Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Qupperneq 5
UPPKAST að sviðsmynd eftir Sigurð Guðmundsson.
SKRIFLEGT samþykki bæjarfótetans í Reykjavík frá 7. nóv. 1894, handa Kr.Ó.
Þorgrímssyni og Árna Eiríkssyni til að halda uppi sjónleikjum í bænum.
„Frá scenunni má
mennta pjóbina í
skáldskap, söngy músík,
sýna mönnum alla
helstu þjóbsibi á öllum
öldum...
Allir danskir leikir
bannsyngist meb öllu
ogslíku rétti enginn
hjálparhönd. “
Sigurður Guðmundsson
allt land og margir þekktir leikarar hafa
spreytt sig á „Skugga". Einn þeirra sem
mikið orð fór af í þessu hlutverki, var þó
ekki umfram allt leikari: Erlendiir Péturs-
son, sem lengi var formaður KR.
Því hefur löngum verið við brugðið, að
Matthías hafi í Útilegumönnum sínum og
síðar Skugga-Sveini náð bæði aldarhætti
og hugsunarhætti tímans. Matthías varð
leiklistinni gagnlegur á annan hátt með því
að þýða úr ensku sígildan gamanleik, sem
fluttur var í Reykjavík 1878. Hann þýddi
einnig Allt er þegar þrennt er, og Aprílnarr-
ana“ eftir Heiberg. Brand eftir Ibsen þýddi
hann síðar í Odda. Matthías frumsamdi líka
handa skólapiltum Hinn sanna þjóðarvilja,
sem sýndur var 1875 og Vesturfarana, sem
Gleðileikjafélagið í Glasgow flutti 1886.
Fleiri frumsömdu leikrit; Steingrímur
Thorsteinsson til dæmis og eftir Benedikt
Gröndal er Föðurland og móðurland og
Geitlandsjökull. Fleiri reyndu að semja fyrir
svið; Valdimar Briem sálmaskáld og Kristján
Pjallaskáld til dæmis.
En það var með Nýársnótt Indriða Einars-
sonar, sem flutt var 1872, að annað tíma-
mótaverk varð til. Indriði var þá „stúdents-
efni á vori komanda", en leikritið hafði orð-
ið til í páskaleyfi 1870. Með Nýársnóttinni
er ævintýrið leitt inn í íslenzka leikritun.
Annar merkur áfangi voru Hellismenn Indr-
iða. Þar er í fyrsta sinn reynt að skrifa ís-
lenzkan harmleik, en þar tókst ekki eins vel
og leikritið þykir gallað.
Einar H. Kvaran samdi líka leikrit í skóla,
Brandmajórinn sem skólapiltar sýndu 1881.
Fleiri skólapiltaleikrit komust á svið, t.d.
Prófastsdóttirin eftir Valtý Guðmundsson
og Stefán Stefánsson, síðar skólameistara;
einnig Þar sem enginn þekkir mann eftir
Guðmund skólaskáld, sem leikið var í Góð-
templarahúsinu 1896.
Gleóileikjafélagið
Engar opinberar leiksýningar voru í
Reykjavík árin 1883-85. En þá um haustið
var stofnað Gleðileikjafélagið sem hélt úti
sýningum í Glasgow næstu tvö árin. Þar
var flutt ímyndunarveikin eftir Moliére og
Arni Eiríksson þreytti þar frumraun sína,
16 ára, í hlutverki Toinette. Hann átti síðar
eftir að verða einn af máttarstólpum Leikfé-
lags Reykjavíkur.
Flestir leikarar Gleðileikjafélagsins komu
úr röðum templara. Mikill kraftur var þá í
bindindishreyfingunni og árið 1888 reisti
hún eigið hús, þar sem efnt var til leiksýn-
inga. Þar var fyrsta leiksvið höfuðstaðarins.
Fyrir leiksýningum í Góðtemplarahúsinu
stóð Leikfélagið Thalia. Verkefnin voru
stuttir, enskir farsar og danskir söngvaleik-
ir. Nokkrum árum síðar reis svo Breið-
fjörðsleikhús og um 1890 má segja að
hafi verið orðin nokkuð samfelld leikstarf-
semi í Reykjavík.
í júní 1892 gerðist það að hingað komu
tveir danskir leikarar og léku á sviði Góð-
templarahússins. Ári síðar komu þeir aftur
og sá þriðji með og tóku þátt í að vígja
Breiðfjörðsleikhús. I samanburði við þessa
leikara var skrifað í blöðin um „viðvanings-
hátt“ okkar manna. Nokkru síðar skrifaði
Einar skáld Benediktsson svo: „Það sanna
er að hjer er engin list til á leiksviði og því
mega hvorki áhorfendur né leikendur
gleyma. Þeir sem halda hjer uppi leikjum
mega ekki vera alltof drýldnir eða dýrir á
því sem þeir gera og hinir varkárir til lofs
eða lasts".
Fyrir utan Glasgow í útjaðri Gijótaþorps-
ins og Góðtemplarahúsið við Tjörnina, var
þar að auki leikið í Klúbbnum um og uppúr
1890. Það hús var líka nefnt Spítalinn; það
var við suðurenda Aðalstrætis og Sveinn
Einarsson segir í leiklistarsögu sinni, að vel
megi kalla það fyrsta leikhús landsins.
Glasgow var hinsvegar stærsta hús lands-
ins, en brann 1903. í Góðtemplarahúsinu
voru bekkjaraðir með sætum fyrir 300
manns árið 1893.
Breiðfjörðsleikhús byggði Valgarður 01-
afsson kaupmaður við Bröttugötu í Gijóta-
þorpinu. í Fjallkonunni stendur 18. júlí,
1893, að það sé fyrsta leikhús sem reist
hafi verið á íslandi. Þetta hús, sem síðan
var í daglegu tali nefnt Fjalakötturinn, tók
300 manns í sæti, en svo átti að heita að
400 manns gætu í einu horft þar á leiksýn-
ingar. Leikstjórinn, skuespildirektör Jensen,
lét svo um mælt, að húsið mundi nægja
Reykjavík í 100 ár.
Úr fórum Árna Eiríkssonar.
BRÉF þetta var borið um bæinn 1892 til ---------------------------------------------------------
að áminna leikara um að mæta á sýningu. Heimildir: íslensk leiklist i og n
Hafa þeir allir kvittað fyrir með „sjeð“. eftir Svein Einarsson.
Gamli
kjarninn
ÁRNI EIRÍKSSON f. 1868, var einn af
máttarstólpunum, bæði í því að halda utan-
um Leikfélagið og svo var hann góður leik-
ari sjálfur. Hann hafði fyrst leikið á sviði
í Glasgow-leikhúsinu 1886 og komið fram
með ýmsum áhugamannahópum fyrir
stofnun Leikfélagsins. í dönsku söngv-
asmámunum, sem svo voru nefndir hafði
hann sýnt glettni og fjör, en með mark-
vísri vinnu agaði hann hæfileika sína þar
til hann varð prýðilega hæfur til að takast
á við raunsæisleg verkefni, svo sem
drykkjumanninn Lantier í Gildrunni eftir
Zola. Og annarskonar sálarlífslýsingartúlk-
aði hann í hlutverki Ásláks prentara í Þjóðn-
íðingi Ibsens. Hann hafði ytri styrk til að
lýsa Lénharði fógeta og innri styrk til að
lýsa Sveinunga í Bóndanum á Hrauni.
Árni féll frá aðeins 49 ára gamall; hann
lék síðast í Galdra-Lofti 1916.
KRISTJÁN ÞORGRÍMSSON var fædd-
ur 1857 og elztur leikaranna um aldamót-
in. Hann er talinn hafa verið fulltrúi þess
bezta sem leikflokkarnir höfðu verið að
gera fyrir stofnun Leikfélagsins, en hann
naut sín ekki í nýjum og kröfuharðari verk-
efnum eftir aldamótin.
STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR - eða
Frú Stefanía eins og hún var nefnd í dag-
legu tali leikhúsgesta og bæjarbúa - var
að flestra dómi sú stjarna sem skærast
skein á fyrstu áratugunum. Ollum heimild-
um ber saman um að hún hafi haft eitt-
hvað það til að bera á sviði sem ekki verð-
ur útskýrt með orðum og er einstakt.
Leikferill frú Stefaníu varð einn óslitinn
frægðarferill, en það var mikill skaði fyrir
íslenzka leiklist að hún féll frá löngu fyrir
aldur fram árið 1926, tæplega fimmtug.
Framan af hafði sérgrein hennar verið
ýmsar ærsladrósir, en með aldri og þroska
kom í ljós stórbrotin skapgerðarleikkona,
sem ekki sízt túlkaði helztu ástkonur leik-
bókmenntanna. Glæsileikinn var henni í
blóð borinn og röddin þótti töfrandi; jafn-
víg var hún á ástríðuofsa og hljóðláta, innri
baráttu. í islenzkum leikritum túlkaði hún
m.a. Steinunni í Galdra-Lofti, Ljóti í Bónd-
anum á Hrauni, Heklu í Konungsglímunni,
Guðnýju í Lénharði fógeta, frú Guðrúnu í
Syndum annarra, Úlrikkku í Kinnarhvols-
systrum og Marguérite Gautier í Kamelíufr-
únni.
GUÐRÚN INDRIÐADÓTTIR fædd
1882, var ein af fimm dætrum Indriða Ein-
arssonar, sem komust á svið og um aldar-
fjórðungs skeið var hún önnur aðalleikkona
Leikfélagsins við hlið Stefaníu. Guðrún
þótti „eyrna og augna yndi“ eins og eitt
blaðið komst að orði, og á öðrum áratugn-
um var hún orðin stórbrotin, dramatísk
leikkona. Túlkun hennar á Höllu í Fjalla-
Eyvindi var lengi við brugðið, en af öðrum
hlutverkum hennar má nefna Höddu Pöddu
Kambans. Normu í Vér morðingjar, Heið-
blána í Nýársnóttinni og Ovidiu í Augum
ástarinnar. Systur Guðrúnar, þær Lára og
Eufemia komu við sögu en stóðu stutt við,
en Marta Indriðadóttir Kalman lék bæði
kankvísar stelpur og þroskaðar konur, en
Emelía Indriðadóttir, systir þeirra var ein
traustasta leikkona félagsins í þijá áratugi
og lék mörg vandasöm hlutverk.
GUNNÞORUNN HALLDÓRSDÓTTIR
var um langt skeið ein vinsælast leikkona
Leikfélagsins. Framan af var hún í mjög
ólíkum hlutverkum, lék ýmist galgopastelp-
ur eða rosknar piparmeyjar, jafnvel pöru-
pilta og prúðar hefðarmeyjar. Hún varð hin
ókrýnda revíudrottning íslendinga, en
seinna tók hún upp fyrri þráðinn og skap-
aði nokkrar ógleymanlegar alþýðukonur á
sviðinu í Iðnó, t.d. Staða-Gunnu í Manni
og konu, Mettu Maríu í Orðinu og Ásu í
Pétri Gaut.
FRIÐFINNUR GUÐJÓNSSON var frá
upphafi einn af helztu leikurum félagsins.
Telja vísir menn að hann hafi verið lengi
að þroskast, en ferill hans er einn hinn
lengsti í íslenzkri leiklistarsögu. Þegar hann
lék tvö hlutverk við opnum Þjóðleikhússins,
voru liðin 60 ár frá því hann kom fyrst
fram á leiksviði norður á Akureyri. Sá fer-
ill var þó ekki samfelldur. Framan af þótti
honum takast vel við skrýtnu karlana og
allskonar unga villinga, en með árunum
varð hann fjölhæfur skapgerðarleikari.
JENS B. WAAGE var fæddur 1873, en
eftir að hann varð bankastjóri 1920, hætti
hann að leika. Á sínum tíma var hann dýr-
mætur liðsauki í Leikfélaginu. Hann var
sá sem lék ungu elskhugana og glæsimenn-
in, en fór síðan að glíma við kröfuhörð hlut-
verk, sumar erfiðustu skapgerðarlýsingar
leikhókmenntanna. Túlkun Jens B. Waage
á Galdra-Lofti þykir jafnvel með því bezta
sem gert hefur verið í íslenzku leikhúsi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 1. JANÚAR 1997 5