Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 20
Haustsýn-
ing Lista-
skálans í
Hvera-
gerði
Hveragerði. Morgunblaðið.
HAUSTSÝNING Listaskálans í
Hveragerði verður opnuð í dag.
Á sýningunni verða 59 listaverk
eftir 22 myndlistarmenn. Ætlunin er
að haustsýning með þessu sniði verði
árlegur viðburður í starfsemi Lista-
skálans. Auglýst var eftir verkum á
sýninguna og var öllum myndlistar-
mönnum gefinn kostur á því að senda
verk sín fyrir dómnefnd. Dómnefndina
skipuðu Magdalena Margrét Kjartans-
dóttir og Valgarður Gunnarsson mynd-
listarmenn, ásamt Einari Hákonarsyni,
eiganda Listaskálans. Að sögn dóm-
nefndar var valið erfitt því innsend
verk voru alls 116 eftir 29 listamenn.
Á árum áður hélt Félag íslenskra
myndlistarmanna haustsýningar með
svipuðu sniði og þessi er og voru þær
með vinsælustu sýningum sem þá voru
haldnar. Aðspurður sagðist Einar Há-
konarson strax hafa verið ákveðinn í
því að endurvekja þessa hefð þegar
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
EINAR Hákonarson, Magdalena M. Kjartansdóttir og Valgarður Gunnarsson, er skipuðu dómnefnd, voru önnum kafin
við uppsetningu verkanna í vikunni.
Listaskálinn yrði að veruleika. „Haust-
sýningarnar gáfu almenningi kost á
því að sjá þær hræringar sem efst voru
á baugi á hverjum tíma, og einnig gáfu
þær óþekktum listaspírum tækifæri til
að láta að sér kveða á myndlistarsvið-
inu. Eg vona að sýningin nú verði að-
eins sú fyrsta af mörgum sem hér verði
enda stefni ég á það að hafa slíkar
sýningar árlega.“
Haustsýning Listaskálans í Hvera-
gerði stendur til 23. nóvember.
FÉLAG ÍSLENSKRA myndlistar-
manna gengst fyrir samsýningu fé-
lagsmanna sinna í Ásmundarsal,
Freyjugötu. Yfirskrift sýningarinn-
ar, sem verður opnuð í dag kl. 15, er
Óðurinn til sauðkindarinnar. Á sýningunni
eru tæplega 200 örverk eftir 42 félags-
menn og 6 gesti frá Nýlistasafninu sem
boðið var til þátttöku.
Um langt árabil stóð Félag íslenskra
myndlistamanna fyrir sýningum félags-
manna, svonefndum Haustsýningum, og
þóttu sýningarnar veita góða innsýn í það
sem var að gerast á vettvangi myndlistar
hérlendis hveiju sinni. Sýningarnar hafa
hins vegar legið niðri sl. 8 ár og nú hefur
stjórn og sýningarnefnd félagsins ákveðið
að endurvekja sýningarnar þó með breyttu
sniði sé. „Við viljum bæði auðga sýningar-
lífið, sem einkennist mikið af einkasýning-
um, og þjappa félagsmönnum saman,“
segir Guðbjörg Lind Jónsdóttir, formaður
Félags íslenskra myndlistarmanna.
„Hugmyndin er sú að bjóða félagsmönn-
um upp á skemmtilega glímu við ákveðið
viðfangsefni. Flestir sýningarsalir borgar-
innar eru of litiir til þess að hægt sé að
bjóða félagsmönnum að halda sýningu á
verkum sínum öðruvísi en að takmarka
fjölda þátttakenda hveiju sinni. Niðurstað-
an varð því sú að fara þá leið, sem lítið
hefur verið reynd hérlendis fram að þessu,
að gangast fyrir örsýningu með ákveðnu
þema sem þátttakendur ynnu eftir,“ segir
, ^ Morgunblaóiö/Kristinn
SYNING Félags íslenskra myndlistarmanna, Óðurinn til sauðkindarinnar, verður opnuð í Ásmundarsal í dag. Kristín Geirsdóttir,
Anna Jóa og Sigurður Örlygsson við uppsetningu sýningarinnar.
Guðbjörg Lind. Stærðartakmarkanir ör-
verkasýningarinnar eru 20x20 sm eða
20x20x20 sm ef um þrívíð verk er að
ræða. Gestir frá Nýlistasafninu eru þau
Áslaug Thorlacius, Hildur Hákonardóttir,
Hreinn Friðfinnsson, Steingrímur Eyfjörð
og Ólafur Lárusson.
í formála sýningarskrár segir m.a. að
sauðkindin hafi að nokkru leyti verið van-
rækt yrkisefni í íslenskri myndlist til
þessa. Fjölmiðlaumræða um sauðkindina
hafi verið hávær og neikvæð undanfarin
ár en þó megi segja að íslenska sauðkind-
in endurspegli best hin duldu sálardjúp
íslendingsins, þversagnir tilveru hans og
þvermóðsku.
„Þátttakan í sýningunni segir okkur að
það er þörf fyrir svona sýningu og greini-
legt er að þemað stendur mörgum nærri,“
segir Guðbjörg Lind. Hlýja til sauðkindar-
innar einkennir sýninguna. „Hér er öll flór-
an. Eldri og yngri félagsmenn hafa sent
inn verk, virkir jafnt sem þeir sem minna
hafa sig í frammi og það gefur sýning-
unni mikla breidd.“ Efnistök eru afar ijöl-
breytt og í sumum tilfellum er sauðurinn
sjálfur efniviður; ull, mör, blóð og sauða-
mjólk á striga. Allflest verkin eru unnin
sérstaklega fyrir sýninguna en elsta verk-
ið er frá 1977. Verkið er framlag Krist-
jáns Davíðssonar sem gat þess að myndin
væri „kindarleg" og ætti því vel heima á
sýningunni.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997