Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 16
MARÍONETTUR UNDIR FUJÍ FJALLI Jón E. Guómundsson opnaói sumarsýningu á verk- um sínum í Islenska brúðuleikhúsinu um síðustu helgi og innan tíðar veróur opnuó sýning á verkum hans í Japan. Hann sagói SÚSÖNNU SVAVARS- DÓTTUR frá hugmyndum sínum um samhengió milli leikbrúóna og kynslóóa. IKONUNGSRÍKI Gúllívers, við rætur Fuji-fjalls í Japan, er verið að opna sýningu á íslenskum maríonettum, eða leikbrúðum, úr smiðju Jóns E. Guðmundssonar, sem um árabil hefur rekið íslenska brúðuleikhúsið. Á sýn- ingunni verða 44 leikbrúður og tíu höggmyndir - og stendur sýningin í eitt ár. En ekki þurfum við að hafa áhyggjur af því hér á landi að brúðurnar hans Jóns séu þar með fluttar úr landi, vegna þess að Jón hefur verið iðinn við sína listgrein í hátt á hálfa öld - og í safni hans má finna yfir fjögurhundruð leikbrúður, auk höggmynda og málverka. Um síðustu helgi opnaði Jón sína árlegu sumarsýningu í leikhúsi sínu við Plyðru- granda og er hún opin laugardaga og sunnu- daga frá 13-16. Aðspurður segist Jón ekki verða með leiksýningar í sumar, nema þær séu sérstaklega pantaðar. „Hins vegar kom hingað hópur fullorðins fólks frá Stokkseyri um daginn,“ segir hann. „Þau báðu mig um að segja sér frá brúðuleikhúsgerð og það var ákaflega skemmtilegt. Ég hef ekki verið með þannig kynningar áður, en ákvað að hafa töskuna tilbúna hér í leikhúsinu, ef fleiri vildu nýta sér þetta. Og ég hvet eldri borgara til þess að hafa samband við mig.“ Jón tekur fram úr pússi sínu grein úr dönsku dagblaði og segir frá eldri borgurum sem settu upp brúðuleikhússýningu. Sýningin var afrakstur af því að eitt sinn hélt Jón námskeið í leikbrúðugerð í Reykholti. „Á námskeiðinu var dönsk kona, eldri borgari, sem var mjög áhugasöm," segir hann. „Hún fór aftur heim og safnaði liði á dvalarheim- ili aldraðra sem hannaði mikið af brúðum og hélt síðan jólasýningu fýrir fjölskyldur sínar. Mér finnst tilvalið að fólk velti þessum möguleika fyrir sér hér heima. Það er orðinn alltof mikill aðskilnaður milli eldra fólks og æskunnar. Það er alltaf verið að láta eldra fólkið gera handavinnu - og það er ágætt - en hvers vegna er því ekki gefið færi á að skapa? Það er óskaplega gaman að búa til leikbrúðusýningu, auk þess sem það gæti verið leið til samskipta milli kynslóðanna. Það er allt gott um handavinnu að segja, en hún getur verið einangrandi. Þessi danska kona gerði brúðu úr silkisokk á námskeiðinu hjá mér. Hún gaf mér hana og brúðan hang- ir ennþá uppi í ganginum hjá mér. Mér þótti vænt um það hvað kom mikið út úr þessu námskeiði." Jón veit manna best um hvað hann er að tala. Hann sker út brúður sínar sjálfur, hann- ar búningana, málar þær og leiktjöldin, svo hann þekkir einveruna sem fer í undirbúning- inn að sýningunni. En svo öðlast brúðurnar hans líf og lífið kallar á áhorfendur sem hing- að til hafa flykkst í leikhúsið hans. Þar fyrir utan er Jón líklega kominn á þann aldur að mega teljast eldri borgari, þótt erfitt sé að átta sig á því, svo lifandi og hress sem hann er - og alltaf á hlaupum. „Ja - ég er nú orðinn 83 ára,“ segir hann hlæjandi, alltaf jafn stoltur yfír sínum aldri. Ég man ekki eftir honum öðru vísi. „enda er ég nú farinn að huga að framtíð íslenska brúðuleikhússins." Þegar ég spyr Jón, hvort hann sé ekki búinn að þjálfa einhvern úr fjölskyldunni til að taka við því, segir hann: „Nei, ég hef aldr- ei skipt mér af því hvaða ævistarf afkomend- ur mínir velja sér. Ég er hins vegar að láta skrá allar höggmyndirnar og leikbrúðurnar, sem er gríðarleg vinna - og það verður gert að sjálfseignarstofnun, sem ijölskyldan mun reka, svona svipað og Listasafn Sigurjóns. Ég vil alls ekki að mitt ævistarf lendi í höndunum á ríki, eða borg, í einhverri lista- stofnun sem geymir það í kompu, dregur eitt og eitt þeirra upp, eins og verk Finns Jónssonar og fleiri - og segi: Einu sinni var þessi maður til.“ En hvað með sýninguna í Japan? „Þeir í Japan eru með gríðarlega stóran skemmtigarð undir Fuji fjalli, þar sem settar eru upp sýningar. Næsta árið verða Norður- löndin þema hjá þeim og þar á meðal er sýningin mín. Hún verður opnuð núna í júlí og stendur í ár. Mér fínnst það ákaflega ánægjulegt - einkum vegna þess að það er rík leikbrúðuhefð í Japan.“ ERLENDAR BÆKUR SJOFERÐASAGA MEÐ ÍSLANDS- SIGLINGUM JAN Bill, Bjorn Poulsen, Flemming Rieck og Ole Ventegodt: Fra stammebád til skib. Dansk sofartshistorie I. Indtil 1588. Gylden- dal 1997. 287 bls., myndir, kort, töflur. LANDSHÆTTIR valda því, að íbúar dönsku eyjanna hafa um allar aldir ferðast mikið á sjó. Austan Jótlandsskaga samanstendur Danmörk af nær ótölulegum fjölda eyja, smárra og stórra, þar sem hafíð hefur jafn- an veríð greiðasta, og í sumum tilvikum eina, samgönguleiðin. Úr sjónum öfluðu fyrstu íbúar þess landsvæðis, sem nú heitir Danmörk, matar og um sjóinn fór fólk, skepnur og varningur á milli staða. Á fyrri öldum var Danakóngi og nauðsyn að eiga góðan flota til að verja ríki sitt og hafa stjóm á lendum sínum í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi, að ekki sé talað um eylendumar í Norður-Atlantshafi, Færeyjar, Grænland og ísland, auk landa, sem Danir réðu um lengri eða skemmri tíma á ströndum Eyst- rasalts. Af þessum sökum eiga Danir sér langa og viðburðaríka sjóferðasögu og Danmörk hefur löngum verið í þjóðbraut siglinga til og frá Eystrasalti. Um dönsku sundin sigldu öldum saman kaupskip á leið milli landa í austan- og vestanverðri Evrópu. Þau höfðu gjarnan viðkomu í dönskum höfnum, guldu kóngi toll fyrir að sigla um Eyrarsund og sjálfir eignuðust Danir snemma umtalsverð- an kaupskipaflota, sem stundaði siglingar víða um höf. Margt hefur verið skrifað um danska sigl- ingasögu bæði fyrr og síðar, en ekkert heild- stætt verk hefur verið gefið út um við- fangsefnið. Nú er ætlunin að bæta úr því og undanfarin sex ár hefur hópur fræði- manna undir forystu fremstu sagnfræð- inga Dana á sviði siglinga- og sjóferðasögu unnið að undirbúningi og ritun sjö binda verks, sem hlotið hefur nafnið Dansk sof- artshistorie. Það nær frá elstu tíð til okk- ar daga og mega Islendingar vænta sér nokkurs af verkinu, en íslandssiglingar voru veigamikill þáttur í danskri kaupskip- aútgerð frá því á 17. öld og allt fram á hina 20. í þessu fyrsta bindi er lítið eitt greint frá upphafi íslandssiglinga Dana, en annars mun þeim einkum verða gerð skil í 2.-5. bindi. í þessu fyrsta bindi verksins er rakin sjóferðasaga Dana frá forsögulegum tíma og fram til 1588. Rannsóknir á neðansjáv- arfomleifum hafa mikið verið stundaðar í Danmörku undanfarna áratugi og mikill flöldi af báts- og skipsflökum hefur fund- ist við strendur landsins, hin elstu frá stein- öld. Mörg þessara flaka eru ótrúlega vel varðveitt og því geta höfundar þessa bind- is rakið skipa- og siglingasöguna af tiltölu- lega mikilli nákvæmni allt frá því íbúar þeirra landsvæða, sem nú heita einu nafni Danmörk, tóku að ferðast milii staða á eintijáningum, og allt til loka miðalda. Efnissvið þessarar bókar er víðfeðmt og má segja, að hún fjalli um siglingasög- una í víðasta skilningi. Ýtarlega er fjallað um þróun skipagerða og skipasmíða frá eintijáningum stein- og bronsaldar og til stærstu skipa, sem þekkt vom undir lok miðalda. Rækilega er fjallað um víkingaferð- ir, jafnt í austurveg sem vesturveg, og gjörla sagt frá siglingum víkinga til íslands, Græn- lands og Vínlands. Þá er og að fínna í bók- inni greinargóða kafla um siglingatækni og -kunnáttu fyrri alda manna og gjörla lýst seglabúnaði og þróun hans. En skipin og siglingarnar em ekki einu viðfangsefni höfunda. Þeir fjalla einnig ýt- arlega um þróun sjóverslunar og viðskipta, segja frá og skýra myndun og vöxt hafnar- borga og bráðskemmtilegir þættir em um Hansasambandið og um síldveiðar við Skán og Skánarmarkaðinn svonefnda. Þá em einnig góðir kaflar um sjómennina, líf þeirra og starf, aðbúnað, kjör og skemmtan, á sjó og í höfn. Öll er þessi bók einkar vel gerð. Hún er mjög vel og skemmtilega skrifuð og prýði- lega myndskreytt, og hafa margar mynd- anna mikið heimildargildi. í bókarlok em allar nauðsynlegar skrár, svo sem byijar góðu fræðiriti, og heimildaskrá fylgir sér- stakur kafli, þar sem höfundar ræða helstu heimildir og gildi þeirra. Danir hafa löngum lagt mikla rækt við sögu sína og verið flestum þjóðum ötulli við að gefa út ritraðir, sem em hvort tveggja í senn, traust fræðirit og læsileg upplýsinga- rit, sum svo vel skrifuð að þau flokkast nánast sem skemmtirit. Af þessu leiðir, að mikill áhugi er í Danmörku á ritum af þessu tagi, þekking á þjóðarsögunni óvenju góð. Margar ritraðimar hafa selst í stómm up- plögum, jafnvel orðið metsölubækur. Ér ekki laust við að starfsbræðurnir í ná- grannalöndunum, ekki síst Noregi og Sví- þjóð, hafí öfundað danska sagnfræðinga af þeim tækifæmm, sem þeir hafa með þessu móti fengið til að rita um sögu þjóðar sinnar, og þeirri athygli, sem þeir hafa notið meðal almennings. Ekki er líklegt að það breytist með tilkomu þessarar ritraðar og vissulega getum við íslendingar margt lært af Dönum í þessu efni. Næsta bindi Dansk sofartshistorie kemur út á haustmánuðum og síðan hvert af öðm, en útgáfunni lýkur eftir tvö ár. Jón Þ. Þór HELENA BJÖRNSDÓTTIR SEIÐ- MAGN Eins og sól rís úr myrkrí stendur þú, þétt við klettvegginn teygir anga þín að köldu berginu og býður mig velkomna. Það skín af þér birtan eins og fyrsta sólargeisla morg- unsins. Þú dregur mig til þín og ég get ekki annað en hlýtt. Hægt en örugglega í átt til þín Ég læsist í neti þínu og skil þá fyrst hvað verður. Berst um eins og kraftar leyfa uns síðasta vængjaslag tek. Á KROSS- GÖTU Týnd sál á krossgötum. Einmana, ráðvillt, full beiskju geng í myrkrinu. Snert, snert af ásýnd þinni. Gleði, kæríeikur, geng að Ijósinu með hamingju í hjarta. Höfundur býr í Noregi. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.