Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Síða 12
■ mj Mfi * Tm Á- • ■ T‘V' | ; * GESTALEIKUR 1929: F.v: Brynjólfur, gestirnir Anna Borg og Poul Reumert, Soffía Guðlaugsdóttir, Valur Gíslason og Arndís Björnsdóttir. ARIN 1920-1950 GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN UMBROTAÁR kalfar Sveinn Einarsson árin eftir 1920 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og það má bæði til sanns vegar færa og telja eðlilegt í ljósi þess, að þá voru frumherjamir búnir að halda uppi merkinu vel og lengi. Um þetta leyti hættir Jens Waage að leika og snýr sér að bankastjóm; Helgi Ilelga- son hættir einnig skömmu síðar. Arið L921-22 voru aðeins þijú verk tekin til með- ferðar; þar á meðal voru Kinnarhvolssystur, ímyndunarveikin, hvorttveggja áður sýnt, svo og Frú X. Þegar litið er á nöfn leikaranna þetta ár, má glöggt sjá að verulegar breyting- ar hafa orðið. Með hlutverk þetta ár fóru Ágúst Kvaran, Amdís Björnsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Friðfinnur Guðjónsson, Helgi Helga- son, Kristinn Kristjánsson, Óskar Borg, Rein- hold Richter, Stefán Runólfsson, Soffía Kvar- an, Stefanía Guðmundsdóttir og Svanhildur Þorsteinsdóttir. Næstu árin er sífellt verið að endurtaka verk frá því fáum árum áður og ber lítið til tíðinda í verkefnavali fyrr en 1925 að Þrett- ándakvöld Skakespeares er flutt og Vetrar- ævintýri sama höfundar árið eftir ásamt Afturgöngum Ibsens. Villiöndina fengu leik- húsgestir að sjá 1928, en árið eftir var Poul Reumert á ferðinni og lék gestaleik og verð- ur vikið að því síðar. Enn er Lénharð- ur fógeti á skránni ásamt Kinnarhvols- systrum 1930, og Þrettándakvöld endurtekið 1933 ásamt margendur- teknu Ævintýri á gönguför. Haustið 1934 er Straumrof Halldórs Kiljan Laxness leikið; fyrsta leikrit hans. Síðari hluta kreppuáranna end- Leikfélag Reykjuvikur 1®@ úra - lt.janúur Um 1920 urðu tímamót og kynslóöaskipti hjó Leikfélaginu. Gamli kjarninn vék nú fyrir nýjum kröftum sem bóru uppi starfið næstu 30 órin. SIGRÚN Magnúsdóttir, fyrsta óperettustjarna okkar, íhlutverki Denise Nitouche, 1940, IÐNÓ árið 1930. urspeglar leikhúsaðsóknin efnahagsástandið. Fátt ber þá til tíðinda, en vorið 1938 komu Reumert-hjónin aftur og léku nú í Tovaritsh eftir Deval. Verk eins og Þorlákur þreytti, Húrra krakki!, og Tengdapabbi sýna hvað álitlegast hefur þótt að sýna 1938-39. Haust- ið 1939 fékk Brimhljóð Lofts Guðmundsson- ar góðar undirtektir, en Stundum ogstundum ekki eftir Arnold og Bach, þótti svo vafa- samt, að fyrst varð að leika það fyrir nefnd sem lögreglustjóri skipaði, en eftir að grænt ljós var gefið varð aðsóknin tryggð; leikurinn var sýndur 30 sinnum. Með batnandi efnahag og þeim gífurlegu þjóðfélgsbreytingum sem urðu á stríðsárun- um er líkt og nýtt líf færist í Leikfélagið. Loginn helgi eftir Somerset Maugham er leik- inn 1940, en óperettan Nitouche veturinn 1941; Sigrún Magnúsdóttir verður fyrsta óperettustjarna okkar. Áratugur hefur liðið eftir umskiptin 1920; nú sjáum við ný og kunnugleg nöfn í Iðnó, nýja kynslóð. Þar á meðal eru Alda Möller, Alfreð Andrésson, Arndís Björnsdóttir, Brynj- ólfur Jóhannesson, Gestur Pálsson, Haraldur Björnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Inga Lax- ness, Jón Aðils, Lárus Ingólfsson, Lárus Páls- son, Regína Þórðardóttir, Sigrún Magnúsdótt- ir, Valur Gíslason og Þóra Borg. En á 45. leikári sínu, veturinn 1941-42, flutti Leikfélag- ið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Auknar kröfur um skólun Þörfín eða krafan um leikmenntun lá í loftinu um og eftir 1920, segir Sveinn Einarsson í sinni ágætu bók, Leikhúsinu við Tjörnnina. Þegar hér var komið sögu hafði enginn leik- ari Leikfélagsins notið eiginlegs leiklist- arnáms, en bæði Stefanía, Guðrún Indriða- dóttir og Árni Eiríksson höfðu þó aflað sér einhverrar kennslu í skamman tíma í Kaup- mannahöfn. Sú sorglega staðreynd að Stefanía Guð- mundsdótir veiktist alvarlega og fór á sjúkra- y i I 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 1. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.