Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 17
c
BLÁI þráðurinn/arfurinn, eftir Jack Beng- Thi frá Réunion, 1996, eyju skammt austan Madagaskar.
1 X öwiW|f (jHHSrMj."'.
ÁN titils, Ijósmyndaverk eftir Barböru Ess
frá NewYork, 1996.
HEIMSKORT eylanda eftir Gilles Guidieri,
1996.
áhrifa frá hefð íslenskrar landslagsmálun-
ar allt frá Jóhannesi Kjarval sem best sé
lýst sem lestri á náttúrunni. Hugmyndir
sínar sæki Sigurður í bernskuminningar
og heim hins óþekkta og dularfulla. Vís-
indaskáldsögur og bókmenntaarf Jules
Vernes, Edgar Allan Poe og Bram Stoker.
Hugmyndaheimur hans fari reyndar ört
vaxandi og lýsi vel fjörugu ímyndunarafli,
súrrealískri sýn og næstum örvæntingar-
fullri þörf íslendingsins fyrir að tengjast
öllum og öllu. Aðalsteinn segir Önnu Ey-
jólfsdóttur vinna með innra landslag ís-
lenskrar menningar. Goðsagnir og gamla
handverkshefð í formi norrænnar mynstur-
gerðar. Þar komi berlega í ljós margþætt
merking sem safnast hefur um hefð sem
barst frá meginlandinu til Norðurlanda
fyrir mörgum öldum og aðlöguð hefur ver-
ið ólíkum menningarheimi norðursins. Að
lokum segir Aðalsteinn að kannski sé nú
fyrst hægt að fullnægja þörf íslenskra
listamanna fyrir fjarlægð á eyjuna sína. Á
tímum öflugrar samskiptatækni og auð-
veldra ferðalaga heimshorna á milli geti
íslenskir listamenn loks' notið eyjunnar
sinnar til fullnustu og velt fyrir sér ráðgát-
um heimaslóðanna í norðri.
ferðast milli borganna þriggja Las Palmas, Santa Cruz og Sevilla næsta hálfa árið.
RA EYBUA
GAMAN EÐA
ALVARA?
TONLIST
Sígildir diskar
MOZART
W.A. Mozart: Don Giovanni. Bryn Terfel
(Don Giovanni), Renée Fleming (Donna
Anna), Ann Murray (Donna Elvira), Mic-
hele Pertusi (Leporello), Herbert Lippert
(Don Ottavio), Monica Groop (Zerlina),
Roberto Scaltriti (Masetto) og Mario Lu-
peri (B Commendatore.) London Voices
kórinn og FíUiarmóníusveit Lundúna u.
stj. Georgs Solti. Decca 455 500-2. Upp-
taka: DDD, á sýningum í
Royal Festival Hall, Lundún-
um, 10/1996. Útgáfuár:
1997. Lengd (3 diskar):
163:16. Verð(Skifan):
5.199 kr.
HVORT er Don Gio-
vanni gamanleikur eða
harmleikur? Um það hef-
ur verið - og er enn -
deilt, því mörgum virðist
einhverra hluta vegna erf-
itt að kyngja því, að verk-
ið skuli hvorki vera hrein-
ræktuð opera buffa né
opera seria. Og tóngrein-
arheitið sem Mozart og
líbrettisti hans Da Ponte
völdu, dramma giocosa -
„gaman-drama“ - er
vissulega varla til þess
fallið að skera frekar úr
um það.
Né heldur vill óperufor-
leikurinn, sem venjulega
setur grunntóninn, taka
af skarið. Hann hefst á
átakamiklum inngangi í
d-moll, en svo tekur við
ekta fisléttur buffo-kafli
a la „Figaro,“ með greini-
legum tengslum við Prag-
sinfóníu sama höfundar
frá sama tíma (og í sömu
tóntegund, D-dúr,) eink-
um í 2. stefi þess kafla.
Og þó að „hetjan“ sé
dregin til heljar undir lok-
in, þá láta Mozart og Da
Ponte sig ekki muna um
að klykkja út með allt að
því léttúðugum sextett-
samsöng um hvað liggur
næst fyrir hjá hverjum og
einum hinna eftirlifandi,
auk svolítils málamynda-
mórals um illan endi synd-
ara.
Ef út í það væri farið,
er Don Giovanni ekki hóti
betri en margt úr Holly-
woodhasar okkar tíma.
Ef yztu umbúðir eru fly-
sjaðar af, blasir við sex
og ofbeldi - en vel að
merkja af því tagi sem
jafnvel heiðvirðasta fólk
lætur sig stundum
dreyma um. (Þar felst að
hluta áhrifamátturinn -
ekki síður en hjá Wagn-
er!) Don Giovanni ræðst
undir niðri á guðstrú og
góða siði, og veigrun
kappans við að sjá að sér
andspænis píslum helvítis
hefur á sinn hátt ugglaust
verið pólítískt tundur í
aðsteðjandi uppgjöri við
alræðisvald konunga, að-
als og kirkju, þó að flest
af því sé nú steingleymt
og fæstir heyra annað en
fyrsta flokks sígilda tón-
list.
Það yrði til að æra
óstöðugan að ætla að reifa frekar það
sem hefur verið skrifað um þessa flókn-
ustu óperu Mozarts, sem ásamt ritsmíð-
um um músíkdrömu Wagners fyllir
heilu bókaskápana. En hvað sem öllu
textainntaki líður, þá er verkið músík-
lega séð mönnum enn botnlaus náma
hugleiðinga, enda margt enn á huldu.
Líklegt er þó, að Mozart hafi sjaldan
tekizt jafn vel upp og einmitt hér, þar
sem sumt vísar á fjarlæga tónsögu-
framtíð, t.d. tilvitnanirnar úr borðhaldi
Giovannis i tónlist, bæði frá öðrum
samtímaóperuhöfundum og „Figaro“
(Non piú andrai), svo og
þrítekna balltónlistin, þar
sem höfuðstéttirnar þrjár
fá hver sína músík, fyrir-
fólkið barokkmenúett,
burgeisar kontradans og
bændur lándler - og allt
samtímis - fyrir utan
hvað úir og grúir af slæg-
um tilvísunum og njörv-
uðum formum, svo að
minnt getur jafnvel á
slynga uppbyggingu
Wozzecks eftir Alban
Berg.
Diskútgáfur af Don
Giovanni skipta þegar
tugum; margar þeirra yf-
irfærslur af eldri LP-upp-
tökum, en einnig margar
síðan eftir innreið geisla-
tækninnar. Það væri
meiriháttar verkefni bara
að bera beztu upptökur
saman, en a.m.k. tvénnt
gerir þessa „læf“-útgáfu
sérstaka. í fyrsta lagi fer
hér síðasta hljóðritun Ge-
orgs Soltis á verkinu, sem
lézt nú í haust. í annan
stað má færa rök fyrir,
að sjaldan hafi öðru eins
stjörnuúrvali af ungum
toppsöngvurum verið
smalað saman á einni upp-
töku. Forystukarlarnir
tveir, Terfel og Pertusi,
eru ekki aðeins afbragðs
raddsnillingar, heldur
gamanleikarar af guðs
náð, eins og heyra má í
mörgu samsöngsresítat-
ífinu, þar sem auðvelt er
að ímynda sér flagarana
þijá, Mozart, Da Ponte og
Casanova (einkavin hins
síðara og hirðbókavörð í
Prag á tilurðartíma) ræð-
ast kumpánlega við um
veikleika holds og kvenna.
Donnurnar tvær, Anna
og Elvíra, eru og í góðum
höndum Renée Flemings
og Ann Murray, og sveita-
stúlkan Zerlína er hreint
frábærlega sungin af
hinni finnsku Monicu Gro-
op. Hin tiltölulega bragð-
minni hlutverk Masettos
og Don Ottavios koma
einnig vel fyrir í meðför-
um Sealtrinis og Lipperts.
Miðað við konsertupptöku
er hljóðritunin furðu ná-
læg, og Lundúnafílharm-
ónían leikur eins og hugur
manns, burtséð frá for-
leiknum, sem hljómar ögn
líkt og mannskapurinn
óttist að verða flengdur,
því þar sem oftar er
tempói haldið í hressilegri
kantinum, enda lítil
öldrunarmerki að finna
hjá Solti heitnum.
Ríkarður Ö. Pálsson
W.A. Mozart
George Solti
Renée Fleming
Bryn Terfel
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 17