Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 15
stund. Blaðamennirnir hafa fengið ítarefni áður og eru búnir að undirbúa sig og spyija skynsamlega um tilurð sýningarinnar, vinnuaðferðir, gamlar íslenskar rætur, rím- ur, vikivaka, Háu-Þóru og Finngálkn, kvintsöng, íslenskar fornbókmenntir, ís- lenskt nútímaleikhús, hvort leiklist Norður- landa hafi sérstöðu í Evrópu (við erum eini norræni flokkurinn) o.s.frv., spurning- ar sem við reynum að leysa samviskusam- lega úr. Á eftir erum við leidd um borg- ina, sérstaklega þau hverfi, sem ósnortin eru og sýna manni hvernig gamla Seoul var. Annars er mikið byggt og í vestrænum skýjakljúfastíl. Eftirminnilegast verður koma okkar í gamalt Búddhahof, þar sem við fengum að kynnast helgisiðum sem tengdust sálumessu, með bumbuslætti og dansi þar sem hljómhleifum er smokrað upp fyrir höfuð og sleginn hljómur. Kl. 5 erum við Ólafur Orn, tæknistjóri hópsins, komnir í leikhúsið, sem heitir Munwha Ilbo og er í eigu áhrifamikils dagsblaðs. Þar eigum við tæknifund með starfsfólki leik- hússins og segjum fyrir um undirbúning í samræmi við ótal símbréf undangengið sumar. Við komumst reyndar ekki inn á sviðið strax, en sjáum þess í stað lokin á sýningu frá Fílabeinsströndinni, frásagn- arleikhús í uppbyggingarskyni í samræmi við þarlendar hefðir, Sagan af Kaidara. Um kvöldið förum við öll saman að sjá sýningu Rajatabla-leikflokksins fræga frá Venezúela, sem við íslendingar kynntumst reyndar á listahátíð í Reykjavík 1982 og þeir sem tóku þátt í ferð Þjóðleikhússins með Silkitrommuna til Caracas árið eftir. Sýningin, sem heitir Enginn skrifar hers- höfðingjanum, er byggð á sögu eftir Marquez, síðasta sýning listræns forystu- manns hópsins, Carlos Giminez, sem nú er reyndar látinn. Hún er stílhrein og áhrifamikil í pólitískri skírskotun sinni, til- raun leikhússins til að mæta kröfum „hins magíska realisma". En okkur kemur reynd- ar á óvart, að framsetning hópsins hefur ekkert breyst í þau 15 ár sem liðin eru síðan við fyrst höfðum kynni af þessum víðfræga leikhópi. TÍUNDI SEPTEMBER. Á hótelinu hef- ur tekist að týna leikkistunum okkar. Þær koma þó í leitirnar eftir nokkurt stapp en þetta tefur okkur. Við getum því ekki byijað uppi í leikhúsi fyrr en kl. 9.30. Venju samkvæmt byijum við á því að ganga í gegnum alla sýninguna útfrá að- stæðum sem fyrir hendi eru, velja inn og útkomur, leysa hvernig hægt er að komast hringinn og aftan að áhorfendum og aqnað þvíumlíkt. Síðan eru leikararnir sendir burt og við tekur upphenging á ljósum og miðun. Hún er venjulega tímafrek. Eg yfir- gef Ólaf Örn, þegar búið er að leysa öll stærstu málin, bakvegginn, upphengingar- pípuna, þar sem við í leiknum leggjum frá okkur hljóðfærin og aðra leikmuni o.s.frv. Ákveðið að er ganga niður í bæ. Þá fer fyrir mér eins og öllum hinum, að um leið og við gefum okkar indæla leiðsögufólki frí og segjumst vera fær um að fara ein okkar ferða, þá villumst við. í villu minni rekst ég á Borgar Garðarsson, sem hefur einnig orðið viðskila við hluta hópsins á útimarkaði borgarinnar. Hann leiðir mig á þennan skemmtilega markað og er það talsvert sérstæð upplifun. Eftir ýmsum krókaleiðum, sem ekki eru fyrirfram ákveðnar, tekst okkur svo að komast smám saman á hótelið. Fregnir berast af því að Ellen Stewart, sem er þarna með sinn fræga flokk, La Mama, hafi fengið hjarta- áfall og sé komin á spítala. Um kvöldið fara allir að sjá leikflokk frá Japan, Tokyo Ghetto. Ákaflega hrein og sterk sýning sem fjallar um valdbeitingu, ofbeldi stór- borgariðranna. Eigi að síður verða um hana mjög skiptar skoðanir, Guðna og Stefáni Sturlu finnst hún stórkostleg, öðr- um bæði og; sumir tala um Pinu Bausch- eftirlíkingu. Þegar við komum upp á hótel kemur í ljós, að flugnabit, sem Tóta Magnea hefur orðið fyrir hefur tekið á sig ævintýralega og mjög svo sársaukafulla mynd. Hvernig á hún að leika svona á morgun?. Ragnheiður og hún og einn verndarengillinn, sem við köllum Geirharð, fara því á spítala og þar er skorið í mein- ið. Ur þessum leiðangri koma þær stöllur klukkan hálfþrjú um nóttina. Á leiðinni sjá þær mikið af fordrukknum ungmennum, en enginn ræðst gegn þeim. Segir sagan að Kóreumenn geri sér far um að láta útlendinga finnast þeir vera sem óhultastir í þeirra landi. Leikflokkurinn Bandamenn • APRIL 1992. Leikflokkurinn Banda- menn stofnaður af Borgari Garðars- syni, Felix Bergssyni, Guðna Franzsyni, Jakobi Þór Einarssyni, Ragnheiði Elfu Arnardóttur, Stefáni Sturlu Siguijóns- syni, Sveini Einarssyni og Þórunni Magneu Magnúsdóttur. • JÚNÍ1992. Frumflutningur á Banda- mannasögu í samvinnu við Norræna húsið. Framlag þess til Listahátíðar í Reykjavík og Norrænna leiklistardaga. • SEPTEMBER 1992. Sýningar á Bandamannasögu í Norræna húsinu. • OKTÓBER1992. Sýningar á Banda- mannasögu í Borgarleikhúsinu í Vasa í Finnlandi, vegna endurvígslu hússins. Hátíðarræðuna flytur forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. • NÓVEMBER1992. Sýningar í Lyric Theatre, Hammersmith í London, innan ramma hátíðarinnar Northern Lights. • JÚNÍ1993. Bandamannasaga sýnd í Bonn á íslenskri menningarkynningu. • JÚLÍ 1993. Bandamannasaga sýnd í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. • ÁGÚST 1993. Sýningar í Norræna húsinu í Reykjavík í tilefni af 25 ára afmæli hússins. • SEPTEMBER 1993. Sýningar á Bandamannasögu á listahátíð í Árósum. • JÚNÍ 1994. Bandamannasaga sýnd á listahátíðinni í Akershus í Ósló. • MARS 1996. Frumflutningur á Am- lóða sögu á Helsingjaeyri, sem liður í Hamlet Sommer. • MARS 1996. Sýningar á Amlóða sögu í Café-teatret í Kaupmannahöfn sem lið- ELLEFTI SEPTEMBER. Fyrsti sýn- ingardagurinn upp runninn. Tóta er þreytt, en skárri, bólgan hefur minnk- að. Við Ólafur Örn setjum ljósmörkin í sýn- inguna ásamt okkar aðstoðarfólki og þau eru 66 í þessari sýningu. Við höfum gefíð leikurunum frí frá því að „standa í ljósun- um“, sem þeir annars oftast gera fúsir og ljúfir, viljum hafa þá sem óþreyttasta um kvöldið. Einn hjálparkokkanna okkar, Ho Young, stendur í ljósunum og allt gengur þetta vel. Eftir þessa vinnu, sem tekur 2-3 tíma gengur Ólafur frá ýmsum lausum endum og lagfærir það sem við erum ekki ánægðir með; þó að húsið sé að mörgu leyti gott og t.d. greiðfært í áhorfendasalinn, þar sem leikararnir leika líka, er salurinn of ílangur til þess að vera verulega heppileg- ur fyrir nálægð sýningarinnar, á gólfinu er parkett, sem er hált og hættulegt fyrir öll heljarstökkin hans Stefáns Sturlu og það sem verra er: svo ljóst að alltof mikið end- urskin verður af gólfínu og við verðum að dempa alla lýsingu, sem er aftur vont fyrir þá sem aftast sitja. Og ekki hefur tekist að útvega reykvél, svo að sýningin verður ekki eins dulúðug og við viljum að hún sé. Klukkan 15.00 fara leikararnir að tínast í húsið, kl. 17.00 er aðalæfing, allt með öllu, sjónvarpstaka og blaðaljósmyndataka og kl. 19.30 rennur upp stóra stundin. Upp- selt er, mikið af gagnrýnendum, fólki úr öðrum erlendum leikflokkum, íslenski vara- konsúllinn o.s.frv. Sýningunni er tekið með kostum og kynjum; við höfum aldrei upplif- að annað eins, bravóhróp og stapp og klapp. Nauðgunaratriði þeirra Jakobs Þórs og Tótu hefur aldrei verið jafngrípandi, enda þarf Tóta víst ekki að gera sér upp neinn sársauka þar. Forstjóri Ziirischer Fest- spiele, sem verða með Leikhús þjóðanna, kemur á bakvið og býður okkur að koma þar fram á næsta sumri; annar frá leiklistar- hátíð í Moskvu vill fá okkur þangað. Og sá þriðji frá Budapest... TÓLFTI SEPTEMBER. Tvær sýningar í vændum, svo að ekki verður mikið slett úr klaufunum. Við ákveðum þó ur í hátíðahöldum Kaupmannahafnar sem menningarhöfuðborgar Evrópu. • MARS-APRÍL 1996. Sýningar í Borg- arleikhúsinu í Reykjavík á Amlóða sögu, en sýningin er samstarfsverkefni L.R. og Bandamanna. • MAÍ 1996. Amlóða saga sýnd í Norð- urlandahúsinu í Færeyjum. • JÚLÍ1996. Leiklestur á Bessastöðum á Álfi í Nóatúnum eftir Jónas Hallgríms- son og fleiri skólasveina í Bessastaða- skóla. • ÁGÚST 1996. Sýningar á Amlóða sögu á listahátíðinni í Helsinki. • OKTÓBER1996. Álfur í Nóatúnum leiklesinn í Listaklúbbi Þjóðleikhússins. • NÓVEMBER1996. Leiklestur á Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna á samkomu tilað minnast þess, að 50 ár voru síðan ísland gerðist aðili að samtökunum. • APRÍL 1997. Amlóða saga sýnd í Tallinn í Eistlandi á norrænni menning- arkynningu. • JÚNÍ 1997. Amlóða saga sýnd í Du Maurier-leikhúsinu í Toronto í Kanada sem liður í listahátíðinni Northern En- counters. • SEPTEMBER1997. Amlóða saga sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Þránd- heimi í tilefni af 1000 ára afmæli borgar- innar. • SEPTEMBER1997. Amlóða saga sýnd í Leikhúsi þjóðanna í Seoul í Kóreu. • ÁRIÐ 1998 er m.a. fyrirhuguð þátt- taka í leiklistarhátíðinni í Brisbane í Ástralíu. nokkur að fara og skoða keisarahöllina fyrir hádegi. Það tekst þó ekki betur til en svo fyrir mína parta, að varla erum við komin niður í neðanjarðarbrautina, sem er hrein og falleg og mikil andstæða um- ferðaröngþveitisins og mengunarinnar uppi á yfirborði gatnanna, að ég finn, að ekki er allt með felldu um heilsu mína. Við staulumst inn á tehús, þar sem ég fæ engiferte, en er farinn að skjálfa og kom- inn með hita. Ég er því sendur heim í leigu- bíl og ligg uppi á herbergi allan þann dag við illan leik og missi af báðum sýningun- um. Þær þykja tiltakanlega ólíkar. Á þeirri fyrri er einkum námsfólk úr háskóla, sem hefur fengið það verkefni að lýsa sýning- unni, innviðum hennar og duldum merking- um. Þeim stekkur varla bros í samvisku- semi sinni og sýningin verður mjög alvar- leg, ólík þeirri í gærkveldi, þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Það er ekki fyrr en í lokin að við kveða frábærar undirtekt- ir. Sýningin er í heild tekin upp fyrir sjón- varp. Síðari sýningin aftur lík þeirri fyrstu með miklum hlátrasköllum, klappi og hljóð- um. Þá voru viðstaddir ýmsir þeir sem fyrir hátíðinni stóðu. UM MORGUNINN fara sumir að landamærum Norður-Kóreu, þar sem rís einn grimmilegasti Berlínarmúr okkar tíma. Aðrir skoða Árbæjarsafnið þeirra Seoul-manna. Ég verð að dúsa í bælinu fram að sýningum. Aðsókn sem fyrr mikil, en sýningarnar aftur ólíkar. Síðdegissýningin settleg, sú um kvöldið lífleg og mikið bravó. Á fyrri sýningunni kem ég auga á Ijóshærðan pilt í öllum skaranum af dokkhærðu fólki og spyr hvaðan hann sé. í ljós kemur að hér er þá kominn Bessi Jónsson frá Blönduósi, 18 ára piltur, sem ætlar að starfa í eitt ár á vegum KFUM. Með honum er stúlka, sem honum hefur verið fengin til halds og trausts, enda skilur hún hrafl í íslensku og hefur unnið sem sjúkraliði í Mosfellsbæ. Bessi segist oft vera stöðvaður á götu og spurður hvort hann vilji kenna fólki ensku. Málakunnátta er nefnilega ekki almenn á þessum bæ. Stundum eigum við erfitt með að skilja verndarenglana okkar; erfiðast er að segja r, það verður oft 1 í kóreskum framburði. Um kvöldið er okkur haldið hóf og skipst á ræðum og gjöfum. Allt sem við höfðum meðferðis hefur runnið út. Enski textinn er uppseldur, veggspjöldin á þrotum, leikskrárnar búnar og áróð-. ursbæklingarnir frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna runnu út eins og heitar lummur. Við gefum utan af okkur Banda- mannabolina, skrifum á eitt veggspjald, drögum fram úr fylgsnum eina bók með enska textanum, sem Ho Yung kveðst ætla að þýða á kóresku; tæknimönnum færum við ævinlega hnefastórar svarta- dauðaflöskur; sú sem hefur skipulagt dvöl okkar fær Jón Leifs. Veislan er haldin þar sem annað leikhúsáhugafólk getur lagt leið sína og af næstu borðum er okkur fagnað eins og þjóðhöfðingjum. FJÓRTÁNDI SEPTEMBER. Síðasti dagurinn. Við eigum að sitja fyrir svör- um kl. 11.00 uppi í leikhúsi. Það stendur yfir þakkargjörðarhátíð og allir fara úr bænum; það er búið að vara okkur við, að af þeim sökum verði kannski ekki fjölmenni í þessari „leiksmiðju“, sem þeir kalla svo. Þegar við komum upp í leikhús eru þar fyrir tveir forvitnir leikhúsgestir auk starfsmanna. Það er okkur að meina- lausu, að þetta falli niður. En svo fer að streyma að fólk og það sem við héldum yrði klukkutíma spjall, verður á þriðja klukkutíma. Þarna verða djúpúðugar sam- ræður um hvað sé postmodernismi í leik- húsi (reyndar sá ég dæmi um slíkt á kór- eskum sýningum síðar), við fluttum fim-,. mundarsöng og lýstum vikivaka og viki- vakaleikjum með dýragervum eins og hest- leik o.s.frv. Mikið er spurt um vinnuaðferð- ir okkar og við segjum frá amöbuæfingun- um, hvernig við könnuðum ytri form seiðs, hvernig tónlistin er þróuð, hvernig við höfum líka nýtt okkur sitthvað það nýjasta úr ýmsum áttum. Miklar umræður verða um innihaldið, sem menn segja að sé vandamál Sameinuðu þjóðanna í hnot- skurn: að ná fram réttlæti án þess að fremja óréttlæti, að sigrast á ofbeldi án þess að beita því sjálfur, eins og Amlóða - okkar dreymir um. Á eftir kveð ég félaga mína í hópnum, sem halda heim á morgun; sjálfur fer ég yfir á hinn bakka Hang-fljóts og þar á þing ITI, vegna þess, að enginn sem nú er í stjórn íslandsdeildarinnar átti þess kost og mikilvægar laga- og skipulagsbreyting- ar standa fyrir dyrum. En af því er önnur saga. Hér má þó geta þriggja kóreskra leiksýninga, sem urðu minnisstæðar. Hin fyrsta sem hefur verið í gangi með breyt- ingum í ein tíu ár og ber heitið Ogu - helgisiðir við dauða - er í rauninni saga nútímafjölskyldu sögð með gamalli aðferð við að fylgja þeim sem deyja inn í dauðarík- ið. Hér er það formóðir fjölskyldunnar, amman, sem vill ganga á vit feðra sinna og er öll sú lýsing með afbrigðum forkostu- “ Ieg, þó að sýningin væri nokkuð ójöfn. Daginn eftir sá ég Lear konung leikinn á kóresku, þýsku, ensku og rúmensku í leik- stjórn þess fræga leikstjóra Jeong-ok Kim, sem er gamall vinur minn, og loks sá ég sýningu sem mér þótti ekki síður til koma: Neglurnar á tánum á honum Ohn-Jang Gun í leikstjórn Jin-Chaeks Sohn. Höfundurinn er Norður-Kóreumaður og var leikritið bannað þar í fimmtán ár, en það er byggt á sönnum viðburðum úr Kór- eustríðinu; þar vottar fyrir sömu virðingu fyrir hernaði og hjá Hasek og í Góða dátan- um Sveik og í réttlætiskennd sinni minnti sýningin á Mikjál frá Kolbeinsbrú eftir Kleist. Mjög grípandi sýning. Annars missti maður auðvitað af mörgum forvitni-* legum sýningum. Til Leikhúss þjóðanna var að þessu sinni boðið 14 erlendum sýn- ingum og þeirra á meðal voru Antigóna í leikstjórn frægasta leikstjóra Grikkja í dag, Theodorosar Terzopoulusar, Tróju- konur í leikstjórn Andrejs Serban og Fedra (Evripídesar og Senecu) í leikstjórn Silviu Purcaetes. Og lýkur nú að segja af því. Þegar heim kom sáum við slegið upp með stórum stöfum, að íslenskur íþróttaflokkur þótti hafa staðið sig þannig að til sóma var fyrir land og þjóð, og er það alltaf ánægjulegt. Eitthvað svipað þóttumst við Bandamenn hafa verið að reyna að gera,'- þó að ekki fylgdi okkur flokkur frétta- manna. Og ferðin öll var mikið ævintýri. Höfundur er leikstjóri. 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 1 5 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.