Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Blaðsíða 5
Sveinn var talinn gáfumaður, en vín- hneigður mjög og lausungsmenni. Hann var skáldmæltur vel og skemmtinn, en sagður heldur staðfestulítill. Var greiðvikinn við náungann, enda þurfti hann sjálfur margan greiða að sækja til nágrannanna sinna. Sveinn var hár og grannvaxinn og með dökkt hár. Sveinn drukknaði 30. apríl 1875 og fékk þá þessi eftirmæli frá Lilju: Nauðafargi frásneiddur, fylu karga bar hann, hafði margar hjákonur, hórkarl argur var hann. Hvort hann var faðir Stjána er erfitt að segja til um og í raun má segja að það skipti litlu máli hér - ef gengið er út frá því að eiginleikar eins og orðheppni, vínhneigð og skortur á staðfestu erfist ekki. Faðirinn - hver sem hann var - hafði lítil sem engin áhrif á uppeldi drengsins. Leiða má hins vegar líkur að því að hið óljósa faðerni Stjána hafi skipt sköpum fyrir lífshlaup hans. Stjána og móður hans var hafnað löngu áður en hann var borinn í þennan heim. Hann átti eiginlega engan föður og móður sem gat ekki framfleytt honum. Uppvaxtarskilyróin Umburðarlyndi manna hefur ávallt farið eftir afkomumöguleikum þeirra. í „Ómagar og utangarðsfólk" sýnir Gísli Ágúst Gunn- laugsson hvaða samband var á milli efna- hagsástands landsins á árunum 1787-1907 og dánartíðni eftir stéttum. Á óbeinan hátt voru þurfalingar og ómagar frekar látnir deyja drottni sínum en aðrir þegar eitthvað á bjátaði. Afkoma niðursetninga fór þannig eftir því hvort menn voru aflögufærir. Mótunartímabil Stjána varir fram að fermingu, þ.e. árin milli 1873 og 1887. Af- drifaríkt Öskjugos, mæðuveiki í sauðfé og mjög hart árferði einkenna þau. 1872 hó- fust Vesturferðirnar og milli 1870 og 1890 var nánast engin fólksfjölgun í landinu. Þetta var einnig tími þilskipanna og fyrstu þéttbýlismyndunarinnar kringum útgerð og fiskverkun. 1870 voru 363 íbúar í Hafnar- firði, fjölgaði í 420 árið 1880 og 1890 voru þeir komnir í 616. Uppkoma varanlegra sjáv- arbyggða var undanfari að hinni fijálsu sjó- manna- og verkamannastétt þar sem sveita- samfélagið átti í vök að veijast. Það er er á þessum miklu breytingatímum frá 1000 ára sjálfsþurftarsamfélagi til kapitalistískra framleiðslu- og byggðahátta, sem sveitaró- maginn Stjáni fæðist. 1873 er Helga móðir Stjána hvorki skráð í Reykjavíkursókn né nágrenni, kona með ungabarn og varla ferðafær. Næstu ár hefur hún sennilega leit- að á náðir ættingja og vina í sinni heima- sókn. Um leið og Sveinn Pálsson druknaði virðast einhveijir erfiðleikar hafa steðjað að hjá Helgu sem þvinguðu hana að láta Stjána frá sér. Hér (sennilega þriggja ára) urðu fyrstu kaflaskilin í lífi hans. 1876 var hann skráður sem sveitarómagi (síðar er notast við heitin “á sveit“ eða “niðursetning- ur“) að Bakka í Garðasókn. Þar ólst hann upp til fermingarársins 1886. Var þá, 13 ára, ráðinn í vist að prestsetrinu Görðum og var þar til ársins 1893 en þá lét séra Þórarinn af störfum. Tengslin milli Stjána og Þórarins virðast því hafa verið all nokkur. Sögusögnin herm- ir að Þórarinn hafi viljað kosta Stjána til náms í Flensborg. Stjáni gekk til prests vorið 1886 og samkvæmt prestþjónustubók Garðasóknar var hann fermdur 30. maí 1886. Séra Þórarinn líkt og aðrir prestar sá um menntun sóknarbarnanna í tengslum við fermingarundirbúninginn. Börnin lærðu þannig að lesa, skrifa og reikna. Einkunnir voru síðan skráðar í prestþjónustubækur. Hér hefur Stjáni fengið einkunnina vel í lestri, skrift og kristinfræðum, sæmilegur í reikningi og ágætt í hegðun. Reyndar fengu allir ágætt í hegðun. Borið saman við hin fermingarbörnin virðist frammistaða Stjána hafa verið góð. Hvort þessi frammistaða gat gefið tilefni til að séra Þórarinn vildi kosta hann til (prests)náms er álitamál (Þórarinn stofnaði Flensborg 1882). Miðað við aðra valkosti almúgafólks þess tíma er afar erf- itt að skýra hvers vegna Stjáni hafi ekki þegið þennan góða kost ef hann hefur stað- ið til boða. Lifshlaup Þessar uppvaxtaraðstæður skilyrtu líf Stjána og beindu því í vissan farveg. Fyrstu 3-4 árin fylgir hann vistum móður sinnar. Eftir að hún lætur hann frá sér virðist hann næstu 17-18 árin búa við nokkurn stöðug- leika á Bakka og Görðum. En um leið og séra Þórarinn lætur af störfum missir Stjáni af aðhaldi þess fólks sem gert hafði hann að manni. ÚTRÆÐI var frá Garðahverfi samanber vísuna: Hraunamennirnir gapa og góna/Garð- hverfinga sjá þeir róna. Í þessari fjöru hefur Stjáni fyrst fengið smjörþef af sjómennsku. UPPELDISSLÓÐIR Stjána í Garðahverfi og Álftanes Á LEIÐI skáldsins Magnúsar Stefánssonar (Arnar Arnarsonar)sem mestan þátt átti í að gera Stjána bláa þjóðkunnan, er þessi mynd af siglingu Stjána eftir Ríkarð Jóns- son og þar hefur Ríkarður sett nafn skálds- ins á seglið. UPPHAFLEG tréskurðarmynd Ríkarðar Jónssonar af siglingu Stjána bláa. Nú hefst nýr áfangi í lífi hans sem varir sennilega frá 1890 til 1910. Mikið útræði var frá Álftanesi og byijar sjómannsferill hans í tengslum við útgerð séra Þórarins og Ágústs Flygenrings (1865-1932) um 1890. I þriðja bindi „Skútualdarinnar" (bls. 143) kemur fram að Þórarinn hafi ásamt öðrum keypt skútuna Dagmar árið 1873. Þetta var upphafið að útgerðarferli Þórarins og tengdasona hans en Ágúst Flygenring var einn þeirra. í ársbyijun 1988 réð hann sig sem skipstjóra á „Svend“ sem var í eigu Þórarins og gerðist fljótlega meðeigandi. í “Litið til baka“ segir Matthías Þórðarson þá vera eigendur að þilfarsskipinu “Svend“ í mars 1890. Tveir af áhöfninni hétu Krist- ján og Brandur og voru vinnumenn prests- ins. Þá var Stjáni 17 ára. Sá sem skólaði Stjána í sjómannsstarfið hefur sennilega verið Guðmundur Tjörvi Guðmundsson, sem Stjána var það annt um að hann lét skíra einkason sinn í höfuðið á honum. Hann var fæddur um 1850 og bjó að Straumi (um 2 kílómetra suðvestur af Bakka) þar sem álverið er nú. Þar var mik- ið útræði. Samkvæmt viðtali við Jósep Guð- jónsson (1899 -) í Pálshúsum (rétt ofan við Bakka) í Garðabæ kom Stjáni oft og hjálp- aði Guðmundi Tjörva. í þessu lífsskeiði Stjána má kannski tala um stígandi og fall sem er forritað í hrynj- andi sjómannsstarfsins. Hann byijar eflaust á árabátum en fer fljótlega á skútur eða þilskip en þeim fjölgaði ört á þessum tíma. Þennan starfsferil Stjána hefði átt að vera hægt að lesa úr húsvitjunarbókunum en hér finnst hann þó ekki í 16 ár (1893-1909) í helstu útræðissóknunum suður með sjó. Skýringin er eflaust sú að þær voru skráðar í lok árs sem var dauðasti tími ársins, en það býður upp á skráningarvandamál fyrir sjómenn án heimilisfestis. Nákvæmni þess- ara bóka hefur því verið ábótavant. Allt virð- ist því benda til að Stjáni hafði hætt allri vinnumennsku og alfarið helgað sig eins og Guðmundi Tjörva en hjá honum hefur hann eflaust fengið þak yfir höfuðið. í skráningar- bókum fyrir skútuáhafnir sem eru varðveitt- ar á Þjóðskjalasafninu kemur ýmislegt fram um skútuferil Stjána: Þessi þilskip voru gerð út frá Hafnarfirði eða Reykjavík. Til að byija með rær Stjáni með Ágústi Flygenring sem átti og var með Svend (22 rúmlestir) og Himalaya (50 rúm- lestir). Vorið 1891 eða 18 ára gamall er hann gerður að skipstjóra á Svend eða stuttu eftir að hann bjargar skipjnu og áhöfn þess úr sjávarháska. Þegar Ágúst Flygenring kemur með skútuna Himalaya frá Noregi vorið 1992 fer Stjáni á hana sem háseti. Var hann það lengst af og virðist sem mannaforráð hafi ekki átt við hann eða óregla komið í veg fyrir það. Á þessum tíma ræðst úthaldstími skipa mikið af fiskigengd og þörfum landbúnaðar- ins fyrir vinnuafl. Vetrarvertíð byijar yfir- leitt í febrúar-mars og nær til vertiðarloka (14. maí) en þá vantar vinnuafl í sveitum landsins. Þá skorti háseta á skúturnar. Þær sem voru gerðar út yfir sumartímann voru yfirleitt með of fámenna áhöfn til gera rekst- ur þeirra hagkvæman. Af þessum ástæðum hafa margir svokallaðir þurrabúðarmenn eða tómthúsmenn róið á opnum bátum á öðrum árstímum. Slíkir bátar voru að vísu miklu háðari veðri og vindum en höfðu allt annan sveigjanleika varðandi lendingar- möguleika. Þannig var hægt að róa á opnum bátum frá öllum krummavíkum landsins ef einhver vör fannst fyrir lendingu. Þilskipin þurftu hafnir eða þá að það þurfti að sel- flytja aflann í land sem var kostnaðarsöm aukavinna. Skráningarbækurnar ná aðeins til þilskipa og má því ætla að Stjáni rói á opnum bátum þegar nafn hans finnst ekki í þeim. Hann fer á skúturnar þegar fiskigengd er mest og allra veðra er von en annars er hann á opnum bátum. Þær vetrarvertíðir sem hann er ekki að finna á skútum rær hann væntan- lega á slíkum bátum og má gera ráð fyrir að all nokkrar sumar- og jafnvel haustvertíð- ir hafi hann róið frá Norðfirði. Síðasta lífs- skeið Stjána hefst um 1909, þegar hann kynnist sambýliskonu sinni Guðrúnu Jóns- dóttur, en hún var fædd 29. febrúar 1876 að Gamla-Garðbæ í Keflavík (afmælisviðtal í Mbl. 29. febrúar 1956). Um tvítugt kynnt- ist hún Siguijóni Arnbjörnssyni (14. septem- ber 1863 - ágúst 1905). Ó1 hún honum 4 ► Aldur Skráður Afskráður Skip Staða 17 feb 1890 Svend háseti 18 12.3.1891 Svend háseti 18 17.5.1891 Svend skipstjóri 19 25.5.1892 Himalaya háseti 23 16.3.1896 Toiler háseti 24 15.3.1897 Gunna stýrimaður 26 4.3.1899 30.9.1899 Kristófer háseti 27 1900 Portland stýrimaður 30 7.3.1903 Ágúst háseti 31 2.3.1904 1.7.1904 Niels Vagn háseti 36 sumar 1909 róið frá Norðfirði 37 des1909 skráður á Reykjanesvita (skv. húsvitjunarbók) 37 28.2.1910 13.5.1910 Sjana háseti 38 des 1910 skráður að Kirkjuvogi, Höfnum (skv. húsvitjunarbók) 39 15.2.1912 24.4.1912 Sjana háseti LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR i. NÓVEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.