Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 26
VILLIOND
IBSENS
í ERFIÐU
FLUGTAKI
BÓKARKAFLI EFTIR NJÖRÐ P. NJARÐVÍK
Endurminningar Haraldar Björnssonar leikara,
Sá svarti senuþjófur, komu út 1963 og vöktu
verulega athygli, ekki sízt fyrir bersögli Haraldar
og frásagnir hans af allskonar árekstrum í leikhús-
unum. Hér segir frá tækifæri sem hann fékk í lónó
og fund meó Einari skáldi Benediktssyni.
NÚ HAFÐI ég fengið til-.
boð frá Leikfélagi
Reykjavíkur um að
setja upp Villiöndina á
100 ára afmæli Ibsens.
Nú var það sjálfur höf-
uðstaðurinn sem beið
mín og ég hugði gott
til þess að taka til starfa þar sem ég hafði
fttlað mér að setjast endanlega að. Svona
getur maður verið einfaldur.
Villiöndin er erfitt viðfangsefni, kannski
erfiðasta leikrit Ibsens að setja á svið og
eitt allra erfiðasta leikrit sem ég hef glímt
við. Hér reyndi því á allan minn styrk. Vanda-
málin vóru mörg og meðal annars fannst
mér ég þurfa að vanda mjög til leikskrár þar
sem hér var um að ræða slíka hátíðasýn-
ingu. Ég var lengi að velta því fyrir mér
hvern ég ætti að fá til að skrifa um höfund-
inn. Þá datt mér í hug Einar Benediktsson
skáld sem ég_ vissi að var nýbúinn að þýða
Pétur Gaut. Ég spurðist fyrir um það hvar
hann byggi og fór síðan með hálfum hug
niður í Veltusund af því ég hafði heyrt að
hann væri ekki ævinlega mjög aðgengilegur.
Mig minnir ég hafi hringt til hans daginn
'-iður, kynnt mig fyrir honum og spurt hvort
hann vildi gera svo vel að taka á móti mér.
Rödd hans var djúp og eilítið gróf, næstum
hörð:
- Já, já, gerið þér svo vel, komið þér bara.
Svo fór ég daginn eftir og barði að dyrum
hjá skáldinu. Ekki kom hann sjálfur fram
heldur einhver maður sem vísaði mér inn í
stóra stofu sem var búin Chesterfield-hús-
gögnum með svörtu leðri. Stólarnir vóru svo
djúpir að maður sökk ofan í þá og vildi helzt
aldrei standa upp aftur. Skáldið tók afskap-
lega elskulega á móti mér og spurði hvort
ekki mætti bjóða mér sjúss. Ég þorði ekki
annað en þiggja sjússinn til að styggja hann
ekki. Svo settist hann andspænis mér og
sagði:
- Já, ég hef heyrt um yður. Þér eruð
''nýkomnir frá námi í leiklist erlendis, er ekki
svo? Hvernig getið þér þolað að leggja út í
þetta hér þar sem ekkert er til sem heitir
leiklist? Ég vona nú samt að allt gangi vel
hjá yður og þér getið
gert eitthvert gagn.
Attuð þér annað
eitthvert sérstakt
erindi við mig?
Hana nú, hugsaði
ég, þá er að stynja
upp erindinu:
- Já, þannig er
mál með vexti að ég
ætla að fara að setja
upp Villiöndina ...
- Guð hjálpi
yður. Ætlið þér að
fara að setja upp
Villiöndina hér?
- Já, sagði ég, vitið þér það ekki að það
er hundrað ára afmæli Ibsens?
Þá harðnaði hann svip.
- Ég ætti nú að fara nærri um það, eins
og búið er að hunza mig í sambandi við það
mál.
Nú, ég sæki svona að honum, hugsaði ég
með mér. Hann gerir þá ekki mikið fyrir
mig. Ég þorði varla að segja orð en stundi
samt upp:
- Já, það er náttúrlega mikil hátíð í Nor-
egi.
- Ég held ég viti það. Það var ekki verið
að senda mig sem fulltrúa héðan þó ég væri
nýbúinn að þýða Pétur Gaut heldur Indriða
Einarsson.
Ekki batnar það, hugsaði ég, það er þá
svona ástandið á milli þeirra. Nú er að
hrökkva eða stökkva fyrst við erum komnir
þetta langt. Héðan af verður ekki aftur snúið:
- Já, í tilefni þessa afmælis á nú að sýna
Villiöndina og leikskráin verður auðvitað að
vera mjög vönduð. Þess vegna langar mig
að spyija Einar Benediktsson skáld hvort
hann vilji ekki skrifa um Ibsen.
- Ég?
- Já, þér eruð eini maðurinn sem getur
það.
- Þakka yður kærlega fyrir, en það er
ekki rétt. Það geta margir gert það. Og ég
geri það ekki.
Ég reyndi auðvitað að tala um fyrir honum
en það gekk ekki því hann átti hundrað orð
á móti hveijum tíu frá mér og kalla ég þó
ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Hann fór
út í allt aðra sálma og flaug með okkur á
andagiftinni heimsálfa á milli.
Ég notaði fyrsta tækifæri til að koma að
erindinu aftur en hann var ósveigjanlegur:
- Biðjið þér mig ekki um þetta. Ég get
ekki fyrirgefið að ég skyldi vera hunzaður
svona.
- Getið þér ekki gert það fyrir mig prívat?
- Setjið þér Villiöndina ekki upp fyrir leik-
félagið?
- Jú.
- Þá er ekki til neins að tala um þetta,
fyrir leikfélagið geri ég ekkert.
Með þetta tæmdi hann glasið sitt og það
var vitaskuld merki um að ég ætti að fara.
Þegar við stóðum upp sagði hann:
- Þér kannizt náttúrlega ekki við neitt
eftir mig?
Nú á ég leik á borði, hugsaði ég, nú segi
ég að ég kunni kvæðin hans og þá lætur
hann undan:
- Mikil lifandi ósköp, ég kann nú Hafblik
alveg utan að.
- Er það satt, hafið þér lesið Ijóðin mín?
- Lesið? Ég kann þau utanbókar.
- Viljið þér gera svo vel og að byija á
Ævintýri hirðingjans.
Ég fór strax að þylja og hann hlustaði um
stund en bandaði svo frá sér hendinni og
sagði:
HARALDUR Bjömsson t.v. í hlutverki borgarstjórans í Eftirlitsmanninum eftir Gogol,
1948. Valur Gíslason er þarna í hlutverki lögreglustjórans.
HARALDUR Björnsson
- Ekki meira, þetta er svo langt.
Hann var allur eitt bros. En ekki lét hann
sig.
- Mér þykir mjög fyrir því að geta ekki
gert þetta fyrir yður en einhvers staðar verð-
ur að setja takmörkin. Maður beygir sig ekki
í duftið fyrir hveijum sem er.
Svo tók hann hlýlega í höndina á mér,
klappaði mér á öxlina og sagði:
- Ég óska yður góðs gengis með Villiönd-
ina. Þetta verður erfitt. Einhvern tíma kemur
hér leikarastétt en ekki fyrr en eftir langa
og erfiða baráttu.
Ég man ekki hver skrifaði svo en leikskrá-
in var mjög glæsileg, prýdd fjölda mynda.
Mér datt í hug að senda Einari eintak en
þorði það ekki. Hann hefði kannski tekið það
sem ögrun.
Við réðum ekki við Villiöndina, hvorki ég
né leikararnir. Hún var frumsýnd 9. apríl
1928 og gekk ekki nema í fjögur skipti. Ég
lék Gregers Werle, Indriði Waage lék Hjalm-
ar Eggdal og við réðum ekki við hlutverkin
I „Einhvem tíma kem-
ur hér leikarastétt en
ekkifyrr en eftir langa
I og erfiöa haráttu. “
Einar Benediktsson
sem tæpast var von. Emilía Indriðadóttir lék
Gínu og Arndís Björnsdóttir lék Hedvig. Hún
var góð og eiginlega sú eina sem stóð sig
vel. Daginn eftir frumsýninguna kom Kristín
Jónsdóttir, kona Valtýs Stefánssonar, að
máli við mig í leikhúsinu og sagði mér að
það væri komin skelfileg gagnrýni eftir Árna
frá Múla sem skrifaði þá um leiklist í Morgun-
blaðið jafnframt því sem hann starfaði hjá
Brunabótafélagi Islands. Vildi Kristín frá
mig niður á blað til að líta á greinina og
ræða við Valtý. Þetta sáu leikararnir. Ég fór
strax niður á blað og þar var þá komin ein-
hver sú hroðalegasta gagnrýni sem ég hef
nokkurn tíma séð. Mig minnir að ég hafi
ekki fengið svo mjög slæma dóma en sýning-
in í heild var skömmuð niður fyrir allar hell-
ur og einstakir leikarar fengu ljóta og að því
er mér fannst óverðskuldaða útreið.
- Þetta getur þú ekki birt, sagði ég við
Valtý. Þú verður að biðja manninn að skrifa
aðra grein og draga pínulitið úr svívirðingun-
um.
Valtýr gerði það og hin greinin kom. En
leikurunum fannst hún svo sem nógu slæm
og báru það strax upp á mig að ég hefði
skrifað hana af því þeir höfðu séð okkur
Kristínu á tali saman. Ég var blátt áfram
dolfallinn. Svona hugsunarhátt skildi ég ekki.
Að láta sér detta í hug að leikstjóri og leik-
ari færi að skrifa svívirðingar um sína eigin
sýningu. Ég sagði ekki eitt einasta orð. Ég
fór rakleitt út á Morgunblað og fékk uppkast-
ið að greininni. Fór strax niður í leikhús aft-
ur og setti uppkastið á borðið fyrir framan
háttvirta kollega mína. Það var skrifað á
eyðublöð frá Brunabótafélagi íslands. Ég
spurði þá hvort þeir hefðu eitthvað frekar
að segja við mig. Það höfðu þeir ekki.
Höfundurinn er prófessor við Hóskóla Islands.
%
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997