Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 8
-
LISTIN ER AÐ MIÐLA
EINHVERJUM GUÐDÓMI
Brim brýtur á strönd, vatn flæóir, vindur skekur
grös og kríur garga í íslenska skálanum á Fen-
eyjatvíæringnum í sumar. Verkió nefnistORKA
og er eftir Steinu Vasulku, sem er nú fulltrúi íslands
á þessari 102 ára gömiu myndlistaruppákomu.
Steina er kunn sem einn af frumkvöólum mynd-
bandalistarinnar og hefur á löngum ferli þroskað
meó sér persónulegan, Ijóórænan stíl.
VERK Steinu Vasulku í ís-
lenska skálanum á Feneyj-
atvíæringnum vakti ótví-
ræða athygli gesta fyrstu
daga sýningarinnar. Fólk
staldraði gjarnan lengi við
og upplifði verkið; hljóð og
mynd, í litla bláa skálanum
sem Steina hafði stækkað furðulega mikið
með myrkri og speglum, en hún varpaði
myndfléttum sínum á þijú tjöld sem fjölföld-
uðust í endurvarpi speglanna. Verkið tekur
fimmtán mínútur í flutningi og er síendur-
tekið. Á forsýningu tvíæringsins, sem stóð
yfir í þijá daga og var ætluð fjölmiðla- og
safnafólki og öðr-
um boðsgestum,
var ekki óalgengt
að sjá fólk frá
kunnum listasöfn-
um og fjölmiðlum
heimsækja íslenska
skálann í hópum,
til að upplifa verkið
og hitta listamann-
inn sem er vel
þekktur sem einn
af forsprökkum
myndbandalistar-
innar. En það sem
gladdi listamann-
inn sýnu meira voru undirtektir þeirra sem
ekki höfðu fín nafnspjöld að veifa. Sem
dæmi um hrifningu óviðbúinna gesta sagði
Auður Ólafsdóttir listfræðingur, sem er
varaformaður íslensku sýningarnefndarinn-
ar og annaðist að miklu leyti undirbúninginn
við þátttöku íslands, mér sögu af þremur
konum sem nálguðust íslenska skálann á
fyrsta degi forsýningarinnar. „Þetta voru
eldri konur í rósóttum kjólum, og það leit
helst út fyrir að þær hefðu villst inn á sýn-
ingarsvæðið á leið sinni i hverfisverslunina
að kaupa inn,“ sagði Auður. „Við Steina
vissum alls ekki við hveiju ætti að búast
þegar þær stungu sér inn fyrir svart tjaldið
í dyrum skálans. Svo liðu fimmtán mínútur
og aðrar fimmtán og ekki komu þær út. Þær
birtust loks eftir klukkustund, klökkar, og
sögðust hafa viljað vera til Ioka, í þijá tíma
til, en það voru bara engin sæti inni í skálan-
um svo þær voru orðar þreyttar. Þær sögð-
ust ekki trúa því að hægt væri að verða
fyrir eins mikilli upplifun af list og þær
höfðu orðið fyrir þarna! Þetta sýnir kannski
hvað Steina er í aðra röndina mikill rómantí-
ker, en ólíklegasta fólk dvaldi mjög lengi
yfir verkinu."
Steina Vasulka fæddist í Reykjavík fyrir
57 árum, ólst upp sem Steinunn Bjarnadótt-
ir, en hefur meginhluta ævinnar verið bú-
sett erlendis. Hún lagði stund á fiðluleik, fór
SYNINCA-
SUMAR
□ Miinster
, o Kassel
ÞYSKA-
LAND
Feneyjara
ÍTALÍA
í EVRÓPU
Morgunblaóið/Einar Folur Ingólfsson
STEINA Vasulka við íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum.
KONUR BERA AF
HÉRÍFENEYJUM
Berg Nordal hafói í mörg feneysk horn aó lítg í
kringum opnun tvíæringsins. Hún var formaóur
nefndarinnar sem valdi íslenska fulltrúann og stóó
aó sýningu hans og hún þurfti einnig aó skoóa
aórar sýningar vel vegna hins nýjg starfs síns sem
forstöóumaóur Kunsthalle í Málmey.
DAGANA sem forsýning
Feneyjatvíæringsins stóð
yfir mátti sjá Beru Nordal
koma af og til í íslenska
skálann, að athuga hvort
undirbúningur gengi ekki
sem skyldi og ræða við
gesti, og síðan var hún
komin á ferðina aftur á milli sýninga á aðal-
svæði tvíæringsins eða annarra sýninga út
um borgina.
„Þetta er í þriðja skiptið sem ég er sýning-
arstjóri íslenska skálans," sagði Bera þegar
ég náði tali af henni eitt kvöldið og spurði
um hlutverk hennar á Feneyjatvíæringnum.
„Ég verð sífellt sannfærðari um að það skipt-
ir miklu máli að við tökum þátt í þessum
tvíæringi. Þrátt fyrir að það sé dýrt miðað
við þá litlu peninga sem við höfum til um-
ráða, þá tel ég að þeim peningum sé vel
varið. Með því að leigja þennan skála af
finnska ríkinu erum við mjög vel staðsett
og út af fyrir okkur, erum ekkert upp á
önnur Norðurlönd komin. Þessi þátttaka
núna, með Steinu Vasulku, hefur tekist sér-
staklega vel. Skálinn hefur líklega aldrei
komið betur út, því Steina notar hann svo
frábærlega vel; hún byggir verkið upp með
speglum og skermum og stækkar rýmið
þannig margfalt."
Ég notaði tækifærið og spurði Beru um
upplifanir hennar á sýningum tvíæringsins.
„Það er spennandi við þennan tvíæring
hvað konur eru sterkar,“ svaraði hún. „Þá
vil ég sérstaklega nefna þijár sem bera af
á boðssýningunni stóru í ítalska skálanum.
Það er þessi ótrúlega sterki „performans"
eftir Marinu Abramovic, þar sem hún geng-
ur svo langt og svo nærri sér og sínum
balkanska bakgrunni að það er með ólíkind-
um. Síðan fannst mér verkið hennar Rebeccu
Horn mjög fínt og málverkin hennar Agnes-
ar Martin.
Ég hreifst mjög af breska skálanum og
þar voru líka verk eftir konu, Rachel White-
read. Annars eru skálar þjóðanna mjög mis-
jafnir, eins og gengur, en sumir eru mjög
forvitnilegir og hafa jafnvel skýr þjóðarein-
kenni. Það var gaman að franska skálanum
og ég naut japanska verksins. Þjóðlöndin
komust vel frá sínu í ár, betur en síðast.
Ekki endalaust
efni til að sýna
Sýningarstjórinn Germano Celant ræður
valinu á meginsýninguna og er mjög klass-
ískur. Hann sýnir ýmsa uppáhaldslistamenn
sína, bæði vini og eldri menn sem hann
hefur unnið með gegnum tíðina, en þeir
sýna þó allir ný verk. Það er óskaplega
spennandi að sjá ný verk eftir listamenn
eins og Oldenburg og Lichtenstein og eftir
Mario Mertz og fleiri sem maður hefur séð
lítið af nýjum verkum eftir síðustu ár.“
Við ræðum um þá sérstöðu Feneyjatvíær-
ingsins að vera eina sýningin á samtímalist
af þessari stærðargráðu, þar sem annars
vegar er valið á stóra sýningu og svo eru
þjóðirnar með eigin skála. Bera segir að
ákveðin samkennd og jákvæður andi mynd-
ist á sýningarsvæðinu af þessum sökum.
„En það er líklegt að það hafi verið ákveð-
ið að fara ekki út í mikla rannsókn á helstu
straumum samtímalistarinnar hérna núna,
vegna þess að Documenta hefst í Kassel
eftir nokkra daga og þá væru sýningarnar
komnar í samkeppni um að fá listamenn til
að gera ný verk.“
— Þessar stóru sýningar þrjár, sem eru
opnaðar svo að segja í sömu vikunni í Feneyj-
um, Kassel og Múnster, hljóta að vera í
ákveðinni samkeppni; bæði listrænni og um
athygli?
„Já, vitaskuld. Svo er Lyontvíæringurinn
í byijun júlí, þannig að það er ótrúlega mik-
ið um að vera á þessu sviði núna. Að auki
eru flestir sýningarstaðir á þessu svæði
Evrópu að reyna að setja upp mjög mikil-
vægar sýningar."
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997