Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Page 13
I I 1 1 i j ! 1 1 ANNA Borg átti mörg stórbrotin hlutverk og eftirminnileg. A stóru myndinni er hún í hlutverki Önnu Boleyn. Hinar myndirnar: Anna Borg í hlutverki Mærinnar frá Orleans, sem Signý í Veizlunni á Sólhaugum, í hlutverki Höllu í Fjalla-Eyvindi og hlutverki Steinunnar í Galdra-Lofti. Úr fórum Stefaníu Guómundsdóttur. hús í Kaupmannahöfn, þar sem hún dó, hafði það í för með sér að Anna dóttir hennar fór utan með henni og komst í leiklistarnám í Leiklistarskóla Konunglega leikhússins. Hún verður ásamt Haraldi Björnssyni fyrst ís- lenzkra leikara til að afla sér sérmenntunar, en Haraldur kom heim frá námi 1927. Áður var Indriði Waage kominn heim frá dvöl í Þýzkalandi, þar sem hann hafði sökkt sér niður í þýzka leikhúsið og verður fyrsti leik- stjóri Islendinga samkvæmt nútímalegri skil- greiningu. Hér skal vísað á grein í þessu blaði eftir Klemens Jónsson um Indriða. Það var hann sem réðist í að færa upp Shakespe- are-sýningarnar, sem áður var á minnst, en í heild má segja að með áhrifum Indriða hafi íslennzkt leikhús færst mun nær því sem var að gerjast úti í Evrópu. Arndís Björnsdóttir stígur á sviðið 1922 og Brynjólfur Jóhannesson tveimur árum seinna. Um miðjan áratuginn, 1925, eru kyn- slóðaskiptin að segja má alger. Sama ár vinn- ur erlendur gestaleikstjóri, Adam Poulsen, í fyrsta sinn með félaginu. Geslaleikir Önnu Borg, Poul Reumerts og Gerd Grieg Anna Borg var orðin leikkona í Kaup- mannahöfn; talin framúrskarandi og meira að segja hafði hún náð góðu valdi á danskri tungu. Hún var stjarna í augum íslendinga og ekki dró úr því þegar hún giftist einum fremsta leikara Dana, Poul Reumert. Þau voru samt ekki orðin hjón þegar Reu- mert var í fyrsta sinn boðið að leika gesta- leik með Leikfélagi Reykjavíkur í Andbýling- unum, Tartuffe og Gálgamanninum vorið 1929. Reumert fannst þá tilvalið að bjóða hinni ungu, íslenzku leikonu með sér til ís- lands og ætlaðist til þess að hún léki á móti sér. Anna fór á undan til undirbúnings, en sér til sárra vonbrigða fékk hún að vita heim komin, að hennar væri ekki vænst í sýningun- um, nú þegar hún hefði yfirgefið Leikfélag- GUÐBJÖRG Þorbjarnardóttir og Árni Tryggvason í Kjarnorku og kvenhylli 1956. ið. Hún fékk þó að vera með í Gálgamannin- um, en með hlutverki sínu þar hafði hún fyrst slegið í gegn í Kaupmannahöfn. Reumert lék þarna við góðar undirtektir pg segir frá þessu í bók sinni um Önnu Borg. í bók sinni, Karlar eins og ég“ segir Brynjólf- ur Jóhannesson að það hafi ekki verið auð- velt ungum leikara að leika á móti Reumert án þess að verða að engu, svo mikið orð fór af honum. Og hann minnist á, að Reumert hafi þótt sérkennilegt, að eitt kvöldið létu strákarnir það ganga fyrir æfíngunni að leika fótbolta. ERNA Sigurleifsdóttir í hlutverki prinsessunnar Pi-pa-ki 1951. Það var síðan 1938, að Reumert-hjónin léku aftur gestaleik; Anna þá orðin fullþrosk- uð og fræg leikkona. Þau léku þá í Það er kominn dagur og Tovaritsh með Leikfélag- inu. Þriðja heimsókn þeirra hjóna, 1948, gat ekki orðið á vegum Leikfélagsins eins og til stóð; „því olli leiðindamál sem upp kom innan félagsins á síðustu stundu“, segir Brynjólfur, en svo fór að leikið var á vegum Norræna félagsins. Haustið 1942 hófst samstarf Leikfélagsins við norsku leikkonuna Gerd Grieg, en hún dvaldist hér öðru hveiju á stríðsárunum JÓN Aðils sem Tot í Það er kominn gestur, 1970. ásamt eiginmanni sínum, norska skáldinu Nordahl Grieg. Upphaf þessa samstarfs voru „Norsk kvöld“ fyrir norska hermenn á ís- landi og leikið á norsku. Haustið 1942 var ráðizt í Heddu Gabler í Iðnó og Gerd Grieg lék titilhlutverkið. Hún kom aftur eftir dvöl í London og setti upp leikrit eftir Björnstj- erne Bjömson, sem heitir Páll Lange og Þóra Parsberg og lék sjálf titilhlutverkið; það var vorið 1944. Gerd Grieg „var glæsileg leik- kona og lék Heddu Gabler og Þóru Parsberg með sönnum norskum fyrirkonubrag", segir Brynjólfur í bók sinni. Þetta var Gerd Grieg ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR I 1. JANÚAR 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.