Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING IISHll
25. tölublað — 72. órgangur
EFNI
Molde
í Noregi er ár hvert vettvangur skálda-
stefnu, sem ber nafn Björnstjerne Björns-
son. Sumarið 1996 var Thor Vilhjálmsson
gestur í Molde og í síðari hluta frásagnar
sinnar tíundar hann ýmislegt, sem þar
flaug í huga hans, og segir af kynnum sín-
um af öðrum skáldum.
Sýningasumar
í Evrópu eru einkunnarorð greinaflokks,
sem spannar 8 síður í Lesbókinni. Þar er
um að ræða frásögn Einars Fals Ingólfs-
sonar í myndum og máli af ferð hans á
þrjár stórar myndlistarsýningar. Fjöldi
athyglisverðra sýninga hefur verið opnað-
ur í ýmsum borgum Evrópu í sumar, en eignaðist Konrad Maurer í Islandsferð
mesta athyglin hefur þó beinst að þremur sinni 1858. Gefandinn var Guðmundur E.
sem myndlistarheimurinn hefur beðið eftir Johnsen, prófastur í Amarbæli, en mágur
með óþreyju. Fyrst var Feneyjatvíæringur- hans, Jón Sigurðsson, hafði falast árang-
inn opnaður, sú 102 ára myndlistaruppá- urslaust eftir bókinni. En Maurer gaf Guð-
koma, með ótal þátttökuþjóðum. Þá var mundur bókina með þeim orðum, að hann
komið að Documenta 10 í Kassel, en sú gæti þá farið heim með þá minningu að
sýning er haldin á fimm ára fresti og er hafa heimsótt Guðmund Johnsen í Ölfusi!
viðamesta úttekt á samtímalist sem haldin Jóhann J. Ólafsson rekur þessa sögu og
er reglulega. Loks var Skúlptúrtíæringur- heldur svo vestur um haf; í bókasafn Harv-
inn í Miinster opnaður, en þar hafa um 70 ard háskóla. Þar fær hann að handleika
listamenn komið fyrir verkum víðsvegar Jónsbókarhandritið; „Lögbók Islendinga
um borgina. næst eftir Járnsíðu".
SYNINCA-
SUMAR
flSn (or " v
■ Munster
■ Kassel
ÞYSKA-
LAND
Feneyjarn
ö A,
IEVROPU
Myndin á forsíðunni sýnir hluta verksins „32 bílar fyrir 20. öldina: Leikió sálumessu Mozarts hljóðlega"
eftir Nam June Paik. Verkið er sýnt á skúlptúrtíæringnum í Múnster, þar sem Einar Falur Ingólfsson var á
ferð með Ijósmyndavélina.
ROBERT BURNS
HARMLJOÐ
EYGLÓAR
(Wae in my heart)
Jón Valur Jensson þýddi
Hjarta mitt syrgir, á hvörmunum tár,
horfín mín gleði um löng, löng ár.
í napurri einsemd er þjáning mín þung,
því þögnuð er rödd hans, svo mild og svo ung.
Ást, hve þú gleður! af elsku ég brann!
ást, hve þú hryggir! - hve trega ég hann!
En hjartað, sem blæðir í brjósti mér enn,
frá blóðugri kvöl fær nú hvíldina senn.
Ó að ég lifði minn unað á ný
við ána og rósfagra garðinum í!
Þar gengur hann um, og að mér hann gá’r -
Af Eyglóar hvarmi svo strýkur hann tár.
Robert Burns, 1759-1796, er þjóðskáld Skota.
í KJÖLTU HEIM-
SKAUTSBAUGSINS
RABB
Eg veit ekki hvort það er þannig
almennt, en mér finnst að eftir
því sem árin færast yfir mig,
þótt ég sé auðvitað síungur,
að ég hugsi æ meira um nátt-
úru landsins, legu þess og ná-
lægðina við heimskautsbaug-
inn. Fyrir nokkru var ég að
koma með Flugleiðaþotu heim frá Banda-
ríkjunum og fylgdist með því er við flugum
til móts við dagrenninguna á tæplega 900
kílómetra hraða á klukkustund. Ég hef aldr-
ei upplifað það fyrr, að skynja hve „ofar-
lega“ ísland er á hnettinum og stundum
fannst mér næstum að ég gæti kíkt norður
og austur yfir Jarðarbrúnina. Þetta var mér
ógleymanleg morgunstund og það rann upp
fyrir mér að við vorum búin að fylgja Golf-
straumnum frá Flórídaskaganum, upp að
heimskautsbaug í 10 kílómetra hæð.
Fyrir nokkrum árum sagði mér Ari Trausti
Guðmundsson, einn fróðasti og fjölhæfasti
jarðvísindamaður landsins, að Golfstraumur-
inn færi með hraða gangandi manns á leið
sinn frá Flórída upp með austurströnd
Bandaríkjanna fram hjá Grænlandi og að
íslandsströndum. Einhvers staðar las ég svo
síðar, að maðurinn gengi u.þ.b. 6 km á
klukkustund, þannig að nærri lætur að Golf-
straumurinn, sem menn busluðu í við
Flórídastrendur t.d. 1. júlí yrði kominn hing-
að til lands í kringum 10. ágúst eða þar um
bil, eftir að hafa kólnað um tæplega hálfa
gráðu á dag á 5.500 km ferðalagi.
Mér hefur verið tíðhugsað um gæði lands-
ins að undanförnu um leið og ég fylgist með
er sumarið losar um hramma Vetrar kon-
ungs hægt og bítandi, eiginlega ótrúlega
hægt. Okkur hættir til að gleyma að landið
situr bókstaflega í kjöltu heimskautsbaugs-
ins og meira að segja var það sagt í gamni
og alvöru að baugurinn lægi á Básum um
mitt hjónarúm Alfreðs Jónssonar fyrrum
oddvita Grímseyinga og frú Ragnhildar. Þar
á sjálfum baugnum upplifði ég sem trillu-
kall á menntaskólaárunum okkar náttúru-
undur, sem aldrei líður mér úr minni.
Við höfðum verið að skaka NA af Fætin-
um á eyjunni í hörkufiskiríi og létum tímann
hlaupa frá okkur meðan við fylltum. Við
vorum í samfloti með feðgunum Óla Bjarna-
syni og Garðari Ólasyni og svo Hannesi
Guðmundssyni og að því er mig minnir
Guðmundi syni hans. Það var logn og sól-
skin og allt í einu rann upp fyrir okkur, að
svo virtist sem heimurinn hefði stoppað.
Múkkarnir, sem höfðu barist öskrandi um
lifrina og slógið sem við hentum til þeirra
í aðgerðinni, voru þagnaðir. Við litum á
klukkuna, sem var að nálgast miðnætti, og
sáum að himinn og haf runnu saman í björtu
báli. Óli Bjarna, sem var elstur okkar, kall-
aði til okkar að nú skyldum við allir draga
inn og fylgjast með undrum náttúrunnar.
Við vorum með 3-4 golþorska á hverjum
slóða og ég var ekki sérlega hrifinn af því
að hætta, en hlýddi auðvitað Óla vini mínum.
Líklega eru 35 ár frá því að þetta gerðist
og enn þann dag í dag á ég erfitt með að
finna lýsingarorðin til tjá mig um þessa
töfrastund. Sjórinn var svo sléttur, að það
var vart að heyrðist gjálfur við byrðinginn,
ekki heyrðist múkk í múkkanum og það var
einfaldlega eins og að tíminn hefði hætt að
vera til. Við fylgdumst sem í dvala með því
að kollurinn á sólinni hvarf að því er virtist
eitt andartak bak við sjóndeildarhringinn og
svo skaut honum upp aftur. Þá var eins og
hefði verið ýtt á takka og múkkinn byrjaði
að öskra á mat, nú og við að draga og lífið
hélt áfram. Eftir að hafa landað fullfermi
og gert að fram undir morgun fórum við
örþreyttir að sofa. Er við vöknuðum síðar
um daginn buldi NA-rigning með kulda-
nepju á glugganum svona eins og til að
minna okkur á hvar í heiminum við værum
stödd.
Þetta virðast vera andstæðurnar sem
heilla okkur íslendinga og seiða, svo að við
þrífumst í raun hvergi annars staðar til nok-
kurrar tímalengdar. I fyrravetur viðraði svo
unaðslega að við töluðum ekki um annað
en veðursældina, en í vetur var það þveröf-
ugt og veðrið ætlaði alla lifandi að drepa.
Allir sem vettlingi gátu valdið og áttu til
þess pening, komu sér úr landi þótt ekki
væri nema eina til tvær vikur og svo hringdu
menn heim til að spyrja um veðrið.
Útsending þáttarins Good Morning Amer-
ica hér á dögunum virtist gerð við skelfi-
legri veðurskilyrði, en beina útsendingin frá
Everest-tindi um svipað leyti. Bandarísku
sjónvarpsmennirnir, sem voru að koma hing-
að frá sólarútsendingum í Danmörku, Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi áttu ekki orð til
að lýsa hrifningu sinni, þótt okkar fulltrúar
reyndu að fá þá til að flytja útsendinguna
í hús. Útsendingarstjórarnir bókstaflega
skipuðu þáttarstjörnunum að koma sér út í
veðrið. Og hver voru viðbrögðin fyrir vest-
an. Jú, fyrirspurnir um ísland eru sagðar
miklu fleiri en um nokkurt hinna landanna
og eftir því sem Sigmar B. Hauksson sagði
mér á förnum vegi á dögunum, er von á
einhverjum hellingi af Hollywood-stjörnum
hingað til lands með börn og buru til að
skoða þetta „svala“ land. Ekki skemmdi
fyrir að Jerry Seinfeld kom hér við á Evrópu-
reisu til að skoða íslenskt kvenfólk og sagði
í þætti Jay Lenos að hann hefði enga ófríða
séð. Kannski koma þeir næst Brad Pitt og
Charlie Sheen með föruneyti til að beija
land og lýð augum.
Kveikjan að þessu rabbi, sem komið er
út um víðan völl, er samneyti mitt við Langá
á Mýrum í aldarfjórðung eða svo. Ég hef á
hveiju ári ráðið til starfa sérfræðinga Veiði-
málastofnunar til að kanna seiðabúskap ár-
innar til að reyna að spá fyrir um laxagengd
á komandi ári. Á þessu tímabili hef ég upp-
lifað þokkaleg veiðisumur í bland við hörm-
ungar tregfiskirí, en aldrei stórveiðisumur í
líkingu við 1978 og almennt góða veiði á
árunum 1970-79, árið sem veturinn stóð
fram í miðjan júní. Við höfum séð ána bakka-
fulla af seiðum, sem skiluðu sáralitlu og síð-
an að því er virtist fá seiði á stangli, sem
skiluðu meðalgöngum árið eftir. I tuttugu
ár gengu fáar eða engar af okkar spám
eftir og ekki var að finna nokkurt samhengi
milli seiðafjölda og laxagengdar. Við keypt-
um seiði dýrum dómi til að setja í ána en
fengum almennt engar heimtur. Allt þetta
hafði kostað veiðifélagið tugi milljóna króna,
en var auðvitað hluti af herkostnaði við að
halda ánni í hópi bestu veiðisvæða landsins.
Hins vegar voru menn orðnir langþreyttir á
peningaaustri, sem nær engu skilaði.
Fyrir réttum fimm árum gaf vinur minn
mér eins konar laxasjá í fimmtugsafmælis-
gjöf. Þetta er svolítið sérstakur kassi með
speglum, þannig að þegar ég sting honum
niður fyrir vatnsborðið opnast nýr heimur
lífríkis árinnar. Mér er minnisstætt er ég
prófaði græjurnar í fyrsta sinn 28. júlí 1992.
Þá var vatnið í ánni svo blátært og skyggn-
ið slíkt að ég sá bakkana á milli og við urð-
um skrýtnir á svipinn ég og bandarísku veiði-
félagar mínir, er við horfðumst í augu við
torfu af laxi, sem menn voru búnir að kasta
flugu yfir daginn út og daginn inn án þess
að verða varir. Ég man að einn þeirra, efna-
fræðingur að mennt og forstjóri stórfyrir-
tækis, sagði: „Þetta vatn lítur út eins og
dauðhreinsað eða lífvana." Þetta sumar var
léleg veiði, einnig næsta sumar og vatnið
var jafntært. Ég var búinn að læra vel á
tækið góða að ég vissi nákvæmlega hversu
margir laxar voru á mínu svæði og hvar
þeir voru.
Sumarið 1994 varð svo allt í einu breyt-
ing. Veiðin var áfram ekkert til að hrópa
húrra fyrir, en hins vegar hafði skyggnið í
ánni snarversnað og liturinn á vatninu orð-
inn muskulegur og ég sá rétt útlínurnar á
löxunum. Þetta vor fór ég fram á Grenjadal
að setja niður veiðistaðamerki og lenti þá í
þvílíku bitmýi að andlitið á mér varð ein
hella. Þetta hafði aldrei gerst áður. Um
haustið sagði Sigurður Már Einarsson fiski-
fræðingurinn okkar í Borgarnesi, að seiðin
í ánni væru úttroðin á bitmýslirfum, sem
hann hefði aldrei séð áður á 13 ára rannsókn-
um sínum á Langá. Sumarið 1995 fór veiðin
úr 900 löxum í 1.400 og 1996 í rúma 1.500
og nú virðist muskan og þar með lífríkið í
ánni í meiri blóma en nokkru sinni. Veiðibyij-
unin er og eftir því.
Og hér komum við að kjarna málsins.
Eftir að laxveiðin hér á landi hrundi í kjöl-
far fimbulkuldans vorið ’79 hélt ég á lofti
þeirri kenningu, að þetta kuldakast jafnaðist
á við náttúruhamfarir eins og eldgos eða
jarðskjálfta og einhver hlekkur í lífríki Lang-
ár og nágrannaá, hefði brostið með tilheyr-
andi veiðihruni. Það tæki svo náttúruna einn
til tvo áratugi að laga til fyrir nýtt blóma-
skeið. Ég held að það sé svipað sem gerist
fyrir norðan á kuldatímum. Þegar seiðin
ganga til sjávar í kaldan og fæðusnauðan
sjó má líkja því við að lömbin væru rekin á
fjall í október og sótt að vori. En þannig er
nú aðeins lífíð 5 kjöltu heimskautsbaugsins
og eina lífið sem við viljum lifa þar til næsta
kuldakast kemur og móðir náttúra þarf að
byija nýja uppbyggingu á rústunum.
INGVI HRAFN JÓNSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ1997 3