Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 14
{ I Leikflokkurinn á flugvellinum í Sól. MEÐ BANDA- MÖNNUM Leikflokkurinn Bandamenn sýndi fyrst Bandamanna- söqu 1992 oq Amlóóasögu 1996. Hópnum hlotn- aóist sá heióur aö leiklistarhátíöin Leikhús þjóóanna bauó honum til Sól í Suöur-Kóreu í september síó- astliónum aö sýna Amlóóasöqu oq segir SVEINN EINARSSON hér af leikförinni. SÚ VAR tíð, að það þóttu tíð- indi, og ekki endilega list- rænt séð, ef íslendingur hélt tónleika utan landsteinanna eða bók var þýdd á erlenda tungu. Sú tíð er af, sem betur fer, menningarleg samskipti íslendinga við önnur lönd hafa aukist jafnt og þétt og hin gamla rótgróna minnimáttarkennd fá- mennrar þjóðar á undanhaldi, þegar í ljós kemur að landinn er hlutgengur úti í lönd- um og ekkert endilega eftirbátur annarra þrátt fyrir fólksfæðina. Þegar ég er spurð- ur hversu margir búi á íslandi, svara ég gjarna út úr og segi, að við séum eitthvað svipað margir og Aþenumenn voru árið 400 fyrir Krist. Sem er rétt, en fæstir muna hversu margir voru þar. Mest eru samskiptin auðvitað við nágrannaþjóðir, en nú eru til dæmis viðskipti farin að bein- <• ast í hinar fjölmennu austurálfur. Og því skyldu ekki skapast þar menningarskipti? Bandamenn eru semsagt á leiðinni til Seo- ul að kynna þarlendum og gestum þeirra okkar gömlu menningararfleifð - á vit nýs og spennandi ævintýris. HVAÐ ER Leikhús þjóðanna? Leikhús þjóðanna varð til á sjötta áratugn- um og hugsað sem leiklistarhátíð til að kynna hið besta í leikhúsi heimsins. Hún var haldin árlega þá í Sarah Bern- hardt-leikhúsinu í París, sem nú ber heitið Theatre d_e Ville og er því borgarleikhús Parísar. Á bakvið stóðu Alþjóðasamtök leikhúsmanna (International Theatre Inst- itute), sem hafa aðalskrifstofu í húsakynn- - um UNESCO í París, en eru hins vegar grasrótarsamtök og eru ITI-miðstöðvar í yfir fimmtíu löndum víða um heim. Hátíð- in hefur þó alltaf verið rekin sjálfstætt og með aðskildan fjárhag og hefur á ýmsu gengið. í fyrstu komu þarna fram ýmsir heimsfrægir leikflokkar; ég man t.d. eftir Berliner Ensemble og Piccolo Teatro í Milano á Parísarárum mínum um 1960, sem ýttu nú aldeilis við leikhúsáhugafólki. Seinna reyndist erfítt að fjármagna fýrir- tækið og brátt tóku einstök lönd við og halda hana á eigin kostnað; þannig hefur " og fengist réttlátari dreifing og fleiri en Parísarbúar hafa notið hinnar dýru listar. í þrígang hefur íslendingum verið boðin þátttaka. í fyrsta sinni var það Inuk- sýn- ing Þjóðleikhússins og Brynju Benedikts- dóttur, 1976, ef ég man rétt, en þá var hátíðinni slengt saman við gróna leiklistar- hátíð, Bitef í Belgrad. Árið 1982 kom aft- ur boð, þá var Laxness áttræður og Lax- nessár í leikhúsunum hér og valið stóð milli tveggja leikgerða á verkum skálds- ins. Fyrir valinu varð Salka Valka Leikfé- lags Reykjavíkur og Stefáns Baldurssonar, sem sýnd var í Leikhúsi þjóðanna í Sofíu. Og nú er röðin komin að okkur Banda- mönnum. Útsendari frá hátíðinni sá sýn- ingu hjá okkur á leiklistarhátíðinni í Hels- .. inki í ágúst 1996 og hálfum mánuði seinna barst okkur formlegt boð. Leikflokkarnir verða sjálfir að útsirkla sér far og það hefur okkur tekist með góðra manna hjálp; menntamálaráðuneytið veitti ríflegan styrk og aðrir kostunaraðilar eru t.d Landsbanki íslands, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Grandi hf., Flugleiðir (sem margoft hafa verið okkur innanhandar vegna farangurs- ins) og reyndar fleiri, sem ekki vilja láta þess sérstaklega getið. Öðrum kemur hins vegar vel að nafn þeirra sé nefnt og það reyndum við að gera samviskusamlega. Og erum þakklát fyrir stuðninginn. J FERÐIN hefst raunverulega í Noregi. Þangað kemur Borgar Garðarsson, sem býr og starfar í Finnlandi, til móts við okkur hin. Reyndar skýtur hann upp kollinum í Kaupmannahöfn, þegar við erum á leiðinni, við mikinn fögnuð og er svo samferða síðasta spölinn. Þetta er 4. september og eins og vant er förum við rakleiðis í leikhúsið (það er litli salurinn í Olavshallen) og könnum staðhætti áður en við förum á gistihúsið. Við erum að taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð í til- efni af 1000 ára afmæli Þrándheims og opnun nýja leikhússins. Næsti dagur fer í undirbúning, upphengingar á ljósum, miðanir og þvíumlíkt. 6. september sitjum við fyrir svörum um morguninn um hvað fyrir okkur vakir með sýningunni, hvaðan við sækjum efnið, hvaða vinnuaðferðir við temjum okkur o.s.frv. Síðan eru sett ljós- mörk í sýninguna. Kl. 17.00 er aðalæfing og kl. 20.00 sýning. Hún tekst vel. Við höfum reyndar ekki séð neina dóma enn, en haft spurnir af lofi og fengið bréf þess efnis. En undirtektir eru afbragðsgóðar. Á eftir er veisla og við hittum mikið af öðru leikhúsfólki, sem virðist mjög upptekið af því sem við höfðum verið að sýna. VIÐ FÖRUM upp snemma og eigum í vændum langa ferð. Sjálfsagt ímynda sér margir, að svona leikferð- ir séu öðrum þræði skemmtiferðir. Þær eru það miklu minna en flesta grunar; fram að fyrstu sýningu er nær óslitin vinna og það er helst eftir að farið er að sýna (ef þá ekki er um að ræða eina til tvær sýning- ar) að maður getur aðeins litast um. Verst er oft að geta ekki séð sýningar annarra. En í Seoul á okkur að takast það, því þar verðum við heila viku og sýnum fimm sinn- um. Við fljúgum fyrst til Óslóar, þá Kaup- mannahafnar, þar sem við þurfum að bíða nokkra tíma og loks til Frankfurt þar sem við eigum að stíga um borð í vél frá Kor- ean Air, sem buðu okkur best og flytja okkur í tíu tíma (við bætist sjö tíma mismun- ur) til sinna heimahaga. Reyndar vorum við nú varla fyrr búin að festa okkur sætin með þessu ágæta flugfélagi en fréttir bár- ust af hinu hörmulega flugslysi við Guam. En við erum forlagatrúar og full eftirvænt- ingar og látum slíkt ekki á okkur fá. Og til að draga úr flugvillu skrokksins hefur Þórunn Magnea, sem er fararstjóri í okkar ferðum, útbúið okkur með svefnpillur. Þær virka all misjafnlega á mannskapinn, sumir sofna svo vel, að erfitt reynist að vekja þá á áfangastað, en aðrir sofa bara ekki neitt og horfa samviskusamlega á þær tvær kvik- myndir sem boðið er upp á til afþreyingar á leiðinni. Reyndar er allur viðurgjörningur um borð hinn ágætasti og þarna fáum við fyrsta forsmekk af kóreskum mat, sem við síðan aðhylltumst að mestu okkar tíma í Seoul, sem innfæddir bera fram Sól og við þá líka. Kóreumenn eru grannvaxnir og lipurmenni og sennilega er fæða þeirra holl og þénanleg. VIÐ LENDUM kl. 14.00 á Kimbo-,flug- velli og stór sendinefnd tekur á móti okkur. Við ferðumst alltaf með allan farangurinn, sem er 160 kg að þyngd og felst í kistunum þremur, sem reyndar eru uppistaðan í leikmyndinni. Út úr einni kistunni er töfraður fram lítill hjóla- prammi, fenginn að láni hjá Leikfélagi Reykjavíkur og síðan er þessu ekið í gegn- um tollhlið og framhjá öðrum, sem áhuga hafa á að við séum ekki að setjast að. Síðan liggur leiðín á hótel í gömlu miðborg- inni, sem heitir PoongJun og galgopum í hópnum tekst að afbaka það heiti á ýmsa skemmtilega vegu, og verður það ekki rakið nánar. Þar er enn mætt sendinefnd til að koma okkur fyrir, skipuleggja dvöl- ina, ganga frá dagpeningum og öðrum slík- um málum. Tóta Magnea er sem ævinlega fararstjóri og stendur í slíku vafstri. Síðan staulast flestir upp í rúm, en undirritaður skýst til að sjá frábæra brúðuleiksýningu, sem er í síðasta sinn þarna á hátíðinni. Það er flokkurinn Campagnia Marionett- istica Carlo Colla e Figli frá Milano sem flytur tvö alþekkt ævintýri, Scheherazade og Petruschka. Yndisleg sýning, full af glettnu hugarflugi og ljóðrænum skáld- skap; hópatriði með allt að 40 brúðum, t.d. á torgum; hef aldrei séð annað eins. ÍUNDI SEPTEMBER. Dagur, sem er hugsaður til að hvílast öðrum þræði eftir alla þessa flugferð og ná áttum frá flugvillu. Þó er skyldustörfum sinnt. Kl. 10.15 kemur einn af þremur verndarenglum okkar (það eru sextán sjálfboðaliðar, sem skiptast á um að fylgja erlendu leikflokkunum og auðvelda þeim leið í stórborginni, sem mun telja 13 millj- ónir íbúa) og síðan er haldið rakleitt í höfuðstöðvar hátíðarinnar í Sejong-menn- ingarstöðinni. Þar er blaðamannafundur, sem hefst kl. 11.00 og stendur í klukku- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.