Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 2
ISLENSK LJOÐI ENSKUM ÓKIN Voices From Across the Water er komin út en hún inniheldur þýdd ljóð eftir Matthías Johannessen og ljóð eftir Kristján Karlsson sem hann hefur frumsamið á ensku. Það er breska forlagið Festival Books sem gefur bókina út. Ljóð Matthíasar eru tekin úr tveimur bók- um hans, Árstíðaferð um innri mann (1992) og Vötn þín og vængur (1996). Þýðendur eru Joe Allard, prófessor við Essex-háskóla á Bretlandi, og Bernard Scudder, þýðandi. Þetta eru fyrstu þýðingar Aljards af íslensku en Scudder hefur þýtt bæði íslendinga sögur og íslenskar nútímabókmenntir. Þýðendurnir sögðu í samtali við Morgun- blaðið að verkið hefði verið unnið á síðasta ári og þessu. „Við unnum þýðingarnar á frek- ar skömmum tíma,“ segir Allard, „það var mjög spennandi en jafnframt taugatrekkj- andi. Sum ljóða Matthíasar voru erfiðari en önnur í þýðingu. Hin stuttu og ljóðrænu voru auðveldari viðfangs en hin löngu og breiðu. Sum ljóðanna var jafnvel ómögulegt að þýða því að þau byggja svo mikið á íslenskunni. Matthías leikur sér mikið með málið og not- ar líka mikið af vísunum í íslenskar bók- menntir sem ómögulegt getur verið að koma til skila í þýðingu." „Það var geysilega skemmtilegt að vinna „SUMAR- KVÖLD VIÐ ORGELIÐ" í HALLGRÍMS- KIRKJU SUMARKVÖLD við orgelið" er tónleikaröð sem Hallgríms- kirkja og Listvinafélag Hall- grímskirkju hafa staðið fyrir undanfarin sumur. I sumar verða haldnir samtals 30 tón- leikar, 10 kvöldtónleikar á sunnudagskvöldum og 20 hádegistónleikar á fimmtudögum og laugar- dögum. Alls munu 18 organistar og einn trompetleikari koma fram á þessum tónleik- um. Með tilkomu Klais-orgelsins í Hallgríms- kirkju sem var vígt í desember 1992 sköpuð- ust nýjar aðstæður til tónleikahalds við kirkjuna. Efnisskrá tónleikanna í sumar er fjöl- breytt. Sjö erlendir organistar munu spila. Bretamir David Briggs, dómorganisti í Gloucester, og James Parsons og frá Þýska- landi koma prófessor Hedwig Bilgram frá Múnchen og munkurinn Clemens Hamber- ger OSB, sem er aðalorganisti Múnstersc- hwarzach-klaustursins í Bæjaraiandi. Hjón- in Gustavo Delgado Parra og Olivia D. Go- mes koma frá Mexíkó og frá Finnlandi kem- ur Sixten Enlund, organisti við Gamla kyrk- an í Helsingfors. Þá leika einnig íslenskir organistar, þeir Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, og Kári Þormar og tónleikaröðinni lýkur með leik Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista í Reykjavík. Trompel- og orgeltónleikar Það er trompetleikarinn Einar St. Jóns- son og Douglas A. Brotchie, organisti Dóm- kirkju Krists konungs, sem hefja tónleika- röðina sunnudaginn 29. júní kl. 17. Þeir leika verk eftir Viviani, Telemann og Eben. Inn á milli leikur Douglas á orgelið verk eftir Bach og Wiederman. Einar St. Jónsson er fastráðinn trompet- leikari við Sinfóníuhljómsveit íslands. Douglas A. Brotchie er fæddur í Edin- borg í Skotlandi og starfar sem annar org- anisti Dómkirkju Krists konungs í Reykja- vík. BUNINGI að þessari þýðingu," sagði Scudder. „Við unnum þetta hratt og skipulega og að nokkru í sameiningu. Ljóð Matthíasar eru sum hver erfið viðfangs en það gerði vinnuna bara skemmtiegri." Ljóð Kristjáns eru ort á árunum 1988 til 1991. „Af einhveijum ástæðum kom það yfir mig um tíma að yrkja á ensku,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Það má kannski segja að ég hafí verið að hvíla mig frá því að yrkja á íslensku. Einnig má vera að yrkisefnin hafi kallað á það að ég orti á ensku. Sum ljóðanna átti ég til í upp- kasti frá því ég bjó vestan hafs en ég get ekki sagt að ég hafí haft neinar sérstakar fyrirmyndir að þessum ljóðum." GUÐRÚN Nielsen hefur verið búsett í Englandi undanfarin átta ár við nám og störf á sviði höggmyndalistarinnar og nú fyrir skömmu var hún ásamt tíu öðr- um valin til verðlauna af breska konunglega myndhöggvarafélag- inu sem felast í ókeypis aðild að félaginu í tvö ár. Úr þessum hópi tíu myndhöggvara hafa nú hönnunarsamtökin Wybo Haas valið Guðrúnu til að hanna verðlaunagrip sem veittur verður ár hvert til listamanna sem þykja hafa skarað fram úr. „Þeir sem hljóta verðlaun frá Wybo Haas í komandi framtíð fá afsteypu af verkinu mínu og þessu fylgir einnig smápeningaupphæð og auðvitað mik- ill heiður," sagði Guðrún í samtali við Morg- unblaðið. Hjálpar manni áfram Guðrún hóf nám í höggmyndalist í Eng- landi árið 1989 og hefur síðan einbeitt sér algjörlega að listinni. „Ég held að það sem vegi þyngst við verðlaun höggmyndafélags- ins sé sú staðreynd að ég hef tekið þátt í ERRÓ STYRKIR ÍSLENSKAR LISTAKONUR yndlistarmaðurinn Erró sagði í samtali við Morgunblaðið í París í vikunni að hann hefði ákveðið að efna til sjóðs til styrktar íslenskum listakonum og hand- verkskonum. Þetta verður minningarsjóður um frænku hans, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi í Grímsnesi. Þegar hún lést lét hún Erró eftir íbúð í Reykjavík og andvirðið verður stofnfé sjóðsins. Erró felur yfírmönn- um Listasafns íslands, Akureyrar og Reykja- víkurborgar úthlutanir og umsjá sjóðsins. Ætlað er að veita fyrsta styrk á næsta vori og halda svo áfram ár hvert eða annaðhvert ár. Fyrirkomulagið veður einfalt, að sögn Er- rós, líkt Serra-sjóðnum, vextir notaðir í greiðslur, sem nema munu í upphafi undir 400 þúsund krónum hvert sinn, og vonast til þess jafnvel að sjóðnum bætist fé frá áhugafólki um list og handverk íslenskra kvenna. Guð- munda, sem þekkt var í Reykjavík sem Munda í Haraldarbúð, var mikil stuðningskona kvenfé- laga og lagði þeim til pijónles og pönnukök- ur; þær bestu í bænum, sagði Erró, þegar haldnar voru styrktarsölur eða fagnaðir. Guð- munda lést í fyrra, níræð að aldri. ótal samkeppnum og sýnt allt að sex sinnum á ári og alltaf með eitthvað nýtt í gangi og þetta hjálpar manni mikið áfram. Þetta ger- ir mér kleift að koma verkum mínum að með auðveldari hætti en áður og nú þarf ég ekki lengur að standa sveitt og bíða eft- ir að koma verkum mínum að á sýningum á vegum félagsins og boð um sýningar ann- ars staðar frá koma í auknum mæli.“ Tvisv- ar á ári er gefin út söluskrá yfir þau verk listamanna sem eru til sölu á vegum breska konunglega myndhöggvarafélagsins. „Ávinningurinn er sá að nú aukast líkurnar á því að ég komi í verð ýmsum verkum sem safnað hafa ryki í geymslum," segir Guðrún og hlær við. Guðrún vinnur einkum í tré og gifs og aðalviðfangsefni hennar síðustu átta árin er hreyfing sem hún bindur í geómetrísk form. Nú í byijun júlí mun Guðrún svo taka þátt í fjögurra daga listahátíð á bökkum Thames- ár þar sem margt verður um að vera. „Þama er afmarkað svæði og verður tjaldað yfír mismunandi viðburði eins og tónlist, mynd- list, uppákomur og einnig verður flöt tekin undir höggmyndir og þar mun ég eiga verk,“ segir Guðrún að endingu. MENNING LISTIR í NÆSTU VIKU Þjóðmiiyasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn íslands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fornritum. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum ^skálda. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyju- götu 41 Þórdís Alda Sigurðardóttir sýnir til 6. júlí. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. Safn Ásgrims Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím. Norræna húsið - við Hringbraut Sögn í sjón til 6. júlí. Grímur Karlsson skipstjóri: Skipslíkön til 9. júlí. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Opin sýning í öllum sölum nema f setustofu þar er gestur safnsins Ásgerður Búadóttir. Til 29. júní. Gallerí Hornið Tolli sýnir til 9. júlí. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 19. Ragna St. Ingadóttir sýnir til 9. júií. Handverk og hönnun Georg Hollanders sýnir leikföng til 14. júlí. Mokka - Skólavörðustíg Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sýnir til 6. júlí. Stöðlakot við Bókhlöðustíg Philippe Ricart sýnir til. 7. júlí. Gerðarsafn - Hamraborg 4, Kóp. Ása Ólafsdóttir, íris Elfa Friðriksdóttir og Sigurbjörn Jónsson sýna til 6. júlí. Tuttugu fermetrar, Vesturgötu 10 Bjarni Sigurbjörnsson sýnir til 29. júní. Hafnarborg - Strandgötu 34, Hf. Norræn farandsýning; Flóki án takmarka. í Sverrissal sýnir Björg Pjetursdóttir verk unnin í flóka. Til 29. júní. Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Inólfsstræti 8 Roni Horn sýnir til 29. júní. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. TÓNLIST Sunnudagur 29. júlí. Einar St. Jónsson og Douglas S. Brotchie halda tónl. f Hallgrímskirkju kl. 17. Þriðjudagur 3. júlí. Eyþór Ingi Jónsson heldur tónl. í Hallgríms- kirkju kl. 12-12.30. Elísabet Waage og Wout Oosterkamp halda tónl. í Listasafni Siguijóns kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Fiðlarinn á þakinu lau. 28. Borgarleikhúsið Krókar & kimar, ævintýraferð um leik- húsgeymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. Tristan og Isól frums. sunn. 29. júní. Fös. 4. júlí. íslenska óperan Evíta, lau. 28. júnf, fim. 3. júlí, fös. 4. júlí. Loftkastalinn Á sama tíma að ári, fim. 10. júlí. Hermóður og Háðvör Að eilífu, fös. 4. júlí. Norræna húsið Leikhúsið Tíu fingur sýnir Sólarsögu, lau. 28., sun. 29. júní kl. 16. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsend- ir: 5691181. Netfang: Andrea @mbl.is. BRESKA KONUNGLEGA MYNDHOGGVARAFELAGIÐ GUÐRÚN NIELSEN HLÝTUR VIÐURKENNINGU 2 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.