Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Síða 30
FINNBOGI er ungskáld sem gengur misvel að yrkja um baráttu verkalýðsins við auð-
valdið. Sjálfur er hann reyndar heildsalasonur og gerir allt til að komast hjá því að
vinna. Hér hefur hann lent í klónum á föður sínum sem vill reyna að gera hann að
manni. Björn Ingi Hilmarsson og Theódór Júlíusson í hlutverkum sfnum.
Bók Tómasar Guðmundssonar Fagra veröld kom
út órið 1933 og naut geysilegra vinsælda ó meðal
almennings. Með henni mó segja að Tómas hafi
-----------------------------------7------------
ort Reykjavík inn í hjörtu íbúa sinna. I dag verður
frumsýndur í Borgarleikhúsinu samnefndur söngleik-
ur eftir Karl Agúst Ulfsson og Gunnar Reyni Sveins-
-----------------------------------------7------
son sem byggóur er ó Ijóðum bókarinnar. I sam-
tali við ÞRÖST HELGASON sögðu aðstandendur
sýningarinnar meðal annars að þeir væru sjólfir
að uppgötva Reykjavík ó nýjan hótt með því að
kynna sér nóið skóldskap Tómasar.
ALLIR þekkja ljóðin hans
Tómasar, ljóðin um borgina
við sundin blá og þá fögru
veröld sem hún hefur að
geyma. Tómas var skáld
borgarinnar - og er -
vegna þess að hann kom
auga á fegurð þar sem aðr-
ir höfðu aðeins séð ljótleika, vegna þess að
þegar aðrir ortu einkum um útsýnina frá
Reykjavík orti Tómas um „útsýnina inn á við
í bænum“, eins og Kristján Karlsson hefur
komist að orði. Borgin var Tómasi unaðsreitur
þegar aðrir litu á hana sem lastapytt og blett
á annars fögru landslagi; „Svo mánablíð og
björt sem mjöll,/ ó, björt sem mjöll skein ásýnd
þín“, segir hann í ljóði sínu Fagra veröld. Sam-
nefnd bók hans, sem leikrit Karls Ágústs Úlfs-
sonar heitir eftir, kom út árið 1933 og seldist
upp í þremur upplögum. Er sagt að hún hafi
breytt ásýnd borgarinnar í augum lesenda;
Tómas er líka skáld borgarinnar vegna þess
að hann mótaði öðrum fremur sýn íbúa henn-
ar á hana.
í sýningunni er reynt að kalla fram tilfinn-
inguna í skáldskap Tómasar. „Ég reyni að
a draga fram andstæðurnar á milli hinnar fögru
veraldar í ljóðum Tómasar og hráslaga veru-
leikans," segir Brynja Benediktsdóttir sem leik-
stýrir verkinu. „Þetta tvennt kallast á og býr
til dramatíkina í sýningunni. Þótt Tómas sé
ein af persónum
verksins er hann ekki
beinlínis gerandi í því
heldur svífur andi
hans yfir vötnum;
Leikfélag Reykjavíkur hann lyftir gráum
veruleikanum upp í
hæðir, eins og ljóðin
hans gerðu, þau
gerðu fólki bærilegt
að lifa.“
Sögusvið verksins
er Reykjavík snemma
á fjórða áratugnum.
Við kynnumst hópi
fólks af býsna ólíkum
MANABLIÐ OG
toga, einhvers konar þversniði samfélagsins.
Miðdepill atburðarásarinnar er kaffihús. Þang-
að rekast flestar persónurnar og eiga spjall
saman en leikurinn berst líka víða um bæinn.
„Við reynum að draga upp einhverja mynd
af borgarsamfélagi þessa tíma,“ segir Karl
Ágúst, „en hún er ekki sögulega nákvæm. Við
erum að reyna að sjá fyrir okkur Reykjavík
Tómasar. Söguefnið og atburðarásin tekur að
nokkru leyti mið af ljóðum Tómasar. Við fjöll-
um lítið um pólitík þessara tíma en meira um
mannlífið og þessar myndir sem skáldskapur-
inn_ birtir okkur af Reykjavík þessa tíma.
Ég er ekki að skrifa leikrit um Tómas Guð-
mundsson sem persónu heldur meira um skáld-
skap hans og tilfinninguna í honum. Mér, eins
og fleirum, þykir það ákaflega merkilegt hvern-
ig Tómas kemur fram á skjön við flest önnur
skáld á þessum tíma; sýn hans á Reykjavík
er alveg einstök á meðal skálda þessara ára.“
Karl Ágúst segir að hugmyndin á bak við
verkið hafi upphaflega komið frá Gunnari
Reyni Sveinssyni tónskáldi sem semur tónlist-
ina í sýningunni. „Hann ámálgaði þá hugmynd
við mig fyrir sjö eða átta árum að búa til leik-
húsverk byggt á ljóðum Tómasar, og þá eink-
um úr Fögru veröld sem hann hefur sérstakt
dálæti á. Ég sá svo sem engan flöt á því þá
og fékk hugmyndin því að liggja og gerjast.
Þegar við fórum að vinna verkið tók ég mér
fyrst góðan tíma með ljóðunum. I fyrstu voru
þau öll undir en niðurstaðan varð sú að ljóðin
í sýningunni eru öll úr Fögru veröld nema eitt.
Ég heillaðist af andanum í Fögru veröld; þessi
rómantík í lýsingum á umhverfinu, á mannlíf-
inu og þetta sambland af glettni og trega.
Þetta eru alvöruþrungin ijóð um lífíð og tilver-
una en jafnframt full af húmor.“
Heildsalar grátandi á fyllirium
Gunnar Reynir Sveinsson segir að hugmynd-
in á bak við verkið eigi sér rætur allt aftur
til unglingsára sinna. „Þegar ég var ungur
maður fór ég á Laugaveg 11 þar sem atóm-
skáldin sátu með einn molakaffi og ábót frá
níu á morgnana til hálftólf á kvöldin. Sjálfur
hafði ég svo lítinn rass fyrir svona setur að
PÓLITÍSK átök einkenndu fjórða áratuginn og koma þau við sögu leikritsins.
Hér eru það fylgismenn nasismans sem þjarma að ungum bolsa.
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11.JANÚAR1997