Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 4
ÆSKUUMHVERFI Stjána bláa í Garðahverfi í Garðahreppi. Á bænum Bakka var hann niðursetningur. Bærinn næst á myndinni heitir Krókur.
Bókasafn Garðabæjar. Ljósm. Gunnar Gunnarsson.
IFYRSTA þætti þessarar samantektar
um Stjána bláa var hans síðustu sigl-
ingu lýst og því ljóð- og lagverki sem
þessi sigling varð kveikjan að. Hér
verður æviferli sögupersónunnar gerð
skil eftir því sem heimildirnar leyfa.
Þessi þáttur rekur lífshlaup Stjána
og myndar eins konar undanfara að
næstu tveimur þáttum þar sem reynt verður
að lýsa, greina og skýra persónuleika Stjána.
Veganestió
Samkvæmt prestþjónustubók Garðasóknar
fyrir 1872 var Stjáni fæddur 14. desember
1872. í manntali 1910 og 1920 er skráð að
hann sé fæddur að Elliðavatni í Reykjavíkur-
sókn. Þar sem hann var skírður daginn eftir
þá hefur hann væntanlega einnig verið fædd-
ur þar. Fæðingin og skímin var þó aðeins
stutt millispil eftir inngangskafla þar sem
foreldrar hans koma inn á sviðið.
Móðir Stjána hét Helga Jóhannesdóttir og
var hún samkvæmt prestþjónustubók Garða-
sóknar fædd 7. nóvember 1841 að Byggðar-
enda í Garðasókn. Foreldrar hennar eru þar
skráðir Jóhannes Hannesson tómthúsmaður
og Helga Jónsdóttir hjú. Engar heimildir
liggja fyrir um uppeldi og menntun Helgu.
I manntalinu 1970 kemur móðir Stjána
fyrir sem vinnukona að tómthúsinu Görðum
á Skildinganesi í Reykjavík. Þar var hún
sennilega að fardögum 1871. Út frá nokkrum
heimildabrotum hníga rök að því að hún
hafi þá ráðið sig í vist hjá prófastinum að
Görðum, Þórarni Böðvarssyni, eða á Bessa-
staði að minnsta kosti fram að fardögum
(byijun júní) 1872 og síðan farið þunguð í
vist að Elliðavatni hjá Benedikt Sveinssyni.
í grein sem Bergsteinn Jónsson ritar um
Benedikt Sveinsson í Þjóðviljann 17. júní
1961 kemur fram að kona hans hafi yfirgef-
ið hann veturinn 1872. Ráðning Helgu til
Elliðavatns gæti hafa tengst því. Ef gengið
hefur verið frá ráðningunni fyrir fardaga þá
veit Helga varla af því að hún er þunguð.
Enn einn möguleiki er að hún hafi verið áfram
vistráðin hjá prófastinum en send til Elliða-
vatns, þegar þungun hennar varð ljós. í grein
Bergsteins kemur einnig fram að Benedikt
Sveinsson var erlendis veturinn 1872-73.
Miðað við 9 mánaða meðgöngutíma á getnað-
ur sér stað um miðjan mars 1872, með öðrum
orðum um hávetur.
Meðan móðurleggurinn að lífshlaupi Stjána
er nokkuð ljós er föðurleggurinn afar óskýr.
í áðurnefndri prestþjónustubók kemur fram
að Helga lýsir barnið á Svein nokkurn Páls-
son sem gæti hafa verið í vinnumennsku að
Bessastöðum, þegar getnaður átti sér stað.
í “Skagfirskum æviskrám“ má finna nokkuð
greinargóða Iýsingu á Sveini. Hann var fædd-
HANN VAR
ALINN UPP
VIÐ SLARK
EFTIR SÆVAR TJÖRVASON
I þessu iífsskeiói Stjána má kannski tala um
stígandi oq fall sem er forritaó í hrynjandi sjó-
mannsstarfsins. Hann byrjar eflaust á árabátum
en fer fljótlega á skútur eóa þilskip en þeim
fjölgaói ört á þessum tíma.
ur 1829 að Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Flugu-
mýrarsókn. Ungur missti hann móður sína
og var þá tekinn í fóstur. Ólst hann upp hjá
fósturforeldrum sínum og vann á búi þeirra
fram yfir tvítugsaldur en var svo í vistum.
Sveinn hefur greinilega ekki verið við eina
fjölina felldur. Um 1865 kynntist hann Guð-
leifu Sæmundsdóttur frá Hvanndölum, þá
ógift verkakona á Miðsitju í Blönduhlíð, og
eignaðist hann tvíbura með henni 16.maí
1866 á sama bæ. Sveinn þessi virðist ekki
hafa búið með Guðleifu en hefur stuttu síðar
sambúð með annarri konu, Lilju Gottskálks-
dóttur (Hannes Pétursson lýsir henni í sér-
stökum þætti í “Frá Ketubjörgum til
Klaustra"). Lilja og Sveinn áttu vel saman.
“Bæði voru gáfuð og prýðilega hagmælt ...
og þóttu frábæriega skemmtileg í viðræðum“
(Hannes Pétursson bls. 141). Lilja þessi ól
Sveini tvö börn sem bæði dóu ung. 1868
brugðu þau búi og fóru í húsmennsku á sama
stað. 1870 eða 1871 slitu þau samvistum að
fullu vegna fátæktar. Eignir Lilju eftir fyrri
mann hennar Pétur voru þá gengnar til þurrð-
ar (sama heimild). Sveinn leitaði haustið
STJÁNI blái.
1871 lukkunnar suður með sjó (til Bessa-
staða) en Skagfirðingar réru þá mikið frá
Álftanesi. Fyrir norðan voru tvær mæður
eftir og a.m.k. þijú ung börn. Lilja Gott-
skálksdóttir kvað þá:
Sú var tíð ég syrgði mann,
svikahýði réttnefndan.
tryggð og blíðu bana vann
bölvað níðið! Svo fór hann.
Sveinn hefur greinilega ekki staðið við sín-
ar skuldbindingar gagnvart þeim, því í bréfa-
bók Álftaneshrepps frá 26. nóvember 1872
má lesa eftirfarandi bréf:
Samkvæmt bréfi af 2. þ.m. frá Skagafjarð-
ar.... er nú sem stendur á Bessastöðum
Sveinn nokkur Pálsson sem í fyrrahaust hef-
ur farið úr Skagafirði og skilið eftir konu
og börn, sem eru styrkþegar af Akrahreppi.
Þess vegna hefur hreppstjórinn þar heimtað
Svein annaðhvort komi heim aftur til að vinna
fyrir hyski sínu eða borga árlega 30 ríkisd-
ala styrk. í tilefni hér af skal ég hafa yður
umbeðinn um að heimta yfirlýsingu af Sveini
Pálssyni, hvort hann vilji heldur borga árleg-
an styrk svo háan sem ákveðið mun verða
með úrskurði.
í öðru bréfi úr sömu bók frá 25. janúar-
1873 hefur þessu bréfi greinilega verið svar-
að en óskað er frekari upplýsinga:
Með bréfi 3.þ.m. hafið þér sent mér svar
frá Sveini nokkrum Pálssyni nú á Bessastöð-
um, hvar hann í tilefni af kröfu Eyjafjarðar-
sýslu um að hann veiti styrk hyski sínu, seg-
ir sig ekki sem stendur færan um það, svo
sem hann ætlar að hann sökum lasleika eigi
geta ferðast heim og þar unnið fyrir konu
og börnum. En þar að þessu svari Sveins
eigi fylgdi álit hreppstjórans um þetta mál
skal ég biðja yður að skýra mér frá hvort
Sveinn hefur rétt hermt þetta mál eða eigi.
Barnaómegð Sveins í Skagafirði veldur
hreppnum kostnaði sem skýrir þessi bréfa-
skipti.
Sveinn naut greinilega kvenhylli. Skömmu
eftir að hann fer suður kynnist hann Helgu
móður Stjána en eins og áður sagði átti getn-
aður sér stað í mars 1872 eða um 5-6 mánuð-
um eftir að Sveinn fór suður. Eigi er hægt
að rekja hvar þeirra kynni áttu sér stað því
hvorugt þeirra eru skráð í húsvitjunarbækur
Garða- og Bessastaðarsókna fyrir árin
1871-73. En einhver samgangur hefur verið
milli Garða og Bessastaða þó mikið ósam-
lyndi hafi verið milli Gríms Thomsen (á
Bessastöðum) og Þórarins Böðvarssonar á
Görðum (Hannes Þorsteinsson: Endurminn-
ingar; bls. 54). Þó Sveinn komi ekki meira
við sögu getur verið fróðlegt að bera persónu-
leika og líkamsvöxt hans saman við Stjána
(sjá seinni þætti). í “Skagfirskum æviskrám“
er persónuleika hans lýst þannig:
-
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997