Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 6
dætur. Sigurjón, sem var formaður á árabát,
drukknaði í ágúst 1905 í róðri frá Borgar-
firði eystra. Guðrún var þá 29 ára með 4
stúlkubörn á aldrinum 1 - 8 ára. Um það bil
4 árum eftir dauða Siguijóns kynnist hún
Stjána. Miklir uppgangstímar í útgerð höfðu
þá verið frá Austfjörðum alveg frá 1870.
Sumargöngur síldarinnar löðuðu að sér bæði
Norðmenn og Færeyinga. Síldin var þá bæði
veidd í salt og í beitu m.a. fyrir þorskveiðar
en þorskurinn var verkaður í salt. Þar sem
þetta var mesta annatími bænda varð mikill
skortur á vinnuafli á verstöðunum. Að vetrar-
vertíð aflokinni á suðvesturhorni landsins var
því farið austur á firði á sumarvertíð. 1896
er t.d. talið að 1300 sunnlendingar hafi farið
þangað. Þetta farandsfólk var yfirleitt flutt
í lestum stærri skipa sem einnig tóku ára-
báta með sér.
Þorsteinn Þ. Víglundsson lýsir á eftirfar-
andi hátt sunnlenskri bátshöfn sem hafði flutt
bát sinn að sunnan til Norðíjarðar með skip-
inu^ Botníu:
Ég minnist einnar bátshafnar, sem leigði
verbúð í Kelaskúrnum. Það voru engir sunn-
lenskir aukvisar. Mér varð starsýnt á þá
karla á þilfari skipsins. Augafullir voru þeir
og þó að mestu sjálfbjarga. Formaður þessr-
ar skipshafnar var Stjáni blái, sá hinn sami,
sem Orn Amarson kveður um hið fræga
kvæði. Stjáni hafði dvalist í kauptúninu fyrr
við sjósókn, og var kunnur að dugnaði og
sjómennsku. (Blik 1967, bls.197)
Fyrst þegar Stjáni fer austur á firði rær
hann á bátum annarra. Réri hann a.m.k. eina
vertíð á færeyskum báti í eigu Sigfúsar
Sveinssonar (Fólk án fata, bls. 21). Eina
vertíð sótti hann sjóinn frá Borgarfirði eystra
og er hugsanlegt að Magnús Stefánsson
hafí þá fyrst heyrt sögur af Stjána og félög-
um hans en hann réri frá Bakkafirði sumrin
1908-10 (Ulgresi, bls. xvii). Það þótti þó mun
arðvænlegra að gera út á eigin spýtur en
að ráðast til starfa hjá austfirskum útgerðar-
mönnum.
Í tilvitnuninni kemur fram að Stjáni og
félagar hans leigðu sér verbúð. Þeir réðu
einnig verbúðarráðskonu sem sá um matseld,
þvotta og að verka fiskinn. Þessi ráðning fór
iðulega fram á staðnum þar eð farandsfólkið
treysti á að eftirspurnin eftir vinnuafli væri
meiri en framboðið. Samkvæmt munnmælum
áttu Stjáni og Guðrún að hafa hist á Norð-
firði. Stjána hefur sennilega vantað ráðskonu
og hún ráðið sig til hans. Strax í upphafi sá
Stjáni hvaða mannkosti Guðrún hafði til að
bera. Hún var dugnaðarforkur, vandvirk og
afar hreinlát. Þessi fjögra barna ekkja vakti
því bæði virðingu, aðdáun og áhuga Stjána
sem og hún endurgalt. Af ýmsum gögnum
að dæma hefur þetta verið sumarið 1909.
Hann var þá 36 ára og hún 33 ára. Karólína
elsta barn þeirra var fædd 14. júlí 1911 (getn-
aður í október 1910). Verður að teljast
ósennilegt að aðdragandinn að samlífi þeirra
hafi aðeins verið eitt sumar og haust. Annað
sem gæti stutt ártalið 1909 er að Stjáni er
skráður að Reykjanesvita í húsvitjunarbók
Kirkjuvogssóknar sama ár (1909). Það er
varla tilviljun að hann kemur nú allt í einu
fram í húsvitjunarbókum. Þau ætluðu að hitt-
ast aftur. í lok næsta árs (1910) eru þau
bæði skráð að Kirkjuvogi í Höfnum. Þegar
skráning fór fram gekk Guðrún með frum-
burð hans. Hún var þá 34 ára og hann nýorð-
inn 38. Það virðist hafa verið hálf mótsagna-
kennt og kostulegt að þau hafi ruglað saman
reitum sínum. Hún hafði stóra lund og mik-
inn metnað til að bera. Hann var í senn annál-
aður fyrir kunnáttu og dirfsku og alræmdur
fyrir drykkjuskap og slagsmál; enda voru
foreldrar hennar á móti þessum ráðahag. Það
sem gæti hafa riðið baggamuninn hér er
samband hennar við Guðríði systur sína.
Maki hennar var Magnús Pálsson sá, sem
þakkaði Stjána fyrir líf áhafnar sinnar, sam-
anber frásögn séra Jóns Thorarensens í IV.
hefti Rauðskinnu, bls 56-61, sem verður rek-
inn í þriðja þætti þessarar samantektar. Sá
atburður gæti hafa átt sér stað um 1910,
þegar Stjáni réri frá Kirkjuvogi.
Arið 1911, sennilega í lok vetrarvertíðar,
flytur hann í Holt, tómthús Guðrúnar í Kefla-
vík, staðsett við Templarastíg 7,nú Kirkjuveg
7. Þetta hús hafði Magnús nokkur Jónsson
byggt og væntanlega selt Sigurjóni og Guð-
rúnu. Þar bjó hann til æviloka, stundaði sjó-
inn, kom aldrei nálægt bústörfum eða fisk-
verkun og virðist lítt hafa breytt fyrra lífemi
við að verða fjölskyldumaður. Samkvæmt
manntali 1920 er hann skráður húsbóndi og
formaður á róðrabát og eru þær upplýsingar
væntanlega frá Guðrúnu. Þegar hann
drukknar 17. nóvember 1921 er hann skráð-
ur í prestþjónustubók Útskálasóknar sem
þurrabúðarmaður.
Framhald í næstu Lesbók.
Höfundur er framhaldsskólakennari.
HEIMURAN
ÞAGNAR
- ÞRJÁR ÓBIRTAR SMÁGREINAR
EFTIR MILAN KUNDERA
L|Osm/Aaron Manneimer
Milan Kundera
Smekkleysa
endurtekningarinnar
IEINNI af fyrstu ferðum mínum til
Bæheims eftir fall kommúnismans
sagði einn vinur minn, sem hafði búið
þar allan tímann, við mig: „Nú þyrftum
við á höfundi eins og Balzac að halda.
Hér er nefnilega verið að koma á fót
kapítalísku þjóðfélagi með allri þeirri
lágkúru, grimmd, heimsku sem því
fylgir, öllum framapoturunum, svikurúnum,
svindlurunum, allri þeirri fáránlegu lágkúru
sem einkennir nýríkt fólk. Miskunnarleysi fjár-
magnsins hefur tekið við af miskunnarleysi
stjórnmálanna. Heimska viðskiptanna hefur
tekið við af heimsku hugmyndafræðinnar. En
það skrautlega við þetta nýja ástand er að
fólki er gamla ástandið enn í fersku minni,
þessum tveimur tegundum ástands hefur ver-
ið hrært saman, ef svo má segja. Rétt eins og
á tímum Balzacs hefur mannkynssagan sýnt
fram á hæfni sína til að koma af stað hreint
ótrúlegum ruglingi." Og hann segir mér sögu
af gömlum manni sem hafði verið háttsettur
embættismaður hjá kommúnistaflokknum og
hafði fyrir tuttugu og fimm árum komið því
í kring að dóttir sín giftist ungum manni úr
borgarafjölskyldu sem hafði orðið fyrir eigna-
upptöku, og tryggði tengdasyninum umsvifa-
laust (í brúðargjöf) glæsilegan starfsframa.
Um þær mundir sem ég ræddi við vin minn
var gamli kerfiskarlinn að ljúka lífi sínu í ein-
semd, fj'ölskylda tengdasonarins hafði endur-
heimt eignirnar sem höfðu verið þjóðnýttar á
sínum tíma og dóttirin skammaðist sín fyrir
kommúnistann föður sinn og þorði ekki að
hitta hann nema á laun. „Hugsaðu þér,“ seg-
ir vinur minn og hlær, „þetta er orð fyrir orð
sagan af Goriot gamla! Sagan af valdamanni
sem tókst á tímum versta blóðbaðsins í frönsku
byltingunni að gifta dætur sínar tvær „stétt-
aróvinum", og seinna, þegar konungsveldið
var endurreist, vildu þær ekkert kannast við
hann þannig að vesalings faðirinn gat aldrei
hitt þær á almannafæri."
Við hlógum vel og lengi. Nú staldra ég við
þennan hlátur: hvers vegna hlógum við eigin-
lega?
Hin fræga hugmynd Marx er hér líklegasta
skýringin: sögulegur atburður verður ævinlega
að skrípaleik þegar hann endurtekur sig. En
er sagan af gamla kerfiskarlinum svona mik-
ill skrípaleikur? Nei: elli hans er ekkert síður
dapurleg og btjóstumkennanleg en elli föður
Goriots. Og kringumstæður verða ekki allt í
einu fyndnar við það að verða endurteknar.
Kringumstæðurnar sem slíkar eru ekki skop-
Iegar, heldur er endurtekningin það, það að
endurtaka! Því það að endurtaka sig (og í
okkar tilfelli er það sjálf mannkynssagan sem
endurtekur sig) þýðir að vera sneyddur blygð-
unarkennd, sneyddur minni, sneyddur viti.
Þegar karlmaður segist elska konu er ekk-
ert fyndið við það, en þegar hann er búinn
að segja það tuttugu og þrisvar sinnum við
tuttugustu og þriðju konuna, alltaf jafn ein-
lægur og tárvotur, þá ráðum við ekki við hlát-
urinn, jafnvel þótt hann elski tuttugustu og
þriðju konuna ekkert minna en þá fyrstu.
Sem leiðir mig aftur að því sem vinur minn
í Prag sagði svo hvatvíslega: hefur það tíma-
skeið sem hann upplifir í Bæheimi þörf fyrir
sinn Balzac? Ef til vill. Ef til vill væri gagn-
legt, upplýsandi og áhugavert fyrir Tékka að
lesa skáldsögur sem fjalla um það hvernig
fjármagnið nær aftur tökum á landi þeirra,
lesa breiða og auðuga skáldsagnaröð með
Qölda persóna, miklum lýsingum, skrifaða að
hætti Balzacs. En enginn skáldsagnahöfundur
sem stendur undir nafni kemur til með að
skrifa slíka skáldsögu. Það er ekki hægt að
skrifa La Comédie humaine tvisvar. Rétt eins
og það er ómögulegt að skrifa skáldsögu á
borð við Stríð og frið um síðari heimsstyijöld-
ina, hversu gagnlegt og upplýsandi sem það
gæti annars verið. Því saga listarinnar þolir
ekki endurtekningar, þótt mannkynssagan
geti verið svo ósmekkleg að endurtaka sig.
Hlutverk listarinnar er ekki að skrá, rétt eins
og stór þolinmóður spegill, alla útúrdúra, öll
tilbrigðin, endalausar endurtekningar mann-
kynssögunnar. Hlutverk listarinnar er að
skapa sína eigin sögu. Það sem eftir stendur
af Evrópu einhvem daginn verður ekki hin
síendurtekna saga hennar sem hefur ekkert
gildi í sjálfu sér. Það eina sem hugsanlega
stendur eftir af henni, það er listasaga hennar.
Maóurhávaóans
• •
ONNUR FERÐ til Bæheims: ég er
staddur heima hjá öðrum vini og
gríp af tilviljun út úr bókasafni hans
bók eftir Jaromir John, tékkneskan skáld-
sagnahöfund frá þriðja og fjórða áratug aldar-
innar. Ég les þessa skáldsögu, Skelliskrímslið,
þarna eystra árið 1992 í fyrsta sinn. Hún er
skrifuð um 1932 og rekur sögu sem hafði
gerst um það bil tíu árum áður, á fyrstu árun-
um eftir stofnum Tékkóslóvakíska lýðveldisins
1918. Herra Engelbert hafði unnið sem skóg-
arhöggsráðunautur undir hinni gömlu kon-
ungsstjórn Habsborgaranna, en var nú fluttur
til Prag og hugðist eyða ævikvöldinu þar. En
hin nútímalegi fyrirgangur hins unga lýðveld-
is er slíkur að herra Engelbert verður fyrir
hverjum vonbrigðunum á fætur öðrum. Það
er ekkert nýtt. En það sem er nýtt er þetta:
höfuðeinkenni þessa nýja heims og það sem
á eftir að verða hrein martröð fyrir Engelbert
er ekki fjármagnið eða sljóleiki framapotar-
anna (enda þótt það sé hluti af vonbrigðum
hans) heldur hávaðinn. Nýr hávaði, hávaðinn
frá tækjum og tólum, einkum þó bifreiðum
og vélhjólum: „skelliskrímslum".
Aumingja herra Engelbert: hann flytur til
að byija með inn í einbýlishús í virðulegu
hverfí. Þar verða bifreiðamar í fyrsta sinn það
hávaðaböl sem á eftir að breyta lífí hans í
endalausan flótta. Hann flytur í fjölbýlishús
í öðm hverfi, yfir sig ánægður með að öll
umferð bifreiða sé bönnuð í götunni framan
við húsið. Hann veit hins vegar ekki að bann-
ið er einungis tímabundið og verður gersam-
lega miður sín eina nóttina þegar hann heyrir
drunur í skelliskrímslunum fyrir neðan
gluggann hjá sér. Þaðan í frá gengur hann
aldrei til náða án þess að troða einhvers kon-
ar töppum í eyrum og hann gerir sér ljóst að
„svefninn er það sem hver maður þráir mest
af öllu og að ekkert er verra en að deyja úr
svefnleysi." Hann leitar þagnar á sveitahótel-
um (árangurslaust), hjá gömlum félögum úr
menntaskóla (árangurslaust) og endar loks á
því að eyða hverri nóttinni á fætur annarri
um borð í járnbrautarlestum, en gamaldags
og ljúf hljóðin í þeim gera honum kleift að
sofa tiltölulega vært.
Ef ég má gerast svo djarfur að ímynda
mér Engelbert sem raunverulegan mann sem
hefði sest niður og skrifað sjálfsævisögu sína,
þá þykir mér líklegt að játning hans hefði
orðið gerólík texta skáldsagnahöfundarins.
Hann hefði aldrei getað viðurkennt að hávað-
inn í bifreiðunum hefði haft meiri áhrif á líf
hans en langþráð sjálfstæði föðurlandsins!
Enda bjó hann (eins og við öll) í heimi þar
sem allt er túlkað fyrirfram. Frelsi, sjálfstæði
þjóðar, lýðræði, eða (frá öndverðu sjónar-
horni:) auðvald, arðrán, þjóðfélagslegt mis-
rétti, allt eru þetta háalvarleg, heilög hugtök
sem veita svör við öllu sem manninn varðar.
Alvarlegri ævisögu ber að styðjast við slíkt.
Þar getur hávaðinn aðeins orðið aukaatriði,
eins og smávægileg og kannski bara frekar
fyndin leiðindi.
I stað þess að taka fyrirframtúlkunina á
heiminum alvarlega einbeitir skáldsagnahöf-
undurinn sér hins vegar að áþreifanlegu lífi
áþreifanlegs manns og kemst að niðurstöðu
sem í senn er hógvær og sláandi: nútímamað-
urinn lifir í heimi sem þögnin hefur yfirgefið.
Eða réttara sagt: í heimi þar sem hinu gamla
sambandi hljóða og þagnar hefur verið snúið
við: hljóðin (og tónlistin þar með talin) eru
ekki lengur undantekning, heldur er þögnin
það.
Merkileg uppgötvun. Það sem breytti, mót-
aði, umbreytti lífi Engelberts var semsagt
hvorki stofnun hins nýja sjálfstæða Lýðveldis
(enda þótt Engelbert sé mikill föðurlandsvin-
ur), tækniuppfinningar sem létta mönnum líf-
ið (flugvél, sími, ryksuga, ritsími), né lýðræðis-
skipulagið (sem hlýtur að hafa verið gerólíkt
þjóðfélagsskipulagi konungdæmisins), heldur
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997