Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Síða 7
Árni Eiríksson, Hans Mortensen, Borgþór
Jósefsson, Davíð J. Heilmann, Friðfinnur
Guðjónsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir,
Hjálmar Sigurðsson, Jónas Jónsson, Krist-
ján Ó. Þorgrímsson, Sigurður Magnússon,
Stefanía Guðmundsdóttir, Þóra Sigurðar-
dóttir, Þorvarður Þorvarðsson og Þuríður
Sigurðardóttir.
Á fyrsta áratugi aldarinnar er aftur og
aftur bent á það í blöðunum hvað Iðnaðar-
mannahúsinu sé áfátt sem leikhúsi. Af
bréfaskriftum Árna Eiríkssonar og Stefaníu
Guðmundsdóttur, svo og fundargerð frá
1905, sést að talsverð hreyfing er þá með-
al stúkumanna til að hrinda af stað sam-
komuhúsbyggingu „í stórum stíl“. Guð-
mundur Finnbogason var þess eindregið
hvetjandi og svo langt náði málið, að Árni
Eiríksson var kosinn í undirbúningsnefnd
af hálfu félagsins og fé var lagt fram til
að kosta nýjar teikningar. En sú hugsjón
rann út í sandinn.
Á öðrum áratugi aldarinnar skýtur aftur
upp kollinum umræða um vöntun á alvöru
leikhúsi; það sé „vansæmd og tjón“ fyrir
ísland að eiga ekki leikhús. Indriði Einars-
son fylgdi þessari skoðun eftir og hamraði
á því að leikhópurinn í Leikfélagi Reykjavík-
ur væri kominn til þess leikþroska, að hann
ætti skilið aðra og betri aðstöðu.
STEFANÍA Guðmundsdóttir og Árni Eiríksson í myndröð úr Lénharði fógeta árið 1913.
Úr fórum Árna Eiríkssonar.
„í nafni listarinnar; vegna íslensksþjóóemis, og
vegna heiöurs þjóöarinnary krefst égþess, aö hjer
veröi reist scemilegt leikhús, ogþaögert svo úr
garöiy aö leikritþessara manna veröi leikin fyr
hjer á landi en nokkursstaöar annarsstaöar. “
Indriði Einarsson
Ótviraeóir yfirburóir Leilcfélagsins.
Á stofnfundi Leikfélags Reykjavíkur -
og frá honum eru liðin 100 ár í dag - voru
félaginu sett lög og kosin þriggja manna
stjórn. Þorvarður Þorvarðsson var formað-
ur, Friðfinnur Guðjónsson skrifari og Borg-
þór Jósefsson gjaldkeri. Enda þótt aðstaðan
væri sumpart betri í Fjalakettinum - þar
voru þá komin gasljós, -hélt Leikfélagshóp-
urinn tryggð við sitt félag. Kúlissusjóðurinn
lenti líka farsællega í höndum Leikfélagsins
með því að þessir gripir höfðu verið afhent-
ir Iðnaðarmannafélaginu til eignar og um-
ráða.
Aðeins einn vinsæll leikari starfaði áfram
í Fjalakettinum: Ólafur Haukur Benedikts-
son. Ekki lagðist heldur af með öllu leik-
starfsemi í Góðtemplarahúsinu og reyndar
hóf Guðrún Indriðadóttir sinn Ieikferil þar.
Yfirburðir Leikfélags Reykjavíkur voru þó
strax í upphafi ótvíræðir. Félagsformið var
athyglisvert. Þar ríkti félagsveldi í stað
þess að fela allt vald leikhússtjóra eða stjórn
eins og þá tíðkaðist í Danmörku.
í fyrstu var utanfélagsmaður ráðinn til
að deila hlutverkum réttlátlega niður, en
því var fljótlega hætt. „Leiðbeinendur“
stjórnuðu æfingum, en „leikstjóri" kom upp
leikmynd og ljósum og hann sá kannski um
miðasöluna einnig. Síðar kom til sögunnar
„regissör", sem stjórnaði sjálfri sýningunni;
sá til þess að leikarar væru tilbúnir og leik-
munir á sínum stað. Borgþór Jósefsson tók
þetta að sér og einnig það að draga tjaldið
upp og niður. En því fylgdi að hann lék
sjaldnar. Kona hans, Stefanía Guðmunds-
dóttir lék þeim mun meira.
Árekstrar milli manna hafa alla tíð fylgt
leikhúsinu og starfsemin gekk heldur ekki
hljóðalaust fyrir sig hjá Leikfélaginu á
fyrstu árum þess. Áður en hægt var að
koma upp fyrstu sýningunni varð ósam-
komulag og ein leikkonan sagði lausu hlut-
verki, sem hún var þó búin að æfa, og til-
kynnti að hún væri hætt; yrði ekki með
framvegis. Sættir tókust þó. Oft vildi kast-
ast í kekki út af hlutverkaskipan; stundum
svo að við sundrungu lá. Einkum urðu
árekstrar milli leikkvennanna og Gunnþór-
unn Halldórsdóttir hvarf til dæmis frá félag-
inu um margra ára skeið. Fyrstu áratugina
fram til 1920 komu alls fram 66 leikarar
hjá Leikfélaginu, en gamli kjarninn - sjálfir
burðarásarnir- voru aðeins 6-7 leikarar.
I þessum kjarna voru Árni Eiríksson,
Stefanía Guðmundsdóttir, Gunnþórunn
Halldórsdóttir, Sigurður Magnússon og
Kristján Ó. Þorgrímsson. Sveinn Einarsson
telur í leiklistarsögu sinni, að í þessum
kjarna hafi einnig mátt segja að væri Þóra
Sigurðardóttir, kona Áma Eiríkssonar. Hún
KEMUR TIL SOGUNNAR
-----------
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 1. JANÚAR 1997 T