Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 13
; 3 í\ Iffil (Hlpiiiit ;fS|sgs| FALLLEGA VARÐVEITT hús frá tímabili bárujárnshúsanna eru ekki mörg í miðbæ Reykjavíkur, en þau eru til og sum þeirra staðarprýði eins og Iðnaðarmannahúsið við Lækjargötu og húsin neðst við Vesturgötu. ÞREYTULEG götumynd úr sjálfu Austurstræti. l'safoldarhúsið er þó sögulega merkilegt hús og hefur verið rætt um að flytja það á annan stað. ÖLDURHÚSIN eru nú talin vera of mörg og leiða til vandræða á nóttinni, en fyrir um 15 árum var umkvörtunarefni að slík hús vantaði í miðbæ Reykjavíkur. SPURNINGAR OG SVOR UM MIÐBÆ REYKJAVÍKUR 1. Er heildarútlit og skipulag í samræmi við þínar hug- * myndir um miðbæ höfuðborgar Islands. 2. Gefur miðbærinn góða hugmynd um þróun bygging- s arlistar á Islandi. 3. Gefur Miðbærinn góða hugmynd um menningarástand landsins. GESTUR ÓLFSSON PÉTUR H. ÁRMANWSSON MARGIR BROTAKENND MÖGULEIKAR HAFA MYND EINKENNIR / GLATAST essar spurningar um útlit, list og menn- ingu eru dálítið einkennandi fyrir það hvernig margir hugsa um skipulag hér á landi þ.e. hvort einhver ákveðin hús, gang- stéttir eða blómabeð séu falleg út frá ein- hverjum ákveðnum fegurðarsmekk. Þótt þessi lista/menningarhlið sé ágæt, svo langt sem hún nær, er hún bara ein hliðin á „góðu“ borgarumhverfi. Það vill líka þannig til að aldrei hafa verið skiptari skoðanir á Islandi en nú um það hvað er fallegt og hvað er ljótt. I öllu falli virðist hinn opinberi danski smekkur sem hér hefur verið ríkjandi í hundruðir ára vera á einhverju undanhaldi. Mér finnst allt í lagi að „skipulag“ sé svo „rúmt“ að mismunandi fegurðarsmekkur geti notið sín. Mér finnst þannig umhverfi miklu lífrænna og meira spennandi. í grund- vallaratriðum er gott skipulag ekki bara spurning um „smekk" ráðamanna eða ein- stök falleg hús, heldur hvoi-t gott sé að eiga heima í, heimsækja eða reka fyrirtæki í við- komandi borgarhluta. Ég tel þetta æskilegt grundvallarmarkmið fyrir miðbæ höfuðborg- ar Islands. Ef við spyrjum fólk hvort því finnist núna gott að búa í miðbænum, reka þar fyrirtæki eða koma þangað í ýmsum er- indagerðum á öllum tímum sólarhrings þá held ég að þeir séu orðnir ansi mai’gir sem finnst það ekki lengur. Borg er aldrei í kyrr- stöðu heldur breytist hún stöðugt fyrir að- gerðir eða aðgerðarleysi fjölmargra aðila. Þessi borgarhluti hefur líka breyst mikið þann aldarfjórðung sem ég er búinn að búa í miðbænum og alls ekki að öllu leyti eins og ég tel æskilegt. Þar hafa líka glatast mai-gir möguleikar sem miðbærinn hafði, en hefur ekki lengur. Mér finnst miðbærinn gefa mjög raunsanna mynd af þróun byggingarlistar á íslandi og menningarástandi landsins. Hann er hvorki betri né verri. Mér finnst hann bera vott um lítinn metnað, þrátt fyrir ýmsar „smáskammtalækningar“ og gefa til kynna að menn skilji ekki almennilega þau öfl sem þarna eru að verki eða hafí náð tökum á helstu vandamálum sem þarna eru til staðar. Skýra stefnu borgaryfirvalda í Reykjavík viðvíkjandi framtíðarþróun þessa svæðis hef- ur líka lengi vantað. Mér fmnst það líka dap- urlegt þegar mönnum finnst það helst til ráða að kaupa þessa stefnu af erlendum „sérfræðingum“ þegar hér á landi eru marg- ir vel menntaðir skipulagsfræðingar sem hafa bæði þekkingu, getu og reynslu til að mynda þau skilyrði fyrir „lifandi“ miðbæ Reykjavíkur sem við viljum. Nútímaskipulag er í grundvallaratriðum tæki, eða aðferð til þess að líta heildrænt á mál og koma því til leiðar sem menn vilja, hvort heldur menn eru að stýra fyrirtæki, einhverju sveitarfélagi eða miðbæ Reykja- víkur. En til þess að skipulag standi undir nafni þurfa menn að móta skýr markmið og þekkja leiðir eða aðferðir til þess að ná þess- um markmiðum. Ég held að hvort tveggja vanti hér í miðbænum auk meiri metnaðar fyrir hönd miðbæjar í sameiginlegri höfuð- borg okkar íslendinga. Þess vegna er ástandið eins og það er. Þetta taka engir ut- anaðkomandi „sérfræðingar" frá okkur. Ef vel á að vera hljótum við sjálf að skilgreina okkar vandamál, móta okkar eigin stefnu og fylgja henni eftir. Hölundurinn er arkitekt og skipulagsfraeSingur MIÐBÆ REYKJAVIKUR MIÐBÆR Reykjavíkur geldur þess að hafa aldrei verið skipulagður með höfuðborgarhlutverkið í huga. Það sést best af því hve illa hefur gengið að finna opinberum byggingum þar stað svo að vel fari. Strax í upphafi þessarar aldar lá fyrir að ekki var rými fyrir fleiri opinberar byggingar í Kvosinni. Þá komu fram tillögur ^ um þyrpingar opinberra stórhýsa, fyrst á Arnarhóli og síðar á Skólavörðuholti, sem ekkert varð úr. Fram eftir öldinni var gert ráð fyrir að timbm-húsin í miðbænum myndu öll víkja fyrir samfelldum röðum steinhúsa og voru allar nýbyggingar hannaðar með það i huga. Þróunin varð samt ekki nægilega hröð til að sú byggð yrði heilsteypt. Um 1970 hófst barátta fyrir verndun timburhúsa í miðbænum og með því breyttust allar forsendur. Um leið og timburhúsin fengu stað í skipulagi varð ljóst að hugmyndir um algera endurnýjun byggðar yrðu ekki að vemleika. Sú brotakennda mynd sem einkennir miðbæinn í dag er afleiðing þessarar atburðarrásar. Þær tvær ólíku gerðir bygginga er einkenna miðbæinn munu verða þar áfram. Óraunhæft er lengur að leggja til að önnm- þeirra víki alfarið fyrir hinni vegna samræmis í skipulagi. Sú leið er vænlegiá að líta andstæðurnar í byggðinni jákvæðum augum, ekki sem vandamál heldur sem ákveðið séreinkenni Reykjavíkur sem vinna megi úr á skapandi hátt með nýrri og framsækinni byggingarlist. 2) I miðbænum er að finna dæmi um fiest skeið í síðari tíma húsagerðarsögu og margar byggingar þar em mikilvæg tímamótaverk í íslenskri byggingarlist. Gallinn er sá að heildin er veikari en þeir hlutar er hana mynda. Þess hefur ekki alltaf verið gætt að taka tillit til þess sem fyrir er við hönnun nýrra bygginga. Þróun húsagerðarinnar hefur því ekki verið nægilega samfelld. Margar þær byggingar sem mest stinga í augu era minnisvarðai- um alls kyns skipulagstillögur sem byrjað var á en síðan hætt við í miðju kafi. 3) Því má halda fram að útlit miðbæjarins endurspegli á vissan hátt agaleysi mannfólksins sem þar gengur um götur. Ákveðin þjóðareinkenni íslendinga, svo sem sterk einstaklingshyggja og andúð á reglum og miðstýi-ingu kunna að valda nokkra um hve erfitt hefur reynst að hrinda í framkvæmd afgerandi hugmyndum í skipulagi. Miðbærinn ber þess mark að oft hefur heildai-mynd skipulags verið fórnað í þágu sérhagsmuna. Þá verður að hafa í huga : að raunveruleg borgarmenning á sér litla sem enga hefð hér á landi og sú staðreynd endurspeglast í útliti miðbæjarins. Höfundurinn er forstöðumaður Byggingarlistardeildar að Kjarvalsstöðum. T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.