Jón menn eins og Magnús Grímsson og
Benedikt Gröndal, og léku þeir báðir. „Þá
þótti aIltgott, hversu Ijelegt sem var“, skrif-
aði Gröndal. En hér var leikið á íslenzku.
Ekki gekk þó allt slétt og fellt fyrir sig;
leikhúskarpið má segja að hafi byijað þama.
Leikararnir rifust við Jón og stundum var
næstum allt uppí loft. Það bjargaði þessu
fyrirtæki fjárhagslega að sumir sáu leikinn
tvisvar eða þrisvar og Jón ritstjóri tapaði
engu fjárhagslega. Þama gerðist það að
leikaramir, 11 talsins, urðu eigendur að leik-
munum sem nefndir voru „kúlissur" og síð-
ar varð til „kúlissusjóður“ sem bæjaryfir-
völd höfðu umsjón með.
„Firir dancka skrílinn i Vik"
Sigurður Guðmundsson málari er „fyrsti
nútímalegi menningarhugsuðurinn á ís-
landi“, segir Sveinn Einarsson í Leiklistar-
sögu sinni. Frá því Sigurður fluttist frá
Kaupmannahöfn heim til íslands 1858, átti
hann þátt í flestöllum leiksýningum í
Reykjavík, enda fyrstur manna til að kunna
eitthvað til verka við leiktjaldamálun. En
hann var jafnvel einnig leikstjóri eða því sem
næst. Fullvíst þykir til dæmis, að hann hafi
unnið „dramatúrgískt“ með Indriða Einars-
syni við samningu Nýársnæturinnar, allt frá
1869. Hugsjón Sigurðar, og raunar einnig
Indriða, var að skrifa dramatísk leikrit,
byggð á íslendingasögum. Indriði skildi þó
vel hvað það var vandasamt. Kjarni málsins
var sá sem Sigurður setti fram í bréfi til
Steingríms Thorsteinssonar: Leikrit áttu
ekki að vera „firir danska skrílinn í Vík,
heldur firir betri íslendinga."
Sigurður sagði ennfremur: „Frá scenunni
má mennta þjóðina í skáldskap, söng, mús-
ík, sýna mönnum alla helstu þjóðsiði á öllum
öldum..." íslenzkan skyldi leidd til öndvegis
í nýju leikhúsi: „Allir danskir leikir bann-
syngist með öllu og slíku rétti enginn
hjálparhönd." Þegar ferli Sigurðar lauk,
hvarflaði ekki að nokkrum manni lengur
að leika á dönsku fyrir Reykvíkinga.
Áhrif þessa brautryðjanda í myndlist og
leiklist urðu mikil og góð. Aðeins reyndi
Sigurður sjálfur að semja leikrit. Það er
Smalastúlkan sem vissulega er bam síns
tíma og dregur dám af Skugga-Sveini. Drög
átti Sigurður líka að sögulegu verki. Síðasti
leikurinn sem Sigurður vann að, var Hellis-
menn Indriða Einarssonar, sem leikinn var
í stærsta húsi landsins, Glasgow við Vestur-
götu, 1874.
Það vom ugglaust áhrif frá þessum brýn-
ingum Sigurðar, að nemendur Lærða skól-
ans fóru nú að spreyta sig á íslenzkum leik-
ritum. Þar á meðal voru Misskilningur, Gest-
koma og Heimkoma. Þar að auki þýddu
menn leikrit og söngvaleiki eða „söngvasmá-
muni“ (vaudeville). Allt var það þýtt úr
dönsku og flest búið að ganga í Kaupmanna-
höfn. Jón Ólafsson ritstjóri á heiðurinn af
fyrstu Moliére-þýðingunni sem komst á svið.
Verkefnin um og uppúr miðri 19. öld
voru þrennskonar: Sígildar leikbókmenntir,
t.d. Holberg og Moliére, í annan stað „söngv-
asmámunir", margir þeirra franskir og
þýzkir- og í þriðja lagi ný íslenzk leikrit sem
voru þá næsta fá til.
Leikfélag andans
Það var nýmæli árið 1861, að seldar voru
áskriftir, „abonnement", að 6-7 sýningum.
Sigurður málari var sem fyrr aðal driffjöður-
in, en á bak við flestar leiksýningar á löngu
tímabili stóð „Leikfélag andans", síðar
nefnt „Kveldfjelagið". Það var menningar-
og málfundafélag, sem starfaði frá 1861-
1873. Formaður var Helgi E. Helgason
skólastjóri, en oft var Sigurður málari
frummælandi á fundum. Hann er eldsálin -
animateur- sem kveikir í öðrum, segir Sveinn
Einarsson í Leiklistarsögu sinni.
í Kveldfélaginu voru nokkrir þekktir
menn svo sem Jón Árnason þjóðsagnasafn-
ari, Eiríkur Magnússon, síðar í Cambridge,
Matthías Jochumsson og síðar bættust við
Pétur Guðjohnsen organisti, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson tónskáld og Kristján Jónsson
Fjallaskáld. En eftir daga Sigurðar var það
helzt Helgi E. Helgason, sem hélt uppi leik-
starfsemi í bænum.
Ýmsir voru annmarkarnir. Jón Guð-
mundsson hafði reynt að halda áfram leik-
sýningum á íslenzku eftir tilraunina með
Pak, en það hafði mistekizt. Þegar seldur
var aðgangur máttu skólapiltar ekki leika.
Og danska yfirstéttin var söm við sig;
Trampe greifl lét leika á stiftamtmannsgarð-
inum og bauð bæjarbúum. En allt var það
á dönsku.
Leiktjöld og leikmunir frá tveimur „kúl-
issufélögum“ sem safnast höfðu gegnum
tíðina, lentu um síðir á einum stað hjá þeim
leikhópi sem hélt uppi leiksýningum í
Glasgow 1873. Þar hafði Sigurður útbúið
aðstöðu til leikritaflutnings; áheyrendur
gátu setið á bekkjum, en á leiksýningum í
Klúbbnum um sama leyti var að öllum líkind-
um setið á gólfinu.
Það er aðstöðunni í Glasgow að þakka
að varðveizt hafa elztu leikmyndir íslenzkrar
leiklistarsögu, leiktjöld Sigurðar Guðmunds-
sonar við Utilegumenn Matthíasar. í Breið-
fjörðsleikhúsi (Fjalakettinum) sem síðar
verður vikið að, voru leiktjöld Sigurðar not-
uð frá byrjun og framyfir aldamót. Kvartað
var yflr því 1895, að leiktjöldin væru orðin
gömul og þyrftu lagfæringar við. Síðan
gekk einhver í að „laga“ það sem á þótti
vanta og hefði betur verið látið ógert.
Nýársnóttin og Shalcespeare
í byrjun síðasta fjórðungs aldarinnar fór
að batna í búi með leikritaframboð. Nýárs-
nótt Indriða Einarssonar var leikin í Glasgow
AÐDRAGANDINN
AÐ STOFNUN
LEIKFÉLAGS
REYKJAVÍKUR
SIGURÐUR Pétursson, höfundur Brands
og Narfa, fyrstu íslenzku leikritanna sem
segja má að hafi iifað og verið leikin.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997
SIGURÐUR Guðmundsson málari
og brautryðjandi í leiklist á 19. öld.
GLASGOW og Liverpool um aldamótin.
veturinn 1873 og Útilegumenn Matthíasar
í breyttri útgáfu. Þetta merka tímamótaleik-
rit skólapiltsins Matthíasar Jochumssonar
var fyrst flutt 1862. Tilkynnt var, að á 5.
sýningu mundu leikendur gefa vinnuna og
láta aðgagnseyri renna til Sigurðar Guð-
mundssonar „til viðurkenningar og sæmd-
ar“.
Þjóðhátíðarárið 1874 var nýtt drama,
Hellismenn, eftir Indriða Einarsson flutt í
Glasgow, svo og fjórir Moliére-leikir og fjög-
ur önnur leikrit, öll í þýðingu Jóns Ólafsson-
ar ritstjóra. Áhrif danska leikhússins voru
samt augljós og verkefnavalið oftast mótað
af því sem menn höfðu séð í Kaupmanna-
höfn. En smám saman komu áhrifin víðar
að. Nú fara þeir báðir, Mattías og Steingrím-
ur, að glugga í og þýða Shakespeare; Stein-
grímur líklega fyrstur með Lear konung.
En það leið og beið þangað til eitthvað slíkt
komst á svið. Það gerðist ekki fyrr en með
Þrettándakvöldi og Vetrarævintýri sem
Leikfélag Reykjavíkur flutti á þriðja ára-
tugnum.
Nánar um timamótaverk
Matthías Jochumsson samdi Útilegu-
mennina til að andæfa dönsku „kommind-
íunni“. Þetta varð sannarlega tímamótaverk
þrátt fyrir ungan aldur höfundarins, og
hefur eiginlega náð þeirri stöðu að verða
þjóðarleikrit Islendinga. Skugga-Sveinn hef-
ur verið færður upp hjá leikfélögum um