Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Qupperneq 15
LÁRUS Pálsson sem Celestin
í Nitouche, 1940.
SOFFÍA Guðlaugsdóttir sem frú Beate
í Reikningsskilunum, 1936.
Þrír af stofnendum félagsins voru þá enn
á lífi: Friðfinnur Guðjónsson, Gunnþórunn
Halldórsdóttir og Brynjólfur Þorláksson, en
þau voru þá ásamt Eufemiu Waage kjörnir
heiðursfélagar. Hátíðasýningar í tilefni af-
mælisins voru síðan á þremur völdum og vel
þekktum verkum: Nýársnóttinni, Fialla-
Eyvindi og Gullna hliðinu. Ári síðar var svo
haldið í leikför með Gullna hliðið til Finn-
lands, en aðalræðismaður íslands í Finn-
landi, Erik Juuranto, annaðist ekki aðeins
leikförina á sinn kostnað úti í Finnlandi,
heldur greiddi hann leikurunum dagpeninga.
Hér heima hafði verið talið að þessi för yrði
einungis til skammar, segir Brynjólfur, en
svo fór þó að opinber styrkur fékkst. Sýnt
var fyrir troðfullu húsi fjórum sinnum og
undirtektir urðu geysigóðar.
Á 51. leikári sínu veturinn 1947-48 sýndi
Leikfélagið m.a. Eftirlitsmanninn eftir Gogol
og var Haraldur Björnsson þá leikstjóri. Lár-
us Pálsson leikstýrði aftur á móti Hamlet
Danaprins, sem kom á fjalirnar í mai 1949,
og Gullna hliðið var sýnt um haustið. En nú
voru menn með hugann við nýtt Þjóðleikhús
og allt á fullu við undirbúninginn að opnun
þess. Frá því og tímamótunum sem þá urðu
í starfi Leikfélgs Reykjavíkur segir nánar í
viðtali við Steindór Hjörleifsson.
Heimildir: Sveinn Einarsson: Leikhúsió vió Tjörn-
ina. Ólafur Jónsson: Karlar eins og óg. Endur-
minningar Brynjólfs Jóhannessonar. Njöróur P.
Njaróvík: Só svarti senuþjófur. Ævisaga Harald-
ar Björnssonar. Poul Reumert: Anna Borg- End-
urminningar.
Arin 1920-1950
Nokkrir þekktustu leikarar LR
SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR var ein
af þeim sem settu svip á Iðnó fyrr á
árum og hún hélt tryggð við Leikfélagið
eftir að Þjóðleikkhúsið var stofnað. Það
er talið hafa verið með Frökin Júlíu árið
1924 að Soffía sýndi fyrst hvað í henni
bjó, en hún varð með aldri og þroska
svipmikil og sterk leikkona og það kom
í hennar hlut að túlka mjög ástríðumikl-
ar og skapheitar konur. Þar á meðal
voru Steinunn í Galdra-Lofti 1933, Halla
í Fjalla-Eyvindi 1940 og Helga matróna
Magnúsdóttir í Skálholti. Soffía varð
ekki langlíf, hún lézt fyrir aldur fram
1948.
ARNDÍS BJÖRNSDÓTTIR kom fram á
sjónarsviðið fímm árum á eftir Soffíu;
það var 1922. Þegar hún kvaddi sviðið
43 árum síðar var hún „grand old lady“
hins íslenzka leikhúss, virt og dáð. Verk-
efni hennar urðu annarskonar en Soffíu;
Arndísi hentaði betur móðurhlutverkið
sem hún túlkaði með hlýju og styrk, en
var jafnframt full af gáska og gaman-
semi. Fullum blóma er talið að Arndís
nái 1940 með kerlingunni í Gullna hlið-
inu, í hlutverki Ingu í Orðinu, Móðurinn-
ar í Loganum helga og Ásu í Pétri Gaut.
Arndís var ein þeirra sem réðist til Þjóð-
leikhússins við opnun þess.
ÞÓRA BORG er af sömu kynslóð og
Soffía og Arndís; leikferill hennar hófst
1927 og hún varð á fáum árum ein þeirra
leikkvenna sem hvað mest hvíldi á. Af
eftirminnilegum hlutverkum hennar má
nefna Guðnýju í Lénharði fógeta, Way-
land hjúkrunarkonu í Loganum helga og
frú Cliveden—Banks í Á útleið. Eftir
áratug í Þjóðleikhúsinu kom Þóra aftur
til starfa hjá Leikfélaginu og lék þá m.a.
Maríu Jósefu í Húsi Bernörðu Alba og
Júlíönu Tesman í Heddu Gabler. Þór'a
var dóttir Stefaníu Guðmundsdóttur leik-
konu.
ALDA MÖLLER var f ædd 1912 og var
komin á sviðið í Iðnó 1922. Sem leikkona
þótti hún fullmótuð um ogeftir 1940
og lék þá við góðan orðstýr meðal margra
annarra hlutverka Bergljótu í Brim-
hljóði, Graziu í Dauðinn nýtur lifsins,
Theu Elvsted í Heddu Gabler, þá græn-
klæddu í Pétri Gaut og Nóru í Brúðu-
heimilinu. Enn varð mannskaði í röðum
Leikfélagsleikara. Nýkomin úr fyrstu
utanlandsför Leikfélagsins 1948, fékk
hún lungnabólgu og dó, þá aðeins 36 ára.
REGÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR var menntuð
úr leiklistarskóla Konunglega leikhússins
í Kaupmannahöfn. Alkomin heim með
hinni frægu Petsamo-ferð 1940, varð hún
Leikfélaginu að góðu liði á næsta ára-
tugnum. Eftirtektarverðustu hlutverk
hennar eru talin hafa verið jómfrú Ragn-
heiður í Skálholti, Steinunn í Galdra-
Lofti og Geirþrúður drottning í Hamlet.
Eftir áratug í Þjóðleikhúsinu kom Regína
aftur til starfa í Iðnó sem „grande dame“
síns gamla leikhúss. Hún þótti hógvær
listakona, sem skorti þó hvorki skap né
persónuleika og var með afbrigðum næm
á hin fínni blæbrigði sálarlífsins.
AURÓRA HALLDÓRSDÓTTIR lék fyrst
með L.R. 1939 og varð á tímabili helzti
krafturinn í revíum Fjalakattarins. En
eftir 1950 lék hún margvísleg skapgerð-
arhlutverk hjá Leikfélaginu, t.d. Mer-
jólfs-Mörtu í Önnu Pétursdóttur, móður-
ina í Pi-pa-ki, Bertu í Heddu Gabler og
Eugenie í Tangó.
NÍNA SVEINSDÓTTIR var önnur leik-
kona sem þótti liðtæk í revíurn, gaman-
leikjum og alþýðuleikjum. Hjá Leikfélag-
inu er hennar minnst fyrir leik hennar í
Túskildingsóperunni, í Kjarnorku og
kvenhylli og Pókók.
EMELÍA JÓNASDÓTTIR var sú þriðja
sem kom við sögu í revíunum og naut
hún eins og Nína og Auróra mikillar al-
menningshylli. En Emelía reyndist líka
hafa burði til að takast á við alvarlegri
verkefni, bæði hjá L.R. og í Þjóðleikhús-
inu.
INGA ÞÓRÐARDÓTTIR lék fyrst hjá
L.R. á 5. áratugnum, t.d. titilhlutverkið
í Tondeleyo. Hún varð ein af aðalleikkon-
um Þjóðleikhússins við opnun þess, en
eftir 1965 starfaði hún aftur í Iðnó og
lék þá m.a. Þuríði í Sjóleiðinni til Bagdad,
Ponciu í Húsi Bernörðu Alba, Staða-
Gunnu í Manni og konu og Hnallþóru í
Kristnihaldi undir Jökli. Hún þótti svip-
mikil leikkona og sterk.
INDRIÐIWAAGE kom fyrst fram hjá
Leikfélaginu 1923. Klemens Jónsson
fjallar sérstaklega um hann í þessu blaði
og skal hér vísað til þess.
HARALDUR Á. SIGURÐSSON félagi
Indriða kom fyrst fram sama ár, en hafði
annarskonar hæfíleika, nefnilega þá að
geta látið alla fara að hlæja um leið og
hann birtist. Um 25 ára skeið var hann
einn vinsælasti skopleikari okkar.
BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON getur
talizt einskonar táknmynd Leikfélagsins;
hann er sá leikari sem flestum kemur
fyrst í hug þegar litið er aftur í tímann.
Leikferill Brynjólfs hófst 1916 vestur á
ísafirði, en hlutverk hans urðu alls um
200. Hann átti manna auðveldast með
að bregða sér í allra kvikinda líki; var
jafvígur á að túlka engil og djöful. í
gamni og alvöru hefur Brynjólfur verið
kallaður „þjóðleikari íslendinga" og í því
sambandi minnast leikhúsgestir í Iðnó
hans í í hlutverki Jóns bónda í Gullna
hliðinu, séra Sigvalda í Manni og konu,
Ógautans í Dansinum í Hruna, og Jóna-
tans skipstjóra í Hart í bak.
GESTUR PÁLSSON þótti á sínum yngri
árum kjörinn til að leika glæsimenni og
elskhuga, en með tímanum náði hann
þroska til að fást við veigamikil skap-
gerðarhlutverk. Þar á meðal eru Ejlert
Lövborg í Heddu Gabler, Jónas blindi í
Jónsmessudraumni á fátækraheimilinu
og Claudius í Hamlet. Gestur réðist til
Þjóðleikhússins en eins og fleiri sneri
hann aftur til síns gamla leikhúss við
Tjörnina; lék þá prófessorinn í Vanja
frænda og gamla manninn í Sjóleiðinni
til Bagdad. Gestur var fæddur 1904 og
lézt 1969.
VALUR GÍSLASON kom til liðs við
Leikfélagið í Þrettándakvöldi 1926 og
sagði Laufey kona hans, að það hafí eig-
inlega verið fyrirtilviljun. Valur fór
hægt af stað en sígandi lukka er bezt
og leikhúsmenn segja að hann hafí í
rauninni verið vaxandi leikari allt til
þess síðasta. En það var ekki fyrr en
um og eftir 1940 að verulega fór að
kveða að honum og lék hann t.d. Jörgen
Tesman í Heddu Gabler, Mikkel Borgen
eldri í Orðinu, Nat Miller í Ég man þá
tíð. En 1949 réðist Valur til Þjóðleikhúss-
ins og vann suma sína stærstu leiksigra
þar.
HARALDUR BJÖRNSSON kom fyrst
fram á leiksviði á Akureyri, en fór síðan
í leiklistarnám til Kaupmannahafnar og
tók fyrstur Islendinga próf í leiklist
ásamt Önnu Borg. I endurminningabók
sinni, Sá svarti senuþjófur, segir hann
sig hafa verið litinn hornauga vegna
þessa og oft virðist hafa komið til
árekstra milli hans og leikhúsanna.
Frumraun Haraldar hjá Leikfélagi
Reykjavíkur var í Villiöndinni, sem átti
erfitt flugtak og lýsir hann því á öðrum
stað í blaðinu. Haraldur varð atkvæða-
mikill leikhúsmaður og ásamt Indriða
Waage sá sem oftast tók að sér leik-
stjórn. Af eftirminnilegum hlutverkum
Haraldar má nefna Lénharð fógeta í
samnefndu leikriti, Arnes í Fjalla-
Eyvindi og Jón Marteinsson í Islands-
klukkunni. Sérstaklega þótti hann á
heimavelli i klassískum hlutverkum svo
sem Shylock í Kaupmanninum í Fen-
eyjum, Volpone borgarstjóra í Eftirlits-
manninum og Póloníusi í Hamlet. „I hlut-
verk eins og þessi átti hann kraft og
skap, seiðmagn eða safa eða óstýrilæti,“
segir Sveinn Einarsson í fyrrnefndi bók.
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN kom
fyrst fram hjá Leikfélaginu 1930, þá í
Þremur skálkum. Hann sneri sér síðan
að leiknámi í Kaupmannahöfn og lék
næst JeppaáFjalli 1934. Það erþó
ekki fyrr en 10 árum síðar að hann skip-
ar sér í fremstu röð með leik sínum í
hlutverki Brynjólfs biskups í Skálholti.
Samt var hann ekki enn búinn að sýna
hvað í honum bjó; það kom ekki í ljós
fyrr en uppúr 1950, þegar hann er orð-
inn fullmótaður skapgerðarleikari og
þótti þá sjálfkjörinn til að túlka hugsjón-
menn og vitmenn. Meðal margra eftir-
minnilegra hlutverka Þorsteins eru Ro-
bert Belford í Marmara, Jean Valjean í
Vesalingunum, Lenni í Músum og mönn-
um, Crocker-Harris í Browningþýðing-
unni og pressarinn í Dúfnaveizlunni.
ALFREÐ ANDRÉSSON kom fram á
sama tíma og Þorsteinn. Hann varð þjóð-
kunnur og dáður gamanleikari og löng-
um mikill gleðigjafi í revíum. Hjá Leikfé-
laginu lék hann 40 hlutverk og mörg
þeirra eftirminnileg þó þau væru ekki
stór. Hann lék m.a. Hallvarð Hallsson í
Manni og konu og Kristján búðarmann
í Pilti og stúlku, en frægasta hlutverk
hans í sígildum gleðileikjum var Hles-
takov í Eftirlitsmanninum. Alfreð var
fæddur 1908 og lézt fyrir aldur fram
1955.
VALDEMAR HELGASON kom til liðs
við Leikfélagið 1931, en fæddur var
hann 1904. Hann varð ágætur fulltrúi
hinnar „íslenzku hefðar“ í hlutverkum
eins og Jóni sterka í Skugga-Sveini og
Hjálmari tudda í Manni og konu. Valde-
mar var einn þeirra sem fór um tíma til
liðs við Þjóðleikhúsið, en hvarf afturtil
Leikfélagsins.
JÓN AÐILS yngri er fæddur 1913. Um
tveggja áratuga skeið var hann einn af
máttarstólpum Leikfélagsins. Minnis-
stæðastur er hann sem Pétur skraddari
í Orðinu, Weston í Tondeleyo og seinna
á leikferlinum, eftir viðkomu í Þjóðleik-
húsinu, sem oddvitinn í Drottins dýrðar
koppalogni, Teirasias, blindi spámaður-
inn í Antígónu og Tot í Það er kominn
gestur.
ÆVAR R. KVARAN lék fyrst með
Leikfélaginu 1938, en síðan sneri hann
sér að leik- og söngnámi við Konunglegu
leikakademíuna í London. Hann lék ungu
mennina, elskhugana og glæsimennin,
en var síðan einn af þeim sem gekk í
þjónustu Þjóðleikhússins.
LÁRUS PÁLSSON hefur verið talinn
með okkar snjöllustu listamönnum á leik-
sviði og auk þess sá sem mótaði listræna
stefnu Leikfélagsins á tímabili. Hann er
fæddur 1914 og nam leiklist við Konung-
lega leikhúsið í Kaupmannahöfn og starf-
aði síðan þar. Af eftirminnilegum hlut-
verkum Lárusar má nefna Celestin í
Nitouche, Óvininn í Gullna hliðinu, Jó-
hannes í Orðinu, Pétur Gaut og Hamlet
í samnefndum leikritum. Lárus lézt árið
1968.
GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR
varð um skeið ein af þeim leikkonum
L.R. sem hvað mest mæddi á. Hennar
er t.d. minnst í hlutverki prinsessunnar
í Pi-pa-ki, í hlutverki hjúkrunarkonunnar
í Segðu steininum og þingmannsfrúar-
innar í Kjarnorku og kvenhylli. Hún réð-
ist síðan til Þjóðleikhússins.
ERNA SIGURLEIFSDÓTHR sló í
gegn í Pi-pa-ki og fylgdi sigri sínum
eftir í hlutverkum eins og Genevru lang-
don í Djúpt liggja rætur, Fantine í Vesal-
ingunum, og konu Curleys í Músum og
mönnum. Erna fluttist síðan af landi
brott.
Kr.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997 1 5