Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 2
TÓNLISTARDAGAR DÓMKIRKJUNNAR 1. TIL 15. NÓVEMBER FRUMFLUTNINGUR Á LOFSÖNGI MISTAR DÓMKÓRINN í Hallgrímskirkju. Frá Kirkjulistahátfð ísumar. TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar verða haldnir í sextánda sinn dagana 1. til 15. nóvember. Að vanda frum- flytur kórinn tónverk sem samið er í tilefni tónlistardaganna. Höfundur er Mist Þorkels- dóttir og verkið verður frumflutt við setn- ingu Tónlistardaganna í dag, laugardaginn 1. nóvember, kl. 17. Gestur hátíðarinnar er dr. Orthulf Prunner, orgelleikari frá Austur- ríki, sem leikur verk eftir Bach á tónleikum annan laugardag. Verk Mistar nefnist Laudate, pueri, Dom- inum og texti þess er sóttur í 113. Davíðs- sálm. Mist nam tónlist í Bandaríkjunum og lauk prófi frá Háskólanum í Boston þar sem hún hefur búið undanfarin 8 ár. Lofsönginn samdi hún fyrir Dómkórinn á þessu ári og Marteinn segir að þar hafi enn eitt yndis- lega verkið bæst í safn verka sem samin hafa verið fyrir Dómkórinn frá því að Dóm- kirkjan hóf að efna til Tónlistardaga fyrir 16 árum. Mist gleðst yfir því að kórinn skyldi hafa farið þess á leit við hana að semja verk fyrir Tónlistardaganna. Davíðssálmar eru í miklu uppáhaldi hjá henni og hefur Mist notað þá áður í einu hljómsveitarverka sinna. „Ég kýs að hafa textann á latínu því þá liggur áhersla í lykilorðunum sem áheyr- andinn þekkir," segir Mist. „Þegar ég sem kirkjulega tónlist vil ég að verkið sé sterkt og skýrt svo boðskapurinn nái örugglega til áheyrandans.“ Við setningu hátíðarinnar flytur Dómkór- inn einnig eldra verk Mistar, Magnificat, sem frumflutt var af Hamrahlíðakórnum í Skál- holti fyrir 4 árum. Þá leikur Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, Orgelmusik eftir Jón Þórarinsson, sem varð áttræður á þessu ári. „Jón hefur samið falleg tónverk fyrir kór og orgel og við viljum senda honum kveðju á þennan hátt,“ segir Marteinn. í tilefni af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í fyrra stóð séra Þórir Stephensen fýrir söfn- un fjár til kaupa á nýju sembalhljóðfæri kirkjunnar. Helga Ing- ólfsdóttir vígir hljóð- færið við setningu há- tíðarinnar í dag og leikur svítu í G-dúr eft- ir Henry Purcell. Hljóðfærið kemur frá einum af bestu sembal- smiðum Evrópu, fyrir- tækinu Joop Klinkha- mer í Amsterdam. Nýi semballinn gerir Dóm- kirkjunni kleift að sinna barokktónlist mun meira. Á morgun, sunnu- dag, kl. 11 verður hátíðarmessa í Dómkirkj- unni. Dómkórinn endurtekur flutning á Lof- söng Mistar, auk þess sem messusvör og önnur tónlist eftir Jón Þórarinsson verða ríkjandi í messunni. Prestur verður séra Jakob Ágúst Hjálmarsson og verður mess- unni útvarpað beint. Um næstu helgi verða orgeltónleikar dr. Orthulfs Prunners á laugardag, 8. nóvem- ber, kl. 17 þar sem leikinn verða verk eftir Bach. Dr. Prunner var orgelleikari við Há- teigskirkju í rúman áratug og hélt á þeim tíma marga tónleika hér á landi og erlend- is. Hann hefur leikið inn á hljómplötur og fyrir Ríkisútvarpið lék hann m.a. sex sónöt- ur Bachs sem taldar eru það erfiðasta sem Bach samdi fyrir orgel. Sunnudaginn 9. nóvember kl. 17 verða barokktónleikar í Dómkirkjunni. Flutt verða verk eftir Handel, Bach, Vivaldi og Pachel- bel. Flytjendur eru Marta Guðrún Halldórs- dóttir, sópran, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari, Sigurður Halldórsson, sellóleik- ari og Marteinn H. Friðriksson, sem leikur á sembal. Lokatónleikar Tónlistardaganna verða Iaugardaginn 15. nóvember kl. 17 í Dóm- kirkjunni. Þeir eru helgaðir Brahms sem lést fyrir hundrað árum. Dómkórinn flytur þijú kórverk undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Undirleik í einu verkanna, Örlaga- ljóð opus 54,-annast Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Loftur Erlingsson baritonsöngvari syngur Fjóra alvarlega söngva, opus 121, við undirleik Önnu Guðnýjar og Marteinn H. Friðriksson leikur tvo sálmaforleiki. Mist Þorkelsdóttir Ein tunga - margar raddir Gautaborg. Morgunblaðið. Margrét Rún Guðmundsdóttir Kvikmynd um Sólon Islandus KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Margrét Rún Guðmundsdóttir hefur fengið þýzka kvik- myndaleikstjórann Edgar Reitz, sem með- framleiðanda að kvikmynd sinni um Sólon íslandus, byggðri á skáldsögu Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Margrét Rún hefur búið og starfað í Múnchen í Þýskalandi um árabil og hefur undanfarið unnið að því að skrifa handrit að kvikmynd um Sölva Helgason. Áætlað er að tökur hefjist á íslandi sumarið, 1999. Sam- starf við kvikmyndaleikstjórann Edgar Reitz opnar Margréti Rún leiðir til fjármögnunar myndarinnar í Þýskalandi. Þekktustu verk Edgars Reitzs eru sögulegu kvikmyndimar Heimat og Die zweite Heimat, fjölskyldusögur frá Þýskalandi sem eru miklar að lengd. Seinni myndin tekur 26 klukkustund- ir í flutningi og var sýnd í kvikmyndahúsum víðs vegar um Evrópu í 13 hlutum. Báðar unnu myndirnar til ýmissa verðlauna, m.a. á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Síðasta kvik- mynd leikstjórans heitir Die Nacht der Reg- isseure og er frá árinu 1994. BÓKASTEFNAN hófst í Gautaborg fimmtudaginn 30. nóvember sl., með setn- ingu kl. 10 árdegis, á sýningarsvæði Hol- lendinga og Flæmingja, eða hinna holl- enskumælandi Belga, sem vinna saman undir mottóinu „Ein tunga margar raddir“. Framkvæmdastjóri stefnunnar Bertil Falck setti hátíðina og minnti meðal annars á að raunar voru það Hollendingar sem byggðu upp Gautaborg á sínum tíma, og því sér- stök ástæða til að bjóða þá velkomna, að þessu sinni með bókmenntalega uppbygg- ingu. Einnig tóku til máls Hugo Wecky, fyrrverandi menntamálaráðherra í Flandur, og Aaad Nuis, menntamálaráðherra Hol- lands, svo og Arie Pais, formaður hollensk- flæmsku menningarstofnunarinnar. Á blaðamannafundi í kjölfar setningar- KAMMER- og ljóðatónlistarhátíðinni Schu- bert-Brahms 1797-1897 verður fram haldið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morg- un, sunnudag, kl. 17. Munu ýmsir flytjend- ur glíma við kammerverk og sönglög tón- jöfranna tveggja. Tónleikarnir hefjast á Sónötu í B-dúr fyrir píanó eftir Schubert. Flytjandi verður Valgerður Andrésdóttir. Guðrún Þórarins- dóttir víóluleikari og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari munu flytja Sónötu í f-moll op. 120, nr. 1 fyrir píanó og víólu eftir Brahms. Þá mun Sigríður Gröndal sópransöngkona syngja nokkur lög eftir innar í gær kom fram að þrátt fyrir að stærstu Stokkhólmsútgefendurnir, svo sem Bonniers, Wahlström & Widstrand o.fl., taki ekki þátt í ár hefur sýnendum fjölgað frá 702 í fyrra í 715 í ár og sýningarsvæð- ið teygt úr sér fremur en hitt, í þágu hinna mörgu minni forlaga sem nú njóta sín því betur. Anna Einarsdóttir, sem á sæti í stjórn Bókastefnunnar, hefur unnið ötullega í þágu íslenskrar bókaútgáfu og stendur fyr- ir kynningu á íslenskum bókum einnig í ár. Undir merki íslandsfánans má því líta bæk- ur frá Máli og menningu, Iðunni, Hinu ís- lenska bókmenntafélagi, Sögufélaginu, Ice- land Review, Háskólaútgáfunni, Hörpuút- gáfunni, Ormstungu, Bjarti og Vöku-Helga- felli. Schubert. Daníel Þorsteinsson leikur með á píanó í öllum lögunum og Guðni Franz- son á klarinettu í laginu Der Hirt auf dem Felsen. Tónleikamir verða endurteknir í Gerðu- bergi í Reykjavík Sunnudaginn 9. nóvember kl. 17. Fyrirhuguðum tónleikum Bryndísar Höllu Gylfadóttur og _ Camerarctica, sem halda átti í Listasafni Íslands undir merkj- um Schubert-Brahms hátíðarinnar annað kvöld, hefur aftur á móti verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsök- um. Verk eftir Brahms og Schubert á Akureyri MENNING/ LISTIR I NÆSTU VIKU Listasafn Islands í öllum sölum safnsins er sýning á verkum Gunnlaugs Scheving og sýnd sjónvarpsmynd daglega um Scheving. Leiðsögn um safnið kl. 15 í dag. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Asmundarsalur Ásmundarsalur og Gryfja: Samsýning 48 félaga í FÍM. Til 16. nóv. Arinstofa: Jóhann- es S. Kjarval. Verk úr eigu safnsins. Til 7. des. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfírlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Jóhannes Kjarval í austursal, ljósmyndir 30 erlendara listamanna í vestursal og miðsal. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sigur- jóns Olafssonar. Dada, Art Gallery, Kirkjutorgi 4 Sölusýning á nútímalist. Einnig antikmunir frá Vestur-Afríku. Til 24. des. Englaborg, Flókagötu 17 Sýning á teikningum og málverkum eftir Jón Engilberts til 9. nóv. Gallerí Borg Tolli sýnir til. 3. nóv. Norræna húsið - við Hringbraut Anddyri: Auglýsingaspjöld eftir Tryggva Magnússon og Jón Kristinsson - Jónda. Til 2. nóv. í ljósaskiptum til 23. nóv. Skartgripa- sýning til 31. des. tarGet samsýning til 2. nóv. Tryggvi Ólafsson málverk til 30. nóv. Hafnarborg Rebekka Rán Samper sýnir til 24. nóv. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning til 19. des. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Valgerður Guðlaugsdóttir, Pasi Eerik Kaij- ula, Antti Keitilá', Elva Dögg Kristinsdóttir, Kalle Suomi og Þóra Þórisdóttir sýna til 2. nóv. Gestur safnsins f setustofu er Þorbjörg Höskuldsdóttir. Gallerí List Florence Helga Guerin sýnir tii 17. nóv. Gallerí Hornið Sigurveig Knútsdóttir sýnir til 12. nóvember. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Birgir Ándrésson. Gallerí Barmur: Jóhann L. Torfason. Gallerí Hlust: Arnfinnur Róbert Einarsson. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Daníel Þ. Magnússon sýnir til 16. nóvember. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson sýna til 2. nóvem- ber. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu í Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjama Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Haustsýning til 23. nóvember. Laugardagur 1. nóvember Hafnarborg: Sigrún Hjálmtýsóttir og Tríó Reykjavíkur halda tónl. kl. 20. Dómkirkjan: Tónlistardagar Dómkirkjunnar kl. 17. Sunnudagur 2. nóvember Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: Sigríður Gröndal, Daníel Þorsteinsson, Valgerður Andrésdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir og Helga B. Magnúsdóttir halda tónl. kl. 17. Mánudagur 3. nóvember Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Sophie Marie Schoonjans og Marion Herrera leika á hörpur kl. 20.30. Fimmtudagur 6. nóvember Háskólabíó: SÍ. Gustav Mahler. Sinfónía nr. 9^!tíórnandkPetriSakari^^^^^^^^^ Þjóðleikhúsið Þrjár systur, lau. 1. nóv. Grandavegur 7, sun. 2., fös. 7. nóv. Listaverkið, sun. 2.., fím. 6. nóv. Krabbasvalir, sun. 2., fim. 6., fös. 7. nóv. Borgarlcikhúsið Galdrakarlinn í Oz, lau. 1., sun. 2. nóv. Hár og hitt, lau. 1. nóv. Ástarsaga, fös. 7. nóv. Njála, frums. fim. 6. nóv. íslenski dansflokkurinn: Trúlofun f St. Dóm- íngó, frums. 7. nóv. Loftkastalinn Listaverkið, sun. 2., fim. 6. nóv. Áfram Latibær, sun. 2. nóv. Bein útsending, lau. 1., fös. 7. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið Draumsólir vekja mig, lau. 1., sun 2. nóv. Skemmtihúsið Ástarsaga, lau. nóv. Kaffileikhúsið Revían í den, lau. 1., fös. 7. nóv. Leikfélag Akureyrar Hart í bak, lau. 1., fös. 7. nóv. íslenska óperan Cosi fan tutte, lau. 1. nóv. Möguleikhúsið Snillingar í Snotraskógi, sun 2. nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.