Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 15
En æ, enn kemur mér í hug biskupinn títt-
nefndur í þessu tali og sé hann jafnvel fyrir
mér sem helzt til langvarandi uppistöðu frá
umburðarlausum pietistatímum í nafni sið-
bótar þegar ekkert mátti lengur, ljótt að hlæja
og sveifla sér með glöðu bragði hvað þá
dansa og djöfullinn átti að vera í hveiju skoti
og fólki sagt þegar létti af því sorgum að
nú skyldi það fara að vara sig að fara ekki
að efla sjálfan djöfulinn, hann vakir yfir
tækifærunum og eflist allur við kæti eða
gleði því að þetta jarðlíf er og verður táradal-
ur og þú færð þína umbun þegar þar að
kemur, annars heims máttu gleðjast, ekki
þessa. Það var einsog hann væri úr þesskon-
ar varðsveit reyndar sem hefði átt að hafa
dagað uppi í sóknunum í okkar hluta heims-
ins þar sem við köllum séu frændaslóðir, en
geta ennþá hér á Norðurslóðum verið að
benda á opna elda Helvítis handan grafar,
og finnast ennþá sem ekki væri heimur orð-
inn annar en þá, á þessum löngu liðnu tímum
sem ég var að hugsa til þar sem leiðirnar
voru svo langar um fjöllin að fara frá manni
til manns. En gáum betur og skyggnumst
víðar og hvað skyldum við sjá þá út um ver-
öld og skelfumst við nema vaxandi umburðar-
leysi þar sem er vís-
að í forbjóðandi túlk-
un og ýkta bann-
helgisformælingu,
til Kórans, í Talmud,
í Sikharit, Janaita-
rétttrú, þar sem eru
rangtúlkuð hin
helgu rit til þess að
halda fólki niðri og
fjötra, fyrir svo utan
svikaprestana alla
með fjölmiðlaveldi
og kauphallarstyrk
og markaðsslægð,
Vísindakirkjan heitir
eitt sem verður vel
ágengt meðal auð-
ugra Hollywood-
stjarna og liggur á
því lúalagi að ljúga
að leitandi ungling-
um og villa um fyrir
þeim enn frekar og
gera ánauðuga og
heilaþvo í hrönnum
í hugraunum sínum
og hugsjónaleit þar
sem svo margar
hafa verið sviknar,
flá brellufól og
fleðuleg einsog
prestkónginn Moon
sem kemur frá
Kóreu og er at-
kvæðamikill í fjöl-
þjóðafyrirtækjum,
alls konar kennisiði
og guðanöfn og spá-
manna sem eru látn-
ir bregða himinbor-
inni helgi í lygavef-
ina, og Æjatollarnir
allir hverjar grímur
sem þeir bera, æ og
ó og ó ... Hvort
sem Kristur er kallaður. Eða Allah ... In-
sallah segja böðlarnir: Verði vilji Allah, æ
ekki meir hér. En ég sé þá þennan litla bisk-
up, svona langan og lengjast og stífna í
sæti, hann var svo sem nógu myndarlegur,
og fraus í rétttrúnaðarfjálgi sinni, og það
hlakkar enn í mér þegar ég var að segja
sveitungum hans að þeir ættu að heimta sjálf-
ir olíuauðinn til sín þarna á feijunni, og þá
sveipaði hann yfir sig meðal sóknarbarnanna
einhveijum kristilegum fjarvistarhjúpi.
Afleysingadagskrárstjórnandinn þakkaði mér
ekkert fyrir ræðuna heldur né ljóð sem ég
fór með og var æskubrek en hljómar vel að
þylja einkum yfir þeim sem ekki skilja ís-
lenzku. Aðrir urðu til þess. Einn var faðir
stúlku sem einsöng sveitasálma úr þessari
sókn fyrir okkur, og faðirinn var með blíðan
svip og glaður og sagði: Ég skildi ekki eitt
einasta orð hjá þér í ljóðinu, en ég skildi þó
hvert einasta orð, það var svo fín músik,
sagði hann. Ertu kannski músikant, sagði
ég þegar hann hafði sagt mér stoltur að stúlk-
an sem söng sálmana væri hans dóttir: Ég
stjórna kór, segir hann hæverskur og hlýr.
Þeir voru á palli saman og ræddu viðkvæm
mál einlægt sem bjuggu báðir í Jerúsalem,
Amichai og Shgirat. Umræðunni stjórnaði
afar skilmerkilega norskur hershöfðingi sem
hafði verið yfir sveitum Sameinuðu þjóðanna
á þessum slóðum, Bull-Hansen. Þeir töluðu
af einurð báðir, hvor segjandi sína sögu og
sinna en af fullri virðingu hvor við annan.
Og Shgirat tók upp blátt vegabréf og hélt á
loft: Ég þarf að hafa hann vísan í vasanum,
á hveijum morgni þegar ég fer út eigi ég
að hafa von um að komast aftur heim til mín,
í mínu eigin landi.
Shgirat las örsögur og ein var
um móður og soninn hennar
sem fæddist í erfiðum aðstæð-
um þeirra. Og hún fer að ráð-
gera hvar hún eigi að skilja
hann eftir til þess að hann
eigi von um frama og farsæld
í heiminum. Henni kom í hug
að skilja hann eftir undir múr emírsins sjálfs
í von um að prinsessan gengi út með hispurs-
meyjum sínum og fyndi barnið og fóstraði
til velsældar. Einhveija annmarka sá hún á
því þó, gæti brugðið til beggja vona. Og
hugsaði fleira hvar hún ætti að bera barnið
út. En sem hún er að hugsa þetta og ráð-
gera hversu örlög hans mættu vel rætast dó
hún rétt áður en sonurinn nýborinn brölti á
fætur, og gróf þá móður sína, og fór að pred-
ika frið meðal hinna örsnauðu. Þá kom lög-
reglan og tók hann fastan því hann skorti
skilríki sem sýndu hver hann væri og hvað-
an, og vörpuðu í fangelsi.
Við sátum á bekk saman í sólskini fyrir
utan prestsetrið í Nesi þar sem voru saman-
slegin borð og bekkir, og Þorgerður og Knut
með okkur og létti öllum að vera sloppin út
úr messunni svo firnalangri einsog hún væri
miðuð við að refsa þeim með sameiginlegri
fjálgi þeirra sem voru duglegir að sækja
messur, lofa þeim að dvelja við þá sætu til-
finningu að vera betri og fullkomnari mann-
eskjur og nær guði en hinir, og það voru
óendanlegar syndajátningar allra saman og
trúaijátningarþulan í þokkabót, ógnarlang-
vinnir sálmar sungnir alls safnaðarins án
kórs, með miklu veseni í myndlausri kirkj-
unni utan á prédikunarstóli, og troðfull kirkj-
an þó veður væri gott úti og fallið til fijáls-
legri þakkargerðar en mér hvarf í þessum
leiðangri skærgræn regnkápa, og var von-
andi ekki stolið í sjálfri kirkjunni.
Og svo er ég kominn í aðra bókabúðina í
Molde og litast um og fer að blaða í bók
nýkominni um málarann Munch sem stóð sem
mest í löndum hans að sætta sig við sökum
yfirburða hans, og leizt bókin svo vel að ég
keypti hana og vissi þá ekki að kvöldið eftir
myndi ég heyra höfundinn Ketil Bjornstad
lesa úr skáldsögu sinni nýlegri. Þetta var
mjög hávaxinn maður og nipur, fríður og
hógvær og Þorgerður sagði mér að hann
væri fínn tónlistarmaður. Hann las einlægt
og án nokkurrar tilgerðar frásögn af tveim
vinum þar sem annar sat við banabeð hins
og segir frá skilnaði þeirra og hann staldraði
stutta stund við eftir lesturinn og hvarf til
selja eða eitthvað annað þar sem væri hægt
að nálgast sjálfan sig enn frekar.
Ég vissi það fyrir löngu og strax og ég
kom í hinn skelfilega Vigelandsgarð í Osló
endur fyrir löngu í fyrsta sinn sem ég kom
í þetta land hvernig Norðmenn höfðu hafnað
snillingnum og tekið og hampað uppbelgdum
miðlungsmanninum og látið þann hafa að-
stöðu til að ræna ævilöngum draumi Munchs
um að mega rækta lífsverk sitt og færa sam-
an á einn stað og spinna saman alla þræðina
í mikinn óslítandi vef handa þjóð sinni og
heiminum. Þetta vissi ég þegar ég kom fyrst
til Noregs í boðsferð og var kallað Kultur-
uken eða Menningarvikan og mig minnir að
fyrstur hafi sagt mér það maðurinn Rolf
Stenersen sem átti svo stórmerkilegt mynd-
listarsafn í hæðunum við Holmenkollen og
hafði hafizt sjálfur til auðs og áhrifa og sárn-
að tómlætið Norðmanna gagnvart Munch,
leitað hann uppi og boðið honum þjónustu
sína sem hann rækti af fágætum eldmóði
og sæmd. Þessi maður hafði verið afreksmað-
ur í íþróttum líka og sópað að honum hvar-
vetna og hafist til auðs sjálfur, og skrifaði
bók um Munch, og í safninu hans við Holmen-
kollen vóru líka myndir eftir Picasso og Miro
bæði uppi og niðri, og eftir aðra stórmeistara
en í stiganum milli hæða þá voru litlar mynd-
ir sem mér þóttu stærstar fyrir minn smekk,
og voru eftir Paul Klee og voru á stærð við
síðu í stílabók fullar af músik og skáldúð og
sumar sé ég enn. Og fram undir hið síðasta
sem Munch lifði voru þeir að skrifa í helztu
blöðin í Noregi fussandi og sveiandi þessum
klessumálara og notuðu sem lengst orðið
smöijerier um þennan snilling sem ég hika
ekki við að kalla fremstan frumkvöðlanna á
Norðurlöndum ásamt Jóhannesi Kjarval sem
ég set að vísu allra fremstan þeirra.
En það gekk á ýmsu fyrir Munch
og stundum var hann einn og
eirði við engan, öðrum sinnum
stakk hann sér í fiskabúr lista-
mannalífsins ýmist í Berlín eða
í París eða Róm. Einkum fer
sögum af því sem gekk á fyrir
norrænum listamönnum sem
söfnuðust saman í Berlín og héldu sig á lista-
mannakrám og toguðust á um hver gæti
fengið að sofa hjá hverjum, og það voru
konur sem ergðu gróinn borgaraskapinn
með fijálsum ástum og fóru langt á undan
tímanum að krefjast sama frelsis í ástum
og sukki einsog karlarnir hefðu, og hafa
sumar orðið nær goðkynjaðar síðan í sögu-
burði, ef þeim leiddist einhver bólfélagi þá
hikuðu þær ekki við að kippa þeim næsta
upp í til sln svona einsog karlarnir höfðu
haldið að þeim einum leyfðist. Þær urðu
frægar einsog Dagny Juel sem einu sinni
var gefinn aðgangur að horfa á hana í ís-
lenzka sjónvarpinu í þáttaröð um öll hennar
tildragelsi og sagt að Strindberg hafi orðið
æfur þegar hann grunaði Munch um að
hafa sofið hjá henni og það hafi orðið slags-
mál með þeim fræg I listasögunni. Önnur
helzta þokkagyðjan úr þessum útslætti í
listamannaklíkunum var Odha sem allir vildu
glingra við og fengu ýmsir. Málarinn frægi
Kristian Krogh hafði eitt sinn verið kennari
hins unga Munchs og fór að hatast við nem-
andann eftir því sem hans vegur varð meiri
og máttur og gekk út úr leið sinni til að
hnýta í hinn unga kollega. Hann langaði „
ósköpin öll í þessa Odhu einsog hina og
taldi hana á að koma í hjónaband með sér,
og hún hélt háttum sínum óbreyttum við
það og hafði hjónabandið fyrir einhvers kon-
ar sippuband. En svo kom karlinn einhvern
tímann á krána þar sem biðlar hennar og
vonbiðlar og friðlar sátu að sumbli sem
endranær og brostu stundum að karlinum
en nú þóttist hann eiga leikinn þennan morg-
un og septi yfir þennan söfnuð státinn og
segir: í nótt hef ég kokkálað ykkur alla
herrar mínir ha ha ha ha ha.
Það er í allt öðrum dúr sem maður heyrði
á einum hádegisfundinum af vörum Ólav
Vesaas, hann var að tala um föður sinn
Tarjei Vesaas. Og flutti klukkustundar er-
indi um föður sinn og skrifaði bók um Tatj-
ei Vesaas. Móðir hans var skáldkonan Hald-
is Moreen-Vesaas.
Hún var gömul
kona og hann sýndi
henni handritið að
bókinni um föður
sinn. Það leynir sér
ekki sagði hún að
þér hefur þótt vænt
um föður þinn. Það
voru kannski ekki
höfð mörg önnur
orð um það með
þeim. Það er sjald-
an að maður heyri .
jafn látlaust og fal-
lega talað og ein-
lægt einsog Olav
gerði um föður
sinn. Ég varð snort-
inn af því að finna
þessa hreinu til-
finningu sem bjó í
hveiju orði og föðu-
rást. Og náði mér í
bókina sem er full
af fróðleik og ná-
kvæm og nytsöm
borin uppi af þess-
um hlédræga kær-
leika.
En hvað þetta er
allt ólíkt okkar
landi, þetta þarna,
þetta hérna sem ég
sé þar sem ég sit á
hafnarbakkanum á
hnalli þar og feij-
urnar sigla hjá
seglbátar og trillur.
Há fjöll fyrir hand-
an Rosmdalafjöll og
skógi þéttar strend-
ur dökkar af barri,
dimmgrónar hæðir,
fjöll vaxin skógi _
upp um allar hlíðar,
ávöl; há og fögur fjær hátt hátt með himin-
gnæfa beitta tinda sem saxa óþýtt ský, dökk
með skellum og sköflum, æ hvað mig fýsir
að sigla. Fara með einhveiju skipinu og sigla
langt. Dag eftir dag um höf, sjá til stranda
stundum, sigla og sjá mér færi svo í óra-
fjarri borg að læðast í land og litast um í
mannhafi þar með allt öðrum litum, öðru
fasi en hér og mál í eyrum, framandi, fólk
á iði að skiptast á boðum og skoðunum og
skemmtan og angri og upplýsingum og þó
væri almælt tíðindi þeim að hljómi aðkomu-
manninum sem skáldskapur, óræður skáld-
skapur með nýjum óm, tónbrigðum, nýjum
leyndarmálum þeim sem væri skotið þangað
eftir að hafa farið um höf líkt og að stilla
sín tól hið innra til að nema nýtt, gamalt
með nýjum tilbrigðum, nýjum svörum sem
væru nýjar spurningar, þær sömu að nýju,
nýir að því sem á sér allan aldur mannlegs
máls.
En ég sit þarna kyrr á bryggjustólpanum
og sé skip með fimmföldum þiljum sem býst
að láta úr höfn og á afturþiljum leika skips-
menn borðtennis. Einn slær boltann frá sér
- sem breytist í fugl á flugi yfir borðnetið
og flögrar út á haf á stórum hvítum vængjum
með dökknandi díl á hálsi. Og svo kveður
við skipslúðurinn. Svo lengi hef ég setið að
nú kveður við skipslúðurinn annað sinn. Og
ég fór ekki um borð að vita hvort vantaði-
háseta á dekkið til að sigla til Yokohama eða
Buenos Aires, né Singapúr.
Höfundur er rithöfundur
HORFT frá höfninni í Molde.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ1997 15