Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 11
f-
íldri hús hafa fengið andlitslyftingu og nýtt frambærilegt hús risið við Lækjargötu. En á öllu þessu er smábæjarbragur. Þetta er ekki það útlit sem höfuðborg ætti að hafa.
ÐHÚSIÐ er að margra dómi bezt teiknaða byggingin sem risið hefur í Kvosinni í 67 ár, en þar sem húsið
ar sett niður getur það ekki orðið sú lyftistöng fyrir miðbæinn sem orðið hefði með betri staðsetningu.
og húsinu er vel við haldið að utanverðu. Gleð-
in vegna þess verður hinsvegar blendin þegar
við blasir hvað fyrirtækin í húsinu heita:
Wunderbar og Café Romance. Svona nöfn eru
alveg dæmigerð í krummaskuðum. Þar að
auki er víst ekkert upprunalegt lengur til inn-
an dyra í þessu húsi. Ytra byrði þess samsvar-
ar þá einhverskonar leiktjöldum.
Búið er að leggja stórfé í nýtt Ingólfstorg,
sem alls ekki hefur þó náð að verða það mið-
bæjartorg með iðandi lífi og allskonar fjöl-
breytni, sem einkennir hliðstæð torg í borg-
um erlendis. Stundum eru fáeinir strákar á
hjólabrettum þeir einu á torginu, en oft er þar
alls enginn. Á slíkum stað má ljótleikinn ekki
skera í augu eins og hann gerir að sunnan-
verðu, þar sem margra hæða, gluggalaus hús-
gafl gnæfir og undir honum stendur gamalt
bárujárnshús sem er eins og það hafi gleymst
og orðið innlyksa í allri þessari steinsteypu.
Breytingai- á Sjálfstæðishúsinu til hins upp-
runalega eru ánægjulegar. En þvi miður eru
fremur fá gömul hús í miðbæ Reykjavíkur,
sem eru svo byggingarsögulega merkileg, eða
fógur að þau verðskuldi að fá að standa þar
um aldur og ævi. En þau eru sem betur fer til:
Alþingishúsið og Dómkirkjan, Hótel Borg,
Reykjavíkur Apótek, Pósthúsið, Eimskipafé-
lagshúsið, Landsbankinn, Iðnó, Iðnaðar-
mannahúsið og timburhúsin við Kirkjustræti
þar á meðal. Elzta hús Reykjavíkur, Innrétt-
ingahúsið við Aðalstræti, fær líka vonandi
framhaldslíf á sínum stað. I næsta nágrenni
við Kvosina eru einstök byggingarsögulega
og fagurfræðilega verðmæt hús svo sem
Safnahúsið, Þjóðleikhúsið, Menntaskólinn,
Miðbæjarbarnaskólinn, Fríkirkjan og íbúðar-
hús Thors Jensens. ►
ENNINGARBORGINNI?
f
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 1 1