Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 8
ÞJÓÐMÁLA ÞANKAR AÐ ALA UPP TIL- FINNINGAR ÞAÐ ER MERKILEG kúnst að geta selt fólki ýmislegt sem það hefur enga þörf íyrir með þeim rökum að fátt sé nauð- synlegra. Stundum ganga menn þó lengra og selja vörur á grundvelli dellu sem skapast svo að ekkert þarf að auglýsa. Um þessar mundir er ein barnadellan sú að eignast tölvudýr. Nú hafa tölvudýr ýmsa kosti: í þeim bærast tilfinningar s.s. leiði, sorg, harmur og þá gráta þau svo eigandinn sinni þeim. Þau hafa hægðir og spræna vítt og breitt og þá þarf eigandinn að þrífa. Þetta gerist að vísu með hnöppum og pípi en ekki með tuskum og ólykt. Þau þarf að næra og svo geta þau dáið. Þá endurræsir maður þau væntanlega eftir siðsamlega langan sorgartíma. Þetta er sem sé tölvuleikur og eini munurinn á honum og ýmsum öðrum er að nú þvælast börnin með þetta með sér hvert sem er og eru heltekin af þörfum dýrsins. Hægt er að hafa allt að sex dýr í einu tæki. Eitt þeirra er risa- eðla. Bömin tengja sig sterkt þessum dýrum og greina því illa að þetta er tölvuleikur en ekki lífvera. Einn sagði mér í Leikbæ að þetta væri frábært. Það væri búið að kaupa og gefa lifandi kettlinga og hvolpa til að sinna eldri börnum en nýjasta barnið gæti lært að með- höndla og sinna þörfum gæludýra án þess að þurfa að leggja allt raunverulega erfiðið á for- eldrana. Líklega væri svo meginkosturinn sá að þannig lærðu þau að sinna tilfinningum ann- arra og svo myndi annaðhvort batteríið klárast eða dýrið deyja og þá væri þessi vitleysa úti. Þetta er sosum spennandi. En segjum að við- komandi eigi síðar að passa bam eða jafnvel sinna raunverulegu dýri. Hvar ætlar hann þá að finna takkana sem fullnægja þörfum þess og átta sig á því að endurræsing dugir ekki á venjuleg gæludýr? í félagsfræðirannsóknum má lesa að talið er firring sé meðal vaxandi vandamála iðnríkj- anna sem leiði til vaxandi tengslaleysis. Eig- ingirnin verði of mikil til að sambönd nái að þróast og vegna þess að nú sé svo auðvelt að sækja sér afþreyingu án félagsskapar þá auk- ist einangrun einstaklinganna enn frekar þó þeir sjálfir upplifi öflugri tengsl við umheiminn í gegnum vélarnai'. Þá virðist einnig að það sama geti átt við hópa sem fari um persónulausar götur uppfull- um af auglýsingum á hlutum sem atvinnu- og eignalausir geti aldrei eignast. Eða glæpafíklana sem eru svo djúpt sokknir að þeir geta í eigin huga aldrei náð upp í eðlilegt líf- emi. Þar liggi ein rótin að vaxandi ,tilgangs- lausum" glæpum (sem er reyndar hugtak í mótsögn við sjálft sig því hvaða glæpir hafa til- gang spyr ég nú bara?). Þá hafa menn bent á undarlega unglinga- glæpi (sem reyndar geta náð upp á þrítugsald- urinn) þar sem tölvuleikirnir virðast geta haft áhrif á að skapa þessa fyrrgreindu tilfinninga- firringu. Hópurinn þvælist um, oft í annarlegu ástandi, rekst á einhvern einn á gangi, ræðst á hann bara til að fá stuðið og heldur svo áfram án þess að gera sér grein fyrir því að ekki er endurræsihnappur á enninu á fórnarlambinu. Og vegna tilgangsleysisins er erfitt að finna voðamennina. Tilgangurinn með þessum pistli er líklega sá að vekja athygli þeirra sem þetta kunna að lesa á því að tölvuleikur er fremur lélegur staðgeng- ill fyrir lifandi dýr. Það að fjölskyldan sameinist um að annast tölvuleik er vitaskuld létt stig sturlunar. Nú er ég ekki sérlega meðmæltur því þegar börnum eru gefín lifandi dýr og tilfinn- ingaverur sem eru svo meðhöndlaðar verr en Barbídúkkur og jafnvel hent út á guð og gadd- inn þegar allir eru orðnir leiðir á viðkomandi. Það er sem sé mikilvægara að ala börnin upp tilfinngalega gagnvart lifandi verum, fegurð og umhverfi sínu heldur en að venja þau á vélar og tölvuleiki. Og því miður virðist, þegar skoðað er vegið meðaltal samfélagsins, að stór hluti heim- ilanna sé ófær um það vegna vinnuálags, ann- arra áhugamála eða tilfinningaleysis foreldr- anna. Sumt af þessu er hægt að leysa með vilja stjórnvalda, annað með aðstoð skólanna,- sem eru reyndar famir að ganga í fleiri verk en mörgum kennurum þykir eðlilegt, en flest ein- ungis með uppeldi og góðum siðum. Og það versta er að ef fleiri alast upp í firringunni þá munu fleiri ala upp í firringu. Ekki ruglast á tölvum og lííverum! MAGNÚS ÞORKELSSON TÍÐARANPI É ALPARLOK, 9. 1 HLUTI ÞVERSTÆÐUR PÓST- MÓDERNISMANS PM-ISTAR gera sig seka um villu þegar þeir bera blak af raunsæislist framandi þjóða, svo framarlega sem hún sé hluti af órofnum menningararfi þeirra, á sama tíma og þeir lýsa raunsæislist á Vesturlöndum sem glingri við goðsögnina um nauðsynlegt samband tákna og tilvísunar. Saklausu frumbyggjarnir mega vaða í sömu villu og er ófyrirgefanleg hjá okkur. Myndin: Myndlist Inúíta í Norður-Kanada. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Pm-istar blása að kolum missættis oq óeininqar milli hópa. Það ei * engin furða þótt margir heyri í rödd þeirra straumþunqan nið vaxandi þjóðernishyggju í [ ivrópu og telji pm-ismann um leið vatn ó myllu öfga- manna á borð við Le Pen í Frakklandi. AÐ LOKNUM átta grein- um vona ég að lesandinn sé nú nokkru nær um eðli póstmódernismans (pm- ismans), stefnunnar sem orðið hefur samnefnari fyrir ýmsa sterkustu straumana í tíðarandan- um á ofanverðri 20. öld. Ég hef hingað til reynt að stilla mig sem mest um eitraðar at- hugasemdir í garð pm-ismans enda loforð mitt í upphafi að þær biðu síðustu tveggja greinanna. í þessari hygg ég að hvers konar þverstæðum og ósamræmi í málflutningi pm-ista, en lokagreinin er svo helguð al- mennari gagnrýni á „speki“ þá sem verið hefur tönnl mitt og tugga síðustu vikur. Hængurinn við að benda pm-istum á ósamræmi í eigin kenningum er að vísu sá að þeir viðurkenna ekki hefðbundna rök- fræði; hún sé aðeins hluti af karlrembdri rökmiðjuhyggju Vesturlanda - það er af- stæð við tiltekið sjónarhorn. Þar sem harð- lífisheimspekingar eins og greinarhöfundur sjá sorpbreiðu af ruglandi sjá pm-istarnir sjálfir ef til vill fersk spekimál. Þessi níunda grein er því eingöngu skrifuð fyrir þá sem enn eru svo „gamaldags" að telja að við þurfum á því að halda að vera sjálfum okkur samkvæm til að geta lifað bærilegu lífi hér á jörðinni. Hyggjum að nokkrum afmörkuðum gagnrýnisefnum, a) til g): a) Byrjum á hreinum mótsögnum sem fyrsta árs nemi í heimspeki kæmi auga á. Alþekkt er frá dögum Sókratesar hvernig altæk afstæðishyggja um þekkingu eða sið- ferði er sjálfskæð, það er heggur af greinina sem hún sjálf situr á: Sé því haldið fram að allt sé afstætt er sú staðhæfing líka afstæð og engin ástæða til að trúa henni sem al- mennum sannindum. Þessi viðtekna mót- bára virðist granda þekkingarlegri afstæðis- hyggju pm-ista. I siðferðisefnum halda þeir því svo fram að ævinlega sé rangt að full- yrða að eitthvað sé ævinlega rangt (í öllum mannlegum samfélögum, á öllum tímum). En því ætti sú fullyrðing þá að hafa almennt siðferðisgildi heldur? Séu engin hlutlæg eða algild siðferðissannindi til virðist ástæðu- laust að taka undir málsvörn pm-ista fyrir hagsmunum kvenna og minnihlutahópa - nema maður trúi henni þá fyrirfram sjálfur. Raunar hlýtur að sæta furðu hversu viljugir þessir yfirlýstu siðleysingjar (margir þeirra hæla sér af því að sporna við öllu mannrænu í fari sínu!) eru til að predika yfir öðrum. Við munum hvernig Deborah Root afgreiddi allt tal um heimslist (í fimmtu grein) sem anga af goðsögninni um hlutlausan sjáanda sem gæti horft yfir heiminn frá „æðra“ sjónar- horni og séð „staðreyndir“ hans í samhengi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.