Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 20
ÆRIÐ FOGUR ER MÆRIN * Þótt margt fornrg muna gleóji augaó ó Njólusýn- ingunni á Hvolsvelli er þar meira á ferðinni en tísku- sýning frá tíundu ölc 1. ÖRLYGUR STEINN SIG- URJÓNSSON skoóaói sýningung í fylgd meó Guójóni Arnasyni sýning- arverói sem einnig sýndi honum nokkra sögustaói. SÖGUSETRIÐ á Hvolsvelli stend- ur að þessari sýningu sem gest- um og gangandi stendur nú opin. Sú leið var valin að skipta henni í þrennt þar sem endað er á básum um Njálu sjálfa. Fyrst er áhorfandinn leiddur um víkingaöldina í máli, mynd- um og munum, en þar er að fínna stóra tíma- töflu með helstu atburðum frá níundu öld fram undir lok þeirrar þrettándu. Við hönnun þess- arar töflu hefur verið lögð áhersla á helstu atburði Njálu. Þá eru tímabil afmörkuð með litríkum og skýrum hætti, svo sem upphaf og endir víkingaaldar, lending fyrstu sæfarenda á íslandi, landnámsöldin, þjóðveldisöldin, ritunar- öldin auk fæðinga helstu persóna á æskuárum íslandsbyggðar. Yfírlitsmyndir og kort hanga uppi en þau sýna helstu sögustaði Njálu. „Við fengum ýmsa muni eins og vopn, kiæði og heila stofu að láni frá Þjóðleikhúsinu, Sjónvarp- inu og frá safni sem varð til við gerð Útlag- ans“, útskýrir Guðjón. Næst víkur sögunni inn í sagnaritunarstofuna en þar gefur að líta lík- legt umhverfi sagnaritara á miðöldum með þeim búnaði sem til þurfti við iðju þessa. Há- punktur sýningarinnar er vitaskuld Njálustofa og þar má staldra við dijúga stund og lesa af spjöldum úr Njálu sem sett hafa verið upp. Bæði eru þar beinar tilvitnanir úr köflum Njálu og kynningar á persónum og sögusviðum auk ýmissa hugleiðinga og mynda. Þannig má lesa sig og skoða í gegnum söguna frá upphafí til enda þótt vissulega sé stiklað á stóru. Þrir kostir Nú fékkst Guðjón til að skreppa með blaða- manni í stutta ferð á nokkra sögustaði en frá sögusetrinu er boðið upp á mun viðameiri ferð- ir. Boðið er upp á ferðir með leiðsögn Jóns - . Böðvarssonar auk heimamanna sem lært hafa af honum og geta Njáluunnendur valið um þijá kosti. í fyrsta lagi er hægt að ferðast um Odda, Rangárvelli, Keldur, Þingskála, Gunnarsstein og Minna-Hof og í öðru lagi er boðið upp á ferðir um Fljótshlíð, að Hlíðarenda niður hjá Gunnarshólma, hjá Stóra-Dímoni og síðan aust- ur að Dal og Seljalandsfossi. Síðan er farið að Vorsabæ og Bergþórshvoli og þaðan aftur inn að Hvolsvelli. Þriðji kosturinn felur í sér samein- ingu þessara ferða og tekur sá hringur einn dag. Við æjum fyrst að Minna-Hofi þar sem Skammkatli, fjandvini Gunnars er valið heimili í Njálu. Þaðan sést vel yfír í Vallarkrókinn og einnig yfír til Kirkjubæjar þar sem Otkell, vinur Skammkels, bjó og í austri vakir Þríhymingur yfir mærðinni. Frá Minna-Hofí ökum við upp að Keldum og þaðan að Gunnarssteini. „Þama w í vestri sjást Knafahólar, “ segir Guðjón. „Þar sat Starkaður Barkarson fyrir Gunnari og bræð- ram hans Hirti og Kolskeggi. Gunnar og bræð- ur hans riðu héma austur hraunið, undan Stark- aði og mönnum hans þijátíu og hér við Rangá varð einn stærsti bardagi Njálu.“ Guðjón vippar sér upp á Gunnarsstein, leggur til Egils Kolsson- ar með atgeir, vegur hann upp á atgeimum og kastar honum aftur fýrir sig út í Rangá. „Rangá rann áður fyrr mun nær steininum en nú. Gunnarssteinn hefur þannig verið smánes út í ána og því hefur Njáluhöfundur ekki ætlað Gunnari að varpa Agli langa vegalengd áður en hann loks lenti í ánni“, segir Guðjón. m Spennandi uppgröftur Rétt við Gunnarsstein er smáhóll sem þakinn er steinum. Þar hafa fundist bein og nærtækt að ímynda sér að þama hafí verið dysjaðir nokkrir af þeim fimmtán er féllu í bardagan- um. Þama fannst beinhringur sem olli mönnum ÍSLENDINGASÖGURIMAR eru allar höfundarlausar en vitað er að höfundar þeirra voru menntamenn sem rituðu sögurnar í klaustrum og á höfðingjasetrum. FÍNU kornin vantar í íslenskan jarðveg og því er vindrof mikið. Efsti hluti þessa haugs vitnar um jarðvegshæðina á miðöldum. I haugnum hafa fundist mannabein, sem auka spennuna í umræðum tengdum sannfræði Njálu. Morgunblaðið/Örlygur Steinn Sigurjónsson LÍKAN af sögualdarbæ á Njálusýningunni. lengi heilabrotum. „Ein kenning fjallar um að hringurinn hafi verið notaður á fíngur til að spenna boga. Vitað er að Húnar notuðu svona hringa og því ekki ólíklegt að Gunnar hafi átt Húnboga. Það sem er þó ekki síður merkilegt er að á hringnum er grafín mynd af hirti. Tengslin milli Hjartar bróður Gunnars og þess- arar myndar er óneitanlega spennandi framlag til sannfræði sögunnar", segir Guðjón. Næst ökum við að Þingskálum, en þeirra er oft getið í Njálu og þar voru vor- og haustþing til forna haldin. Það er tilkomumikið að sjá loðna hvilft er Njálsbúð nefnist og leggjast inn í Gunnars- búð. „Vaninn var að hlaða upp veggi og tjalda síðan yfir þann tíma sem þingin stóðu yfir,“ segir Guðjón. „Það má sjá búðarústir mjög víða héma, að Njálsbúð og Gunnarsbúð frátöld- um.“ Við kveðjum Þingskála og ökum sem leið liggur niður á þjóðveg og austur á Hvolsvöll og tökum stefnuna niður að Bergþórshvoli. Frá Bergþórshvoli sést upp að Stóra-Dímoni, sem í Njálu nefndist Rauðuskriður. Þar fóru fram húskarlavíg Hallgerðar og Bergþóra, konu Njáls. Mannmargt i dalnum Gamla bæjarstæðið á Bergþórshvoli var spöl- korn frá þeim bæ sem nú blasir við og í hugan- um heyrast þvertré bresta og Skarphéðinn hlæja í brennunni. „Manni finnst nú hæpið að tugir manna hafí getað leynst hérna,“ segir Guðjón og bendir niður í litla dæld. í Njálu segir að dalur hafí verið í hvolinum. Þar bundu brennumenn hesta sína og dvöldust þar uns leið á kvöldið. Andi Njálu svífur nú svo sterkt yfír vötnum að nú má einu gilda hvort dældin rúmi hundrað manns eða einn. Samfélag í átakamikilli leit að jafnvægi. Lítil dæld dregur ekki úr hluttekningu manns með því. Ketill í Mörk er meðal brennumanna en er milli tveggja elda því ekkert á hann sökótt við Njál tengdaföður sinn, sem brennur inni. „Mik- ill harmur er að oss kveðinn, er vér skulum svo mikla ógæfu saman eiga,“ segir hann er hann heyrir að Njáll kjósi ekki út að ganga. Sögusetrið hefur látið útbúa hátt í tuttugu skilti og vegvísa sem eiga að auðvelda Njálu- unnendum ferð um slóðir Njálu. Að auki mun sýningin verða útlendingum aðgengilegri því hún mun einnig verða sett fram á ensku. Þarna hafa sex hreppar sameinast um að setja menn- ingararf fram í ferðaþjónustuformi og halda uppsprettunni í fullri reisn. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.