Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 12
Ljósm.Lesbók/GS.
AÐALGÖTURNAR í Kvosinni, Austurstræti og Hafnarstræti, eru hvorki fagrar né aðiaðandi.
Hér vantar ailt til að skapa iðandi miðbæjarlíf á sólbjörtum sumardegi eins og þegar myndirn-
ar voru teknar.
Bezt væri að þúsund blóm gætu fengið að
gróa og að miðbærinn ætti góð dæmi um bygg-
ingarlist frá öllum áratugum aldarinnar til við-
bótar við það sem eldra er. En meinið er hve
seint var farið að byggja úr varanlegu efhi og
flestar beztu byggingar í Reykjavík frá þessari
öld eru annarsstaðar en í Kvosinni. Minnis-
merki um fátækt og vanþróun eiga ekkert er-
, indi í miðjum höfúðstað Islands: Af sér gengin
i hús eiga ekld að vera þar fremur en steinbæir
og gluggalausir torfkofar síðustu aldar. Við
þurfum samt að varðveita einhversstaðar
| dæmi um þessi húsakynni og það er hægt á Ár-
bæjarsafni. Óvarin timburhús úr reisifjöl gátu
enga framtíð átt fyrr á tímum; fúinn sá fyrir
vþeim. Meira að segja var Dómkirkjan venju-
iega komin að falli á 30 ára fresti. Umskipti
verða síðan með bárujáminu og frá því skeiði
eru til einhver fallegustu hús landsins, flest
þeirra íbúðarhús utan miðbæjarins svo ekki
getur framtíðar útlit hans byggst á þeim.
Er einhversstaðar fallegur
staður i miðbænum?
Gamall og landskunnur þulur, Pétur Pét-
ursson, spurði mig eitt sinn að því, hvort ég
gæti nefnt einn einasta stað í miðbæ Reykja-
víkur og sagt af sannfæringu: Hér er fallegt!
Það stóð eitthvað í mér að svara þessu á
stundinni en eftir á að hyggja finnst mér þó,
að á sólríkum sumardegi sé Lækjargatan fal-
leg og Austurvöllur viðkunnanlegur. Ef leyfi-
legt er að framlengja Kvosina út með Tjöm-
inni sín hvomm megin, þá finnst mér götu-
mynd Tjamargötunnar falleg og sömuleiðis
Hallargarðurinn með húsi Thors Jensen hin-
um megin.
En það er ekki nóg. Er ekki með ólíkindum,
að síðan Hótel Borg var byggð 1930 hefur eng-
in vel teiknuð stórbygging risið í miðbænum
nema ráðhúsið? Landsbankahúsið var stór-
skemmt með klúðurslegri viðbyggingu og þeg-
ar gengið er um Kvosina verður maður að leita
vel tíl að finna eitthvað nýlegt sem gleður aug-
að. Svo allrar sanngimi sé gætt, má þó nefna
þrjár mjög frambærilegar nýbyggingar fyrir
utan ráðhúsið: Hús Tryggingamiðstöðvarinnar
við Aðalstræti, nýlegt 5 hæða verzlunar- og
, íbúðahús við Lækjargötu, og annað hliðstætt
hús suðaustan við Hótel Borg.
Islenzkur arkitektúr hefur verið á leiðinni
uppúr öldudal á síðusta áratugi og við höfum
eignast byggingar sem hægt er að vera dáh'tið
stoltur af, en miðbær Reykjavíkur hefur ekki
notið góðs af þessari þróun sem skyldi. Meðal
beztu bygginga frá síðasta áratugi er aðeins
Ráðhúsið í sjálfri Kvosinni en dómhús Hæsta-
réttar í næsta nágrenni.
A mörgum áratugum og slíkum útþenslu-
tíma borgarinnar, að hún nær nú langleiðina að
Mosfellsbæ, er þetta alltof lítið og skiptir eng-
um sköpum fyrir heildarútlit miðbæjarins.
Menn halda að smáskammtalækningar dugi og
að það muni bjarga Austurstræti að reka niður
staura eins og þá sem neftidir era „kratatyppi"
í Hafnarfirði. Það sem sárlega vantar í Kvos-
inni er markverður nýr arkitektúr innanum og
samanvið það sem er gamalt og gott.
Hvar er myndlistln?
Sú hugsun sem ráðið hefur ferðinni í miðj-
um höfuðstað íslands hefur heldur ekki verið
myndlistinni hallkvæm, eða talið sig þurfa
mikinn stuðning frá henni. Þar era stand-
myndir þeirra Friðriks 8. Hannesar Hafstein,
Jóns Sigurðssonar og Skúla Magnússonar, allt
verk samkvæmt tízku og tíðaranda liðinnar
aldar, enda þótt mynd Guðmundar frá Miðdal
af Skúla sé frá miðri þessari öld. En hvar er
nútíma myndlist sjáanleg í miðju höfuðborgar-
innar? Svarið er: Til er eitt eintak af henni
sem eitthvað munar um: Stóra mósaíkmyndin
á Tollstöðinni eftir Gerði Helgadóttur. Minna
getur það naumast verið. Einu sinni var um
skamman tíma sett upp mynd af skáldinu sem
hafði ort svo eftirminnilega um Austurstræti,
Tómasi Guðmundssyni. En myndir af mönn-
um verða að vera í yfirstærð til að njóta sín
sem útilistaverk og myndin var alltaf eins og
títuprjónshaus þarna. Hún var síðan fjarlægð.
Á húsgafli við Pósthússtræti er lágmynd eftir
Guðmund frá Miðdal, en í þeirri hæð að aðeins
háleitustu vegfarendur koma auga á hana.
Bæir úti á landi hafa sýnt ólíkt meiri listrænan
metnað; til dæmis getur að líta í Vestmanna-
eyjum afsteypur af tröllskessu Ásmundar
Sveinssonar, Óldu aldanna eftir Einar Jónsson
og auk þess er þar verk um Guðríði Símonar-
dóttur - Tyrkja-Guddu - sem Ragnhildur Stef-
ánsdóttir er höfundur að. í Sandgerði er úti-
listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur, sem
höfuðborgin mætti vera stolt af.
Malbikuð flæmi naest höfninni
Vestur af Amarhóli hefur í seinni tíð orðið til
geysistórt svæði sem einvörðungu fer undir
götur. Hér er að sjálfsögðu úr vöndu að ráða
því einhversstaðar verða vondir að vera.
~T
1
1
DAPURLEGT UMHVERFI. Efst: Ingólfstorg, í miðju og neðst: Víðáttumiklir malbiksflákar sunn-
an við hafnarsvæðið þar sem hægt væri að byggja eitthvað sem skipti sköpum fyrir miðbæinn
og skapaði það skjól sem ekki er til.
Meinið er, að þetta svæði er óyndisiegt að sjá
og auk þess virðist frekar vafasamt að taka
svo verðmætt land í næsta nágrenni við
kjarna miðbæjarins undir breiður af malbiki.
Það skiptir líka veralegu máli að byggingar á
þessu svæði gætu, ef vel til tækist, átt þátt í
að stuðla að skjólmyndun í miðbænum.
Okkur hefur gengið illa að átta okkur á því
hvar á hnettinum við búum og skipuleggja og
byggja samkvæmt því. Aðeins vottar fyrir því
á síðustu áram að þetta sé að renna upp fyrir
landsmönnum. Sérstök áherzla hefur verið
lögð á að skiija eftir bersvæði og byggja gjár
fyrir vindinn. í miðbæ Reykjavíkur er ævin-
lega vont að vera ef eitthvað er að veðri, eink-
um í norðanátt. Norðanstrengurinn fær fyrir-
stöðulausan aðgang eftir opinni geil frá hafn-
arsvæðinu, um Lækjartorg, gegnum Lækjar-
götu og nær í leiðinni að blása vel inn í Aust-
urstræti og Hafnarstræti.
Forðast ber einsleitni eg
allsherjarlausnir
Hjörleifur Stefánsson segir í áður nefndri
grein, að það sé beinlínis skelfilegt tíl þess að
hugsa, að frá því fyrst var farið að huga að
skipulagi bæja og fram á áttunda áratuginn,
hafi verið ríl^jandi sá hugsunarháttur, að það
væri æskilegt að hver bær væri endurskipu-
lagður frá granni. Undfr þá skoðun er hægt að
taka. Hugsum okkar til dæmis það slys ef
veralegur hluti miðbæjar Reykjavíkur hefði
verið byggður samkvæmt ríkjandi hugmynd-
um um 1960. Frá þeim tíma er til teikning af
framtíðar-Aðalstræti eftir virta arkitekta og
öll húsin eru eins og stórum frystikistum hefði
verið raðað upp báðum megin götunnar. Öll
einsleitni er leiðinleg í borgum og minnir á
það sem ggrt var víða í Austur-Evrópu undir
merkjum forsjárhyggju. Sú sjálfumgleði er
hvimleið að nútíðin ein kunni til verka og bezt
sé að útrýma öllu sem minni á fortíðina.
En ég er um leið alveg ósammála öfgafull-
um friðunar- og varðveitingarsinnum, sem
vilja helzt að miðbær Reykjavíkur sé eitt alls-
herjar Árbæjarsafn og að þar geti engin þró-
un átt sér stað. Ef við ættum gamlan miðbæ
eins og Gamla Stan í Stokkhólmi, sem allur er
byggður úr steini, þá væri það ekki einungis
hægt, heldur beinlínis æskilegt og sjálfsagt.
Samt er ekki alltaf hægt að einblína á það
sem vel kann að vera gert í nágrannalöndun-
um. Tími er kominn til þess að taka hinar veð-
urfarslegu aðstæður okkar með í reikninginn
og þá ef til vill að læra af því sem Kanada-
menn hafa gert sumstaðar í sínum borgum.
Síðan verður litið á miðbæi Kópavogs,
Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997