Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 3
I.1S1S0K M()1»,1\B1\ÐS1\S - MENNINGIISHB
43.tölublað - 72.órgangur
EFNI
ROLF JACOBSEN
Milan Kundera
veitir ekki viðtöl, en skrifar oft hugleiðing-
ar til birtingar í blöðum. Morgunblaðið
hefur áður birt greinar eftir Kundera og
nú þegar skáldsaga hans, Óljós mörk, er
nýkomin út á íslenzku, birtir Lesbókin þijár
áður óbirtar smágreinar eftir hann. Þær
hefur Friðrik Rafnsson þýtt eins og bókina.
Myndlist eyþjóða
er í brennidepli á sýningu í samtímalista-
safninu í Las Palmas á Kanaríeyjum. Full-
trúar Islands eru myndlistannennirnir
Anna Eyjólfsdóttir og Sigurður Örlygsson,
„Það vefst ekki fyrir Islendingi og Kan-
aríbúa að ræða um sérkenni eyjamenning-
ar en íbúar á meginlandi gætu aldrei sett
sig inn í þennan hugarheim," segir sýning-
arsljórann, Orlando Britto Jinorioen.
Uppruni Stjóna blóa
í síðustu Lesbók var Stjáni blái kynntur,
svo og kvæðið um hann eftir Örn Amar-
son, sem gerði bæði Stjána og skáldi
landskunn. I öðrum hluta gerir höfundur-
inn, Sævar Tjörvason, grein fyrir uppruna
Stjána, sen hann fæddist á Elliaðvatni við
Reykjavík 1872 og eins og segir i kvæð-
inu: Hann var alinn upp við slark/útileg-
ur, skútuhark.
Miðbærinn
Fyrir 15 ámm var fjallað um Miðbæ
Reykjavíkur í Kvosinni og þótti hann þá
full dauflegur og þar að auki með „kot-
rassabrag". Nú er Kvosin enn til athugun-
ar og hefur sú breyting orðið, að þar þyk-
ir nú of mikið af öldurhúsum, en dæmi um
beztu byggingarlist okkar á öldinni verða
menn að að mestu leyti að leita að annars-
staðar og ekki er einleikið, að fyrir utan
Ráðhúsið hefur engin framúrskarandi stór-
bygging risið i Kvosinni á 67 árum.
Tíðarandinn
Enn skilgreinir Kristján Kristjánsson
heimspekingur hugmyndafræði póstmód-
ernista og hér í 9. hluta fjallar hann um
þverstæður pm-ismans og telur að hann
blasi að kolum missættis og óeiningar
milli hópa og að oft tilvitnaðar línur úr
sálmi Hallgríms Pétursonar, „þetta sem
helzt nú varast vann/varð þó að koma
yfir hann“ eigi vel þarna.
Forsíðumyndina tók RAX ó Grænlandsísnum.
FANGINN
BALDUR ÓSKARSSON ÞÝDDI
Lystigarður er sumarið fangi í miðri borg
hlekkjað við múrana öllum til sýnis.
- Komdu barn og sjáðu, þetta er sumar
sona lítur það út.
Og það má gefa því við grindurnar -
þar gljáir tjörnin, slýgræn undir laufum
sem lítil skál er verðir gáfu því.
Og kannski líður svanur út úr skugganum
draumur um liðin ár, hálfgleymd minning.
Á himinferningi mörkuðum æWann að sjá:
Ský líða hjá og lesta sig í rósemd
á leið til heimkynna hans.
Gosbrunnur þreytuleg flauta leikur
lágróma söngva um elfar.
Rolf Jacobsen, 1907-1994, er einn af brautryðjendum módernismo i norskri
Ijóöagerð og eitt þekktasta skóld þessarar aldar í Noregi.
IÞROTTIR OG
VIÐHORF
AÐ er óneitanlega skondið
að sjá eins til tveggja ára
gömul kríli skunda af stað
í leikskólann á morgnana
með leikfimidót í tösku.
Gildi hreyfmgar hefur
lengi verið viðurkennt,
heilbrigð sál í hraustum
líkama og allt það. Undanfarið hefur það
svo færst í vöxt að leikskólabörn iðki
skipulagðar íþróttir undir leiðsögn leik-
skólakennara. Vissulega er þar um að
ræða aðrar íþróttir en þær sem hinir eldri
stunda; hopp ofan af borðum og stólum
á dýnur, hnoð á dýnum, kollhnísar og
annað sem kemur blóðrás litlu krílanna
almennilega af stað. Markmiðið er að
auka þrek og styrk.
Það er gott til þess að vita að sífellt
fleiri gera sér grein fyrir og viðurkenna
að hreyfing er nauðsynleg fyrir líkamlega
og andlega líðan manna. Að sama skapi
er það slæmt hve ábyrgð skólakerfisins
er þar orðin mikil í vestrænum velferðar-
þjóðfélögum. Að það þurfí að kenna börn-
um að hreyfa sig - jafnvel að leika sér.
En það má ekki skjóta sendiboðann, í
þessu tilfelli leikskólana, heldur ber að
fagna því að þeir séu í takt við þann tíðar-
anda sem við lifum í.
Litlu bömin verða svo að stærri börnum
sem fara í grunnskóla, eftir það ef til vill
í áframhaldandi nám. Hér er „alvöru“
skólaleikfimi komin til sögunnar. Sum
barnanna fá reyndar vottorð, af einum
eða öðmm ástæðum. Einhver þeirra fara
kannski að iðka líkamsrækt af einu eða
öðm tagi síðar á lífsleiðinni, önnur ekki
en pluma sig samt vel og kollvarpa öllum
kenningum um hve ómissandi íþróttir em
fyrir velferðina. Hvað um það. Hér segir
ekki meira af þessum hópi, heldur þeim
sem þykir skólaleikfimin ekki nægja og
fara að iðka íþróttir hjá íþróttafélögum.
Það er freistandi að vitna hér í at-
hyglisverða könnun sem kom út árið
1994 á vegum Rannsóknastofnunar upp-
eldis- og menntamála um gildi íþrótta
fyrir íslensk ungmenni. í sem allra stystu
máli má segja að könnunin, sem náði til
þúsunda ungmenna í 8., 9. og 10. bekk
gmnnskóla um allt land, hafi sýnt fram
á jákvætt samband íþrótta við sjálfsvirð-
ingu, líkamsímynd og námsþátt og neik-
vætt samband íþrótta við þunglyndi,
kvíða og sálvefræn einkenni. Með öðrum
orðum: unglingar sem stunda íþróttir
bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér en
þeir sem ekki stunda íþróttir, hafa já-
kvæðari hugmyndir um eigin líkama og
gengur betur í skóla. Þeir finna líka síður
fyrir þunglyndi og kvíða.
Það era til fjölmargar kannanir í þess-
um dúr þar sem niðurstöðurnar ber að
sama brunni. Svo eru til aðrar kannanir
sem segja okkur að talsvert fleiri piltar
en stúlkur stundi íþróttir og að brottfall
stúlkna úr íþróttum sé meira en pilta.
Og þá vakna spurningar.
Það er helst í íþróttaiðkun á vegum
íþróttafélaga, þ.e. í svokölluðum keppnis-
íþróttum, sem hallar á stúlkurnar. Al-
mennt er íþróttum gjarnan skipt í tvo
flokka, annars vegar þessar keppnis-
íþróttir og svo hins vegar almennings-
íþróttir. Þessum tveimur flokkum er
gjarnan stillt upp sem andstæðum. Upp-
eldislegt gildi síðarnefnda flokksins er
alla jafna talið mikið: sjálfstraust, þor,
kjarkur og réttsýni, svo eitthvað sé nefnt,
auk þess sem jafnaðarhugtakið er í há-
vegum haft. Með ástundun keppnisíþrótta
læra unglingar að búa sig til keppni,
hvað þarf til þess að ná árangri, læra
að virða leikreglur og taka sigri jafnt sem
ósigri. Það er erfítt að neita því að hér
sé um að ræða þætti með ekki minna
uppeldislegt gildi.
I skýrslu um brottfall stúlkna úr íþrótt-
um sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og
menntamála vann fyrir nokkmm ámm í
samvinnu við þróunarhóp Umbótanefndar
ISI um kvennaíþróttir, kom fram að
margt er ólíkt með aðstæðum og viðhorf-
um pilta og stúlkna til íþrótta. Skýrslan
var unnin úr könnun sem náði til 8. bekkj-
ar gmnnskóla og þar var reynt að svara
því hvers vegna stúlkumar heltust frekar
úr lestinni en piltar. Meðal þess sem í
ljós kom var að foreldrar, afí og amma,
vinir og íþróttakennarar hvetja stúlkur
að jafnaði minna en pilta til þátttöku í
starfí íþróttafélaga. Þá spyr maður: getur
verið að öll þessi umtöluðu jákvæðu áhrif
íþróttanna nái bara til strákanna? Verða
stúlkurnar bara óaðlaðandi og ómöguleg-
ar? Er tíma þeirra betur varið í eitthvað
annað? Eða eru ástæðurnar aðrar?
An nokkurs vafa er hér um að ræða
marga og samverkandi þætti. Það má
þó víða lesa milli línanna að ímyndin leik-
ur stórt hlutverk, bæði meðal stúlknanna
sjálfra og aðstandenda. íþróttir stúlkna
og kvenna eiga ekki jafn vel uppá pall-
borðið hjá þeim sem stjórna og eftir höfð-
inu dansa svo limirnir. Kynjunum er mis-
munað hvað varðar aðstöðu og veitingu
fjármagns, karlmenn era í miklum meiri-
hluta í stjómum íþróttafélaga, fjölmiðlar
fjalla miklu meira um íþróttir karla en
kvenna og svona mætti lengi telja.
í ljósi þessa er ekki að furða að við-
horf til íþróttaiðkunar sé annað hjá stúlk-
um en piltum. Til þess að það breytist,
til þess að stúlkur, að ekki sé talað um
aðstandendur þeirra og uppalendur, fínni
hjá sér hvata til þess að stunda af kappi
íþróttir sem viðurkennt er að hafi þau
margvíslegu jákvæðu áhrif sem rakin eru
hér að ofan, þarf að búa svo um hnútana
að jafnrétti ríki í reynd í þessum mikil-
væga málaflokki. Málið snýst augljóslega
um miklu stærri atriði en hvort það þyki
jafnflott að stúlka sparki bolta og strákur
eða hvort það sé kvenlegt að ganga um
með marbletti á hnjám eða olnbogum.
Það er svo sannarlega ekki vænlegt til
árangurs í jafnréttisbaráttu kynjanna ef
stúlkum er frá unga aldri innrætt sú vit-
leysa að þær þoli keppni verr en strákar.
HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 3